Morgunblaðið - 28.12.1960, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 28. des. 1960
MORCihtnr irtiÐ
13
Kirkjur
voru þétt
setnar
KIRKJUSÓKN var mjög
almenn í Reykjavík yfir
jólin. Svo virðist sem öll
guðshús bæjarins hafi ver-
ið þéttskipuð og margir
orðið frá að hverfa á að-
fangadagskvöld.
★
„Einn maður sagði m,ér, að
hann hefði farið til sinnar
kirkju stundarfjórðungi fyrir
kl 6 á aðfangadagskvöld, en
orðið frá að hverfa sökum
þrengsla", sagði biskupinn,
Sigurbjörn Einarsson, í við-
tali við Mbl. í gær. „Og eftir
því sem ég hef haft fregnir af
hefur kirkjusókn yfirleitt ver-
ið mjög mikil. Sjálfur var ég
í Dómkirkjunni og hún var
þéttsetin“.
Dómkirkjan var þéttsetin
og menn urðu
frá að hverfa
„Þetta sýnir einfaldlega, að
jólahátíðin á mjög sterk ítök
í almenningi“.
„Annars hefur það verið þró
unin á undanförnum árum, að
kirkjusókn er langmest yfir
tvær hátíðir: Jólin og pásk-
ana“, sagði biskup. „Og ég
held jafnvel, að páskarnir hafi
sótt á hvað þetta snertir. Guðs
þjónustur kl. 8 að morgni
páskadags hafa t.d. verið fjöl-
sóttar — og eru Reykvíking-
ar þó ekki frægir fyrir að
vera snemma á fótum á hátíð-
isdögum“, sagði biskupinn að
lokum.
★
Miðnæturmessu kaþólskra í
Kristskirkju að Landakoti
sóttu mörg hundruð manns,
miklu fleiri en kirkjan rúm-
aði. Stóð mikill mannfjöldi
framan við kirkjiuna og um
skeið náði hópurinn langleið-
ina niður að garðshliðnu.
Kirkjudyrnar voru opnar með
an á messunni stóð og hiýddu
margir utan dyra.
★
„Aukastólar voru settir í
kirkjuna, en það hjálpaði lít-
ið. Mikill fjöldi manna stóð
inni, sennilega fleiri en sátu.
Fólkið þrengdi sér allt inn að
stólnum", sagði Jóhannes
Gunnarsson, Hólabiskup. „Það
var leiðinlegt, að jafnmargir
urðu frá að hverfa og raun
ber vitni. Kirkjan okkar hef-
ur alltaf verið þéttskipuð við
miðnæturmessuna á aðfanga-
dagskvöld, en aðsóknin hefur
aldrei verið sem nú. Fólk
reyndi jafnvel að komast inn
í kirkjuna í gegn um skrúð-
húsið“.
★
„Eg geri ráð fyrir að um 300
manns hafi setið, þegar allt er
talið. Eina ráðið til úrbóta er
að reisa aðra kirkju í hinum
hluta bæjarins. Þessi kirkja
er í rauninni ekkert of stór
fyrir okkar söfnuð. Hann hef-
ur vaxið mikið á undanförn-
um árum og á eftir að vaxa
meira. Á sunnudögum höfum
við fjórar messur. Það má
segja, að kirkjan okkar sé þá
margsetin".
„En áður en við reisum nýja
kirkjum verðum við að koma
okkur upp nýju prestshúsi.
Þetta, sem við erum nú í, er
orðið mjög gamalt, elzti hluti
þess 150 ára. Það mál er nú
í undirbúningi og svo vona ég
að við getum farið að hugsa
alvarlega um byggingu ann-
arrar kaþólskrar kirkju í
Reykjavík“.
Meiri fjöldi' sótti nú miðnæturmessu kaþólskra en nokkru sinni fyrr. Þessi mynd var tekin
inni í kirkjunni af „jötunni“. — Þarna er Jesúbarnið, María og Jósef og tveir fjárhirðar.
Vorður
Óðinn
•— Heimdallur
Hvot
SPILASiVÖLD
halda Sjálfstæðisféldgin i Reykjavik miðvikudaginn 4. januar
kl. 8,30 eh. í Sjáffsiæðishúsinu og Lídó
— SKEMMTIATRIÐI -
Sjálfsfæðishúsið:
1. Félagsvist
2. Ávarp: Bjarni Benediktsson, ráðherra.
3. Spilaverðlaun afhent.
4. Dregið í happdrættinu.
5. Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari
6. D A N S
Lído:
1. Félagsvist
2. Ávarp: Jóhann Hafstein, alþingismaður.
3. Spilaverðlaun afhent.
4. Dregið í happdrættinu.
5. Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari
6. D A N S
Sætamiðar afhentir í SJálfstæðishúsinu
á morgun, fimmtudag frá kl. I
Skemmtinefndiii
\