Morgunblaðið - 17.12.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.1960, Blaðsíða 17
r JLaugardagur 17. des. 1960 MORCVNBL AÐlt, 17 Örn Tryggvi Johnssn Fæddur 30. maí 1944 Dáinn 9. okt. 1960 ÉG var sleginn kvíða, þegar ég frétti það að kvöldi 7. október s.l., að vinur minn og félagi Örn Tryggvi Johnsen, Vestmannaeyj- um, hefði orðið fyrir voðaskoti og riffilkúla gengið í gegn um hann, er hann var að koma úr veiðiför með félögum sínum þá um daginn. Eigi féll hann við skotið, heldur hafði orð á því við félagana, sem komu honum strax í sjúkrahús, að hann héldi, að hann vseri ekki mikið slasað- ur. í sjúkrahúsinu var allt gert. sem unnt var til að bjarga lífi hans, en eftir að hafa legið þar lífið hefði brosað við honum og hann ynði hlucgengur i hverju því starfi, sem hann hefði vaiið sér. Er mikill mannskaði að slík- um ungmennum, sem mikils og góðs má af vænta á ókomnum góðs má af vænta á ÓKOnunni ævi. Örn Tryggvi var laglegur pilt- ur, í meöanagi hár exur amri, grannur og spengilegur og haíði heiðan og hreinan svip. Hann var ástríkur sonur foreldra sinni, goð ur bróðir tveggja systkina og lét sér annt um heill bernsnu- og æskuheimiiis síns. Ég vil svo Ijúka þessum fátæk- ' legu orðum, sem rituð eru t pví skyni, að Örn Tryggvi liggi exki' alveg óoættur hjá garði, með því i að votta enn forelarujft og syst- í kinum dýpstu samúð mína og fé- laga hans, en vil jafnframt mmna ! á, að þau geta geymt í hjarta sinu minninguna um ástrixan og mannvænlegan dreng. Vinur. t ÞEGAR UNGUR DEYR í MINNINGU AKNAR T. JOHNSEN Víst er það indælt að lifa og leika lærdóms að njóta, í blómskrúði reika, starfa, í elskandans unaði þreyja. Öllum er þó, held ég, betra að deyja. Boðin að handan það sýna og sanna, ao sælla er lífið þar, æðri störf manna, litir og hljómar þar ljúfari, ríkri, leiöin til þroskans, þar beinni og mýkri Vertu sæll Örn, þig með alúðar þokkum ástvinir kveðja í huganum klökkum. Félagar sakna góðs félaga og bróður, förin sé blessuð þér, drengurinn góður. Páll H. Amason, Þórlaugargerði. Fagnaðui* á Snæfellsnesi milli heims og helju og barizt við dauðann í tvo sólarhringa, lézt hann. Þegar við vinir hans fréttum látið, vorum við allir slegnir sár um trega, en hvað hefur það ver- ið á móti þeim þunga harmi sem hans nánustu, foreldrar og syst- kini hafa verið lostin. Piltur, sem deyr 16 ára að aldri, lætur ekki eftir sig langa eða mikla sögu, en ég tel, að það hafi sannast á Erni Tryggva, að þeir, sem guðirnir elska deyja ungir. Þegar Örn Tryggvi lézt, átti hann aðeins eftir 4 mánuði í skóla til þess að ljúka skyldu- námi, og verða gagnfræðingur. Námsgáfur hans voru í bezta lagi, svo að hann þurfti lítið fyr- ir náminu að hafa, og hann var ástsæll og virtur af skólasystkin- um sínum og naut trausts og vin- áttu kennara sinna allt frá þvi, I að hann hóf skólagöngu í barna- skóla. 1 Eftir að Örn Tryggvi komst á legg, var hann á sumrin í sveit, norður í Eyjafirði hjá móður-' frændum sínum. Kom hann sér þar prýðilega og reyndist dug- andi til allra sveitastarfa. Síð-1 ustu tvö sumur var hann, þrátt I fyrir sjóveiki, á síldveiðum fyrir Norðurlandi, og hefi ég haft spurnir af því, að í því starfi hafi hann áunnið sér gott álit yfirmanna sinna og skipsfélaga og verið velkominn í skiprúm hjá þeim, hvenær sem hann ósk- eði, en slíkt mun fátítt um svo unga menn. örn Tryggvi var mjög reglu-; samur og staðfastur í allri sinni j breytni. Hann neytti hvorki víns né tóbaks og lét ekkj hafa áhrif á sig til æskubreka, heldur hugs- eði um og undirbjó framtíð sína.1 Sem dæmi þess má nefna, að j þrátt fyrir ungan aldur hafði I hann aflað sér fallegra húsgagna , í stórt íbúðarherbergi sitt. Óráðið var, hvað örn Tryggvi tækj sér fyrir hendur, er hann hefði lokið gagnfræðaprófi, en * eftir því, sem hann hafði reynzt á sinni stuttu ævi, má ráða, að HELLNUM 6. des. — Sunnudag- inn 4. des. sl. buðu Staðsveiting- ar Breiðvíkingum heim 'til fagn aðar að Hofgörðum. 40 manns úr Breiðuvíkurhrepp sóttu þetta boð. Auk þess fjölmenntu gest- gjafarnir og munu á annað hundrað manns hafa . setzt að veizluborði, sem kvenfélag sveit- arinnar hafði búið og hlaðið beztu veizluföngum. Kristján Guðbjartsson hrepp- stjóri setti samkomuna, bauð gesti velkomna og gat þess að með boði þessu væri verið að endurgjalda boð Breiðvikinga á sl. vetri, bað hann Sr. Þorgrím Sigurðsson að vera veizlustjóra: Meðan setið var undir borðum var mikið sungið og ræður fiutt- ar, þá var sýnd kvikmynd og leikþáttur fluttur, af Ásdísi Þor grímsdóttur og Þórði Gíslasyni, á milli þátta lásu sr. Þorgnmur Sigurðsson og frú Ragnheiður Jónsdóttir upp kvæði og Björg Þorleifsdóttir söng nokkur iög. Þá voru borð upp tekin og dansað af miklu fjöri, síðar um kvöldið hófust á ný dagskrár- atriði, með því að sr. Þorgrimur flutti ræðu og Kirkjukór Staðar- sveitar söng. Frú Ragnheiður söng gamanvísur eftir mann sinn Jón Lúthersson Brautar- holti. Þórður Gíslason, Einar Pétursson og Guðbjartur Gísla- son fluttu frumsaminn gaman- þátt, einnig flutti Þórður þáttl eftir sig er hann nefndi „Aftur- hvarf höfundar til jarðarinnar árið 2050.“ Eins og sjá má af framan- sögðu var dagskrá þessi hin fjölbreyttasta og þeim er hlut ááttu að máli til mikils sóma. Að lokum var svo dansað fram undir morgun. Eiga Staðsveitingar þakkir skilið fyrir þennan ágæta og velheppnaða mannfagnað, sem er þeim bæði félags og menn- ingarlegur ávinningur. — Veður var kalt og hvasst og gekk á með m'~ð°"stan bylhryðjum. — K. K. Jólahækurnar frá Snæfell f.'~!‘arfljót í nóvember 1954 var ungur, danskur maður, Óli Múller að nafni, myrtur í ókönnuð- um frumskógum Suður-Amer- íku. Vorið 1959 lögðu þrír Danir, Ame Falk Rþnne, J0rgen Bitsch og Helmer Christiansen, leið sína inn í frumskógana til þess að kom- ast fýrir málið. í þessari bók bjóða þeir lesandanum með sér í mörg þúsund kílómetra ævintýraferð, þar sem þeir rekja slóðir landa síns, sem myrtur var, og fara um frumskóga og fljót, sem aldrei hafa verið merkt á landabréf, um fjallaskörð og hásléttur, þar sem snjó tekur aldrei af tindum, þótt við miðjarðarlínu sé. Þessi bók er spennandi á borð við frægustu lögreglusögur, en jafnframt er hún raunsönn lýsing á lífinu í þessu græna víti. Bókin er skrifuð af Arne Falk R0nne og myndir í bók- inni eru teknar af Jörgen Bitsch. Verð kr. 154,50. Rósa Bennett hjá héraðslækninum Rósa Bennett hefur hin síð- ari ár, sem vænta mátti, eign- ast fjölda vinstúlkna á ís- landi. Sögumar af Rósu Bennett eru hressandi frá- sagnir úr lífi og starfi hjúkr- unarkvenna, spennandi ævin- týrum Rósu og kunningja hennar, sem allir eru hinir skemmtilegustu og beztu fé- lagar. Verð kr. 62,00. Geimstöðin er ný bók um uppfinningar- mannmn unga, Tom Swift, og vin hans, Bud Barclay, sem kunnir eru orðnir af afrekum sínum í bókunum: Rannsókn- arstofan fljúgandi, Kjarn- orkukafbáturinn, Eldflaugin, Gervirisarnir og síðast en ekki sízt Kjarnorkuborinn, sem út kom í fyrra. Geimstöðin er hörkuspenn- andi drengjabók, sem ekki verður lögð frá sér fyrr en hún er fulllesin. Ný ævintýri kjarnorkualdarinnar heilla alla drengi, sem gaman hafa af viðburðarhröðum og spenn andi sögum. Verð kr. 62,00. Vesalingarnir eftir VICTOR HUGO komu fyrst út í Frakklandi árið 1862 og mun mörgum víða um lönd verða fyrst hugsað til þeirrar bókar, er þeir heyra minnzt á fransk- ar bókmenntir. Vesalingarnir hafa áð- ur verið þýddir á íslenzku. Kom sagan þá neðanmáls í Lögréttu, en var síðan sér- prentuð, en er fyrir löngu uppseld. Enginn vafi er á, að hér mun þykja að því mikill fengur að geta nú fengið V e s a 1 - i n g a n a aftur til lesturs á íslenzku. Þetta er bók sterkra áhrifa, tilfinningahita og mik- illa andstæðna. Verð kr. 120,00. Jólasveinarikið Sænski rithöfundurinn Estrid Ott er einn kunnasti barna- bókahöfundur á Norðurlönd- um. Hún hefur skrifað fjöld- ann allan af barnabókum, og hafa margar þeirra orðið mjög vinsælar. Ein þeirra, Jólasveinaríkið, sem hér birt- ist í íslenzkri þýðingu, er viðburðarík og skemmtileg bók. Óli, aðalpersóna bókar- innar, er ekki nema sjö ára gamall. Hánn dvelur með álfum í draumum sínum, kynnist lífi þeirra og dagleg- um störfum og lendir í fjöl- mörgum ævintýrum í ríki jólasveinanna. Þetta er kjör- in bók fyrir börn á aldrinum 6—10 ára. Bjarni Jónsson hefur teiknað allar skemmtilegu myndirnar, sem prýða bókina. Verð kr. 48,00. Eirikur gerist ify róttamaður er norsk drengjabók, sem ef- laust mun falla íslenzkum drengjum vel í geð. Þetta er kjörin bðk þeirra drengja er gaman hafa af íþróttum og Eiríkur er sögu- hetja, sem ungir piltar munu taka sér til fyrirmyndar og allir foreldrar munu stoltir af að eiga fyrir son. Verð kr. 48,00. BdKAÚTCÁFAIV SMFtll Tjarnarbraut 29, Hafnarfirði — Síini 50738. Þrjár barnabœkur BLAÐINU hafa borizt þrjár nýj- ar barnabækur, sem Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur út. „Litli læknissonurinn“ heitir bók eftir Jennu og Hreiðar Stef- ánsson. Þau hjón eru bæði barna kennarar og er þetta fjórtánda bókin, sem út kemur eftir þau. „Litli læknissonurinn“ er 124 blaðsíður að stærð og prýddur mörgum skemmtilegum teikni- myndum eftir Halldór Pétursson listmálara. „Vort strákablóð“ er önnur barnabók frá forlaginu. Bókin er þriðja bók ungs höfundar, sem nefnir sig Gest Hannsson. Áður hefir hann ritað bækurnar „Strákur á kúskinnsskóm“ og „Strákur í stríði“. Bókin er 134 Hreiðar og Jenna blaðsíður að stærð og prýdd fjölda skemmtilegra t":kr;ngn eft ir bróður höfundar Þriðja barnabókin, sem blað- inu hefir borist frá forlagi Odds Björnssonar er þýdd og nefnist „Valsauga“ eftir Ulf Uller, en Sigurður Gunnarsson hefir þýtt bókina. Er þetta Indíánasaga, en höfundurinn hefir kynnt sér siði þeirra og venjur svo og tungu þeirra. Bókin fjallar um æfin- týri Kidda og Jonna og iylgdar- manns þeirra á hættulegu ferða- lagi. Allar eru bækur þessar prent- aðar i Prentverki Odds Björns- sonar og eru hinar smekklegustu að öllum frágangi. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.