Morgunblaðið - 05.11.1960, Page 8

Morgunblaðið - 05.11.1960, Page 8
8 MORCUyttLAÐIÐ Laugardagur 5. nóv. 1960 Dr. Þorkell Jóhannesson háskólarektor minning Eins órs gömul samgöngutæki ú Akureyri 1 DAG er liðið eitt ár síðan Akureyringum bættust tvö ný FREGNIN um andlát Þorkels Jó- hannessonar prófessors kom eins- og reiðarslag yfir oss, samverka- menn hans og félaga. Ekki var annað sjáanlegt en að hann væri við fulla heilsu, er hann setti há- skólann 9 dögum fyrir andlát sitt. En kunnugir vissu, að hann var þreyttur maður, ofhlaðinn margs- konar störfum, og hafði kennt sér hjartameins fyrir einu ári. Hann var einnig forseti Þjóðvina- félagsins og ritstjöri Andvara og Almanaks þjóð/inafélagsins og hafði verið það í yfir 20 ár. Hann var í stjórn Hins íslenzka bók- menntafélags á sínum tíma. Og hann stjórnaði fundum bók- menntaráðs Almenna bókafé- lagsifts, var kosinn formaður þess, er Gunnar Gunnarsson skáld lét af störfum fyrir nokkrum mánuðum. Hann stjórnaði, einsog skyldan bauð, öllum háskólaráðsfundum, þar sem margskonar mál háskólans voru rædd, hann sótti einnig fundi heimspekideildar, hann var í stjórn orðabókarnefndar háskól ans og samverkamaður í nýyrða- nefnd, en þau störf voru afar lýjandi, hann var í byggingar- nefnd háskólabíós, hann sat í stjórn happdrættisins og í út- gáfunefnd háskólans á fornum ritum íslenzkum, og hann var ennfremur í stjórn Nordisk Kult- urleksikon. En auk alls þessa kenndi hann sögu við háskólann og vann að merkum fræðistörf- um, er vikið verður að síðar. En hann var fyrst og fremst rektor háskólans og það eitt virðist nægiiegt viðfangsefni hverjum meðalmanni. Ætti því sá, sem kjörinn er rektor hverju sinni,- að vera undanþeginn allri kennslu, á meðan hann gegnir rektorsstörfum, enda er svo víða við erlenda háskóla. Þeir hafa sumir margra alda þróun að baki, en hjá oss er háskólinn í örri þróun, og er því mikilsvert, að rektor hans geti sinnt öllum stjórnarstörfum, sem vaxa með hverju ári, er líður. Hinn látni vinur var Þingey- ingur, fæddur að Syðra-Fjalli í Aðaldal 6. des. 1895, sonur Jó- hannesar Þorkelssonar bónda þar og hreppstjóra og konu hans Svovu Jónasdóttur bonda 1 Hraunkoti Y -'ssonar.Standa að honum . —■ merkir menn nyrðra, dugnaðarbændur og vel gefnir og sumir skáldmæltir. Þorkell varð stúdent 1922 og lai meistaraprófi í íslenzk- um fræðum við háskólann 1927 Hann var þá fullþroska maður, kominn yfir þrítugt, en nú biðu hans margskonar störf. Hann varð skólastjóri Samvinnuskól- ans næstu 4 árin eftir meistara- prófið, var skipaður 1. bókavörð- ur við Landsbókasafnið 1932 og varð landsbókavörður 1943. Hann var ritstjóri „Samvinnunnar“ ILOFTUR hJ. LJÖSMYNDASTOFAN Ingólfsstrætj 6. Pantið tíma i síma 1-47-72. MÁLFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Simar 12002 — 13202 — 13602 EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURÐSSON héraðsdómslögmaður Skrifstofa Hafnarstr. 8 II. hæð. Sími 15407 og 19813, SVEINBJÖRN DAGFINSSON hæstaréttarlögmaður . EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstoía Hafnarstræti 11. — Sími 19406 1927—1931 og ,,Nýja dagblaðsins" og ,,Dvalar“ 1933—1934. Hugur hans hneigðist mjög til fræðslu- starfa, og 1933 lauk hann doktors ritgerð, er var rituð á þýzku og bar titilinn „Die Stellung der freien Arbeiter in Island“, og varði hann hana við Kaupmanna- hafnarháskóla. Þá samdi hann fjölda ritgerða og bóka og skal minnzt þeitra helztu. Aldarminn- ing Búnaðarfélags íslands I kom út 1938 og örnefni í Vestmanna- eyjum 1938. Er þar safnað saman örnefnum á Heimaey og í úteyj- um, samtals á annað þúsund. Hlýtur hann að hafa notið góðra manna þar að í Eyjum við söfnun ina. Sjálfur reit ég niður um 600 örnefni þar eftir frásögn Gísla Lárussonar, er ég dvaldist þar eitt sumar á stúdentsárum mín- um, en Gísli var allra manna kunnugastur um örnefni og sögu Eyja. Sú ritgerð birtist aldrei á prenti, en mun ef til vill liggja á Landsbókasafni. í hinu merka ritsafni Saga Islendinga ritaði Þorkell um tímabilið 1701—1770 (6. bindi) að hálfu við Pál Eggeri Ólason, en 7. bindið, tímabilið 1770—1830 (upplýsinngaröld), samdí Þorkell einn. Er í þessum I bindum geysilegur fróðleikur og hefir orðið að viða að margs- konar gögnum (7. bindið er eitt 575 bls.). Þar er sagt frá iands- stjórn, kirkjustjórn og skólamál- um, heilbrigðismálum, samgöngu málum, atvinnumálum og fjár- málum, aldahvörfum og ýmsu fleiru, og sérstakur kafli er um menningu og menntir þessa tíma- bils (nál. 160 bls.). Þessi bæði, bindi má telja ærið ævistarf, þótt hann hefði ekki annað ritað. Hann gaf út á þessum árum ævi- sögusafnið „Merkir íslendingar“ í 6 bindum, og eru þar skrásett- ar ævisögur nál. 100 íslendinga, og munu margir óska eftir áfram haldi þessa safns. Þá gaf hann út Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar skálds (4 bindi) og sá um síðustu útgáfu af ljóða- safni Stephans, „Andvökum“. Og enn hafði hann á prjónunum sem Ævisögu Tryggva Gunnarssonar, og var fyrsta bindið af þrem fyr- irhuguðum komið út. Hann samdi „Alþingi og atvinnumálin" í Alþingissögunefnd, og kom það út 1948 (384 bls.). Auk alls þessa, sem nú hefir verið nefnt, eru til margar ritgerðir eftir hann á víð og dreif í tímaritum og blöð- um. Hann birti margar ritgerðir í Andvara, m. a. Ævisögu Rögn- valds Péturssonar, einnig í Almanaki Þjóðvinafélagsins, m. a. Um Landbúnað á íslandi 1874 —1930 (kom út 1943). Arið 1954 var hann kjörinn rektor háskólans og endurkjör inn 1957 og 1960. Hann lét sér annt um ýmsar framkvæmdir, einkum síðustu 2 árin. Hann lét gera rannsóknarstofu í norður- enda kjallara háskólans fyrir lyfjafræði lyfsala og fyrir rann- sóknir í lífeðlisfræði, en tilrauna stofur í eðlisfræði og æfingastof- ur í efnafræði' lét hann flytja á efri hæð íþróttahússins, sem breytt var og stækkað vegna þess. í suðurenda kjallarans hafa verið innréttuð nokkur herbergi fyrir bóksölu stúdenta, kaffistofu stúdenta og fundaherbergi aka- demiskra félaga innan háskólans. Þá stóð hann fyrir kaupum á heilli hæð (650 fermetrar) í húsi við Laugaveg nr. 105, þar sem náttúrugripasafn ríkisins hefir verið komið fyrir til bráðabirgða, því að vitað er, að þetta safn verður að fá sérstaka byggingu. Tannlæknadeild háskólans hefir nú verið flutt í Landsspítalann, en í þeim herbergjum háskólans hefir verið komið fyrir vistleg- um stofum fyrir orðabók háskól- ans og starfsmenn hennar. Á starfstíma rektors hefir og verið ráðizt í byggingu kvikmynda- húss háskólans, sem um leið á að Dr. Þorkell Jóhannesson vera hljómleikahöll Reykjavík- ur. Má af þessu sjá, að auk fræði- starfanna hafa margskonar störf hvílt á herðum hans. Þegar ég lít yfir ævistörf Þor- kels Jóhannessonar, dettur mér í hug ágæt grein eftir hann, er birtist í Andvara 1942 og er ferðasaga vestur á Snæfellsnes. Hann hafði lengi langað til að sjá Hólahóla og Gufuskála undir Jökli. Loks varð af ferðinni„ og hann segir þar m. a.: „Bærinn, staðið hefir af sér storma þúsund ára, býr yfir mörgum leyndum dómi, duldu lífi langrar fortíðar. Hann býr yfir mörgum sárum harmi en þó miklu meira af staðföstu þreki, fðlegri karl- mennsku, æðralausu þolgæði, óþreytandi elju, forsjá og sjálfs- afneitun. Hefði ekki alls þessa við notið, væri hann löngu jafn- aður við jörðu, máður út, horf- inn, týndur. Hvergi hef ég skynj- að jafnglöggt og hér hið dulda líf þjóðar minnar í þúsund ár“ Ég hygg, að þessi lýsing um staðfast þrek, rólega karl- mennsku, æðrulaust þolgæði, óþreytandi elju, forsjá og sjálfs- afneitun eigi vel við minn látna vin. Hann var heilsteyptur mað- ur, falslaus, staðfastur og örugg- ur, og því naut hann óvenjulegs trausts allra, er kynntust honum. Hann kvæntist 1935 Hrefnu Bergsdóttur, bónda á Ökrum á Mýrum Jónssonar. Þau lifðu far- sælu hjónabandi. Um leið og vér sendum ekkju hans og dóttur hlýjar sam- úðarkveðjur, þakkar háskólinn hinum látna hin mikilvægu störf, er hann hefir unnið á undanförn- um árum og öll hans afrek í ís- lenzkum fræðum. Munu þau lengi halda minningu hans á lofti. Alexander Jóhannesson Jóns á minnzt á Hvanná Alþingi SIGURÐUR Ágústsson, fyrri varaforseti Sameinaðs þings, setti þingfund í gær og mælti á þessa leið: • Sú fregn hefur borizt, að Jón Jónsson fyrrum alþingismaður og bóndi á Hvanná í Jökuldal hafi látizt 31. okt. síðastliðinn, nær níræður að aldri. Verður hans minnzt hér með nokkrum orðum. Jón Jónsson var fæddur 19. janúar 1871 á Ekkjufelli í Fell- um. Faðir hans var Jón, síðar bóndi á Fossvöllum, sonur Jóns á Ekkjufelli Jónssonar, en móð- ir hans var Ingunn Einarsdóttir bónda á Starmýri Ólafssonar. Jón ólst að nokkru leyti upp með föður sínum á Fossvöllum, fór árið 1891 til náms í Möðru- vallaskóla og lauk gagnfræða- prófi þaðan vorið 1899. A sama ári kvæntist hann dóttur bónd- ans á Hvanná á Jökuldal, átti þar heimili siðan og bjó þar lengi stórbúi, en lét jörðina i hendur sona sinna, þegar aldur færðist yfir hann. Jón Jónsson á Hvanná var stórbóndi og sveitarhöfðingi um langt skeið. Hann var oddvili og sýslunefndarmaður og gegndi fjöldamörgum öðrum trúnaðar- störfum í sveit sinni og héraði. Þingmaður Norðmýlinga var hann á árunum 1909—1911 og 1914—1919, átti sæti á 9 þing- um alls. Jón Jónsson á Hvanná var fyrst kosinn til þings í hinum sögufrægu alþingiskosningum 1906, og þingsetu hans lauk tæpu ári síðar en Island varð frjálst og fullvalda ríki. A þeim árum voru stærstu mál Alþing- is einatt í tengslum við sjáif- stæðisbaráttu íslandinga og á þeim vettvangi stóð Jón á Hvanná jafnan fast á rétti lands síns og þjóðar. Meginþátt ævistarfs síns vann Jón Jónsson á Hvanná austur á Jökuldal. Þar bjó hann stórbúi og hafði forustu í sveitarmál- samgöngutæki, en það var hinn 1. okt. 1959 kl. 11,30 e. h. sem hin nýja sjúkraflugvél Akur- eyringa lenti á Akureyrarflug- velli, eftir happasælt flug frá Bandaríkjunum, en vélin hafði þó haft viðkomu í Grænlandi. Stjórnendur vélarinnar voru Að albjörn Kristbjarnarson flugstj. hjá Flugfél. íslands og Tryggvi Helgason flugmaður, aðaleigandi vélarinnar. (Aðrir eigendur eru Slysavarnadeild kvenna á Ak- ureyri og Rauða krossdeild Ak- ureyrar). Rösklega þrem klst. síðar sigldi hinn nýi flóabátur „Drang ur“ inn á Akureyrarhöfn. Hann kom í einum áfanga frá Noregi. Eigandi Drangs, Steindór Jóns- son, skipstjóri, stýrði sjálfur skipi sínu heilu í höfn eftir happasæla ferð yfir hafið. Akureyringar, sem og aðrir Norðlendingar, glöddust innilega yfir komu þessara farartækja og bundu strax við þau miklar vonir um bættar samgöngur og skjótar ferðir. Eftir eins árs starf er sýnt, að þær vonir hafa ekki brugðizt. Á árinu hefur Tryggvi flutt nokkur hundruð farþega og far- ið að auki ýmis konar leigu- ferðir, en mikilvægust eru þó sjúkraflugin. Þau eru orðin 56, og má fullvíst telja, að nokkr- upi mannslífum hafi þar með verið bjargað. Vélin hefir lent á 34 stöðum, víðs vegar á landinu en flestar ferðir til eins staðar munu vera til Grímseyjar. Flug- vélin hefir í alla staði reynzt vel og Tryggvi flugm. aflað sér trausts og vinsælda, sem örugg- ur og aðgætinn flugmaður. Þessi eins árs reynsla sýnir að nauð- synlegt var og fullkomlega tímabært að staðsetja hér sjúkra flugvél. Drangur tók við hlutverki nafna síns og fyrirrennara gamla Drangs, að flytja farþega, póst og vörur um Eyjafjörð, til Siglufjarðar, Grímseyjar og að vetrinum til einnig um Skaga- fjöíð. Þetta er vond sjóleið og oft stormasöm, einkum að vetr- arlagi, en Drangur er vandað og vel byggt skip, sem veitir þæg- indi og öryggi. Hann hefur á þessu fyrsta ári bætt mikið sam göngur og reynzt vel í alla staði. Jón Jónsson á Hvanná. um. Þegar unnið var að síðustu útgáfu Alþingismannatals, gerði hann stutta grein fyrir störfum sínum í héraði og lét jafnframt svo um mælt í bréfi: „Eg hef fá frægðarverk unnið, en trú- lega hef ég viljað vinna að því, sem ég hef fengizt við.“ Það er dómur sveitunga hans, að hann hafi ekki brugðizt trausli þeirra. Jón á Hvanná var mikill vexti, góðlyndur og glaðlyndur og höfðingi heim að sækja. Eg vil biðja háttvirta al- þingismenn að votta minningu hins látna bændahöfðingja virð- ingu sína með því að rísa úr sætum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.