Morgunblaðið - 05.11.1960, Page 13

Morgunblaðið - 05.11.1960, Page 13
Laugardagur 5. nóv. 1960 MORGUNBLAÐlh 13 Dennis Bloodwarth TVENNT er það, sem ráða mun mestu um stefnuna í alþjóðleg- ttm viðskiptum á árinu 1961, es það er fundur þeirra Krúsjeffs og Mao Tse-tungs í Peking og ráðstefna leiðtoga Kommunista- fl. í Moskvu, 9. nóvemiber. Margt virðist benda ti'l þess að hin árásargjarna framkoma Krúsjeffs hjá Sameinuðu þjóðun um stafi fremur af ósamkomu- lagi innan Sovétríkjasambands- ins, en persónulegum vilja hans til að auka alþjóðaspennuna. Nokkra síðastliðna mánuði hafa Kínverjar ráðizt á þá skoð- un Sovétríkjanna, eins og frá- leitan hugarburð, að styrjold sé ekki lengur óumflýjanleg, að mögulegt sé að hafa friðsamleg samskipti við „Heijasvaldasinn- ana“ með samningum og að hægt sé að berjast fyrir málefnum hins alþjóðlega kommúnisma, hlóðsúthellingalaust, í andrúms- lofti friðsamlegrar sambúðar. Krúsjeff hefur held- ur viljað láta aðra hita sér en hita öðrum sjálfur sína eigin björgun, vegna þess, að með ört vaxandi íbúafjölda, sem mun komast upp í þúsund millj. fyrir lok þessarrar aldar, geta þeir ekki verið takmarkaðir óendanlega af hinum efnahags- Iegu og pólitísku takmörkum, er óvinveittur heimur setur þeim, eða kúgaðir af ógnun þess hern- aðarlega varnarhrings, sem Bandaríkin hafa reynt að loka þá inni í. Frá því árið 1958 hafa Kínverj ar barizt ákaft gegn hugmynd- inni um toppfund og vel má því vera, að Mao hafi átt sinn þátt í hinni ruddalegu framkomu Kru- sjeffs á Parísarfundinum 1960. Sú staðreynd að Krusjeff er Krusjeff, stuðlar á engan hátt að því, að sættir takizt milli Moskvu og Peking. Við hátíða- höldin 1. október var hið stóra torg hins himneska friðar í Pek ing skreytt með risastórum myndum af Marx, Lenin, Engels, Stalin, Sun Yat Sen (stofnanda kínverska lýðveldisins) og Mao Tse-tung. Það var myndasafn af byltinga-hugsuðum og meðal þeirra átti Mao, byggingameist- ari kínversku byltingarinnar, Atðkin milli Mao og Krúsjeffs sinn stað sem nánasti arftaki, en Krúsjeff ekki. í augum Kínverja hefur Krúsjeff orðið eftirmaður Stalins um stundarsakir, vegna frábærrar leikni sinnar í brögð- um og undirferli. En fyrir Mao Tse-tung er það engin sönnun á því, að hann sé hinn rétti og verðugi valdhafi í Kreml. Horfurnar á rólegri og ókvíðn- ari heimi á komandi ári verða að mjög miklu leyti undir því komnar, hvernig Krusjeff tekst að koma vilja sínum fram við Mao á hinum fyrirhuguðu fund- um í höfuðborgunum tveimur. (Observer. Öll réttindi áskilin) fyrri grein Pekingstjórnin, sem heldur því fram að styrjöld sé óhjákvæmi- leg, samkvæmt kenningu Lenins, hefur lýst því yfir, að Heims- veldasinnar séu villidýr og eðli þeirra breytist ekki. Það sé því hættuleg heimska að reyna að komast að samkomulagi við þá. og einungis stöðug byltingasinn- uð barátta gegn- auðvaldsöflun- um geti skapað komm.úniskan heim. í júlí skírskotaði Krúsjeff til stuðningsmanna kínverskra sjón armiðsins, er hann sagði: „Hver sá sem heldur að kommúnisminn verði efldur með styrjöld á heima á geðveikrahæli". Og Rússar hafa ráðizt á Kínverja fyrir hið kreddufasta fylgi þeirra við Lenínsku kenningarnar, sem þróun síðustu 40 áranna hafi ó- nýtt með öllu. Kínverjar hafa hinsvegar mælt fastlega með því að „allar tilraunir til að breyta eða berjast gegn kenningum Lenins verði algerlega kveðnar niður“, og þeir hafa ásakað Krú- sjeff fyrir það, að honum hafi mistekizt að skilja sjálfan sig frá „endurskoðunarstefnu í þjónustu Heimsveldisstefnunnar". Allt til septemfoerloka héldu kommúnisku höfuðborgirnar tvær áfram að skiptast á skot- hríðum í orðum og aðrar at- vikslegar sannanir voru til- greindar til að sýna hversu sam- bnndið þeirra á milli hafði versn að. Um 3,000 af 11,000 rússnesk- um tæknilegum ráðunautum í Kína, tóku saman pjönkur sínar og fóru úr landi. Kinveriar tóku ekki þátt í Austurlandaþinginu í Mosvu í síðastliðnum mánuði. Engir háttsettir opinberir Sovét- fulltrúar voru viðstaddir á há- tíðahöldunum í tilefni af ellefta árdegi kínverska alþýðulýðveld- isins, hinn 1. október. Rúmið fyr- ir Sovét-fréttir í kinverskum blöðum minn'kaði um helming yfir sumarið. Báðir kommúnista- flokkarnir, rússneski og kín- verski, voru sagðir leita til allra annarra, eftir stuðningi við hin gasnstæðu sjónarmið sín. Þessi deila er einstök i sögu knmmúnistahreyfingarinnar, frá því er Stalín komst til valda. Það er deila milli kommúnista- leiðtoga, sem hvorugur getur drepið, útlægt eða sannfært hinn. Krúsjeff hefur losað sig við fyrri keppinauta sína í Sovétríkjun- um, en hann veit að hann getur ekki útrýmt Mao. Hann verður því að komast að samkomulagi við hann. Sá möguleiki er heldur ekki til, að deilunni ljúki með því að Mao taki Tito sér til fyrirmynd- ar. Formaður kínverska flokks- ins er forvígismaður „samábyrgð ar og samstöðu kommúnisku landanna". Hann er raunveru- lega keppinautur — keppinautur Krúsjeffs um hugsjónalega for- ystu í hinum socíaliska heimi. En það er ekki rúm fyrir tvær við- urkenndar „Flokkslínur" í kommúnisku herbúðunum, frem ur en það er rúm fyrir tvo páfa innan katólsku kirkjunnar. Ef viðurkenndar væru tvær gagn- stæðar skoðanir á kommúniskri herstjórnarlist og hlutverki, þá væri Sovétríkjasambandið í hættu statt, ekki einungis vegna klofnunar, heldur algerðrar eyð- ingar. Mao á sína fylgjendur í komm únistaflokknum annarra sov- ezkra ríkja, einkum í Austur- Þýzkalandi og gera má fastlega ráð fyrir því, að hann geti reitt sig á stuðning í hinum frjálsa heimi. f fyrsta lagi, þá telur hann að þessum flokkum eigi að hjálpa og styðja þá í hinum byltigarsinnuðu áformum þeirra meðan Krúsjeff er hinsvegar meðmæltur vinsamlegri sambúð við „borgaraleg" ríki. í öðru lagi vilja Kínverjar að kommúnista- flokkar utan Sovétlandanna sendi fulltrúa á fyrirhugaða ráð- stefnu í Moskvu, þar sem Rússar kjósg hinsvegar að takmarka þátttökuna við fulltrúa frá flokkum innan Sovétríkjasam- bandsins. Til þess að halda Sovétríkjun- um saman, hefur Krúsjeff valið erfiðustu og óbilgjönustu aðferð- ina, sem hann gat, í New York, og gengið langt til þess að sanna að hann hafi ekki í hyggju að gefast upp fyrir auðvaldsheim- inum. Hin óbeina hótun hans um úrsögn úr samtökum hinna Sam einuðu þjóða, sú fullyrðing hans að afvopnun komi ekki til greina ef Kínverjum verður ekki leyfð þátttaka og aðrar hrokafullar yf- irlýsingar hans og kröfur hafa verið vel til þess fallnar að end- urvekja traust Pekingstjórnar- innar. Menn hafa líka orðið varir við yfirborðsleg merki um vaxandi vinsemd og hollustu í framkomu Kínverja gagnvart Moskvustjórn inni. Á hátíðahöldunum í Pek- ing, 1. október, lögðu ræðumenn áherzlu á forgöngu Kína í frið- samlegri sambúð, á Kínversk- sovézka samstöðu og á viður- kenningu Kínverja á „forystu Sovétríkjanna". Einnig hafa rit Mao Tse-tungs, frá árunum 1945—1949, hlotið talsverða út- breiðslu nýlega. En í þeim sagði hann að hægt væri að útiloka hættuna á þriðju heimsstyrjöld og, að í sumum málum — jafn- vel þeim þýðingarmestu — gæAu heimsveldasinnuð og sósíalisk ríki komizt að samkomulagi. En þessum ytri merkjum um hollustu Kínverja við tíllögur Krúsjeffs skyldi varlega trúað. Hinn Kínversk-sovézki skoðana- munur á sér dýpri rætur og lengri aldur, en ágreiningur þeirra á þessu ári. Sovétríkin eru stórt og vold- ugt heimsveldi, sem hefur miklu minna að græða og meini að tapa með því að taka upp áhættu samá og byltingarkennda stjórn arstefnu, en Kína, hið vantreysta og vanvirta ríki, sem berst fyrir viðurkenningu. Sovétríkin eru háþróað iðnaðarland, þar sem Kína verður hinsvegar að pína milljónir sínar til svita og sjálfs fórna og leiðtogar þess geta bezt réttlætt svipuhögg sín í andrúms lofti alþjóðlegrar spennu. Kína er ennþá skipt land og meginhluta þess er ógnað af þjóð ernissinnastjórninni á Formósu, vegna efnahagslegrar og hernað- arlegrar aðstoðar Bandaríkjanna við Chang Kai-shek. Kínverjar kæra sig því ekkert um að halda í þetta status quo (sama ástand og áður) og þeir líta á tilraunir Krúsjeffs til að styðja alþjóða-skútuna, með ó- blandinni tortryggni. Það er af- skaplegt verkefni að byggja upp nýtt Kína og því meiri efnahags- aðstoð, sem Sovétríkin veita ó- háðum löndum, þeim mun minna geta þau látið af mörkum við Pekingstjórnina. Rússland hefur ekki veitt Kína lán til langs tíma síðan 1941. Kínverjar verða stöð ugt að herða meira og meira að sér sultarólina, þar sem mestur hlutinn af framleiðslu þeirra, einkum landbúnaðarafurðir og vefnaðarvörur, fer til USSR, sem greiðsla fyrir rússneskar vélar og tæknilega aðstoð, er þeir þörfn- uðust við uppbyggingu næstum 300 iðnfyrirtækja. Kínverjar trúa ekki aðeins á kommúniska heimsbyltingu, held ur treysta þeir líka á hana, sem Mao' Kvikmyndasýn- in» Germaniu FRAMHALD verður á kvik- myndasýningum Germaníu, og er næsta sýning í dag, laug- ardag í Nýja Bíó. Sýndar verða að venju frétta- og fræðslumynd ir. Fréttamyndirnar, sem sýndar eru á kvikmyndasýningum fé- lagsins verða æ vinsælli meðal almennings, enda sést þar í stutt um svipmyndum allt hið mark- verðasta og fréttnæmasta, sem á sér stað í hjarta Evrópu og nú verða sýndar myndir af atburð- um frá liðnu vori og sumri. Fræðslumyndirnar verða tvær. Önnur er um tómstundavinnu ungra og gamalla. Eru verkefnin, sem tekin eru fyrir, hin margvís- legustu og þeir, sem að þeim vinna, úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins. Hvíld frá daglegu starfi er oft bezt fengin með nýju starfi gerólíku hinu fyrra. Og tóm- stundirnar verða hvarvetna lengri og lengri vegna styttingar vinnutímans við margvísleg störf. Hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á þessum stundum? Mynd in gefur nokkra vísbendingu í því efni. Hin fræðslumyndin er um skipulagningu og byggingu borg ar í Ruhrhéruðunum, sem byggð var frá grunni. Sýningin hefst kl. 2 e.h. og er öllum heimill aðgangur, börnum þó aðeins í fylgd með fullorðn- Fróðleg kynnisferð á vegum SH til Ameríku I SÍÐUSTU viku bauð stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna 9 útgerðar og frystihúsa- mönnum og tveimur blaðamönn- um í kynnisferð til að ski.ða starfsemi og sérstaklega fisk- verksmiðjur fyrirtækisins í Eag landi og Bandaríkjunum. Meðal þess sem skoðað var, má nefna hina stóru fisksuðu- verksmiðju, sem Coldwater, dótt arfélag Sölumiðstöðvarinnar hefur komið sér upp í bænum Nanticoke í Maryland-fylki í Bandaríkjunum. Vakti starfið þar óskipta athygli þáttakend- anna, því að þar er fólginn einn merkilegasti þátturinn í að tryggja íslenzkum fiskafurðum .öruggan markað í Bandaríkjun- um í framtíðinm, það er fram- leiðsla á tilbúnum fiskréttum, fishsticks og fiskkökum. Eftir- spurnin eftir þessari framleiðslu Coldwater fer svo ört vaxandi, að á næsta ári er fyrirsjáanlegt, að þessi verksmiðja mun ekki geta fullnægt henni. Allir þátttakendur í ferðinni luku upp einum rómi um að hún hefði orðið þeim mjög ti' fróð- leiks. Framleiðendum heima á íslandi hefur ekki fyrr verið gefin nslíkur kostur á að sjá, hvemig varan er seld og með- höndluð í markaðslandinu. Létu menn það í ljósi, að það væii þarflegt að fjlöga slíkum k/nn- ingarferðum og mynda sem traustast samband milli fram- leiðendanna og þeirra, sem ann- ast fisksölurnar erlendis. Jón Gunnarsson framkvæmda stjóri SH. var fararstjóri í ferð þessari, en aðrir þátttakendur voru: Björn G Björnsson frá Sænska frystihúsinu, Einar Stein dórsson frá Hnífsdal, Ingvar Vil hjálmsson frá Isbiminum, Jó- hann Sigfússon úr Hafnarfirði, Jóhannes Stefánsson frá Norð- firði, Ólafur Þórðarson forstjóti Jökla hf„ Stur augur Böðvars- son frá Akranesi og Sverrir Júl- íusson formaður LÍÚ. Blaða- mennirnir tveir voru Biörgvm Guðmundsson frá Alþýðublað- inu og Þorsteinn Thorarensen frá Morgunblaðinu. Sjálf kynnisferðin tók rétta viku. Vor dagleiðir í henni oft ærið strangar. svo sem þegar ekið var mörg hundruð km leið frá New York r.iður til verk- smiðjunnar í Nanticoke Síðar ákváðu bátttakendurnir að dvelj ast enn nokkra stund í New York, enda höfðu fæstir nokkru sinni til Bandaríkjanna konrið og einn þeirra aldrei áður út fyrir landsteinana. Nokkrir þátttak- enda komu heim í gærmorgun. Fréttamaður Mbl. mun síðar gerina nánar frá því sem fyrir augu bar í ferðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.