Morgunblaðið - 23.12.1960, Side 2
2
MORCVHPLAÐIÐ
FðstudagUr 23. des. 196«
Jóluósk deyj
andi telpa
STARFSMÖNNUM flug-
turnsins í Reykjavík barst
snemma í gærmorgun all-
óvenjulegt skeyti. Það var
sent frá Linker flugvellin-
um í Oklahoma og segir þar
að lítil stúlka, sem undan-
farið hafi þjáðst mjög af
beinkrabba, liggi nú fyrir
dauðanum. Hún hefur látið
í ljós sína síðustu ósk — að
fá jólakveðjur sem víðast
að. Ekki er greint frá aldri
telpunnar í skeytinu, en
hún heitir Doris Ridgway.
Ekki er að efa, að margir
íslendingar muni bregðast
fljótt við, ef þeir sjá þessar
línur og skrifa stúlkunni
kveðju. Þótt of seint sé að
koma jólakveðjum héðan
af til Virginia, ættu nýjárs-
kveðjur að komast þangað
fyrir áramót. Vonandi end-
ist Doris litlu lif til að veita
þeim viðtökur.
Nafn og heimilisfang
stúlkunnar er:
Miss Doris Ridgway,
Route 1. Hardy,
Virginia. USA.
Merkilegar mýs
eignast erfingja
WASHINGTON, 22. des. (NTB).
Sá atburður gerðist í dag, að
músahjón ein eignuðust afkvæmi
— fimm „mannvænlega“ músar-
unga.
Að öðru jöfnu þykir það ekki
merkilegur viðburður þótt mús
gjóti ungum, en að þessu sinni
höfðu bæði músarhjónin orðið
svo fræg fyrir tveimur mánuð-
um, að fljúga upp í háloftinu og
fara marga hringi kringum jörð-
ina í bandarísku gervitungli.
Á þeirri reisu fóru músahjón-
in m.a. í gegnum sterk geislunar
belti. Þessvegna þykir fæðing
unganna í dag athyglisverður við
burður í heimi vísindanna. Frjó-
semi dýranna hefur ekki beðið
baga af geisluninni. Ungarnir
fimm voru allir rétt skapaðir og
við beztu heilsu.
Vorið býður til
Kaupmhafnar
BARNABLAÐIÐ Vorið á Akur-
eyri efnir nú til verðlaunasam-
keppni og eru verðlaunin þrenn:
Allt flugferðir með Föxum Flug-
félagsins — og sú lengsta frá
Reykjavík til Kaupmannahafnar
og aftur heim.
Frá þessu segir í jólablaði Vors
ins, sem er nýkomið út. Flugfé-
lagið og Vorið efna sameiginlega
til samkeppninnar og er þar um
að ræða ritgerðarefni: Hvaða
möguleika hefur ísland upp á að
bjóða sem ferðamannaland?
Fyrátu verðlaun eru sem fyrr
segir ferð til Kaupmannahafnar,
en hin eru flugferðir innanlands
eftir eigin vali. Þar að auki veit-
ir Vorið þrenn bókaverðlaun.
Á brúnni á
Fossvogslæk
ÞETTA er landfræðilegur „err-
oi“ sagði maðurinn í símanum,
er hann benti á meinlega villu
í blaðinu í gær. Þar, sem sagt
var frá bílslysi á Hafnarfjarðar-
vegi, var sagt að það hefði orð-
ið á landamærum Reykjavíkur
og Kópavogs, Kópavogsbrú. —
Vissulega átti hér að standa
Fossvogslækjarbrú.
Komposition
Þorvaldi Skúlasyni
sýndur mikill heiður
Talinn meðal urvals mdlara heimsins
NÝLEGA valdi þar til kosin alþjóðleg dómnefnd 50 listamenn frá
20 löndum, er hún taldi skara fram úr í heiminum, og ákveðið
listaverk eftir hvern þeirra, sem til greina kemur til að hljóta
hin svokölluðu „Alþjóðlegu Hallmark-listaverðlaun“. Meðal þeirra
sem valdir voru er íslenzkur listmálari, Þorvaldur Skúason. Þykir
þetta mikill heiður fyrir listamenn frá hvaða þjóð scm er og set-
ur hann á bekk með álitlegustu listamönnum heimsins.
Málverk það eftir Þorvald sem
valið var, vakti slíka athygli á
sýningu í Galerie Creuze í París
árið 1958. Var myndin keypt,
eins og allar myndirnar 50, sem
valdar voru, og hefir verið mynd
uð úr þeim sýning, sem opnuð er
í Wildenstein Gallery í New
York og síðan fer sýningin milli
36 safna um öll Bandaríkin á
næstu tveimur árum. Auk þess
er gefin út bók með myndum af
málverkum þessum, mynd af
listamönnunum og kynning á
t
Arekstur
þeim. Eru fjórum úr þeirra hópi
síðan veitt alþjóðlegu Hallmark
listaverðlaunin.
Mikil listkynning
Þetta er í fimmta sinn sem
verðlaun þessi eru veitt siðan
1949, og eru málverk frá fyrri
fjórum sýningunum enn í um-
ferð milli sýningarsala. Er því
gífurlega mikil kynning í þessu
fyrir Þorvald Skúlason á alþjóð-
legum vettvangi. Auk þess gerir
salan á málverki þessu honur.i
fært að komast nú í vetur til Par
ísar, og fyigjast með því sem nú
er hæst á baugi í listum.
LÆGÐIN, sem var yfir vest-
anverðu Atlantshafi á kortinu
í fyrradag er nú allskammt
suð.vestur frá Reykjanesi og
stefnir til austnorðausturs eða
rétt fyrir sunnan landið. Hiti
er 2 st. í Vestmannaeyjum og
yfirleitt má búast við spilli-
blota á Suðurlandi, en síðan
mun aftur sækja í norðanátt
og kólna. Kaldast var á Sauð-
árkróki 12 st. frost um hádeg-
ið, en víðast á landinu er 3—5
st. frost.
Tveir féllu
í sjóinn
AKUREYRI, 22. desember. —
Um kl. 7.40 í gærkvöldi voru
tveir sjómenn að fara í land af
togaranum Bjarnarey, þó ekki
skipsmenn þar. Vildi þá svo slysa
lega til að annar þeirra rann til
á borðstokknum og féll í sjóinn
milli skips og bryggju. Félagi
hans, sem var nærstaddur kastaði
sér þegar í sjóinn og kallaði jafn
framt á hjálp. Kom þá skipsmað
ur af Bjarnarey þar að og náði
samstundis í þrjá skipsmenn af
togaranum Skagfirðing, sem lá
við sömu bryggju. Renndu þeir
kaðli niður í sjóinn og drógu sjó-
mennina upp.
Sá er fyrr féll í sjóinn var
þegar fluttur í sjúkrahús. Hafði
hann drukkið talsvert af sjó og
liggur þar enn. Hinn var fluttur
heim til sín og kennir sér einskis
meins — St. Sig.
>
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi |
SV-land til Breiðafjarðar og >
miðin: NA-átt, víða allhvasst •
og skýjað í nótt, kaldi og létt- \
skýjað á morgun, frost 4—7 S
stig. i
Vestfirðir til Austfjarða, ^
Vestfj.mið til NA-miða: Norð S
an og NA kaldi, víða dálítil él. J
SA-land, Austfjarðamið og ;
SA-mið: Allhvass NA og skýj s
að í nótt, kaldi og léttskýjað >
i morgun. \
Floyd og Ingd
hittost í mnrz
New York, 22. des.
Á K V E Ð I Ð er, að þriðja
keppni þeirra Floyds Patter-
sons og Ingemars Johanns-
sons um hcimsmeistaratitil í
þungavigt í hnefaleikum fari
fram í Miami Beach á Flór-
ída-skaga 20. marz nk.
Óvenjulegt er að keppnin
skuli haldin utan New York,
en Flórída þykir heppileg á
þessum tíma árs því að fjöldi
fólks úr Norðurríkjunum
dvelst þar í fríi að vetrinum.
Þær komu ofan úr fjöllunum
Ágætis hnefaleikasvið er I
Miami Beach og taka áhorf-
endasvæðin umhverfis 19
þúsund manns.
á Akranesi
AKRANESI, 22. des. — Stund-
arfjórðungi fyrir kl. 12 í dag varð
árekstur á horni Vesturgötu og
Bárugötu. Bifreiðinni E-27 var
ekið niður Vesturgötu. í því hún
ætlaði að beygja inn í Bárugötu,
kom fólksbifreiðin E-77 vestur úr
þeirri götu. Varð ekki forðað
árekstri. Bílamir skemmdust báð
ir nokkuð, en fólk er í þeim var
meiddist ekki. — Oddur.
Síldin bregzt
Þjóðverjura
S í L D I N hefur brugðizt Þjóð-
verjum hraparlega í Norður-
sjónum í haust, segir Fishing
News. Muna menn ekki eftir
annarri eins aflatregðu. Afla-
magnið í fimm aðalveiðimánuð-
unum, júní—október, er aðeins
49 þúsund lestir af síld til
manneldis á móti 76 þúsund
lestum í fyrra og 67 þúsund
lestum í hittifyrra. Var það ár
þó það lakasta fram til þessa.
Vegna þessa munu Þjóðverjar
nú verða að flytja inn meiri
sikl en áður. Nam innflutning-
urinn sl. ár 95 þúsund lestum,
en verður yfir 105 þúsund lest-
ir í ár.
Sýnilegt er að þýzkir útvegs-
menn munu flestir tapa á út-
gerðinni í haust og það þótt
s'ldarverðið hafi hæ" " ''ð veru-
lega vegna aflabrestcn. .
Fallegt
OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur h f.,
er um þessar mundir að senda
frá sér dagatal fyrir árið 1961,
eins og félagið gerði um síðast-
liðin jól fyrir árið 1960. Félagið
hóf útgáfu dagatals árið 1959, og
valdi þá sem myndir íslenzka
fugla. Vakti það þá þegar mikla
athygli og þótti sérlega fallegt
og bar vott um smekkvísi og fagr
an frágang. Fyrir árið 1960 valdi
félagið myndir af „þjóðlegum
minjum' en janúarmánuð prýddi
prentun í litum af handritj úr
dagafal
kristinrétti Jónsbókar, en yfir
því stóð „Handritin heim“. Daga-
tal þetta þótti hið fegursta og
bar vott um menningu og góðan
smekk, enda á titilblaði ábending
um, hve þýðingarmikið væri fyr-
ir þjóð vora að varðveita forna
menningu og þjóðlegar minjar.
Þótti dagatal þetta hið fegursta
í alla staði og vakti óskipta at-
hygli.
Félagið heldur nú áfram á
braut þeirri, er þáð hefur markað
með útgáfu dagatala sinna, en
það er að sýna ákveðna heild og
benda á sérstæð og athyglisverð
atriði í þjóðlífi voru, því að nú
skreyta dagatalið endurprentanir
a myndum úr ferðabók Gaim-
ards frá 1836, myndir úr þjóðlífi
vor Islendinga á þeim dögum,
enda er „mottó" dagatalsins að
þessu sinni „Gamlar þjóðlífs-
myndir“.
Þetta dagatal Skeljungs h.f. er
alveg sérstaklega fagurt og
smekklegt bæði í litum og öll-
um frágangi. Lithoprent h.f. hef-
ur séð um prentun og frágang.
Myndin, sem hér birtist er úr
ferðabókum GaimardTs 1836 og
sýnir Aðalstræti í Revkiavík.
Teikn. A. Mayer.