Morgunblaðið - 23.12.1960, Qupperneq 23
Föstudagur 23. des. 1960
MOKCVISBLÁÐIÐ
23
— Afli togaranna
Frh. af bls. X
þetta hlýtur að verða fyrir tog-
araflotann.
l>ví hefir verið haldið fram, að
hinn minnkandi afli togaranna í
ár stafi eingöngu af því, að þeir
hafi nú gert meira af því en áð-
ur að sigla með aflann til sölu á
erlendan markað. Að sjálfsögðu
hefir það áhrif á aflamagnið, að
öðru óbreyttu, ef siglt er á er-
lendan markað, vegna þess tíma,
6em fer í siglingarnar. Undanfar-
in ár hefir togaraflotinn hinsveg-
ar sótt meginhluta afla síns á hin
fjarlægustu mið, við Nýfundna-
land, en þangað er siglingatíminn
svipaður og til hinna erlendu
löndunarhafna. A þessu ári hefir
togaraflotinn hinsvegar mest
stundað veiðar á nærlægum mið-
um og þannig hefir siglingatím-
inn orðið styttri en áður og veg-
ur það að verulegu leyti upp sigl
ingatímann til erlendra hafna.
9 Þýzkalandssölur imin minni
Eini samanburðurinn, sem
gefur rétta mynd af aflamagn-
inu nú og áður fæst með því
að bera saman afla togaranna
á sömu veiðum fyrir sama
markað. Þá kemur í ljós, að á
þessu hausti þ. e. mánuðina
scpt.—des. hefir meðalafli tog
aranna, sem landað hafa á
Þýzkalandsmarkaði verið 113
smál. í ferð. Á sama tímabili
á árinu 1959 var meðalaflinn
147 smál. og á árunum 1956 - -
1958 var meðalaflinn 178 smál.
Um afla bátaflotans á þorsk-
veiðum er það að segja, að hann
hefir farið vaxandi undanfarm
ár en þó veiður einnig að taka
ti'ixt til þess, að bátatiotimx heíir
aukizt mjög mikið á þessurn
tíma, þ. e. aðallega á árunum
1959 og 1960. A þessu tímabili
hefir rúmlestatala bátaflo’tans
aukizt um nær 30% en á sama
tíma hefir afli bátaflotans auk-
ist um 25% þannig, að aflaaukn-
ingin hefir orðið mun minni en
aukning flotans á sama tima.
• Síldveiðin
Loks eru svo síldveiðarnar. >ar
er heldur ekki unnt að bera sam-
ar> aflamagn sl. sumars og undan-
farinna ára, án þess að taka tillit
til gerbreyttra aðstæðna við þess-
•r veiðar. Er þar einkum tvennt
sem kemur til. I fyrsta lagx varð
verðmæti síldaraflans miklum
znun minna í sumar vegna þess,
að saltsíldarframleiðslan var nú
38% minni en á fyrra ári, en
meiri hluti aflans fór hinsvegar
núj bræðslu. Þar kom hinsveg-
ar til hin mikla verðlækkun, sem
orðið hafði á síldarmjöli og lýsi.
Verðmæti það sem síldveiðiflot-
inn fékk fyrir sumarsíldina varð
af þessum sökum verulega minna
en sjálft aflamagnið gefur til
kynna. 1 öðru lagi var nú miklum
mun meiru kostað til við veið-
arnar en nokkru sinni fyrr, vegna
kaupa á nýjum fiskileitartækjum
og þó einkum vegna mjög dýrra
síldarnóta úr gerviefnum, sem
fjölmargir bátar fengu fyrir þessa
vertíð. Loks var svo þátttakan í
veiðunum meiri eða 258 skip á
móti 224 árið áður.
Ef tekið er tillit til alls þessa
er augljóst, að aflabresturinn á
síldveiðunum er mun meiri en
aflamagnið sjálft gefur til kynna.
Þá er loks að geta þess að fjöldi
reknetjabáta hefir stundað veið-
ar við Suðvesturland í haust en
afli þeirra hefir verið sáralítill
þó afli hringnótabátanna hafi
hinsvegar verið sæmilegur þegar
gefið hefur. Er því Ijóst, að af-
koma síldveiðiflotans á þessu
hausti verður mun verri en á
fyrra ári.
Allt það, sem hér hefur verið
aagt, sýnir svo ljóst, að ekki verð
ur um villzt, að aflabrestur' á
þessu ári hefir í sumum tilfellum
verið geigvænlegur og allar til-
raunir til að gera lítið úr þeim
arfiðleikum, sem af því stafa
•tangast því altf'*’legi* 4 við
staðrayndir.
Bækur frá Snæfelli
Nýlega eru komnar út eftir-
greindar bækur hjá bókaútgáf-
unni Snæfelli:
Heljarfljót. Bók þessi segir
frá viðburðaríku ferðalagi
dansks leiðangurs tit Suður-
Ameríku. Höfundur bókarinnar
er Arne Falk Rönne, foringi leið
angursins. Kvikmyndatökumað-
urinn Jörgen Bitsch hefur lagt
til myndimar í bókina, sem eru
hinar fegurstu, þar á meðal
nokkrar litmyndir. — Þýðendur
eru Kristján Bersi Ólafsson og
Ölafur Þ. Kristjánsson. Prentun
og frágangur er í bezta lagi. —
Bókin er 192 bls. og að öllu leyti
hin eigulegasta.
Rósa Bennett hjá héraðslækn-
jnum eftir Julie Tatham. Sagan
er þýdd af Álfheiði Kjartans-
- Enn barizt
Framh. af bls. 1
Blaðafulltrúi Haile Selassie
keisara sagði í morgun, að allt
væri nú aftur rólegt í borginni.
Hann kvað alla foringja upp-
reisnarmanna annað hvort dauða
eða handtekna, utan þá tvo höf-
uðforsprakka, Neway-bræðurna.
Þeir hafa ekki enn fundizt, en
víðtækri leit er haldið uppi að
þeim.
Þá hefur það nýlega verið
upplýst, að uppreisnaxmenn hafi
unnið hermdarverk meðan þeir
höfðu völd í höfuðborginni. —
Meðal afbrota þeirra er talið, að
þeir myrtu fjórtán ráðheira og
háttsetta embættismenn, sem
þeir höfðu í haldi í keisarahöll-
inni. —
— Sænskur
Framh. af bls. 1
Svíþjóðar saman á fund til að
ræða fjárhagsörðugleika SAS.
Kom þar í Ijós, að ráðherrarnir
eru mjög tregir að veita atbeina
sinn til aukinna ríkisstyrkja.
Hafa ríkissjóðir áður hlaupið
höfðinglega undir bagga með fé-
laginu og verður arfitt að fá þjóð
þingin til að leggja nýja bagga
á skattborgarana, ekki sízt þar
sem kenna má um fjármálabrask
inu í Mexíkó hvernig nú er kom-
ið.
Það var minnsta kosti ljóst,
að ráðherrarnir setja það nú sem
algert skilyrði fyrir frekari opin-
berum stuðningi að ríkisstjórnirn
ar megi hafa meira eftirlit með
rekstri félagsins. Og fremhr kjósa
menn að reyna að afla venjulegs
hlutafjár. Enginn gerir sér vonir
um að mikill áhugi sé fyrir hluta
bréfakaupum, en hugsanlegt er
að fá megi ýrnsa aðila og sam-
tök sem hagnast á ferðamálum
til að leggja peninga í púkkið,
svo sem gistihús og ferðaskrif-
stofur.
dóttur. Það er óþarfi að fjöl-
yrða um þessa bók. Allar ungar
stúlkur þekkja Rósu Bennett,
hina snjöllu hjúkrunarkonu. —
Þetta mun vera ellefta bókin um
hana, sem kemur út á íslenzku.
Frágangur er vandaður. Bókin er
174 bls., myndum prýdd.
Þá er að geta um Geimstöð-
ina eftir Viktor Appleton. Þetta
er nýjasta bókin um ævintýri
Tom Swifts, sem er ungur upp-
finningamaður. Nafn bókarinnaf
geflur nokkra hugmynd um efni
hennar. Tom Swift er álíka vin-
sæll meðal drengja og Rósa
Bennett meðal stúlkna. Bókin
er myndskreytt, 191 bls. og er
frágangur góður. — Þýðinguna
gerði Skúli Jensson.
Þá er bók fyrir yngstu les-
endurna, Jólasveinaríkið, eftir
hinn kunna bamabókahöfund
Estrid Ott. Jóhann Þorsteinsson
endursagði og íslenzkaði. Bjarni
Jónsson myndskreytti bókina.
Eins og nafn bókarinnar bendir
til, er hún tilvalin jólagjöf handa
þeim, sem ennþá lifa í heimi æv
intýranna. Jólasveinaríkið er
108 bls.
Bækurnar frá Röðli eru:
Vesalingamir, hin heimsfræga
saga Victors Hugo. Sagan er
þýdd af Ólafi Þ. Kristjánssyni,
eftir mikið styttri bandariskrl
þýðingu. Víst er sagan óstytt
víða langdregin og á köflum
staglsöm, en vandaverk hlýtur
að vera, að stytta hana svo mik-
ið, sem hér er gert. Annars er
saga galeiðuþrælsins Jeans Valje
an eitt af höfuðverkum heims-
bókmenntanna sem óhætt er að
mæla með við alla, sem unna
fögrum bókmenntum. Frágang-
ur er góður, en ósamræmi er,
að á titilsíðu eru bókin talin
gefin út af bókaútg. Röðli 1951,
en á aftari kápusíðu af bókaútg.
Snæfelli. Vesalingarnir eru 247
bls.
Þá er Eiríkur gerist íþrótta
maður, eftir Axel Holland,
þýð. Ólafs Þ. Kristjánssonar.
Þessi bók er, eins og sú síðast
nefnda, útgefin af Röðli á titil-
síðu, en Snæfelli á aftari kápu
síðu. Þetta er drengjasaga, eins
og nafnið bendir til, 150 bls. og
frágangur góður, eins og á öðr-
um bókum Röðuls og Snæfells.
— D.
— Jólaösin
Framh. af bls. 3
frá sitt hverjum. Eg vil helzt
gefa bækur til jólagjafa, þær
eru alltaf velþegnar. Það eru
beztu óg ódýrustu jólagjafirn-
ar.
— Ætlarðu að gefa konunni
bók?
— Það kemur í ljós á sínum
tíma, en ég mundi auðvitað
ekki gefa henni barnabók!
Hún er dönsk.
HÁLUí>R|
Bifreiðaeigendur
Sparið yður útgjöld. Aukið
öryggi ökutækis yðar. Forðizt
slysin, með því að hafa heml-
ana í lagi.
Stilling hf.
Skipholti 35 — Sími 14340
xæ.s.
vig.
Krakkareiðhjólin
„B A U E R“ eru komin
ÖRMINIM
Spítalastíg 8 — Sími 14661
Skrifstofustarf
Ung stúlka sem kann vélritun óskast til almennra skrif-
stofustarfa við heildverzlun. Eiginhandarumsókn með
mynd og upplýsingum um aldur og menntun sendist til
blaðsins merkt: „Vélritun /Heildverzlun — 1471“.
Vandlát húsmóðir notar ætíð
beztu fáanlegu efnin í kökur
sínar og brauð.
ROYAL lyftiduft
er heimsþekkt gæðavara, sem
reynslan hefir sýnt að ætíð
má treysta.
Ég þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir þá vinsemd
og virðingu er þið sýnduð mér á 75 ára afmæli mínu
með gjöfum, heillaskeytum og blómum.
En sérstaklega vil ég þakka hlýleg orð og handtök,
þau ylja gömlu hjarta. — Guð blessi ykkur öll.
Skarphéðinn Sigurðsson.
Alúðar þakkir til allra þeirra, er sýndu mér vináttu og
hlýhug á 60 ára afmæli mínu.
Gleðileg jól.
Guðrún Teitsdóttir.
Ástkær móðir okkar
BJÖRG BONNICHSEN
andaðist 17. þ.m. að heimili sínu H. C. Örstedsvej 24,
Kaupmannahöfn. — Jarðarförin hefur farið fram.
Roger Bonnichsen, Ragnar Bonnichsen.
STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR
Kópavogshæli,
lézt í Landakotsspítala aðfaranótt nnovikudagsins 21.
desember 1960.
F. h. aðstandenda.
Margrét Auðunsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall
ÞÓRÖAR TÓMASSONAR
Eystri-Hól í Landeyjum.
Fjölskyldan.