Morgunblaðið - 17.12.1960, Blaðsíða 18
18
MORGXJNBLAÐIÐ
Laugardagur 17. des. 1960
Bóel Erlendsdóttir
frá Hlíóarenda
JARÐARFÖR hennar fór fram,
þ. 29. október síðastliðinn að Hlíð
arenda að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Er ég nú minnist frænku
minnar, vil ég lýsa því, er henni
var helgast með hendingum þess
í nafni trúar, nafni vonar.
Hún man sinn frið,
i fræðum Krists Guðssonar.
Of hann var hennar
lífsins lind,
svo ljúf og heilög fyrirmynd.
Síldin stendur
djúpt
AKRANESI, 15. des.: — Hingað
bráust rúmlega 1000 tunnur síld-
ar i dag. Aflahæstur var Sigurð-
ur með 400 tunnur. Þá Sigurvon
með 300 tunnur, Höfrungur 1.
með 200 tunnur og Höfrungur II.
með 100 tunnur. Hinir voru með
minni afla. Sildin veiddizt í Mið
nessjó, og er allgóð, svo hún
er öll söltuð. En hún stendur
djúpt og örðugt að ná henni.
Flestir fóru út aftur. Sæljónið,
einn af fimm bátum, sem réru, er
komin að og fiskaði 1070 kg.
— Oddur.
1 Það er Drottins gjöf að hafa
orðið t:l og eignast hlutdeild
í lífinu og að enduðu ævi-
starfi skilja þá eftir sig
gróður er ber ávöxt til
blessunar.
Bóel var fædd 1. október 1878
að Hlíðarenda í Fljótshlíð, þeim
sögufræga stað. Hún andaðist 21.
október síðastliðinn. Foreldrar
hennar voru Erlendur Erlends-
son Árnasonar hreppstjóra þar
og Margrét Guðmundsdóttir, ætt
uð úr Garði i Gullbringusýslu.
Bóel ólst upp hjá foreldrum
sínum á Hlíðarenda og gekk þar
að öllum algengum sveitastörf-
um eins og þá gerðist, glaðlynd,
tápmikil fríðleiks stúlka.
| tápmikil fríðleiksstúlka.
í faðmi hinnar stórbrotnu feg-
urðar, ólst hún upp, lék sér
barn um hlíðar brekkurnar, batt
sér festar úr fíflum og sól-
eyjum, skreyttum með blá-
gresi, því að fín vildi hún
vera frammi fyrir fossun-
um, þeir sungu svo fallega og svo
voru þeir táðir úr tárum svo sem
þeir ættu að vera ivaf í lífið
sjálft. Snemma hneigðist hugur
hennar til trúrækni. Móðir henn-
ar Margrét kenndi börnum sín-
um ungum fagrar bænir og
sálma, og var siáminnandj um
trúmennsku í orði og verki. Bóel
var söngelsk sem hún átti kyn
til, söng í Hlíðarendakirkju og
hafði fagra rödd.
Árið 1900 giftist hún Jóni
Ingvarssyni bókbindara frá
Neðra-Dal í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi og hófu þau þar búskap
að þrem árum liðnum, en þá urðu
foreldrar hennar og fjölskylda
fyrir þeirri djúpu sorg að dóttir
þeirra Jngibjörg, efnisstúlka 19
ára, varð bráðkvödd. Til huggun
ar og styrktar flytja þau þá að
Hlíðarenda og voru þar í þrjú
ár. Þá tóku þau jörðina Borgar-
eyrar í Vestur-Eyjafjallahreppi
til ábúðar og bjuggu þar um 40
ára skeið. Mann sinn missti
Bóelárið 1950.
Þau hjón eignuðust 5 mann-
vænleg börn, Júlíus dó í æsku
| hin eru Guðmundur bóndi Ossa-
j bæ, Austur-Landeyjum, giftur
I Jónínu Jónsdóttur, Markús söðla
smiður Borgareyrum giftur Sig-
ríði Magnúsdóttur, ísleif gift
Árna Sigurðssyni Bjarkarlandi,
og Sigríður gift Arnóri Hansen
Reykjavik.
Aldrei urðu þau hjón rik af
þessa heims auð en voru sjálf-
bjarga, gestrisin og hjápfús.
Skemmtilegt var að heimsækja
þau, þar voru allir svo hjartan-
lega velkomnir.
Bóel var vel skynsöm og
sómdi sér vel í stétt hþsmæðra.
Eins og áður er sagt var hún trú-
uð, lagði stund á að kenna börn-
um sinum kristindóm og hátt-
prýði. Hún var til fyrirmyndar
um jólahald. Og munu börn
hennar aldrei gleyma hvað hátíð
j legt var í foreldrahúsum. Og
( hvað móðurmálið var fallegt frá
■ hennar kærleiksríka hjarta. Síð-
I ustu árin sem maður hennar
lifði var hann sjúklingur og oft
sárþjáður. Þá reyndi á krafta
Bóelar allar stundir, dag og nótt
veitti hún honum þá hjúkrun
sem auðið var með rólyndi
| þeirra, er Guði treysta. Hún
dvaldi síðustu árin hjá börnum
sínum lengst af hjá Sigríði og
manni hennar Arnóri er veittu
henni ástúð og umhyggju sem
bezt mátti vera. Hún skrapp á
fornar slóðir meðan heilsa entist
og fékk að kveðja þennan heim
í nálægð barna sinna þar. öll
vildu börn hennar létta henni
lífið og sýndu henni ástríki.
Nú heldur hún heilög jól með
ástvinum sínum, er áður voru
farnir, jól i dýrðarríki hans þar
sem máttur kærleikans ríkir. Og
syngur með englum Guðs lofsöng
til lifgj afans. Börn, systkin og
vinir allir þakka ævistarf henn-
ar og geyma fagrar minningar
um góða konu.
Nói Kristjánsson,
ÁvaxtakLaup
í túbum til að skreyta með tertur o.fl.
. ÞRÍR LITIB
L..II
I|9I1 Wl
■ /r
tMBOÐS- 1 IIEILDVEIIZLUN SKIPHOLTI 1
SÍMAR: *S7 37 — IM7I
8PARIÐ og kaupið
EHGLI8H ELECTHIC
Sjálfvirku þvottavélarnar og þurrkar-
arnir eru ENGLISH ELECTRIC sem
byggð eru eftir amerískum sérleyfum.
Berið saman verð á English Electric og öðrum gerðum
og komist að raun um að þér sparið yður allt að kr.
8.500,00 per samstæðn.
English Electric
Liberator Þvottavél
kr. 15.903,75.
Gerið kaupin þar sem verðin ern hagstæðust!
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
«»K 14
Laugavegi 178, Reykjavík.
Heimkeyrsla á vörum —
Verzlunin Selás
Kartöflur í 5 kg pokum
- Sími 22050