Morgunblaðið - 28.12.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1960, Blaðsíða 16
16 MOnrrwnfáfílfí Miðvikudagur 28. des. 1960 45 Sjálfsævisaga Díohu Barrymorc ær6í letur af (jerold Trank sem það líkar betur eða verr, þá hafði ég, allt frá því ég hætti að vera krakki, verið hrifin af fallegum karlmönnum. Eg svar aði samstundis augnatillitum þeirra, uppástungum þeirra og loforðum. Eg var að vísu gift, en mig langaði samt að gefa karl mönnum auga. Eg gat ekki að því gert Það var eins og h.ver annar hluti af spenningnum við það að vera til. Að nokkru stafaði þetta líka af stefnunni, sem listaferill minn var farinn að taka. í Hollywood er manni aldrei sagt, hvenær maður sé kominn á niðurleið, en hinsvegar eru ýms sólarmerki, sem vert er að taka eftir. Því komst ég að þegar ég var að byrja í fjórðu myndinni minni, IJtskúfuð eiginkona, með Louise Albritton og Walter Abel. Fram að þessu hafði ég haft minn sérstaklega kofa inni á athafnasvæðinu hjá Universal, svipaðan þeim, sem Brian hafði — þar var allt, sem íbúð tilheyr ir, svefnherbergi, eldhús og bún ingsherbergi. Minn kofi var stór kostlega skrautlegur. Fyrsta morguninn, sem ég gekk gegn um hliðið hjá Universal, stöðvaði dyravörðurinn mig. — Þér eruð á rangri leið, ungfrú Barrymore. Þér hafið númer 12. — Númer tólf? át ég eftir. Svo þrammaði ég til að finna númer tólf. Hann reyndist vera eitt herbergi. Eg var með öðrum orð um komin á niðurleið, enda þótt kaupið mitt væri tvö þúsund dal ir á viku. Eg fékk betri sönnun fyrir þessu síðar um daginn, er ég komst að því, að Gwen, sem hafði verið sérstök hárgreiðslu kona mín og hafði áður verið hjá Mae West, og gætt mér á sögum um hana, var ekki leng Ur í minni þjónustu. Hvorki hún né nein önnur, ef satt skal segja. Eg varð að bjargast við stúlk- una, sem gekk á milli og hjálpaði til eftir þörfum. Eg reyndi að átta mig á því, *em var að gerast. Dómarnir um „Arnarsveitina“ komu mér ekk ert á óvart, ef satt skal segja. Variety sagði, að ég hefði greini lega hæfileika. Life sagði, að ég sýndi talsverða leikkunnáttu. Times (og ég sá í anda alla kunn ingja mína í Storkklúbbnum vera að lesa það) afgreiddi mig með einni setningu. „ . . . og Diana Barrymore, sem vinstú.kan, er algjörlega ómöguleg og geysi- lega ti'.gerðarleg í þokkabót". Nú jæja, hugsaði ég, döpur í huga, — þetta vissi ég strax þegar ég sá tilraunasýninguna. Þar sem ég sýndi hvorki kynþokka né feg urð á hvíta tjaldinu, þá varð ég að fá eitthvert hlutverk, þar sem ég gat leikið. Þessvegna gerði ég mér svo miklar vonir um næstu myndina. Eg hafði lagt mig mjög fram í þeirri mynd. Hvern morgun hafði ég þotið niður í kvikmynda verið, og breyttist þar á skammri stundu í tólf ára stelpu með fiéttur og íklædd matrósublússu og stuttu pilsi. Aðkomugestir göptu þegar þeir sáu mig ganga upp í upptökusalnum og svæla vindling. Eg lærði á hjólaskauta vegna nokkurra óláta-atriða, sem ég hafði með Bob Cummings. í einu atriðinu tímdi hann ekki að lemja mig eins fast og fyrir var mælt i handtritinu, en þegar hann var að reyna í sjöunda skipt ið, sparkaði ég í fótlegginn á honum — vel fast. Þá sló hann mig svo að um munaði. Það var fjandi sárt, en Koester leikstjóri ljómaði af gleði. Svo sat ég í þrjá tíma meðan Perc West- more galdraði mig í Viktoríu drottningu. Eg svitnaði í brynju Jeanne d’Arc. Allid léku vel á móti mér — Bob, Kay Francis, John Boles. Koester var stórkostlegur. Hann lét meira að segja leiksviðsþjón anna klappa fyrir mér, svo að :.aér gæti fundizt ég vera í leik húsi. Eg hafði sem sagt enga af sökun og sjálfri fannst mér ég standa mig vel. Mamma hringdi til mín frá New York. — Þú stóðst þig vel, kisa mín, áhorf- endurnir í Capitol voru frá sér numdir. Mamma hafði aldrei ver ið slakur leikdómari. Við til- raunasýninguna í Hoilywood gátu áhorfendurnir varla setið kyrrir í sætunum, og Universal eyddi miklum fjárfúlgum í að auglýsa mig, sem eftirtektarverð asta kvikmyndanýliðann árið 1942. En dómarnir voru af ýmsu tagi, og gerðu mig ringlaða. Einn dómarinn í San Franuisco sagðist ekki skyldi verða hissa þó að Diana Barrymore yrði fremst sinnar ættar. Eg fleygði blaðinu frá mér. Ceu sagði. „Ung frú Barrymore sýnir hér í fyrsta sinn merki um framúrskarandi leikgáfu", en Times, fúll eins og endranær, sló mig aftur flata: „Ef hún hefur leikgáfu, þá ætti hún ekki að vera að drekkja henni í svona uppskrúfaðri frekju og sýningargirnh'. Var ég góð í kvikmyndum? Eg vissi það svei mér ekki. Tim Wheelen, leikstjórinn minn í „Martröð", auglýsti mig sem komandi Bette Davis, og sagði, að meládrama væri mín sterk asta hlið. En Martröð varð bara engin tekjulind. Walter varð þög ull og í vandræðum með sjálfan sig. Dómgreind hans hafði skeik að. Myndirnar mínar gáfu ekki nóg í aðra hönd. Eg hírðist í nr. 12 þennan morgun og komst að þeirri niðurstöðu, að ég hefði verið aflöguð af leikstjcrunum. Og svo kom þessi stelpumynd til að fylla mælinn. Þeir hefðu ekki átt að setja mig í þetta hlut verk, hversu mikið sem mig lang aði í það, og hversu góðar sem tilraunaupptökurnar voru. Eg var ekki þroskuð fyrir svona heimtufrekt hlutverk. Jafnvel þaulvön leikkona hefði hugsað sig um tvisvar. Eg hafði sett von mína á úr klippingarnar, en kvikniyndaver ið á Barrymorenafnið. Og báð- um hafði skjátlazt, það vai sýni legt. Þeir hefðu átt að bíða eftir einhverju, sem hæfði mér og lofa mér að þroskast smátt og smátt. Þeir hefðu átt að stjórna — en ekki ég. Eg gekk út úr nr. 12 og fór til vinnúnnar í döpru skapi. Þegar lokið var við Útskúfaða eiginkonu, var mér sagt fcjá Uni versal, að mér væri ætlað hlut- verk i Sherlock Holmes-mynd. Eg sprakk samstundis í loft upp. Slíkar myndir voíu ekki notaðgr til annars en uppfylling ar, og ég ætlaði ekki að selja Barrymorenafnið ódýrt. Gæti ég hugsað mér að vera í Abbott og Costello-mynd? — Nei, svei þvi alla daga! Eg stikaði út, steig upp í Pack ardinn minn og ók heim. Næsta dag var mér tilkynnt, að mér væri sagt upp um stundarsakir — kauplaust! — Gott og vel, sagði ég. — Rekið þið mig bara! Sama er mér. Eg átti nóga peninga. Lof um þeim að koma með almenni lega mynd. Kannske hafði ég ekki vit á því; hvaða myndir hæfðu mér, en hitt vissi ég upp á hár, hverjar hæfðu mér ekki. Meðan uppsagnartími minn stóð yfir, vorum við Bram boðin til Jack Warners. Yið Anr> Warner vorum orðnar mestu vin konur, og við Bram vorum boð in þangað til kvöldverðar næst um þrisvar í viku. Samkvæmin hjá Ann, þar sem oftast voru sýndar einhverjar nýjar Warn- er-myndir, voru fjörug. Eg drakk, en þó ekki meira en hin ir. Eg ók líka um borgina og fór í búðir. Einu sinni sá ég Lionel frænda akandi samsíða mér á næstu braut. Eg veifaði til hans að stanza og svo lögðum við bæði bílunum okkar. Eg gekk til hans bíl og við skröfuðum ein h/erja markleysu stundarkorn; hvernig liði ’.ionum og hvernig liði okkur Bram, og hvað væri ég að gera? Eg nefndi ekki á nafn óstandið á mér hjá Univer sal. Svo kvaddi ég hann með kossi og hann ók leiðar sinnar. Eg sat kyrr í bílnum og horfði á eftir honum. Eg vildi að hann vildi bjóða mér að heimsækja sig, hugsaði ég. Það sem eftir var uppsagnar tímans sátum við Bram um kyrrt í kofa, sem við höfðum leigt okkur úti í Coldwater Canyon, þar sem við máluðum saman í Ijósrauðri og kremgulri vinnu- stofu, og ráðguðumst um það, hvort ekki myndi bezt að snúa aftur til New York og leikhús- anna á Broadway. Eg var von- sviknari yfir kvikmyndaferli mínum en ég vildi láta uppi við nokkurn mann — jafnvel Bram. Eftir svo glæsilega byrjun — átti ég að enda sem einhver auka persóna í Abbott og Costello- skrípamýnd? Nú var útlegðin min á enda. Walter hafði stórglæsilegt hlut- verk handa mér. Eg átti að leika brezka hefðarmey í Hug- rakkar Konur, ásamt Lorettu Young. Og mitt hlutverk var meira að segja víðtækara én hennar! Eg hresstist stórlega í huga við þetta. Eg gekk frá málaradót inu mínu, og flýtti mér í Uni- versal, fékk Yeru til að teikna búningana mína og sendi glaðleg bréf til mömmu. En svo færði Walter mér sorgarfregnina, tíu dögum seinna. — Eg tek nærri r ér að segja þér það, Diana, en þú verður ekki í þessu hlut- verki. Við höfum fengið Gerald ine Fitzgersld í það; hún virðist draga áhorfendur betur, rétt eins og er. Eg varð svo móðguð, að mér varð næstum orðfall. En ég yrði samt í myndinni, íullviss- aði Walter mig um. En átti að leika þar eitthvert stelpugægsni, sem kom allsstaðar fram til bölv unar. Það var nú alveg sama, hvernig hann lýsti hlutverkinu — ég vissi betur. Þetta var algert aukahlutverk. Walter þótti þetta afskaplega leitt, en gat ekkerV við því gert. Hann gat ekki leng ur tekið áhættuna af mér. Eg gekk út úr skrifstofunni hans, stolt og bar höfuðið hátt — enda var það nauðsyniegt til þess að fara ekki að gráta. Við Veru sem hafði fylgzt með þess um skjóta framaferii mínum frá því næstum áður en hann hófst, sagði ég: — Eg er líklega búin að vera hér! Vera andmælti því ekki, en sagði bara. — Hvað ætlastu fyr ir? — O, ég ætla bara að bera mig eins og ekkert hafi í skorizt. Eg hafði ákveðið mig. — Eg get átt eftir að koma aftur. Annað eins hefur nú skeð. í desember 1943 létum við Bram eins og við ætluðum í jóla heimsókn til New York, en raun verulega læddumst við burt úr — Farðu Úlfur, náðu í King litla . . . Komdu með hann . . Pabbi hans er kominn heim! Hollywood. Eg var búin að vera þar næstum tvö ár, og hafði leik ið í fimm myndum. Eg var orð in „fyrrverandi" og enn ekki tuttugu og þriggja ára. Þótt ótrúlegt sé frásagnar, var tekið á móti mér í New York eins og einhverjum sigurvegara! Já, auglýsingar voru dásamleg ar, ekki vantaði það! Það var spennandi að rekast aftur á sjálfa sig í höfðingja-slúðurdálk um blaðanna: „Það sem frú Bramwell Fletoher hefur að segja af Hollywood myndi bræða símaþræðina". Og svo að fá hand rit frá umboðsmönnum og halda ajlltvarpiö Miðvikudagur 28. desember 8.00—íO.Oo Morgunuivarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleíkar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. 16.00 Fréttir og veðurfr.) 18.00 ,,Jólabréfið“, frásaga eftir G. Lenótre. Guðrún Sveinsdóttir þýðir og les. 18.25 Veðurfregnir. 18.40 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikritið: „Anna Kar- enina" eftir Leo Tolstoj og Oldri eld Box; IX. kafli. Þýðandi Ás- laug Arnadóttir. Leikstj.: Lárua Pálsson. Leikendur: Kristín Anna Þórarinsdóttir, Jón Sigur- björnsson, Jón Aðils, Sigríður Hagalín, Róbert Arnfinnsson, Helga Valtýsdóttir, Erlingur Gíslason, Jóhann Pálsson, Helgi Skúlason, Inga Þórðardóttir og Rúrik Haraldsson. 20.35 Kammertónleikar: Kvartett í F- dúr op. 44 eftir Carl Nielsen. „Den nye danske kvartet“ leik- ur. 21.00 „Á ferð og flugi“. Samfelld dag- skrá úr Ameríkuför Karlakóra Revkjavíkur. Karl Sveinsson, Gísli Guðmundsson, Kristinn Hallsson og fleiri taka saman. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 ,,Rétt við háa hóla“: Ur ævi- sögu Jónasar Jónssonar bónda Hrauni i Oxnadal .eftir Guðm. L. Friðfinnsson; IX. (Höfundur les). 22.30 „Örfeus 1 undirheimum" — óper etta eftir Offenbach. Einsöngv- arar, kór og hljómsveit Sadler Wells-leikhússins flytja. Alex- ander Faris stjórnar. — Jón Kjartansson flytur skýringar. 23.30 Dagskrárlok. Fimmtudagur 29. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp ‘(Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- Ieikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. 12 00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „A frívaktinni“. sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 13.30 verður felldur inn þátturinn „Um fiskinn“. Stefán Jónsson gefur sig meira að gamni en alvöru. 14.40 „Við sem heima sitjum“ (Svava Jakobsdóttir B.A.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Lög leikin á ýmis hljóðfæri. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Bach-tónleikar. Haukur Guð- laugsson leikur á orgel verk eft- ir Bach. a) Tokkata og fúga í d-moll. b) Prelúdía og þreföld fúga 1 Es-dúr. 20.30 Kvöldvaka gamla fólksins. Frásöguþættir og lög eftir Bjarna Þorsteinsson og Sigfús Einars- son. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Gömul danslög erlend og innlend 23.05 Dagskrárlok. 12000 vinningar á dri 50 krónur miðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.