Morgunblaðið - 23.12.1960, Page 24
DAGUR
TIL JÓLA
PwöwiWaMft LJ
DAGUR
TIL JÓLA
J
295. tbl. — Föstudagur 23. desember 1960
Þuríður Gísladóttir og Kristín Matthíasdóttir eru ekkert
nærsýnar.
Sjá grein um svipmyndir úr jólaösinni á blaðsíðu 3.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Rekur lánas.arf-
semi med 4-5 millj.
. kr. umsetningu
Hröð atburðarás á Akranesi
Sigrún logadi — slysi forðað
nicur — bakarar skelfast
H J A sakadómaraembættinu er
nú lokið dómsrannsókn þeirri er
dómsmálaráðuneytið fyrir stuttu
óskaði eftir að fram færi á lána-
starfsemi þeirri, er maður að
nafni Margeir Jón Magnússon,
hefur stundað hér í bænum.
Eftir hátíðamar mun málið
verða sent til dómsmálaráðu-
ncytisins til frekari ákvörðunar.
Ármann Kristinsson, saka-
dómarafulltrúi, hafði rannsókn
þessa með höndum. Beindist hún
einkum að útvarpssamtali, er
Margeir hafði haft um lánastarf-
semi sína. Kvað hann samtalið
hafa átt sér stað, en því hefði
verið hagrætt á segulbandinu og
gæfi ekki rétta mynd af því.
Voru í þessu sambandi kallaðir
fyrir dóminn sjö menn.
í sambandi við lánastarfsem-
ina sjálfa hafði Margeir Jón
ekki viljað gefa rannsóknardóm-
aranum neinar upplýsingar um
það frá hverjum hann hefði
fengið peninga að láni, né held-
ur hverjum hann hefði lánað
peninga. Kvaðst hann ekki færa
neitt bókhald yfir það.
Lánastarfsemina kvaðst hann
stunda þannig að í sumum til-
fellum fær hann peninga að
láni gegn 8% vöxtum og lánar
þá út aftur gegn 10% vöxtum.
Búðir opnar
til kl. 24
í DAG á Þorláksmessu eru
verzlanir í Reykjavík opnar
til kl. 24 á miðnætti, en á
morgun, aðfangadag, til kl. 12
á hádegi.
Mjólkurbúðum er lokað kl.
6 í kvöld, eins og venjulega og
kl. 2 e.h. á aðfangadag.
t öðrum tilfellum hefur hann
fengið peninga að láni gegn
10% vöxtum, og lánar þá út aft-
ur með sömu vöxtum, en til
þess að fá í sinn hlut 2%, eins
og hann fær af lægri lánunum,
hefur hann reiknað sér 2% í
þóknun.
Hann hafði skýrt rannsóknar-
dómaranum frá því, að árleg
umsetning lánastarfsemi hans
væri 4—5 milljónir króna og
hagnaður hans væri áður nefnd
2% af lánaviðskiptunum.
Vientiane, 22. des. (Reuter)
ALMENNIR borgarar Vientiane,
höfuðborgar Laos, sem flúðu bæ-
inn í bardögunum á dögunum,
eru nú sem óðast að snúa heim og
lífið í borginni smámsaman áð
færast í samt lag. Samtímis er
unnið að því að hreinsa rústir
og koma rafmagni og símaleiðsl-
um í lag í borginni. Aðalpósthús
borgarinnar var opnað aftur í
dag.
Her hægrimanna heldur uppi
lögum og reglu í Vientiane. Her-
sveitír kommúnista og hlutleys-
ingja hafa flúið borgina og ber-
ast nú fréttir um það að her hlut
leysingja undir stjórn Kong Leas
hafi búið um sig í 60 km fjarlægð
frá Vientiane, í héraðinu Pon
Hong. Svo virðist af óljósum
fréttum, að her hægrimanna hafi
veitt þeim eftirför og vofi það-
yfir hlutleysingjum að innikró-
ast.
Aðrar óstaðfestar fréttir herma
að rússneskar eða kínverskar her
flutningavélar hafi fyrir t.veimur
AKRANESI, 22. des. — Laust
fyrir kl. 11 árdegis í dag brauzt
eldur út í mb. Sigrúnu, þar sem
hún stóð í dráttarbrautinni, til
viðgerðar. Logsuðumenn voru að
sjóða í sundur gamla nagla og
kveikti neistaflugið í stýrishúsi
bátsins. Kallað var á slökkvilið-
ið og slökkviliðsbíllinn þaut af
stað.
Þegar hann kom á móts við
efra húshorn Alþýðubrauðgerð-
arinnar á Skólabraut 12, var
drengur á skíðasleða að renna
sér á miðri götunni. Til að forða
sljsi beygði bíllinn að gangstétt-
I FYRRADAG var kveðinn upp
í bæjarþingi Reykjavíkur dóm-
ur, þar sem þjóðleikhússstjóra
var fyrir hönd Þjóðleikhússins
gert að greiða Þóru Borg, leik-
konu nálega 71 þús. krónur með
vöxtum í skaðabætur fyrir upp-
sögn, og málskostnað allan.
í júlílok 1949 sótti Þóia Borg
um leikkonustarf hjá Þjóðleik-
húsinu og tók til starfa þar það
ár. Var hún fastráðin frá 1. nóv.
1949 til 1. sept. 1951 og átti
samningur að vera uppsegjan-
legur með 3 mánaða uppsagnar-
fresti, en framlengjast ella. í
lögum segir aftur á móti að
ráðningartíma eigi að miða við
lok leikárs. í maílok barst stefn-
anda bréf frá stefnda, þar
sem tekið er fram að samningur
rynni út 1. sept. sama ár og at-
hugun á endurnýj un beri að
gera fyrir 1. júlí sama ár, og íj
september annað bréf, þar sem
segir að samningurinn verði
ekki framlengdur, en tilboð uml
B-samning standi til 25. sept.
Þessu tilboði hafnaði Þóra Borg
með bréfj 24. desember. Og 9.
september s. á. ritaði Óskar
Borg, fyrir hönd Þóru Borg til
dögum varpað 26 förmum af
birgðum niður í fallhlífum til
hlutleysingjahersins.
Hermálaráðherra kommúnista-
stjórnarinnar í Norður-Vientnam
Giap hershöfðingi hefur lýst því
yfir, að stjórn hans geti ekki
lengur horft aðgerðarlaus á það,
að heimsvaldasinnar leggi Laos
undir sig. Segir hann að foringjar
hægrimanna í Vientiane stefni að
því að gera ættjörð sína að ný-
lendu og bandarískri hernaðar-
bækistöð.
Þungfœrt
í GÆR var Hellisheiði orðin æði
þungfær og mönnum ráðlagt að
fara hana ekki nema á stærri
bílum, að því er Snæbjörn Jón-
asson, hjá Vegamálaskrifstof-
unni tjáði blaðinu í gær. Var
í gærkvöldi spáð versnandi
veðri svo að búast mátti við að
inni og rakst harkalega á ljósa-
staur, sem steyptur var í haust,
og braut hann. Síðan rann bill-
inn með fram húshliðinni og
braut rúðu þar.
Var þá haldið rakleitt á bruna
staðinn, þar sem stýrishúsið á
Sigrúnu stóð í Ijósum loga og
var brunnið að mestu. Tók 25
mínútur að ráða niðurlögum
eldsins.
En það er af Ijósastaurnum að
segja, að nokkur hluti hans féll
á gafl hússins og ljósastæðið
braut rúðuna yfir borðinu, þar
sem bakararnir voru að hnoða
deigið og skreyta terturnar. —
menntamálaráðherra og ve-
fengdi að nefndur samningur
væri úr gildi fallinn.
Kom málið fyrir bæjarþing
Reykjavíkur, sem komst að
þeirri niðurstöðu að þar eð
samningurinn hefði lögum sam-
kvæmt átt að vera miðaður við
lok leikárs, þá hafi uppsögnin
ekki verið gerð með nægum fyr-
irvara og samningur því fram-
lengzt til 30. júní 1958.
Var þjóðleikhússstjóra gert að
greiða Þóru Borg kr. 70.944,01
með 6% ársvöxtum frá 30 júní
1958 til greiðsludags og kr.
9000 kr. í málskostnað. Dóminn
kvað upp Magnús Thoroddsen,
fulltrúi borgardómara.
Spjöll unn-
in a jola-
. trjám
MIKIÐ hefur borið á því að
undanförnu, eða síðan kveikt
var á jólatrjám þeim, er bær-
inn lét setja upp fyrir
skömmu, að allskyns skemmd
arverk hafa verið unnin á
þeim. Fjöldi pera hafa verið
skrúfaðar af trjánum og
neðstu greinar þeirra eyði-
lagðar eða jafnvel f jarlægðar.
Sökum þessa hefur bærinn
orðið fyrir miklum aukakostn
aði og fyrirhöfnr. Jólatré þessi
eru sett upp til þess að setja
jólasvip á bæinn og prýða
hann, bæjarbúum til ánægju.
Þeim ber því skylda til að
-stuðla að því af fremsta
megni að jólatrén séu látin í
friði og foreldrar ættu’ að
brýna stranglega fyrir börn-
um sínum að njóta einungis
þess augnayndis, er trén veita
en láta ógert að taka perurnar
úr ljósastæðunum og eyði-
leggja greinarnar.
á heiðum
færðin þar versnaði enn.
Aðrar heiðar voru einnig
orðnar þungfærar í gær, en
færar þó, t. d. mátti leiðin til
Ólafsvíkur heita lokuð. Og þar
eð bætti heldur á snjó og skóf
var ekki að vita nema leiðir
lokuðust.
Ijósastaur ekinn
Hrukku þeir skelfdir frá undan
glerbrotunum. — 13 ára dreng,
Daníel Lárussyni, tókst með
snarræði að hlaupa undan
staurnum er hann féll.
— Oddur.
Samnings-
fundur um
fiskverðið
í GÆR var haldinn í Reykja
vík fyrsti fundur útvegs-
manna og sjómanna um fisk-
verðið á komandi vertíð. Áð-
ur hafa samningarnir verið
nærri jafn margir og útvegs-
staðirnir á landinu, en nú er
ætlunin að gerður verði heild
arsamningur, sem gildi fyrir
landið allt og með breyttu i
fyrirkomulagi.
Samninganefnd sjómanna-
samtakanna hafði sl. þriðju-
dag afhent kröfur sínar, og á
fundinum í gær lögðu útvegs-
menn fram drög að samningi,
í öðnu samningsformi. Skipt-
ust menn á skoðunum og var
næsti fundur ákveðinn kl. 4 á
þriðja í jólum.
Skíðakennsla
í Hveradölum
EINS og kunnugt er mun Stefán
Kristjánsson íþróttakennari, ann
ast skíðakennslu við Skíðaskál.
ann í Hveradölum um hátíðirn-
ar. Allir þeir sem áhuga hafa á
skíðaíþróttinni ættu að nota sér
þetta sérstaka tækifæri, þar sem
kennslan er ókeypis.
Kennslan byrjar á 2. í jólum.
Daglegar ferðir frá B.S.R. sem
nánar eru auglýstar í dagblöð-
unum.
Ennfremur mun skíðakennsla
fara fram við Ármannsskálann,
kennari verður Ásgeir Eyjólfs-
son, einnig verður KR með skíða
kennslu við sinn skála í Skáin-
felli.
Týndur frá 4 til 8
LAUST fyrir átta í gærkvöldi
auglýsti lögreglan að hjá henni
væri fjögurra ára gamall dreng-
ur, sem ekki gæti sagt hvar
hann ætti heima. Hafði verið
komið með hann á lögreglu-
stöðina kl. 4 síðdegis, en enginn
spurt eftir honum. 10 mínútur
yfir átta hringdi svo fóstur-
faðir drengsins og sótti hann.
Aðalfundur
Flugbjörgunar-
sveitarinnar
AÐALFUND sinn hélt Flugbjörg
unarsveitin í Reykjavík fimmtu-
daginn 15. des. 1960. Þessir mena
voru kosnir í stjórn: Sigurður M,
Þorsteinsson, Sigurður Waage,
varaformaður, Magnús Þórarins-
son, gjaldkeri, Axel Aspelund,
ritari Árni Edwinsson spjald-
skrárritari, og meðstjórnendur
Stefán Bjarnason og Magnús Eyj.
ólfsson. Varastjórn: Guðmundur
Guðmundsson, Helgi Sigurðsson
og Jakob Albertsson. Fráfarandi
formaður, Björn Br. Björnsson
baðst undan endurkosningu.
Rústir hreinsaðar
í höfuðborg Laos
Þjóðleikhússtjóri
areiði Þóru Borg
nær 71 bús. króna skaðabætur