Morgunblaðið - 28.12.1960, Blaðsíða 8
8
MORcrnvnrAfíiÐ
Miðvikudagur 28. des. 1960
Jólin úti á landi
Misjafnt jólaveður, góð
kirkjusókn — fjöldi
barna skirður
JÓLAVEÐRIÐ var talsvert misjafnt á hinum ýmsu stöð-
um á landinu, hvít jól og gott veður fyrir sunnan, bleytu-
hríð víða á Vestfjörðum og fyrir norðan og hríðarbylur
víða á Austfjörðum. Nokkrir fréttaritarar blaðsins úti á
iandi símuðu fregnir af jólunum í sínum byggðarlögum,
en símasambandslaust var við Norðausturlandið í gær,
eins og skýrt er frá á Öðrum stað í blaðinu.
A Akureyri
AKUREYRI, 27. des. — Á að-
fangadagskvöld var fallegt veð-
ur hér, frosinn snjór yfir öllu.
En á jóladag fór að þykkna í
lofti og þá hlýnaði nokkuð og
um kvöldið var komin nokkur
snjókoma og slydda, sem síðan
hefur haldizt. Mikil mergð skipa
liggur nú í Akureyrarhöfn, sum
vegna jólahátiðarinnar, önnur
vegna veðurs. Slökkvilið Akur-
eyrar var aldrei kvatt út um
jólin og munu þess fá dæmi.
Messað var í Akureyrarkirkju
kl. 6 á aðfangadagskvöld og var
svo mikil kirkjusókn að fólk
varð frá að hverfa. Munu um
600 manns hafa verið í kirkj-
unni. Einnig var messað á jóla-
dag og annan í jólum og var
kirkjan yfirfull í bæði skiptin.
Sama er að segja um Lögmanns-
hlíðarkirkju, en þar var messað
á jóladag. Kl. 12 á aðfangadags-
kvöld var lágmessa í kapellunni
og var þar einnig fjölmenni.
Um hátíðarnar voru gefin
saman á annan tug hjóna hér á
Akureyri og skírð yfir 30 börn,
þar af í einu í Akureyrarkirkju
5 börn skipverja á togaranum
Hvalbak. Einnig voru skírðir
einir þríburar, einu þríburarnir
sem hér hafa fæðzt um langt
árabil — St. E. Sig.
Á Ströndum
Hér var leiðinleg veðrátta um
jólin, norðarnátt og bleytu-
slydda. Ekki var nein jólamessa,
því hér er prestslausv. Prófast-
urinn er á Hólmavík, en hauga-
sjór var um jólin og því ekki
fært hingað.
Ungmennafélagið ætlar að
halda jólafagnað milli jóla og
nýjárs. Ætlar Stígur Herlufssen
skákmaður úr Hafnarfirði, sem
er nýfluttur í byggðarlagið, að
tefla hraó'skák og er mikill
áhugi hjá unga fólkinu á því, en
skólafólk héðan komst allt heim
fyrir jólin. Skákmaðurinn er
lagður af stað heiman frá
Dröngum. Ekki er hægt að fara
sjóveg fyrir veðri og lagði hann
af stað fótgangandi ásamt konu
sinni í morgun og var væntan-
legur í Ófeigsfjörð síðdegis í
dag. Þá á hann eftir 6—8 tíma
ferð í Trékyllisvík. — Regína.
Á fsafirði
Hér var kalsaveður og snjó-
koma um jólin. Ekki er fært
neitt nema í bænum-. Messað var
hér um jólin að venju og dans-
leikur i gær. Og í dag ætla
verkalýðsfélögin að hafa jóla-
trésskemmtun fyrir börnin.
— Guðjón.
Á Norðfirði
Um jólin var mjög leiðinlegt
veður hér. Á aðfangadag gerði ■
snjóbil og á jóladag var komin ■
slydda. Varð af því svo mikil i
ófærð að bílar komust ekki um. j
Kirkjusókn var dræm vegna ó-.
færðarinnar og jóladansleiknum
á annan jóladag varð að fresta j
vegna veðurs. Óvenjumikið er i
að þessu sinni um jólaskreyting-
ar utan á húsum hér í kaup-
staðnum. — S. L.
Á Hornafirði
Veðrið var ágætt hér vm jól-
in, svolítil snjókoma á aðfanga-
dagskvöld, svo þetta gátu talizt
hvít jól. Á aðfangadagskvöld
var aftansöngur á Höfn, á jóla-
dag messað í Bjarnaneskirkju
og í Stafafellskirkju á annan
jóladag. Var fjölmenni í kirkju
og börn skírð.
Bærinn er vel skreyttur með
ljósum. Annars hafa verið hér
jólaboð, eins og gengur, og dans
leikur og kvikmyndasýning á
annan. — G. S.
í Gnúpverjahreppnum
Hér var dálítið hvasst og kalt
um jólin og snjór yfir öllu. Á
jóladag var siæmt veður og
skafrenningur, svo að messufall
varð á Stóra-Núpi. Annars hafa
engar samgöngutruflanir orðið.
Fólk fer í heimsóknir eins og
venjan er um jólin, en engin
jólaskemmtun hefur verið enn.
— S. G.
Á Egilsstöðum
— Hér hefur verið leiðinda-
veður öll jólin, norð-austan
slydda og bleytuhríð, meira að
segja svo að raflínur biluðu hér
í grenndinni í gær. Fólk hefur
haldið sig heima og látið sér líða
vel. Fjallvegir eru hálftepptir. t.
d. ekki hægt að fara Fagradal
nema á snjóbílum. Annars er
mjög jólalegt hér, uppljómað
jólatré og margir hafa sett ljós
í trén fyrir utan húsin sín.
— A. B.
Á Akranesi
— Á aðfangadag og jóladag var
hér frost og svolítið gjóstur, en
á annan frostlaust og logn. —
Kirkjusókn var hér framúrskar-
andi góð um jólin. Sóknarprest-
urinn messaði á aðfangadags-
kvöld og jóladag og þá var einn-
ig skírnarmessa, skírð 16 börn.
Dansleikur var haldinn á hótel
Akranesi á annan jóladag. Ágerð
ist ölvun er á dansleikinn leið,
brotin voru tvö klósett og tvær
rúður og var einn maður fluttur
í fangahúsið ofan við Stekkja-
horn. — Oddur.
Á Stykkishólmi
— Hér var hyasst á norðan og
þíða um jólin. Á aðfangadag var
messað kl 6 og kaþólsk messa kL
12 á miðnætti. Hér voru róleg
jól, — vegir færir víða nema
Fróðárheiði, en bíll komst í morg
un frá Grafarnesi en færðin er
mjög erfið. Skógarstrandarvegur
er mjög þungfær. — FréttaritarL
í Keflavík
— Hér voru ákaflega róleg jól,
ekkert kom fyrir yfir hátíðina.
Bærinn var prýddur sínum upp-
lýstu jólatrjám og símaturninn
var einnig ljósum skrýddur. —-
Messað var að venju og kirkjan
yfirfull á aðfangadagskvöld og
jóladag. — Helgi.
ÞESSI Egypti sem sést hér á
myndinni vera að renna sér
á sleða, er 53 ára gamall —
en hafði aldrei á ævi sinni
augum litið snjó fyrr en hann
kom til Danmerkur um miðj-
an desember sl. Og hann varð
„ástfanginn“ af snjónum — og
af Danmörku. Þessi virðulegi
Egypti hló og skríkti eins og
barn, þegar hann fékk í fyrsta
skipti tækifæri til að renna
W*
LATIÐ
EKKI
ÁRIÐ
LÍÐA
ÁN ÞESS
AÐ LESA
BLAÐ
ÍÁLKWS
Eiris og barn
sér á sleða. Og þeim, sem á
horfðu, þótti þetta líka mjög
skemmtileg og sérkennileg
sjón — enda er það ekki á
hverjum degi, sem Arabi í
fullum skrúða sést renna sér
á sleða, í flaksandi skikkju og
með gljáandi silkitúrban á
höfði.
★
Egyptinn heitir Shaffy el
Gabri og á heima í litlum bæ
í grennd við hina frægu pýra-
mida. Hann er ,.dragoman“,
það er að segja hann skipu-
leggur ferðir fyrir erlenda
ferðamenn til pýramídanna,
til grafar Tut Ankh Amons,
fornaldarborgarinnar Memfis
o. s. frv. — Frá árinu 1945
hefir Sh-affy el Gabri verið
í þjónustu SAS-flugfélagsins,
og í þakklætisskyni fyrir veí
unnin störf bauð félagið hon-
um nú í ferðalag um Skand-
inavíu og Danmörku. Hann
kom fyrst til Danmerkur, um
miðjan desember — og varð
stórhrifinn af landinu og öllu
því, sem danskt er, eins og
fyrr segir.
★
— Þetta er yndislegasta
land, sem ég hefi séð, sagði
hann við blaðamenn. Og fólk-
ið er svo vingjarnlegt og
kurteislegt í framkomu. Megi
Allah blessa Danmörku, kon-
unginn, dönsku þjóðina og
fána hennar í þúsundir og aft-
ur þúsundir milljóna ára,
sagði Shaffy el Gabri og lyfti
hægt og virðulega gimstein-
um prýddum höhdum sínum.
★
Eftir nokkurra daga dvöl í'
Danmörku, hélt svo Egyptinn
áfram ferðinni til skandina-
visku landanna — og þar geðj
aðist honum ekki síður vistin,
hvað helzt vegna þess, að þar
var enn meiri snjór en í Dan-
mörku — og sleðabrekkurnar
miklu hærri og brattari. —
Um jólin hélt hann svo aftur
til Danmerkur, og naut þess
að halda „dönsk jól“ í Arós-
um ....
STtJLKA
óskast á lögfræðistofu. — Vélritunarkunnátta
nauðsynleg. — Tilboð merkt: „X—1482“, sendist
afgr. Mbl.