Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. janúar 1961 m^pnsiMðfrife Utg.: H.f Ai'vakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald Kr. 45.00 á mánuði innanlands. # 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. LANAMAL UTVEGSINS R ÍKISSTJÓRNIN hefur nú^........................... ~ efnt það fyrirheit, sem á friði. En þar hefur verið hún ’ gaf útvegsmönnum á sl. hausti, að gera ráð- stafanir til þess að létta rekstrarfjárörðugleika út- flutningsframleiðslunnar. — Hún hefur gefið út bráða- birgðalög, þar sem stofnlána- deild sjávarútvegsins er veitt heimild til þess að opna nýjan lánaflokk í þágu útvegsins. Með hinum nýja lánaflokki er stefnt að því að breyta bráðabirgðalánum og óreiðuskuldum, sem safn- azt hafa fyrir á uppbóta- og styrkjatímabilinu undanfarin ár í föst lán til langs tíma. Aflabrestur og verðfall af- urða á síðastliðnu ári hafa að sjálfsögðu skapað sjávar- útveginum og þeim, sem hann stunda, mikla erfið- leika. En það væri hinn mesti misskilningur að álíta að útgerðarmenn hafi búið við einhver sældarkjör á ár- um styrkja- og uppbótatíma- bilsins. Enda þótt almenn- ingur væri þá að verulegu leyti látinn borga hallarekst- ur útflutningsframleiðslunn- ar, söfnuðust stöðugt nýjar og nýjar skuldir á útgerðar- fyrirtækin. Meginhluti þeirra skulda voru víxilskuldir og önnur bráðabirgðalán, sem lágu eins og mara á útgerð- inni. Með ráðstöfunum núver- andi ríkisstjórnar er gerð tilraun til þess að koma lánamálum útvegsins á nýj- an og traustari grundvöll. Byggja útvegsmenn miklar vonir á þessum ráðstöfun- um AFRIKUFÖR HAMMAR- SKJÖLDS |"|AG Hammarskjöld, fram- " kvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, hefur undan- farna daga verið í heimsókn í Kongó. Tilgangur hans með þeirri för er í fyrsta lagi að kynna sér með eigin augum ástandið þar, og í öðru lagi að gera tilraun til þess að stuðla að nýjum ráðstöfun- um til þess að koma á friði og reglu í landinu. Sameinuðu þjóðirnar brugðust vel og drengilega við á sl. sumri, þegar að- stoðar þeirra var óskað vegna upplausnarinnar í þessu unga Afríkuríki. Þær sendu 20 þús. manna lið frá mörgum meðlimaþjóðum samtakanna til að koma þar við ramman reip að draga. íbúar belgiska Kongó voru þess algjörlega vanbúnir að taka stórn landsins að öllu leyti í eigin hendur. Milli hinna ýmsu kynflokka ríkti hatur og heiftarleg tog- streita átti sér þar stað um völd og mannaforráð. Við þetta bættist svo það að Rússar og fylgilið hafa gert allt, sem í þeirra valdi hef- ur staðið til þess að færa átökin milli austurs og vest- urs inn fyrir landamæri þessa ógæfusama lands. Eftir er nú að sjá, hvort þeim Hammarskjöld og Kasa vubu forseta tekst að koma á fundi leiðtoga hinna ýmsu stjórnmálaflokka og kyn- þátta innan Kongó til þess að freista samkomulags á breiðum grundvelli um fram tíðarstjórn landsins. Ef það tækist, kynnu möguleikar að hafa skapazt á nýjum kosn- ingum og nýrri stjórnskip- an, sem síðan hefði í för með sér frið og öryggi fyrir hið nýja ríki. FLUGIÐ OG ÖRYGGIÐ Í SÍÐASTL. ári flugu 108 milljónir farþega með flugvélum þeirra flugfélaga, sem eru innan hins alþjóð- lega sambands flugfélaga. Eins og kunnugt er, stend- ur fjöldi flugfélaga utan við þau samtök, þar á meðal öll flugfélögin í kommúnista- ríkjunum og mörg önnur flugfélög. í þessari tölu eru heldur ekki taldir þeir flug- farþegar, sem ferðast hafa með herflugvélum. Er því óhætt að fullyrða að á árinu 1960 hafi töluvert á 2. hundr að milljónir manna ferðazt með flugvélum. Má af þeim tölum marka, hversu geysi- lega ríkur þáttur flugið er orðið í samgöngum þjóð- anna. En þrátt fyrir hin miklu flugslys í lok ársins 1960, fórust aðeins 2000 manns með flugvélum á árinu. Mörgum kann að vísu að finnast sú tala nokkuð há. En þegar á það er litið að á árinu 1960 fórust um 39 þús. manns í bifreiðaslysum í Bandaríkjunum einum, verður það ljóst, að hér er um tiltölulega lága tölu slysa að ræða á vegum flugsins. Stöðugt er unnið að sköp- un aukins öryggis í flug- UTAN UR HEIMI Áróðursritum dreift í Alsír. Aikvæbagreibslan í Alsír Á MORGUN lýkur í Alsír og Frakklandi þriggja daga atkvæða greiðslu um það hvort Alsírbúar skuli fá sjálfsákvörðunarrétt um framtið landsins. íbúar landanna eru um það eitt spurðir hvort þeir vilji að Alsírbúar fái þenn- an rétt. Þeir fá ekki að svara „já ef . . .“ né heldur „nei en . . .“ heldur aðeins já eða nei. De Gaulle forseti vill fá ótakmark- að umboð til að fara sínu fram, ráða því við hverja hann semur og um hvað. Hann vill fá að láta samgöngum. Engum bland- ast hugur um það, að stór- byltingar eiga enn eftir að gerast á sviði flugtækninn- ar. — NÝ VERKEFNI IÐNAÐARINS CKÝRT hefur verið frá því ^ að nokkur íslenzk iðn- fyrirtæki hafi tekið að sér að framkvæma 12 ára flokk- unarviðgerð á togaranum Jóni Þorlákssyni. Slík við- gerð er mjög mikið verk, sem hefur aldrei áður verið framkvæmt hér á landi. Hér er því um hina merkustu nýung að ræða. Það sýnir vaxandi getu íslenzkra iðnfyrirtækja að unnt skuli vera að fram- kvæma þetta verk innan- lands. En tæknileg kunn- átta og vandvirkni íslenzkra iðnaðarmanna hrekkur þó ekki til, ef efnahagslegan grundvöll skortir. Sá grund- völlur skapaðist með við- reisnarráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar, sem þegar hafa borið greinilegan árang ur. Rétt skráning íslenzkrar krónu er eitt mikilvægasta skilyrði þess að skapa ís- lenzkum iðnaðarmönnum ný verkefni. af hendi eins mikið og nauðsyn- legt er og eins lítið og hægt er. Hann vill fá að halda áfram Alsírmálinu án þess aftur að þurfa að ráðfæra sig við þingið, enda eru svo til engar líkur fyr- ir því að samkomulag náist í þinginu um nokkuð það er Alsír varðar. Það var einmitt vegna ó- samkomulags í þinginu að de Gaulle var kvaddur til valda í Frakklandi í júníbyrjun árið árið 1958. 1 Alsír búa um 10 milljónir manna og er tíundi hver íbúi Evrópumaður. Þessi eina milljón j hans hafi enn stuðning þjóðar- innar. | Róttækir hægrimenn í Frakk- landi og Alsír berjast eindregið gegn tillögu de Gaulle og leið- togar uppreisnarmanna í Alsír hafa hvatt Serki til að greiða ekki atkvæði. Einnig hafa komm- únistar og radikalar lýst and- stöðu sinni við tillöguna. En jafnaðarmenn, kaþólskir o. fl. styðja de Gaulle og sjálfur er hann sigurviss. De Gaulle hvítra manna stendur svo til ein- huga gegn stefnu forsetarts um sjálfsákvörðunarrétt. Þeir vilja að Alsír verði franskt og forrétt- indi hvítra haldist. Alsír var frönsk nýlenda í 110 ár þar til árið 1947 er þing þess fékk löggjafarvald í innanríkis- málum. Síðan hefur Alsír verið hluti af Frakklandi. En Serkir voru ekki allskostar ánægðir með það að hvítir menn hefðu meiri- hlutavöld í þinginu þótt þeir væru aðeins tíundi hluti íbúanna. Magnaðist þessi óánægja með hverju árinu þar til skæruihern- aður hófst árið 1954 og breidd- ist út í borgarastyrjöld, sem stað ið hefur síðan. De Gaulle hefur heitið Alsír- búum sjálfsákvörðunarrétti um framtíð Alsír. Þjóðaratkvæða- greiðslan sem nú fer fram er í rauninni atkvæðagreiðsla um það hvort de Gaulle og stefna Schumann sjúkur Metz, Frakklandi, 5. jan. (Reuter) ROBERT Schumann, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, og einn af helztu hvatamönnum stofnunar Sameiginlega Markaðs ins í Evrópu, er sagður hættulega sjúkur. Schumann býr skammt fyrir utan Metz og fannst meðvitund- arlaus í gærmorgun á veg- inum skammt frá heimili sínu. Talið er að hann hafi fengið hjartaslag á venjulegri göngu sinni kvöldið áður og legið á veg inum alla nóttina. Læknar Schumanns gefa þær einar upplýsingar, að líðan hans sé að vonum hann sé veikburðar, en með fullri meðvitund. Ekki verði unnt að segja um það fyrr en eftir ea. sólarhring, hvernig honum reiði af. Kóngur bannar st j órnmálaf lokkí i KATMANDU, Nepal, 5. jan. — (Reuter) — Ma- hendra konungur, sem tók öll völd í landinu í sínar hendur í sl. inánuði, bann- aði í dag alla stjórnmála- flokka í landinu og lýsti þá ólöglega. — Kvaðst kóngur nú mundu reyna að byggja lýðræði upp „neð- an frá“, þar sem tilraun til að láta það þróast „of- an frá“ hefði mistekizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.