Morgunblaðið - 28.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.12.1960, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 28. des. 1960 MORCUNPLAÐIÐ Flugslysið mikla í New York. Myndin sýnir 6. stræti í Brooklyn. Stél flugvélarinnar liggur brennandi á götunni. Slökkvi- liðið berst við eldinn í brakinu og blokkinni. íslenzk stúlka segir frá flugsl^sinu mikla í New York: „Dey ég, dey ég?“ — Hávaðinn í brunaliðinu var óskáplegur. Vælið í sí- renunum smaug gegnum merg og bein. Það hlaut eitt- hvað hræðilegt að hafa gerzt. Ég vissi auðvitað ekkert um flugslysið og heyrði engan annan hávaða. Skömmu eftir að ég heyrði í brunaliðinu, kom maður hlaupandi inn og sagði, að það hefði orðið hræðiiegt flugslys. Flugvél hefði hrapað niður í næstu götu. Við kveiktum á útvarp inu og hlustuðum á lýsingar fréttamanna á staðnum. Það voru ekki nema fáeinar mín- útur siðan slysið varð, en nöfn allra þeirra, er voru með flugvélunum, voru lesin upp. Þeir hafa sennilega gert það til þess að aðstandendur þeirra, sem voru með fiugvél- unum, biðu ekki lengur á flug vöilunum. Það voru svo marg ir, sem biðu á flugvöllunum, því mörgum flugvélum hafði seinkað, vegna dimmviðris. Síðan komu lýsingar sjónar- votta af slysinu. Þær voru hryllilegar. Ég treysti mér ekki til að hafa þær yfir. Ein kona lýsti til dæmis, hvernig einn farþega skreið á fjórum fótum út úr flugvélarflakinu og reyndi að komast upp á snjóskafl, en logarnir læstu sig í hann, unz hann bókstaf- lega brann upp til agna. Þetta var alls ekki það versta. Ég skil ekki hvernig fólk get- ur lýst svona hlutum í smæstu atriðum. Það voru auðvitað allir gripnir ein- hvers konar æði. Það hiýtur að hafa verið vegna þess. Lýs ingarnar voru svo óhugnan- legar. Ég veit að ég gleymi þeim aldrei. Þær voru stöð- ugt endurteknar. Upp aftur og aftur. Fyrir þá sem hefðu kannski misst af fyrri lýsing- um. Það væri hægt að gera menn brjálaða með svona ó- hugnanlegum endurtekning- um. Inn á milli var svo sagt frá litla drengnum, sem hafði lifað af þetta hræðilega flug- slys. Það var eins og krafta- verk. Meira en það. Það var eins og uppbót. Eina vonin. Menn héldu dauðahaldi í von ina um að hann mundi lifa. Útvarpið fylgdist nákværn- lega með líðan hans og sagði alltaf, að læknarnir teldu að hann mundi lifa. Þeir sögðu að hann hefði alltaf spurt, þegar hann kom til meðvit- undar: — Dey ég, dey ég? Það urðu allir slegnir, þegar hann dó. Það var eins og eitthvað dæi innra með þeim sem lifðu. ★ Þetta er frásögn islenzkrar stúlku, Kristrúnar Jónsdóttur, á andrúmsloftinu á sjöundu götu í Brooklyn, þegar ægi- legasta flugslys sögunnar varð yfir New York-borg 16. des. sl. Kristrún bjó í sjöttu götu, en önnur flugvélin, sem lenti í árekstrinum, féll til jarðar á sjöttu götu. Krist rún kom heim til íslands 19. des. sl. eftir um eins árs dvöl í Bandaríkjunum. ★ Þetta er ekkj mjög fjöl- menn gata. Það hefði orðið enn verra, ef hún hefði lent í verzlunargötu, þar sem fólk var að kaupa til jólanna. Mörg hús stóðu í Ijósum log- um fram eftir degi og brunnu til ösku. Ég veit ekki hvað margir dóu, sem voru á jörðu niðri. Þegar talan var komin upp í 137, hætti ég að fylgj- ast með. Ég varð að gera það. Mynda mér einhvers konar varnarmúr. Lýsingarnar í út varpinu fóru verst með mann. Ég heyrði um tvo STAKSTEIHAR menn, sem voru að moka snjó á götunni. Þeir dóu strax. — Þetta var fyrsti snjórinn. Það fór að snjóa á mánudag, og umferðin var rétt að komast í samt lag, þegar slysið varð. Það var um hálfellefu, sem slysið varð. Ég fór ekki út. fyrr en klukkan tólf. — Það var ekki hægt að komast alveg að slysstaðnum, því að hann hafði verið girtur af, og margar götur lokaðar. Ég sá samt flakið og brunnin hús og bíla. Það var ekkert eftir nema nakið járnið. Veðrið var drungalegt, og það var angistarsvipur á hverju and- liti. Menn töluðu ekki um annað en slysið. Allt annað hvarf í skuggann. — Menn gengu og töluðu eins og í leiðslu, eftir æsinguna, sem fyrst greip alla. Það verður ekki alls staðar jólagleði, sögðu men* hver við annan. Hver hafði sina sögu að segja í sambandi við slysið. Þetta virtist endalaust. Seinna um kvöldið fór ég aftur út. Það voru ekki margir á ferli. — Kennedy hafði sagt í útvarp- inu fyrr um daginn, að fólk hjálpaði bezt með því að hóp- ast ekki að slysstaðnum. — Fólk tók það áreiðanlega mikið til greina. Það var ver- ið að vinna með kranabílum á slysstaðnum. Þrátt fyrir vélahljóðið var einkennilega hljótt yfir öllu. Þetta var bú- ið, en mundi fylgja aðstand- endum hinna látnu eftir í líf- inu. — * 0 0 0 00 0 # + + 0 0 00000* 0 0 0000000 0 0 00 0 0 0 0 0 0 0\ \_0 0 0 0 000 0000000 — Ljóslaus jól Framh. af bls. 1 þólska verkalýðssambandsins um það hvort það skyldi taka þátt í verkfallinu. Ef það hefði ver- ið samþykkt, má telja víst, að stjórnin hefði fallið. En um miðjan dag var tilkynnt að það tæki ekki þátt í verkföllunum. Samgöngur stöðvast Verkföllin hafa valdið miklum truflunum bæði í samgöngum og almennt í at- ▼innulífinu. Vinna liggur t.d. mlgerlega niðri í kolanámun- um í Charleroi, Mons og La Louvriere. —. Járnbrautasam- göngur hafa mikið til stöðv- mzt í suðurhluta Iandsins. — Víða hefur komið til smá- ▼egis átaka, þar sem her- menn hafa tekið við stjórn samgöngutækja. —. Verkfalls- ▼erðir hafa komið í veg fyr- ir að erl. járnbrautarlestir fái að fara gegnum landið. T. d. réðust verkfallsverðir inn í þýzka eimreið í nágrenni Liege og köstuðu logandi kol- unum út úr kyndingarhólf- inu. — í Briissel hafa verkfalls- menn stöðvað ferðir spor- vagna og rafmagnsstrætis- vagna með því að klifra upp á þá og taka raftengslin úr sambandi eða slíta niður raf- linur. Þeir hafa og girt fyr- ir aðra umferð um aðalgöt- urnar með þvi að fylkja sér á strætunum. Ljóslaust á jólum Stórir hlutar Belgíu voru raf- magnslausir á jólunum, vegna þess að starfsmenn við gufu- orkuver gerðu verkfall. Þá hef- ur það og valdið margvíslegum erfiðleikum í borgunum, að ýmsir þjónustumenn hafa lagt niður vinnu. Sorphreinsunar- nienn hafa ekki unnið síðan á Þorláksmessu og er hreinlætis- ástand t. d. í Briissel mjög slæmt. Póstburðarmenn í mörg- um borganna báru ekki út jóla- póstinn og þar sem prentarar tóku þátt í verkfallinu hefur útkoma margra dagblaða stöðvazt. En á öllum þessum sviðum vantar skipulagningu í verkföllin, þann ig að í sumum héruðum hefur verkfallanna gætt lítið. Það er haft eftir forustumönn um kaþólska flokksins, að verk fall þetta sé orðið belgísku þjóðinni mjög kostnaðarsamt, vel geti verið að það hafi í för n.eð sér ekki minna tjón en sjálf Kongó-deilan. Vilja hengja Eyskens í dag voru hópfundir og kröfugöngur í mörgum borgum Belgíu. Um 7000 jafnaðarmenn höfðu safnazt saman í miðbiki Brussel. Þeir héldu fyrst mót- mælafund, þar sem þeir mót- mæltu því að belgiskur almenn- ingur yrði látinn bera tjónið af Kongó-deilunni. Vildu þeir heldur að tjónið yrði látið falla á fjármálamennina. Þá báru þeir spjöld þar sem þeir kröfð- ust þess, að Eyskens forsætis- ráðherra yrði hengdur. Eftir fundinn dreifði mannfjöldinn sér um miðbæinn í þeim til- gangi að stöðva alla umferð um göturnar. Seinast þegar til var vitað var verið að safna liði hjálmklæddra lögreglumanna á strætunum, sem var ætlað það hlutverk að dreifa verkfalls. mönnum með brunaslöngum og kylfum ef á þyrfti að halda. — Áður en til þess kæmi hafði einn af foringjum jafnaðar- manna þó hvatt þá til að snúa heim, — en þið komið aftur á morgun, bætti hann við. í Liege fóru um 400 verkfalls menn kröfugöngu til ráðhúss- ins. Þeir veltu að minnsta kosti einni bifreið, sem reyndi að komast gegnum fylkinguna. Ein undantr kning Á aðfangadag birtu Reykj»- víkurblöðin forystugreinar um jólaháfiðina eins og vera ber. Þar var látin í ljós vonin una frið á jörðu, vinsamleg sam- skipti mannanna, að þeim tæk- ist að hagnýta gæði heimsins i þágu mannúðar og vísinda o. s. frv. Á þessu varð þó ein undan- tekning. Málgagn heimskomm- únismans, Þjóðviljinn, notaði þennan mesta hátíðisdag krist- ins samfélags til persónulegra árása og til þess að reyna að ala á mannhatri og mann- vonzku, enda hafði blaðið áður undirbúið jólahátíðina með ó- menguðu guðlasti. Þessa afstöðu islenzkra manna til jólahátiðarinnar og friðar- boðskaps hennar ber vissulega mjög að harma. Eitt rekur sig á annars horn f Þjóðviljanum 9. þ. m. var rætt um forystugrein í Morgun- blaðinu frá deginum áður og sagði þar að Morgunblaðið hefði túlkað stefnu rikisstjórnariimar m. a. á þessa leið: „Þess vegna sé það stefna nú- verandi ríkisstjórnar og styrkur hennar að skipta sér ekki af neinu, heldur lá.ta „hagsmuna- samtökin“ Ieysa vandkvæði sín sjálf; það sé stefna „frelsisins". Annar eins hroki hefur vart sézt áður i stjórnmálaumræðum hér á Iandi“. Síðastliðinn föstudag ræðir Þjóðviljinn enn um afstöðu Morgunblaðsins til kjaramála og nú er komið annað hljóð í strokkinn, því að í ritstjórnar- greininni segir: „En til þess að ná þessu marki, segir blaðið (Morgun- blaðið) að verkalýðssamtökin yrðu að taka upp samráð við ríkisstjórnina sýna lipurð og sveigjanleik í samningum. Ríkis stjórnin vildi tryggja „kjara- bætur án verkfalla“, en ef verkalýðssamtökin sinntu ekki framréttri hendi hennrar, sann- aðist að þau vildu aðeins „verk- föll án kjarabóta“,“ Þannig rekur sig eitt á annars horn í skrifum þessa blaðs um kjaramálin og er það ekki að furða, enda hefur það í því efiri enga stefnu aðra en þá að koma á. pólitískum verkföllum. Stefna Morgunblaðsins Morgunblaðið hefur margsinn- is túlkað stefnu sína í launamál- unum, og hér skal þess aðeins getið, að blaðið leggur á það ríka áherzlu, að samtök Iaunþega og vinnuveitenda vindi bráðan bug að því að bæta launakjör með samstarfsirefndum launþega og vinnuveitenda, með meiri vinnu- hagræðingu, ákvæðisvinnufyrir- komulagi o.s.frv. Jafnframt hef- ur blaðið margundirstrikað að ríkisvaldið geti ekki verið samn ingsaðili í vinnudeilum. Ríkis- stjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni ekki velta nýjium kaup hækkunum aftur yfir á almenn- ing í hækkuðu vöruverði. Þar af leiðir augljóslega, að launahækk- anir er einungis hægt að taka úr vasa atvinnurekenda og þá því aðeins, að þeir hagnizt nægilega til að standa undir kauphækk- unum. Það er því og verður mál þessara stétta að leysa launamál- in, en sameiginlegan hag hafa þær af því að fara þær Ieiðir, sem Morgunblaðið hefur bent á, og vissulega ber sá aðilinn þunga ábyrgð, sem þrjóskast við að hrinda þeim úrbótum i fram- kvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.