Morgunblaðið - 05.11.1960, Síða 22
22
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. nóv. 1960
„Rok”-afrek
í kringlukasti
Þá brustu vonir
KRINGLUKASTARAR hafa
ekki gefizt upp við æfingar
enn, þótt nokkuð kalt sé orð-
ið í veðri. í gær fóru fram
tvö inannfélagsmót í kringiu-
kasti á Melavellinum og kom
glögglega í ljós að rokið er
eftirlætis keppnisveður þeirra
kringlukastaranna. —
Glímufélagið Ármann stóð
fyrir fyrra mótinu og náði
þá Hallgrímur Jónsson þeim
frábæra árangri að kasta
kringlunni 53.64 metra.
Fræðslufundir
um frjdlsur
íþróttir
A MORGUN efnir Útbreiðslu-
nefnd Frjálsíþróttasambands Is-
lands til fræðslu og útbreiðslu-
fundá á Selfossi og Akranesi,
hefjast báðir fundirnir kl. 16
síðdegis.
Fundurinn á Selfossi fer fram
í Iðnskólahúsinu, en þar mun
Benedikt Jakobsson flytja erindi
um þjálfun, sýnd verður kvik-
mynd og auk þess mun einhver
kunnur íþróttamaður verða með
Benedikt og mun hann ræða við
hann um þjálfun.
Á Akranesi verður fundurinn í
íþróttahúsinu og þar flytur Guð-
mundur Þórarinsson erindi, en
auk þess mun Vilhjálmur Ein-
arsson ræða um þjálfun og per-
sónulega reynslu á því sviði. —
Eihnig verður sýnd íþróttakiiík-
mynd.
T ékkar
vinna
Dani
ÞAÐ eru fleiri en isl. hand-
knattleiksmenn sem hafa
heimsókn tékkneskra hand-
knattleiksmanna. Tékkneska
liðið Dukla frá Prag er i
keppnisferð um Danmörku.
Það lék fyrsta leik sinn á
miðvikudaginn og mætti þá
Koldings Idrætsforening, en
'það lið er í 2. deild danska
handknattleiksins.
Tékkamir unnu yfirburða-
sigur, skoruðu 29 mörk gegn
17. í hálfleik stóð 15 gegn 7.
Þess má geta að liðið sem
er hér í Reykjavík, Gottwal-
dow er meistari Tékkóslóva-
kíu 1960 .Það lið og Dukla frá
Prag hafa á undanfömum áT-
um barizt harðri baráttu um
meistaratitilinn og unnið
hann til skiptis. Með leik þess
ara liða hér og í Danmörku
fæst því nokkur samanburður
á íslendingum og Dönum —
eftir því sem takandi er mark
á slíkum samanburði miðað
við húsnæðisvandræðin hér.
★ Hjá ÍR
ÍR hafði einnig auglýst mót
og meðan Hallgrímur var að
kasta, safnaði Þorsteinn Löve
höfuðkempa ÍR-inganna andleg-
um og líkamlegum kröftum, í
því augnamiði að hnekkja hin-
um góða árangri Hallgríms, en
eins og menn vita, þá er ávallt
hin mesta keppni meðal beztu
kringlukastaranna og oft meiri
en góðu hófi gegnir.
Og Þorsteinn lét ekki á sér
standa og varpaði kringlunni
53,91 metra, en áður hafði
hann náð bezt í sumar rúm-
um 50 metrum, og var það
í Danmörku.
Þegar stangarstökkvarar sem mættu til keppni í Róm voru að undirbúa sig fyrir undankeppn-
ina,' mæla atrennubraut og taka reynslustökk, varð einn þeirra fyrir óhappi.. Það var Rússinn
Bulatov, einn bezti maður þeirra. Hann snerist mjög illa á ökla er hann lenti í gryfjunni. Varð
að flytja hann í sjúkrahús og leikarnir urðu vonbrigði fyrir hann. Hann var fyrirfram lík-
legur til að verða einn af sex fyrstu mönnum. Hér sjást aðrir keppendur hlaupa til að aðstoða
hinn slasaða.
Salarþrengslin hindruðu
Tékkana i fyrri hálfleik
Unnu yfirburðasigur 21; 13 yfir Víking
Tékknesku * handknattleiks. | Leikurinn var hraður, jafn og
meistararnir, Gottwaldow léku j spennandi. I hálfleik stóðu Ieik.
fyrsta leik sinn hér á landi við,ar 7:7 en úrslit lciksins urðu
gestgjafa sina „Viking“ í gær- , ’
kvöldi, að Hálogalandi. '22:13 fyrir tékkneska liðið.
Hér birtast síðbúnar myndir af
yngsta og elsta þátttakendanum
í norrænu sundkeppninni á fsa-
firði. Um 33% ísfirðinga syntu
200 metrana að þessu sinni og
er það um 2% fleiri en árið 1957,
en þá hafði ísafjörður hæstu hlut
fallstölu þátttakenda í kaupstöð-
um landsins.
Að meðaltali 70% af skólafólki
tók nú þátt í sundinu. Bæjar-
stjórn ísafjarðar hét verðlaunum
yngsta og elzta bæjarbúanum í
keppninni. Á meðfylgjandi mynd
sjást verðlaunahafarnir, þeir Kon
ráð Eyjólfsson nýlega orðinn 6
ára og Guðmundur Björnsson,
kaupmaður, 72 ára. Þess má og
geta, að næstelzti keppandinn
var Konráð Jensson, veitinga-
maður, en hann er afi Konráðs
litla, sem fyrr er getið. Elzta kon
an sem synti hér, Þuríður Vigfús
dóttir, er 59 ara.
★ Sterkt lið.
Víkingar mættu til ieiksins
með styrktu liði og kom sér það
vel. Lánsmenmrnir Karl Jó-
hannsson. KR, Pétur Antonsson,
F. H. og Sólmundur Jónsson,
Val, báru hita og þunga leiks-
ins, fyrir Víkinga, ef svo mætti
að orði kveða. Karl skoraði 7
mörk þeirra og Pétur 4, en Sól-
mundur varði markið með frá-
bærri prýði, svo oft var unun á
að horfa. Aðrir, sem skoruðd
mörk Víkings voru Björn Krist-
jánsson og Sigurður Bjarnason,
sem skoruðu sitt markið hvor.
★ Þröngur salur
Gottwaldow mennirnir voru Iengi
að átta sig á hinu þrönga gólfi
að Hálogalandi, og má segja að
liðið hafi ekki náð sínu bezta fyrr
en í síðari hálfleiknum, en þá
voru líka yfirburðir Tékkanna
miklir.
Tékknesku handknattleiks-
mennirnir eru augsýnileg þraut
þjálfað lið og lítið dæmi
er þess að allir leikmennirnir
nema markmaðurinn skoruðu
mörk í leiknum. Flest mörk skor-
aði Vanécek (Nr. 1). Hann skor-
aði 5 mörk. Næstur kom
Provazník með 4 mörk og þá
Rúza með 3 mörk, Kukula (Nr.
7) skoraði einnig 3 mörk og So-
bora (Nr. 10) og Kostik (Nr. 11)
skoruðu 2, aðrir leikmenn eitt
mark hver.
A Landsliðsmenn
Rúza og Provaznik léku báðir
í landsliði Tékka í heimsmeistara
keppninni 1958. — Þeir voru og
mjög áberandi góðir í þessum
leik, en jafnbeztur leikmaður
liðsins var markmaðurinn Stekl
(Dolezal). Rólegur og öruggur og
sást aldrei bregða skapi.
Leikurinn var oft mjög hraður
og færðist stundum nokkur
harka í leikinn, en yfirleitt var
leikurinn skemmtilegur og vel
leikinn af báðum liðum.
Víkingar mega vel við una
þessum úrslitum, en áhorfendur
bíða með eftirvæntingu leiksins
á morgun er Reykjavíkurúrvalið
mætir Tékkunum að Háloga-
landi .
Manch. United
”slegið út“
HIÐ FRÆGA enska knattspyrnu
lið Manehester United átti ekki
láni að fagna í nýju ensku bikar.
keppninni. í annari umferð
keppninnar tapaði liðið algerlega
óvænt fyrir Bradford með 2 gegn
1. Keppnin er úrsláttarkeppni og
liðið þar með úr keppninni.
IUarkmaðurinn skipti
um skó I leiknum
KEPPNIN um Evrópubikarinn í!
knattspyrnu er nú í fullum gangi.
Á miðvikudag mættust í Máim-'
ey liðin CDNA frá Búlgaríu og
lið IFK Malmey. Leikurinn var
lélegur — og Malmey vann 1-0.
En önnur atriði gerðu leikinn
sögulegan.
Rétt áður en leikurinn hófst
var fulltrúi Evrópusambandsins
kvaddur til búningsklefa vegna
deilu milli leikmanna og dótn-
ara. Fulitrúi E-ráðsins var Erik
Hyldstrup framkvæmdastjóri
danska knattspyrnuliðsins.
Þýzki dómarinn í leiknum
sagði að of langir takkar væru
á skóm Búlgaranna og væru þeir
ólöglegir. Niðurstaðan varð, að
takkar þóftu helzt til Iangir hjá
markverði og einum framherja.
Var fallizt á að þeir fengju að
nota skóna, en gæta sín í návígj-
um. Þessi var niðurstaðan, þar
sem Búlgararnir kváðust ekki
geta leikið á öðrum skóm en
þessum.
_En dómarinn sá ekki að mark
maðurinn hafði aðra skó með-
ferðis — þó hann leyndi þeim.
Þá skó hafði hann með sér út
á völlinn og þar sem hann kunni
ekki við löngu takkana, skipti
hann um skó í leiknum. Það sá
dómarinn ekki. en margii aðrir
undruðust óhreinlyndi markvarð
arins.