Morgunblaðið - 17.12.1960, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. des. 1960
MORCVNPL AÐIh
11
»0 ’*0 0 0.0 * f 0’0 0 0 0 0 * 0
í blaðinu sl. fimmludag var
sagt frá því að snjóflóð hefði
borið marin og tvo hunda 100
m. vegalengd. Bræðurnir Frið
finnur og Reynir Friðfinns-
synir frá Baugarseli í Hörgár
dal voru að huga að kindum.
Er þeir voru kon nir í svo-
nefnt Brattagil' sprakk þar
fram snjóhengja allmikil og
brunaði niður fjaliið. Skipti
engum togum að hún hreif
með sér Friðfinn og báða fjár
hunda þeirra bræðra. Þegar
Reynir fann bróður sinn var
hann að miklu leyti á kafi ,
í fönn. Þetta er mynd af bræðr
um Friðfinns og föður. Talið
frá vinstri: Reynir, Páll og
Friðfinnur eldri. Fremst á
myndinni er hundurinn Kol-
ur, sem komst Iifandi úr snjó
flóðinu. -
Keldhverfingar
sýna „Orðið46
HÚSAVÍK, 15. des. — Keldu-
hverfingar sýndu sjónleikinn
Orðið eftir Kaj Munk í gær, en
undanfarna daga hafa þeir sýnt
leikinn í Mývatnssveit og á
Breiðumýri. Alls staðar við góða
aðsókn. Þetta er fyrsti sjónleik-
urinn, sem Kelduhverfingar sýna
í félagsheimili sínu Skúlagarði.
Leikstjóri er Einar Kristjánsson
Freyr og með aðalhlutverkin
fara Þórarinn Þórarinsson Vog-
um, Þórarinn Þórarinsson Kross-
dal, Þörarinn Björnsson, Sveinn
Þórarinsson og Kristín Árnadótt-
ir. Þetta er allt ungt fólk með
lofsverðan áhuga og hyggst
jafnvel að taka fyrir fleiri við-
fangsefni í vetur. — Fréttaritari.
Enid Blyton höfundur Dodda í Leikfangalandi, hefur helg-
að líf sitt til að auka ánægju barna um allan heim, sem
biðja ,,segðu mér sögu“. — Hennar ríka hugmyndaflug er
eitt af undrum aldarinnar. —- Á móti segir hún að börn
hafi fært sér mikla hamingju og það má bezt sjá á sögunum
um Dodda.
Ný glæsileg barnabók
í dag kemur í bókaverzlanir
ný barnabók
DODDI \ leikfangalandi
Bókin er með litmyndum á
hverri síðu og svo falleg að unun
er á að líta.
Doddi í Leikfanga-
landi verður jólabók
íslenzkra barna 1960
Verð kr. 48.00
Myndabókaútgáfan
þessu ferðalagi, sem hann fór
árið 1958 ásamt blaðamönnum
frá sjö löndum Norður-Atlants-
hafsbandalagsins. Bregður hann
upp skýrum myndum af landi og
þjóð og skrifar fjörlega um það,
sem bar við á þessari löngu ferð.
Axel Thorsteinsson hefir áður
gefið út tvær ferðabækur, Eyj-
una grænu og I Jarlagarði.
Ný bók eitir Rxel
Thorsteinsson
20 ára afmælishlað
Faxa komið út
A FERÐ og flugi í landi Sáms
frænda, nefnist ný bók, sem
Axel Thorsteinsson blaðamaður
milli og tók sú ferð mánaðar-
tíma.
I bók þessari, sem er 126 bls.
og prentuð í Leiftri, lýsir Axel
UT er komið jólablað FAXA í
Keflavík, 72 síður að stærð. Með
þessu myndarlega jólablaði minn
ist útgefandi merkra tímamóta í
útgáfustarfi Faxa, þar sem blað-
ið er nú réttra 20 ára.
hefir skrifað. Eru það ferðaþætt
ir frá Bandaríkjunum ásamt
myndum frá ýmsum stöðum þar,
svo og mannamyndir. Þá er kort
af Bandaríkjunum, þar sem leið
sú er sýnd, sem höfundur fór,
en hann ferðaðist úthafanna á
Salémon svarti
ÚT er komin á vegum Bókafor-
lags Odds Björnssonar barnabók
in „Salómon svarti“ eftir Hjört
Gíslason. Hjörtur hefir áður lát-
ið frá sér fara ljóðakver og hef-
ir lag á að blanda saman gamni
og alvöru. í þessari barnabók er
soguhetjan svcrtui hrútur, heim-
amingur, sem verður einkavinur
og aðdáandi barnanna. Samskipti
hans og lögreglunnai eru tals-
vert brösótt, en frá öllu er geng-
ið á svo gamansaman hátt að
allir eiga að geta frá horfið með'
heilt skinn. Bókin er lét.ur kviðl-
ingur um samskipti borgarbarna
og dýra þótt að mestu sé í ó-
bundnu máli. Tilþrif Salómons
munu allir, sem lömb' m hafa
kynnst, geta skilið. Ekki mun
vinsælt meðal margra að til eit-
irbreytni væri haft í bæjum
landsins þar sem ríkjandi mun
sá hugur að m. skulu dýrin
á brott.
Fyrsta tölublað þess kom út á
jólunum 1940 og hefir blaðið
starfað óslitið síðan.
Faxi er ópólitískt mánaðarrit,
sem helgar sig eingöngu málefn-
um Suðurnesja, — sögulegum
fróðleik, framfaramálum héraðs
ins og ýmsu léttu efni til fróð-
leiks og skemmtunar.
Að þesu sinni flytur Faxi
m. a. þetta efni: Jólahugleiðing,
eftir sr. Björn Jónsson, Minning-
ar frá Keflavík ,eftir frú Mörtu
Valgerði Jónsdóttur. Tuttugu ára
útgáfustarf, eftir ritstjórann,
Hallgyim Th. Björnsson. A vængj
um söngsins, viðtal við frú Maríu
Markan Ostlund. Sjúkrahúsmál,
eftir Valtý Guðjónsson. Afmælis-
kveðja til blgðsins Fax.a, kvæði
eftir Guðmund Finnbogason.
Sveitarstjórinn í Sandgerði,
Björn Dúason, spurður frétta.
Til sjós á Suðurnasjum fyrir 52
árum, eftir Helga Jónsson. Arni
Pálsson í Narfakoti, eftir Arsæl
Arnason. Verkstjórn í vaxandi
bæ, rabbað við Arna Þorsteins-
son verkstjórá. Kvæði, um marg
vísleg efni eftir Kristin Reyr
Pétursson og Gunnar Dal. Loft og
lögur, eftir Gunnar M. Magnúss.
Iþróttaspjall, gamanþættir, ann-
álar og margvíslegt fleira efni
er í þessu jóla- og afmælisblaði,
sem er prentað á góða pappír,
prýtt fjölda mynda og í alla staði
hið vandaðasta.
Utgefandi blaðsins er Mál-
fundafélagið Faxi í Keflavík.
Núverandi blaðstjórn er þannig
skipuð: Hallgrímur Th. Björns-
son, formaður; Margeir Jónsson,
varaformaður og Kristinn Reyr
Pétursson,ritari.
Ritstjóri Faxa er Hallgrírnur
Th. Björnsson