Morgunblaðið - 05.11.1960, Page 11
Laugardagur 5. nóv. 1960
MORCIJISBL ÁÐIÐ
11
77
Leikfélag Akraness:
Þrír skálkar"
i
eftir Carl Gandrup
Leiksf. Ragnhildur Sfeingrímsdóftir
LKXKFÉLAG Akraness frum-
sýndi fimmtudagskvöldið 27. okt.
s.l. sjónleikinn Þrír skáikar, sem
er gamansöngleikur í fimm þátt-
um eftir Carl Gandrup, þýddur
af Þorsteini Ö. Stephensen.
Er þetta fyrsta verkefni félags-
ins á þessu starfsári. Ekki þykir
mér ástæða til að rekja hér sér-
staklega efni gamanleiks þessa,
enda mun það vera vel kunnugt
flestum þeim, sem leikbókmennt-
um unna, því að sjónleikur þessi
hefur hvarvetna hlotið vinsælda
og verið sýndur hér á landi öðru
hverju frá því um 1930, auk þess
sem hann var á sl. vori fluttur í
útvarp.
Mér er jafnan nokkur vandi á
höndum þegar ég ræðst í að
skrifa um leiksýningar sem þess-
ar. Kemur þar ýmislegt til og
þá ekki hvað sízt það, að gæta
verður ítrustu hófsemi í gagn-
rýni, þar sem eingöngu er um
áhugafólk í leiklistinni að ræða,
en ekki hálærða leikara. Auk
þess er oftast nær meira og minna
af algerum nýliðum í slíkum leik
sýningum, og gildir um þá hið
sama og allan nýgræðing, að
mjög verður að fara um hann
mildum höndum, ef hann á að
blómgast og dafna og ná tilætluð-
um þroska að minnsta kosti fyrst
í stað.
En þrátt fyrir ýmsa vankanta,
tel ég leikstarfsemi sem þessa
hafa svo mikið menningargildi,
sé sæmilega vandað til verkefna,
að fremur beri að hlúa að henni
en rífa hana niður. Því er það,
að ég hef jafnan tekið þann kost-
inn að geta fyrst og fremst þess,
sem vel er gert, en eyða færri
orðum að hinu. Eru því þessar
greinar mínar fremur í frétta-
skyni ritaðar en að þær beri að
skoða sem leiklistargagnrýni.
Ætla ég svo ekki að hafa þenn-
an formála lengri en snúa mér
heldur beint að efninu.
Svo sem að framan er getið,
annaðist leikstjórnina að þessu
sinni ungfrú Ragnhildur Stein-
grímsdóttir. Hún er þegar lands-
kunn sem duglegur leikstjóri, og
geta Akurnesingar um það dæmt
ýmsum öðrum betur, þar sem
hún hefur tvívegis áður haft hér
leikstjórn á hendi við góðan orð-
stír.
Ekki fæ ég betur séð en að
leikstjórinn hafi unnið vel og sam
vizkusamlega sitt verk. Er svið-
setning leiksins góð, en ekki var
frítt við að stundum örlaði á
ónógri kunnáttu hjá sumum leik-
aranna. Má vera að sú hafi með-
al annars verið orsökin til þess
að ég var ekki fullkomlega ánægð
ur með heildarsvip leiksins. Tel
ég, að betur hafi farið á því, að
meiri léttleiki og hraði hefði ver-
ið í sýningunni. En skylt er að
hafa í huga, að það er engan
veginn létt verk að þjálfa Itt
vana eða algerlega óvana leik-
ara, jafn fjölmennan hóp og hér
um ræðir, svo að úr verði vei
samræmd heild. Hygg ég, að það
sem fyrst og fremst vantaði, hafi
verið 2—3 aefingar í viðbót áð-
ur en frumsýnt var. En slíkt
er ekki ætíð hægt að kenna leik-
stjóranum, sem jafnan hefur af-
markaðan tíma til umráða á
hverjum stað.
Skálkana þrjá, þá Kurt söngv-
ara, Bertel umferðasala og Diðrik
skottulækni léku þeir Þorsteinn
Ragnarsson, Júlíus Kolbeins og
Sigurður B. Sigurðsson.
Tel ég, að leikur Þorsteins í
elskhugahlutverki sínu sem Kurt
söngvari, hafi verið eðlilegur og
með því bezta, sem sézt hefur hér
af því tagi, en siík hlutverk eru
jafnan vandmeðfarin. En miður
vel tókst Þorsteini söngurinn, og
bygg ég að þar megi að verulegu
leyti um kenna sviðsskrekk, enda
mun hann með öllu óvanur að
syngja einsöng.
Leikur Júlíusar Kolbeins í hlut
verki Bertels umferðasala var
yfirleitt prýðilega af hendi leyst
ur og tvímælalaust það bezta,
sem hann hefur gert á leiksviði
hér.
Þá gerði Sigurður B. Sigurðs-
son margt vel í hlutverki Diðriks
skottulæknis, en þó tel ég, að
mun meira hefði mátt úr því
hlutverki gera. Bar nokkuð á ó-
nógri kunnáttu hjá honum.
Magnús Villi Vilhjálmsson leik
ur Óla gráa malara. Verður per-
sónan í meðferð Magnúsar eðli-
leg og sönn, og slíkt er aðall
góðra leikara að ýkja ekki né af-
skræma.
Ungfrú Elísabet Proppé leikur
Mettu, dóttur Óla gráa. Skilar
hún hlutverki sínu vel, ekki sízt
þegar þess er gætt, að hún er
alger nýliði á leiksviði. Skýrari
mætti þó framburður hennar
vera.
Frú Sólrún Ingvadóttir leikur
Nuri spákerlingu. Hún er eng-
Aðalfundur Sfefnis
félags ungra Sjálfsfæðismanna
i Hafnai firði
STEFNIR, félag ungra Sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði, hélt
aðalfund sinn þriðjudaginn 25.
október síðastliðinn.
Á fundinum fóru fram venju-
leg aðalfundarstörf. Formaður
félagsins, Árni Grétar Finnsson,
flutti skýrslu um starfserftina á
liðnu ári. Mjög mikil gróska
var í félagsstarfinu. Málfundir
voru haldnir hálfsmánaðarlega
yfir vetrarmánuðina. Þá gekkst
félagið fyrir kvöldvökum,
skemmtikvöldum og tómstunda-
kvöldum og var þátttaka yfir-
leitt mjög góð. Yfir 50 nýir fé-
lagar gengu í Stefni á árinu og
hefur félagatalan aldrei verið
hærri en nú.
Að skýrslu formanns lokinni
voru lesnir upp og samþykktir
serstakrar umsagnar, en hafa þó reikningar félagsins.
sína þýðingu fyrir heildarsvip '
leiksins.
Leiktjöld hefur Lárus Ingólfs-
son málað af mikilli prýði Ljósa-
Til vinstri Bogi Sigurðsson,
sem Lási lærlingur böðuls-
ins og Hannes Jónsson sem
meistari Jokkum böðull.
meistarar eru þeir Jóhannes
GunnarsSon og Garðar Óskarsson.
Leysa þeir hlutverk sitt af hendi
með hinum mestu ágætum. Minn
ist ég þess ekki að hafa séð ljós
kunnáttusamlegar notuð eða
snilldarlegar við leiksýningar
hér.
Leiksviðsstjóri er Gísli Sigurðs
son, sem einnig hefur annazt leik
tjaldasmiði ásamt þeim Inðibergi
Árnasyni, aðstoðarmanni á leik-
IÞá fór fram kosning stjórnar
fyrir næsta starfsár, og er hún
I þannig skipuð: Formaður Árni
Grétar Finnsson, meðstjórnend-
ur: Þór Gunnarsson, Guðlaug
Kristinsdóttir, Sigurður Þórðar-
son og Reimar Sigurðsson. Vara
stjórn skipa: Sveinn Guðbjarts-
son, Erlendur Guðmundsson og
Kristján Loftsson.
Endurskoðendur voru kosnir
þeir Alexander Alexandersson
og Einar Sigurðsson. — Þá var
kosið í fulltrúaráð Sjálfstæðis-
félaganna.
Að loknum aðalfundarstörf-
um var kosið í ýmsar nefndir,
sem starfa á vegum félagsins,
og eru þær þannig skipaðar:
Málfundanefnd: Arngrímur
Guðjónsson, Einar Þ. Mathie-
sen, Illugi Óskarsson, Alexánder
Alexandersson og Skúli Þórs-
son.
Skemmtinefnd: Ragnar Magn-
Atriði úr „Þrír skálkar“ — f. v. (liggjandi): Alfreð Einars-
son sem Istru-Morten (standandi), Sólrún Ingvadóttir sem
Núrí, Sigurður B. Sigurðsson, sem Diðrik og Júlíus Kolbeins
sem Bertel. —
inn viðvaningur á leiksviðinu,
enda skilar hún hlutverki sínu
með sæmd. Var þó gervi hennar,
og tilburðir stundum í unglegra
lagi. Sólrún hefur oft áður sýnt
ótvíræða hæfileika sína < vanda-
sömum hlutverkum.
Alfreð Einarsson leikur Morten
Tipperup af góðum skilningi og
nokkrum tilþrifum. Er hann enda
orðinn sviðsvanur vel.
Garðar Óskarsson leikur fóget-
ann í Sæborg, Hulda Ágústsdótt-
ir leikur séra Kaspar Twist, Hann
es Jónsson leikur meistara
Jochum böðul, Bogi Sigurðsson
leikur Lása lærling hans og ung-
frú Guðrún Gústafsdóttir ieikur
Möllu Skrepp. Eru þetta al'.t
fremur lítil hlutverk en yfirleitt
þokkalega með þau farið. At-
hyglisverðan tel ég leik Hannes-
ar Jónssonar í hlutverki böðuls-
ins, sem verður eftirminnilegur i
meðferð hans. Er hið bezta sam-
ræmi í gervi hans og látbragði.
Förumenn og fólk úr Sæborg-
arsókn leika þau frú Sigríður
Sigmundsdóttir, ungfrú Svala
Ingvarsdóttir, ungfrú Sigríður
Adda Ingvarsdóttir, ungfrú Bryn-
dís Þorvaldsdóttir, ungfrú Guð-
rún Vilhjálmsdóttir, Ólafur
J. Þórðarson og Bergmann Þor-
leifsson. Eru þetta allt lítil hlut-
verk, sem ekki gefa tilefni til
ússon, Stefán Ævar Guðmunds-
son, Guðrún Madsen, Ragnar
Jónsson, Kolbrún Jónsdóttir,
Ottar Proppé, Hrönn Kjartans-
dóttir og Júlí Sæberg.
Kvöldvökunefnd: Þorgrímur
Halldórsson, Jens Jónsson,
Matthias Mathiesen, Sigurjón
Gunnarsson og Jóhann Karls-
son.
Tómstundanefnd: Einar Þ.
Mathiesen, Þórir Jónsson, Er-
lendur Guðmundsson, Egill
Svanur Egilsson, Magnús Magn-
ússon, Jón Vignir Karlsson,
Lúðvík Gunnarsson, Matthías
Mathiesen, Hermóður Sigurðs-
son, Oddrún Guðsveinsdóttir,
Þórður Sigurðsson og Ólafur
Ólafsson.
Ferðanefnd: Þór Gunnarsson,
Jóhannes Sæmundsson, Illugi
Óskarsson, Erlendur Guðmunds-
son, Sveinn Guðbjartsson, Svala
Óskarsdóttir og Edvard J. Fred-
reksen.
Að lokum fóru fram umræð-
ur um félagsmál. Tóku margir
til máls og var mikill áhugi
ríkjandi á því að vinna ötul-
lega að eflingu félagsins á kom-
andi vetri.
Fundurinn var mjög fjölmenn
ur. Fundarstjóri var Þorgrímur
Halldórsson og fundarritari
Alexander Alexandersson.
Norðurleið
Til Akureyrar:
Þriðjudaga, föstudaga og
sunnudaga.
sviði, og Lárusi Árnasyni.
Undirleik við söngvana í leikn
um annast frú Sigríður Auðuns
á píanó og Grétar Jónsson á blokk *
flautu. j
Hárgreiðslu annast frá Ragn-
heiður G. Möller og andlitsförðun j
ungfrú Gunnur Axelsðóttir. Hvísl
ari er ungfrú Margrét Valtýsdótt-
ir.
Búninga lánaði Þjóðleikhúsið.
Bíóhöllin var fullskipuð áhorf- I
endum á frumsýningunni og létu
leikhússgestir óspart í ljós á- j
nægju sína með öflugu lófataki l
og var leikstjórinn sæmdur fögr'
um blómvendi.
Enginn veit, nema sá sem í því
stendur, hversu mikla fyrirhöfn I
og f jármuni ein leiksýning kostar. ‘
Erfiðið leggja leikendur og stjórn
leikfélagsins á sig hverju sinni
endurgjaldslaust til þess að auka
þætti í skemmtana- og menning-
arlífi þessa staðar. Nú er það okk
ar allra hinna að sækja svo vel
sýningar leikfélagsins, að það
verði ekki tilneytt að hætta með
öllu starfsemi sinni vegna fjár-
hagsöðugleika. Það er ekki allt
betra sem að er fengið. Verum
samtaka um að efla og styrkja
hverskonar menningarsbarfsemi
í bæ okkar, en látum ekki tóm- i
læti verða henni fjötur um fót.
Valgarður Kristjánsson. j
heldur Stýrimannaskólinn í Sjómannaskólanum í
kvöld kl. 9.
Góð hljóinsveit.
HALLÓ!
HALLÓ!
Telpupils á 1-10 ára 150 kr
Drengjapeysur. Vinnuskyrtur 65.00. Barnasokkar.
Sokkahlífar. Sokkabuxur. Kvenblússur úr „popline“
og Blúndur. Kvensundbolir, allar stærðir. Kvenpeysur
Kvengolftreyjur, allar stærðir o. m. m. fl.
Nærfataverksmiðjan Lilla h.f.
Smásala — Víðimel 63
6-10 ferm. gufuketill
óskast keyptur. — Upplýsingar í
KORKIÐJUNNI H.F. — Sími 14231
bbbbbbbbbbbbbtÍDbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
b
STJÖRNULYKLASETT
STAKIR STJÖRNULYKLAR
TOPPLYKLASETT
STAKIR TOPPLYKLAR
HANDVERKFÆRI
í miklu úrvali
Qy
ggingavörur h.f.
Siml 35697
Laugove^ 178
b
b
b
b
b
b
b
b
b
b
b