Morgunblaðið - 17.12.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.1960, Blaðsíða 14
14 MORCUN31. AÐIÐ Laugardagur 17. des. 1960 . ÆL'sogo kunnrar reíaskyttu Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefir látið frá sér fara æfiminningar Guðmundar Einars sonar á Brekku á Ingjaldssandi við önundarfjörð, ritaðar af Theodór Gunnlaugssyni frá Bjarmalandi. Nefnist bókin „Nú brosir nóttin“. f inngangsorðum segir höfund ur svo um söguhetju sína: „Hann er sá merkilegasti mað- ur, sem ég hefi kynnzt um dag- ana, og er þá mikið sagt. Bréfin frá honum, og það sem þeim fylgdi ,hefir oft minnt mig á hinn forvitra Njál og einnig á göfuglyndi Ingimundar gamla. Og hæfni hans, áræði og skjót- leiki minnir þráfaldlega á ýmsar söguhetjur vorar. Er þá ekki nóg komið, lesandi góður, til að vekja athygli þína á íslenzkum afburðamanni. Síðar mun ég finna þessum orðum mínum stað. Æfisöguþætti þessa hefir Theo dór samið að miklu leyti upp úr sendibréfutn Guðmundar, en þeir hafa um mörg ár haft bréfa- skipti. Líklegt má telja að rriarga muni fýsa að lesa þessa bók, ekki hvað síst kafla þá, er fjalla um viðskiptin við rebba en þar fjalla fagmenn um efnið. Guðmundur lá tæplega 2500 sinnum á greni og er einhver kunnasta refa- skytta þessa lands. Annars fjallar þessi skemmti- lega bók um margt þótt í brotum sé. Galdra-Loftur jólaleikrit á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 15. des. — Jólaleikrit Leikfélags Sauðár- króks er að þessu sinni Galdra- Loftur, eftir Jóhann Sigurjóns- son. Leikstjóri er Eyþór Stefáns- son. Leikurinn var frumsýndur sl. þriðjudagskvöld í félagsheim- ilinu Bifröst við ágætar undir- tektir áhorfenda. Áður en sýn- ingin hófst flutti Björn Daníeís- son, skólastjóri, erindi um höf- undinn og verk hans. Þá lék Ey- þór Stefánssos orgelverk, sem hann hafði samið í tilefni þessar- ar leiksýningar. Aðalhlutverkin eru leikin af Kára Jónssyni, sem leikur Loft, Helgu Hannesdóttur, sem leikur Steinunni, Hrafnhildi Stefánsdótt ur, sem leikur Disu biskupsdótt- ur og Kristjáni Skarphéðinssyni, sem leikur Ólaf. Leiktjöld gerðu þeir Jónas Þór Pálsson og Hauk- ur Stefánsson. Næsta sýning verður væntan- lega á annan jóladag. — Guðjón. Hjá okkur eru skór wð allra hæfi Handa honum: Inniskór, götuskór, vinnuskór og spariskór Handa henni: Inniskór, töflur með háum hæl, lágum hæl og sléttbotnaðir. ítaló-kvenskól og nokkrar gerðir af enskum, ' spönskum kvenskóm Handa barninu: Lakkskór, uppreimaðir skór, enskir og hollenzkir, spánskir skór og inniskór. Verð, gerðir og gæði við allra hæfi Aðalstræti S, sími 18514 — Laugaveg 29 Aðalstræti 8, sími 18514 — laugavegi 20,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.