Morgunblaðið - 24.12.1960, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.12.1960, Qupperneq 9
8 M o p r. rr iv n r ít>\Ð Laugardagur 24. des. 1960 Laugardagur 24. des. 1960 MORGVNBLAÐlh v!!i ■i'i'j'/'/'//, v> KYJAN Manhattan er eitt af furðuverkum jarðar. Hvítir land nemar keyptu hana fyrir nokkr- um öldum af Indíánum. Kaup- verðið var 25 dollarar. Nú stendur á henni þéttasta byggð heims og lóðafermeterinn kost- ax sums staðar milljón krónur og meir. Hún er þungamiðja stórborg- arinnar New York. Þar sem áð- ur voru flöt beitarlönd fyrir kýr og kindur landnemanna, risa skýjakljúfar eins og fjallstindar mót himni. Þú færð sæmilega yfirsýn yf- irsýn yfir Manhattan með því að klifra upp í toppinn á Empire State, hæsta skýjakljúfnum. Þó er til betra ráð, sem ég reyndi mér til mikillar ánægju nú í haust. Eg tók mér far með þyrilvængju frá Idlewild-flug- höfninni stóru til Manhattan. Ferðin tók ekki nema hálftíma en verður mér lengi minnis- stæð. Áhrifamest var sú stund, er við nálguðumst Mathattan og eyjan breiddi úr sér fyrir fram- an okkur, 20 km á lengd og ílöng í laginu svo hún minnti á hafskip. Maður gat næstum ímyndað sér, að blásið yrði í eimflautur, landfestar leystar og þetta risavaxna langskip sigldi af stað niður Hudson-fljót með boðaföllum fyrir stafni. Maður virti fyrir sér bygging- arnar og strætin iðandi af lífi, bílana skríðandi áfram í hópum eins og marglitar bjöllur og fólkið trítlandi þúsundum sam- an eftir gangstéttunum, líkast örsmáum skorkvikindum. Stræt- in opnuðust og blöstu við hvert á fætur öðru eins og djúpar almannagjár. Húsin stóðu í hrúg um saman af öllum stærðum og gerðum. Hinir speglandi, ný- týzkulegu skýjakljúfar, að mestu gerðir úr gleri, voru áberandi í vissum hverfum, en við hlið þeirra gömul, þungbúin múr- steinahús. í nokkurri fjarlægð til beggja handa sáust lágreist- ari hverfi, óhrein og kraðaks- leg. Annars staðar hafði heilum slíkum hverfum verið sópað burt og í stað þeirra risu þrjá- tíu hæða nýtízkuleg fjölbýlishús með breiðum grasflötum á milli. Öllum þeim margbreytileika, sem fyrir augu bar verður varla með orðum lýst. Og þó var þetta aðeins byrjun sögunnar um ævi milljónanna, sem ég ætla að reyna að lýsa hér af kynnum mínum, eftir nokkrar ferðir í þessar kynjabyggðir, þar sem öllu ægir saman, mesta auð og mestu fátækt, mesta fjölbýli og mesta einmanaleik. Fáorðasta lýsingin á Manhattan og kannski sú bezta er: — Hún er ekki bræðslupottur — heldur suðu- pottur. ★ Þá skulum við koma niður á jörðina úr þyrlunni okkar. Þar sem við erum útlendingar á ferð eru 102 möguleikar af hverjum 100 fyrir því að við spássera um 42. stræti, Broad- a way og Fifth Avenue. Hér á litlu svæði sem nær yf- ir svo sem tíu „blokkir“ á hvern veg, er allt sem útlendir ferðamenn þurfa í viðskiptaer- indum sínum. Margan útlendan „bissnessmann“ sem hér dvelst í vikutíma eða hálfan mánuð hendir það að fara aldrei út fyrir þennan vítahring. Þetta er ósköp þægilegt. Hér hefur öllu verið komið haganlcga fyrir með því að byggja allt á há- veginn. Líkindi eru fyrir því, að maður ferðist lengra með lyft- unum lóðrétt upp og niður, held- ur en lárétt eftir götunum. Á Manhattan-eyju einni eru 50 þúsund lyftur ,sem daglega flytja 17 milljónir manna og ganga samtals vegalengd, sem nær langleiðina til tunglsins. Hér eru allar skrifstofurnar, sem á þarf að halda, fyrirtæki og verzlanir. Hér er fullkomn- asta símaþjónusta hefms. — Á hálfri mínútu fæst samband við Kaliforníu. Hér er háborg lista, bókaútgáfu og blaðaútgáfu Bandaríkjanna. 1 verzlununum fæst allt sem nöfnum tjáir að nefna. Það kemur fyrir, að bissnessmenn sem ekki hafa valið þann kost að koma fljúg- andi inn til Manhattan á þyril- vængju hafa aðeins óljósa hug- mynd um að þeir eru staddir á eyju og að fljótin Austurá og Hudson eru aðeins í kílómeters fjarlægð frá gistihúsi þeirra. Hér á Manhattan er vettvang- ur kokteil-boðanna. Sumir láta sér ekki fyrir brjósti brenna kokkteilboð alla sjö daga vik- unnar, margir að minnsta kosti fjóra daga í viku. Ég er ekki að segja, að kok- teilboð séu eina aðferðin sem bæjarbúar hafa til að eyða deg- UJ_ \ - verðum innan tíðar farnir að inum. Það er mörg matarholan Manhattan og verður varla tölu komið á alla restorantana, sem bjóða sérkenni í matargerð ótal þjóða. Það er t. d. ekki slorlegt að snæða kvöldverð í Empire Room á Waldorf Astoria eða fá sér kaffisopa uppi í Rain- bow Room á 60. hæð í Rocke- feller Center. En kokkteilboðin eru og verða ein allra algengasta og sérkenni legasta samkvæmisaðferð bæjar- búa. Það má margt um þau segja með og móti. Annars veg- ar eru þau vettvangur málfrels- isins, þess málfrelsis, sem tryggt er með sjálfri stjórnarskránni. Eg hef sjaldan heyrt reyna á málfrelsið í pólitiskum ræðum í Bandaríkjunum. Þær fara sjaldan út fyrir þetta venjulega „frelsi og föðurlandsást". En í kokteilboðunum — þar reynir verulega á málfrelsið í sinni full komnustu mynd. Hins vegar myndi ég eftir nokkra reynslu ekki telja kok- teilboðin beinlínis til mennta- stofnana landsins. Vissulega mætir maður mörgum og talar við ógrynni fólks á skjótum tíma. En samtalið verður væg- ast sagt sjaldan uppbyggilegt eða fræðilegt. Ef satt skal segja stendur maður sig bezt á víg- völlum kokkteilsins ef hann sýnir og sannar að hann viti ekkert í sinn haus. Mér urðu t. d. þau mistök á í einu slíku boði að fara að skýra út fyrir mönnum, hvern- ig Leifur heppni og aðrir ís- lenzkir víkingar hefðu siglt til Ameríku á litlum seglskipum. Svarið sem ég fékk var: — Þeir hefðu átt að fá sér Kelvin utanborðsmótor. Sá sem talaði þeim gáfulegu orðum var auðvitað umboðsmað ur Kelvin utanborðsmótora. Maður lærir af mistökunum. — Hvers vegna heitir Man- dollaranum í mílu fjarlægð. — Þó verður stundum að taka vara fyrir því að eitt þjóðar- vandamál er of viðkvæmt til að hafa megi það í flimtingum — kynþáttavandamálið. Ef maður segir setningu eins og þessa: Nú eru í Bandaríkjunum svartir menn og hvítir, eftir fimmtíu ár verða þeir allir ljósbrúnir, þá er töluverð hætta á því að maðurinn sem maður er að tala við bláni og bólgni, — eða verði eins rauð- ur í framan og kirsuberið í kok- teilglasinu. Og hann hrópar kannski í reiði sinni: —. Ég skal slá þig svo hátt í loft upp, að þú sveltir í hel á leiðinni niður eða — Þú verður hengdur og það verður góð aðvörun fyrir þig. Mannfallið í kokteilboðunum er eins mikið og á vígstöðvum. Gamalt máltæki á Manhattan segir að þúsund deyi af drykkju meðan einn deyr úr þorsta. Og fáir geta haldið það út ár eftir ár, að þamba kokteil fjóra daga í viku. Margir leggjast í þjór og verða drykkjumenn. En boðin halda áfram þó einhverjir helt- ist úr lestinni og rúlli niður í rennusteininn. Sú regla gildir eftir sem áður ef þú ferð snemma að hátta og snemma á fætur á Manhattan, þá hittirðu aldrei neitt almennilegt fólk. hattan Manhattan? spurði ég einn. — Það hef ég aldrei hugsað út i, svaraði sá. — Ætli það sé ekki af því að við drekkum þessi býsn af Manhattan-kokkteil. Auð- vitað — þetta hlýtur hver maður heima að skilja. — Flóinn heitir Flói af því að Flóabúið stendur þar og flóar mjólk allan liðlang- an daginn. t. ★ í kokteilboðunum þykist hver sá mestur sem frakk- astur er og mesti gárung- inn Þar mæta manni spurn ingar eins og þessar: — ís- land er það á Coney-eyju? (skemmtistað New York) eða: — íslendingar? — Börðust þið með Japönum í stríðinu? En þeir eru líka óhræddir við að gagnrýna sjálfa sig og taka ósköp ró- lega gagnrýni útlendinga. Einu sinni fór ég að tala við mann í kokteilboði um Roosevelt forseta og lét í það skína að ég dáðist að mannkostum hans. — Bless aður vertu, svaraði sá sem ég yrti á. — Roosevel var mesti stríðsæsingamaður sem nokkru sinni hefur verið uppi. í boðum þessum leika fordómarnir lausum hala, en áhugaleysið fyrir því hvernig allt veltist er þó nógu mikið til þess, að í miðjum fordómunum menn umburðarlyndir og allar skoðanir leyfast yfir kokteilglösunum. — Þeir hefðu ekki átt að staðsetja Sameinuðu þjóðirnar í New York, heldur í Death Valley (Dauðadal). Um víð kunnan stjórnmálamann er sagt: — Já, hann er ágæt- ur nema hausinn er skrúf- aður vitlaust á hann. Og um annan: — Hann tekur ofan í hvert skipti sem nafn hans er nefnt eða — það verða mörg þur augu þegar hann deyr eða — Hann finnur lyktina a<v * /r \ 'i I/// & Útlendingar sem dveljast lengri tíma á Manhattan verða ru fljótt leiðir á kokteillífinu. Þeir verða einmana og komast að því að þeir geta ekki eignast vini í kokteila-flöktinu. í fyrstu reyna þeir e.t.v. að drepa leiðindin með því að fara á bíó, t. d. risabíóið Radio City Hall í Rockefeller Center. Þar sitja 6000 áhorfendur í sama sal gráta og hlæja sam- tímis með aðalpersónum myndar innar. Þar stíga múgstunur til lofts, en á eftir er allt búið, skrúfað fyrir þjáningar og ást. Bráðlega liggur því leiðin til afþreyingar út fyrir þennan af- markaða hring. Maður tekur leigubíl og segir bara: — í ein- af hvern næturklúbbinn. Og ítalinn við stýrið ekur niður að Sheridan torgi. Þar eru næturklúbbarnir hlið við hlið og allir bjóða fram sömu þjónustuna, sýningar á kvenlíkömum. Þarna koma þær hver eftir aðra dansmeyjarnar, Ijóshærðar, dökkhærðár, grann- ar og holdamiklar, hvítar og þel- dökkar — fleygja fötunum smám saman frá sér við dynjandi hljóm sveitarleik og trumbuslátt unz eitt birkilauf hylur þá einu nekt sem lögin bann. Allt gerist þetta við hinar trylltustu líkams og mjaðmahreyfingar, sem eiga að túlka í ýktri mynd þau umbrot sem að öðru jöfnu hyljast undir rekkj uvoðunum. í miðri sýningu verður gestur- inn þess allt í einu var að ein þessara Ijóshærðu, sem áðan var að sýna lystisemdir sínar uppi á sviðinu er sezt við hlið hans og pantar kampavínsflösku. Næstu stundirnar fara minna í að horfa á nektarsýningarnar en að undr ast það, hve fljótt kampavíns- flöskurnar tæmast og hve þessi ljóshærða þolir mikið. Meiri verður undrun gestsins þó vænt- anlega, þegar reikni-ngurinn kem ur og allra mest verður hún, ef hann fer að nefna það við þessa Ijóshærðu, að hann sé húsnæðis- laus, og hvort hún viti af nokkru hótelherbergi. Því að þá stendur hún upp og svarar þrátt fyrir all- ar kampavínsflöskurnar: — Nei, herra minn, ég er heiðvirð stúlka. ★ Ef ég ætti að segja sem áhorf- andi í h’verju Ameríka sé frá- brugðnust Evrópu, þá myndi ég svara í ástarlífi fólksins og hjóna banúi. Ég held að ein vísa sem er landlæg og ættuð frá Manhatt- an lýsi þessu bezt: I should worry, I should care, I should marry a millionaire, He should die, I should cry, I should marry another guy. í stuttu máli þýðir þetta: Ég ætti að hafa áhyggjur, ég ætti að giftast milljónamæringi, hann ætti að deyja, ég ætti að gráta, ég ætti síðan að giftast öðrum náunga. Þessi munur stafar líklega af því, að Ameríka var til skamms tíma og er enn landnemaríki, þar sem mjög auðvelt var að lenda í skítnum og allt snerist um framkvæmdir og peninga. Ef ég væri nú staddur í kok- teilboði með þessa grein mína, gæti ég slegið því fram, að Ameríkanar þekktu ekki ást í sinni fölskvalausu mynd. Þetta sé mestmegnis bissness og hjónaband. Ameriskir karlmenn séu með óhamingjusömustu ver- um mannkynsins, sem konumar teygi á asnaeyrum inn í hjóna- bandið, togi þá og ýti upp að altarinu og píni þá til að veita jáyrði sitt. Síðan hefjist ást- laust hjónaband, þar sem einu búsáhöldin er konan notar sé kökukefli og dósaopnari. Slíkar staðhæfingar er auð- vitað ekki hægt að setja fram i alvarlegri grein eins og þess- ari um þjóðlífshætti á Manhatt- an. En eitthvað þessu líkt er það. Ef piltur á Manhattan býður stúlku einu sinni út um kvöld, er hann varla búinn að setja bí.bnn í annan gír, fyrr en orð- rómur um upprennandi hjóna- band hefur kvisast ems og lauk- lykt um allt hverfið. Og bjóði hann sömu stúlku út í annað skipti, þá má þetta heita af- ráðið. Loks er piltinum boðið til kvöldverðar hjá fjölskyldu stúlkunnar. Eftir það verður ekki snúið við út úr ógöngunum. Amerískar konur eru ekki gefnar fyrir ástir, en þær eru á stöðugum veiðum efir eigin- mönnum. Þar eiga þær í harðri baráttu og samkeppni hver við aðra, samkvæmt lögmálum fram boðs og eftirspurnar, því að þær em miklum mun fleiri en kari- mennimir. Þúsundir skrifstofustúlkna í skrifstofum Manhattan spara við sig mat og skemmtanir vetrar- langt til þess eins að safna pen- ingum fyrir sumarleyfisferð. Svo horfir litla tátan vonglöðum augum til vertíðarinnar, — bara að hún veiði þá einn góðan og gildan golþorsk. Gangi henni vel, blessaðri. Konur setja svip sinn mjög á alla félagastarfsemi í Banda- ríkjunum. Mér er nær að halda að pólitisk starfsemi lægi alger- lega niðri x landinu ef kvenna nyti ekki við og regluleg kosn- ingabarátta væri varla hugsan- leg án kvennanna, sem ganga logandi af áhuga í öll hús til að berjast fyrir einhverjum Jack eða Dick. ★ Á sunnudögum fer húsbóndinn upp á húsmæni að rækta dúfur, en húsmóðirin klæðir sig í nýju loðkápuna og hattinn sem hún fykk í gær með póstinum frá Sears eða Montgomery Ward og arkar í kirkju eða til funda- halda um fegrun mannlífsins, bræðralag Sameinuðu þjóðanna, m ' A ° S O o«©° ‘v 0 o * 0 r ° C O o 09 © ° O © ct FlíT’ Æn r-TH / 1 «• >I V oo CoO°r> 0^0 O \ \ \\ \' \ \ f 9 \ /O ■71 F n / u I •% V I' < 11 TI’ '\ >0í ni, ■íwer u fl. /iiþn -t- -1 4--i- & í»l)^ \n • *! r i • VM iTl ( I •Pi® H?'to UL Jil II *íi $ * * V' til fyrirlestra um náttúrulækn-* ingar og takmörkun barneigna. Á Manhattan er einnig starf- andi félagsskapur kvenna, er berst fyrir því að löggjöf verði sett sem banni bandarískum her mönnum að giftast útlendum stúlkum. Fundir i félagi þessu eru hálfsmánaðarloga. Vísast hafa þær þetta í gegn á endan- um, því þær eru þrautseigari en fjárinn sjálfur. Eitt höfuðvirki eiga karlmenn þó eftir sem þeir verja með oddi og egg. Það er fjármálahe.imur- inn. Auðvitað gætu konurnar tekið þetta virki með einu skó- hælaáhlaupi, — en hvernig ættu karlmennirnir að framfleyta { konunum ef þær tækju fjárráð- in af þeim? Þær hafa því fallizt á mála- miðlun. — Þið karlmennirnir megið halda fjármálunum, ef við meg '* . yða peningunum. — Snjallt, ágæt býtti, — og á bak við það býr einnig feikna slægðarlegt og dulið djúpsæi. Það er nefnilega ekkert sældar- brauð að fást við fjármálin, sem hagskýrslur og sanna. Meðal- aldur karla er 67 ár en kvenna 74 ár. Hið risastóra verzlunarfyrir- tæki Sears & Roebuck var stofn- að fyrir aldamótin af tveimur mönnum, Mr. Sears og Mr. Roe- buck. Nú bar svo til fyrir nokkru, að Sears gamlj átti ní- ræðisafmæli. Blaðamaður fór á hans fund og spurði, hverju hann þakkaði það, að hann náði svo háum aldri. Gamli maður- inn svaraði: — Ég seldi Roebuck minn hluta í fyrirtækinu. Hann græddi 20 milljón dollara á því og dó svo. Skömmu áður en hann dó hafði hann selt Rosen- wald fyrirtækið. Rosenwald græddi 300 milljónir á þvi og dó svo. Þér skuluð aðeins segja les- endunum að ég hafi lifað rólegu lífi og hafi farið minn daglega göngutúr í Central Park á ní- ræðisafmælinu. Sears & Roebuck pöntunar- fyrirtækið gefur út vörulista og siðan pantar fólk með pósti hvað sem það vantar. Stærsta maga- sínið í New York er aftur á móti Macy við Herald-torg. Tekur það yfir heila „blokk“ á 8 hæð- um. Þangað ráðlegg ég öllum að fara sem þurfa að kaupa eitt- hvað handa konunni eða krakk- anum áður en þeir snúa heim. Þar eru sæmilega góðar vörur fyrir sanngjarnt fast verð. Þar fær maður gott háls- bindi á einn dollar, en auðvitað er líka hægt að fá hálsbindi á 30 dollara uppi á Park Avenue. ★ Flestir kynnast öðrum verzl- unum fyrr en þeir komast i Macy, litlu Gyðingabúðunum, sem eru hér og hvar um borg- ina, einkum niðri á 24. stræti, nokkrar á 42. stræti og sums- staðar í nágrenni við Broad- way. Maður kemst ekki hjá því að ganga framhjá slík- um verzlunum oft á dag. Viðkvæðið hjá Gyðingunum er, — Gæsin er skotin er ein- hver nemur staðar til að líta i búðargluggann hjá þeim. Maður inn er þá „dead duck“ eins og þeir kalla það. Óðara en maður hefur numið staðar við gluggann er „puller- inn“ eða togarinn kominn yfir mann og fær mann með fjálgum og áhrifamiklum orðum „að- eins“ til að líta inn. Hann er jafnvel alúðlegri en íslenzk hús- freyja sem býður gesti til kaffi- drykkju. Oft hendir það ef menn fara í hóp saman um strætin, að einn úr hópnum hverfur eins og jörðin hafi gleypt hann. Það bregzt þá varla að hann hef ur verið ánetjaður eða kidnapp- aður af einhverri Gyðingabúð- inni. Flestar þessar búðir hafa fatnað á boðstólum. Og þegar maðurinn hefur verið dreginn í lar.d inn í búðina, þá bregzt það varla, að afgreiðslumaðurinn hefur eitthvað alveg spesíált fyrir hann, eða eitthvað sem bú- ið er að selja, er tekið frá. Þá Framhald á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.