Morgunblaðið - 17.12.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1960, Blaðsíða 2
z M O R C r V p r 4Ð1Ð Laugardagur 17. des. 1960 Suðurnesjum Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð. Gefið út af Félagi Suður- nesjamanna í Reykjavík 1960. ,,Víst eru SuSumesin láglend og sviplítil með gömlum eldhraunum á stórum svæðum og uppblæstri víðast annars staðar, og eigi mun hafa ver- ið litiö upp til þeirra á fyrri tíma fyrir sérstaka menningu, heldur miklu fremur verið talin eins konar Hornstrandir Suðurlands . ..“ Þannig hefst formáli Magnús- ar Þórarinssonar fyrir bókinni Frá Suðurnesjum, sem út kom á þessu ári. Satt er það, að lág og nakin eru þau, Suðurnesin, en samt sem áður engan veginn tilkomu- lítil. Þeim fylgja einhverjir rammir töfrar, — þessar hraun- breiður, með sínum mosa- og skófagróðri, þessi lágu, oft móðubláu fjöll og fell í fjarsk- anum, ströndin með vogum og nesjum, svartklöppum og sand- breiðum, skerjum og boðum, þar sem „hægt í logni hreyfir sig sú hin kalda undiralda“, — en brestþungir boðar rísa og öskrandi brimskaflar falda hvítu og flana upp á nesin, þegar gustar. „Margs er og að minn- ast, eftir þúsund ára sjósókn á opnum áraskipum" eins og Magnús Þórarinsson segir líka — og ekki aðeins fyrir Suður- nesjamenn. Skyldu ekki aðrir muna, að á þessar slóðir fóru þeir í ver sér til bjargræðis, menn allt austan úr Skaftafells- sýslu og að minnsta kosti alla leið norðan úr Skagafirði — og hvort mundu ekki sæbarðar eða sandorpnar tóftir fornra bjarg- ræðisbýla vekja tregablandna íhugun manna jafnvel af fjar- lægum slóðum? í bókinni Af Suðurnesjum er svo margt forvitnilegt að finna, að ég vil ekki láta hjá líða að vekja almenna athygli á henni, ef það mætti stuðla að því, að fleiri mættu á eftir fara, því að sízt mun þurrausinn brunnur- inn, þó að séra Jón Thorarensen hafi vel að verið x Rauðskinnu — auk þess, sem, höfundar þess- arar bókar leggja fram. Guðsteinn hreppstjóri Einars- son ritar um örnefni í landi Grindavíkur, — og förum við með hreppstjóra ærna leið með fjörum öllum, sem munu hvorki meira né minna en 70—80 kíló- metra langar. Víða er staldrað svolítið að heyra um skipstjór- ann franska, sem hafið sleppti, en var afar hætt kominn í hlandfor á hlaði þess bæjar, sem þá félaga bar fyrst að. Eða þegar hreppstjóri Grindvíkinga 1 lét svo um mælt, að ekki hefði og frá sagt einu skipsstrandinu eftir annað, því að þarna er fyrir landi mikil fiskislóð og leið allra skipa, sem koma af Suðurlandsmiðum eða ætla fyr- ir Reykjanes frá framandi lönd- um. Þarna er margur banabás- inn, og mörg slysaflúðin, en frækileg björgunarafrek hafa löngum verið unnin á þessum slóðum, og við og við leyfir hreppstjórinn sér að bregða leiftri kímninnar yfir frásögn- ina. Einn, sem bjargazt hafði úr hrömmum hafsins og sat undir ókleifu bergi, heyrðist mæla raunalega: „Seint verður það, sem þeir fá gjöfina sína í kvöld, gemlingarnir hans Dagbjartar". Þá er okkur tjáð, að Grindvík- ingur, sem lá í lungnabólgu, þegar milcið koníak var drukkið úr frönsku strandi, hafi alla ævi síðan minnzt oftast alls á það ólán sitt .að vera í það sinn rúmliggjandi. Spaugilegt er og aftaka reiði sveitunga hans kom ið honum til að iðrast þess verknaðar að hella niður heil- miklu af rauðvíni, en aftur á móti hefði samvizkan slegið hann, þegar gamall maður há- grét missinn. Og loks get ég ekki stillt mig um að minnast lauslega á frásögnina af því, þegar björgunarmenn komu út í eitt strandaða skipið og þar reyndust óhreyfðar kræsingar á borðum. Létu þeir það svo verða sitt fyrsta verk að gera þeim viðhlítandi skil. Þökk sé Guðsteini! Þá tekur við skrá yfir Fiski- mið í Grindavíkursjó, og hefur gert hana Friðrik V. Magnússon, eftir frásögn Hraunsbræðra í Grindavík, Gísla og Magnúsar Hafliðasona — og svo er þá erindi, sem Kjartan skjalavörð- ur Sveinsson flutti um þann hinn mæta mann, Odd V. Gísla- son, björgunarmála- og bindind- isfrömuð, og lýkur því á bréfum séra Odds til Jóns forseta um framfaramál ýmis. Virðist ísland sannarlega hafa mikils misst, þegar séra Oddur tók sig upp og fór til Ameríku, varð land- flótta fyrir fátæktar sakir! Séra Jón Thorarensen kemur þarna næstur með langa ritgerð Um Hafnir í gamla daga, og er þar að finna mikinn fróðleik til samanburðar við ástand og byggð Hafna nú, en þar hafa eldur, vindur og sjór verið einna stórvirkastir til eyðingar. Þar er til dæmis þess getið, að úr Kirkjuhöfn, þar sem nú er engin byggð, hafi áður fyrrum gengið tugir róðraskipa. Vil- hjálmur Magnússon birtir skrá yfir mið frá Stafnesi að Austur- nefi á Reykjanesi (Hafnamið), og þarna eru Formannavísur eftir Þórólf Jónsson, frásögn eftir Gísla Guðmundsson, sem heitir, Þegar „Hugur“ var talinn af, Gamlar minningar, eftir N. N. — þar sem sitthvað er eftir- minnilegt, og löng, mjög vel rit- uð og forvitnileg ritgerð eftir Sigurbjörn Einarsson biskup, Hallgrímur Pétursson á Suður- nesjum, og eru niðurstöður biskups bæði líklegar og merki- legar. Hann segir: „Engum, sem kemur aö Hvalsnesi og hefur hugann opinn, dylst, að hann kemst við það nær Hallgrími Péturs- syni en áður. Hér á þessu annesi náði hann fótfestu". Og lokaorðin eru: ,,hað var hér, sem hann skrýddist þeim krafti, sem umskapaði hann í „guðlegt skáid, er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng". Svo er þá komið að hlut Magnúsar Þórarinssonar í þess- ari bók. Hann er hvorki meira né minna — auk formálans — en 225 blaðsíður af 384! Af framlagi hans er fyrst og lengst ritgerðin Leiðir, lendingar og ör- nefni á Miðnesi, en síðan koma Um fiskimið, Eldeyjarfarir fyrir 60 árum, Erindi flutt á Loka- dagsfagnaði, Svipmyndir úr gamla tímanum, Upphaf vél- bátaútgerðar í Sandgerði, Haust- vertíð Miðnesinga x Garði, Hrakningar Sigurfara, Á skútu, Siðasta ferð Slöngunnar, Lítil saga, Barnið hlaut nafnið Ey- leifur, Þeir urðu úti, Sjóslys á Romshvalanesi, Þættir úr sögu Kirkjubóls á Miðnesi, Hvassnes- ið, Sýnd veiði en ekki gefin, og séra Þorgeir Markússon — eins konar formáli fyrir hinum langa Hrakningssálmi séra Þor- geirs, sem þarna er birtur. Magnús er Suðurnesjamaður, en föðurætt hans er skaftfellsk Tvöföld ánœgja — drykkur úr Bœhelmsgleri Þér hafið úr miklu að velja, bæði mismunandi stærðum og gerðum. Fjölbreyttasta fáanlegt úrval. Bæheimsgler fæst í fjölbreyttu úrvali. Gleymið ekki þeirri staðreynd, að Bæheims gler kemur aðeins frá Tékkóslóvakíu. Praha — Liberec — Czechoslovakia ___J/ GLASSEXPORT og í móðurætt er hann fjórði msður frá Magnúsi sýslumanni Ketilssyni, en fimmti frá Skúla fógeta, að því er mér hefúr sagt fróður maður, sem ég leit- að.i hjá upplýsinga um þennan furðumann. Magnús fékk ekki neina skólafræðslu og hefur lengst ævinnar stundað sjósókn og útgerð, var kominn um sjö- tugt, þegar hann hóf ritstörf. En hann er fágætlega vel ritfær, efnisskipan skýr og eðlileg, hugs anasambönd rökrétt og málfar hreint og óþvingað. Hann virð- ist og frábærlega fróður, er áreiðanlega stálminnugur, athygl isgáfan völcul og örugg og áhug- inn fyrir að „marka og draga að landi“ ekki síðri en hæfir dug- andi formanni. Það er gaman að leggja eyrun við tungutaki hans, til dæmis þar sem hann segir frá leiðinni um Hamarssund og lýsir eigindum boðanna, sem hann hefur átt samskipti við sem formaður: ,,Bóla er fallegur boði, hún er hrein í viðskiptum, gengur sína beinu braut og slettir engum hala. Þær eru oftast þrjár í flokki, systurnar, háar og tígu- legar ,skarta hvítu trafinu og kembir aftui; af þeim, er þær ganga á íund Bólutanga, þar sem bani bíður þeirra*'. Eða niðurlag ritgerðarinnar um Miðnesleiðir: „Yfir margt er að líta á langri ævi og umbreytingasamri. Frá strönd ég stari og sé í fjarska tímans: sjóinn og fjöruborðið með öllu Miðnesi, eins og rósótta ábreiðu, síbreytilega eftir sjávarhæð og ljósbroti sólar. A logn- blíðum dögum, þegar síkvik báran lék við þarann og sandinn, fóerlan söng sitt ljúfasta lag og æðurin ú-aði á út- mánuðum, var yndislegt að vera ung- ur og lifa í óskadraumum, sem aldrei rættust. — En svo dró bliku á loft og bakka við hafsbrún. Þau sendu sterk- an hvínandi storm; þá varð dimmt undir él, sjórinn úfinn og ægilegur, eins og reiður jötunn, er Hræsvelgur blakaði arnarvængum sínum. Þannig er í fám orðum myndin á spjaldi minn inganna". Frá mörgu merkilegu er sagt í ritgerðum Magnúsar eins og raunar allra þeirra, er þarna hafa haldið á penna. Hér skal nú aðeins drepið á til viðbotar frásögukorn, sem heitir Sýnd veiði en ekki gefin, og væri vert, að út af henni væri lagt í skólum. Fyrir 66 árum var það á vertíðinni, að bátar af Miðnesi reyttu nokkra drætti daglega, en menn tóku eftir þvi, að súlan var að gerja í ein- hverju. Af tilviljun komust menn að raun um, að þetta var síld. Þá voru engin önnur ráð til beituöflunar en skjóta súiu og hirða síldina úr maga hennar. Fengust yfirleitt þrjár síldar úr hverri súlu, og var þeim beitt. Fékkst hlaðafli á slíka beítu. Magnús lýkur frásögn sinni þannig: ,,Eftir þetta sameinuðust nokkrir bændur í hverfinu um eitt notað síld- arnet. Flestir voru fátækir, og allir vildu spara; því urðu hluthafar að vera margir um þetta fyrirtæki“. Allmargar myndir eru í bók- inni, en raunar færri en vert væri. Bók þessi er svo myndarlegt framlag til atvinnpsögu Suður- nesja, þessa eld- og sæherjaða merkishéraðs, að vert er að all- ir, sem unna sögu lands og þjóð ar lesi hana, en Suðurnesja- mönnum ætti að vera metnaðar- mál að kaupa hana og lesa, og þó að þar hafi vel til tekizt, er síður en svo, eins og áður er að vikið, að þar sé öllu því til skila haldið, sem nauðsyn ber til, að bjargað verði frá glötun. Guðm. Gíslason Hagalin. Söfnunin heldur tregari nú en í fyrra UNDANFARNA daga hafa skát- ar gengið um bæmn og safnað fyrir Vetrahjálpina í Reykjavík. Hefur söfnunin gengið heldur tregar nú en í fyrra. Úr Vest- urbænum fengu skátar kr. 24.370 en í fyrra nam upphæðin úr þeim bæjarhluta rúmlega 31 þúsundi. Úr Austurbænum og Hlíðunum komu kr. 27.260 var í fyrra kr. 28.355.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.