Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. janúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Myndin er tekin 20. jan. 1957, er Eisenhower sór embættiseið sinn. sverja eið sinn 20. janúar næstkomandi. Þarna mun Kennedy skjótt við og kallaði saman flokksþing sama ár og fylgdi í flestu fordæmi repúblikana. Frambjóðandi flokksins var kjörinn Andrew Jackson í ann að sinn. Þetta var upphaf lands- flokksþinganna, þar sem for- seta- og varaforsetaefni flokk anna eru valin. Frá 1831 og fram á þennan dag hefur þetta fyrirkomulag haldizt, þó með þeirri breytingu, að nú eru samþykktar þar stefnuskrár flokkanna að kosningu fram bjóðenda lokinni. Einnig eru flokksþing þessi orðin öllu umsvifameiri og meira til þeirra kostað, en áður tíðkað ist. í almennum kosningum, sem fram fara nokkrum mán uðum síðar (annan þriðju- dag í nóvembermánuði), greiða kjósendur síðan at- kvæði um kjörmennina. Kjör menn mega ekki vera opin- berir embættismenn sam- bandsstjórnarinnar og fer val þeirra eftir lögum hvers fylk is, en fjöldi þeirra er sami og tala þingmanna fylkisins í öldungadeild og fulltrúadeild þjóðþingsins í Washington. Á ákveðnum degi í desember sama ár koma kjörmenn sam an í höfuðborg hvers fylkis NÚ ÞEGAR fer að líða að því, að hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna verði settur í embætti (20. janúar), er ekki úr vegi að rifja upp, hvern- ig val þessa æðsta embættis- manns bandarísku þjóðarinn ar fer fram. Það þykir ef til vill ótrú- legt nú, að einu sinni fóru forsetakosningarnar fram há- vaðalaust og með einföldum hætti. Samkvæmt stjórnar- skrá landsins skulu kjörmenn kjósa forsetann eða velja milli frambjóðenda, sem í kjöri eru. Hvert fylki hefur sama fjölda kjörmanna og þingmönnum þess í öldimga- deild og fulltrúadeild nemur. Árið 1789, þegar fyrstu for- setakosningamar fóru fram, varð sá forseti, sem flest at- kvæði hlaut, og varaforseti sá, er næstur honum var að atkvæðafjölda. Flest atkvæði hlaut George Washington, en næstur honum varð John Adams. Urðu þeir því forseti og varaforseti landsins. Báðir voru þeir meðlimir sambands flokksins. Þetta gekk skjótt og snurðulaust fyrir sig, ig sama mál-i gegndi urn næstu kosningar, er fram fóru 1792. Um það leyti stofnuðu þeir Thomas Jefferson og James Madison svonefndan republik ana-demokrataflokk. Mark- mið flokksins var að skipu- leggja hópa embættismanna í ýmsum fylkjum, sem kosnir voru á fylkisþing, og fá þá til að skuldbinda fylkiskjör- menn til að greiða ákveðnum frambjóðendum atkvæði sitt í kosningum um forseta og varaforseta. Kosning forseta í Bandaríkjunum Með því að tryggja sér þannig fylgi fylkisþinganna og knýja þau til að lofa að greiða ákveðnum frambjóðanda kjör atkvæði sín réði „flokkurinn" yfir kosningum í tvö æðstu embætti þjóðarinnar. Frambjóðendur til þessara tveggja embætta átti að út- nefna með „samkomulagi“ á kjörfundi þingmanna í Wash ington. En það var annað en auðvelt að fá menn til að fall ast á þetta samkomulag. Eftir langa og harða baráttu, sem stóð í samfelilt átta ár, frá 1792 til 1800, varð loks sam- komulag um þetta, og um 20 ára skeið, frá 1804 til 1824, voru frambjóðendur valdir á kjörfundi af þingmönnum. Þeir framibjóðendur, sem ekki urðu fyrir valinu, viku því ti'l hliðar þegjandi og hljóðalaust, og þeir, sem voru útnefndir, voru síðan kosnir formlaga af fylkiskjörmönn- um, sem voru aftur bundnir af loforði um að greiða þess um frambjóðendum atkvæði sitt. Á þessu timabili voru for- setar Bandaríkjanna þeir Thomas Jefferson, James Madison og James Monroe, allir meðlimir repúblikana- demókrataflokksins. Þeir voru mjög skuldbundnir þing ingu i Washington, því að það réði í raun og veru vali þeirra og bar ábyrgð á kosningu þeirra. En árið 1824 hljóp snurða á þráðinn. Á kjörfundi höfðu þingmenn valið þá W. H. Craw ford og Albert Gallatin í stöðu forseta og varafor- seta. Þá gerðist það, skyndilega og óvænt, að Andrew Jackson og John Quincy Adams neituðu að víkja. Þeir virtu að vettugi það fyrirkomulag, sem gilt hafði; atkvæði kjörmanna voru skipt og enginn fram- bjóðandi fékk meirihluta at kvæða. Lögum samkvæmt var kosning Iprsetans því í höndum fulltrúadeildarinnar. Þau urðu endaiok þessa máls, að John Quincy Adams var kosinn forseti af fulltrúa- deildinni. Þessi neitun frambjóðenda að hlíta „óskráðum lögum flokksins“ varð til þess að kljúfa repúblikana-demó- krataflokkinn og binda endi á þetta skipulag. Árið 1828 voru frambjóðendur flokk- anna í embætti forseta og varaforseta valdir af fylkis- þingum og í almennum at- kvæðagreiðslum í mörgum fylkjum. Loks reið repúbli- kanaflókkurinn á vaðið og á- kvað að kveða saman flokks þing ti'l að útnefna frambjóð endur flokksins. Fyrsta flokks þing af þessu tagi var haldið í Baltimore 1831. Þar voru mættar kjörbréfanefndir, sem staðfestu setu fulltrúanna, en þeir kusu frambjóðanda með nafnakalli. Svo fór á þessu fyrsta flokksþingi repúbli- kana, að Henry Clay var út- nefndur frambjóðandi flokks- ins. Ekki var samþykkt stefnu skrá flokksins þá eins og nú gerist, en þó héldu margir flokksmenn ræður og gagn- rýndu stjóm Jacksons, og gáfu ræðurnar nokkra hug- mynd um stefnu flokksins og f r ambj óðenda. Þegar hér var komið brást demókrataflokkurinn einnig og greiða atkvæði í samræmi við kosningaúrslitin í fyikihu. Atkvæði kjörmannanna eru talin undir handleiðslu for- seta öldungadeildarinnar og í viðurvist beggja þingdeilda. Loks er hinn nýi forseti settur í embætti við hátíð- lega athöfn hinn 20. janúar. Ef enginn forsetaframbjóð- andi fær meirihluta atkvæða kjörmanna, skal fulltrúadeild in velja forseta úr hópi þriggja atkvæðahæstu fram- bjóðenda. Öldungadeildin kýs aftur á móti annan af tveim- ur atkvæðahæstu frambjóð- endum í embætti varaforseta, ef enginn fær meirihluta at- kvæða. — Opera Framh. af bls. 8 Olsen-Olsen við þjóna Don Pasquales frammi í kaffistofu, mi.li þess sem þær komu fram og skvettu fótunum upþ í loft ið í þjálfunarskyni, og þjón- arnir gáfu þeim hýrt auga. En þegar röðin kc.n aðlþeim, varð heldur en ekki uppi fót ur og fit: — Eg finn ekki box ið mitt! Æ, ég finh ekki staf inn minn. Guð mihn góður, í búningsklefa dansmcyjanna. ég kemst ekki inn Hvar er hann Kaí? Þær húrfu þó all ar alveg á ýéttri nótu inn: á sviðið og komu þaðan aftur eins og hvirfilbylur: — Ó, mér er svoýllt í tánni! Æ, þetta var svo ilia gert hjá mér! Og þjóðleikhúskórinn kom ofan úr búningsherbergjun- um í búningum sveitafólks og streymdi inn og út frá svíð- inu. Víravirkið vár að: verða fullunnið, alit komið á sínn. stað, og fallið saman i eina heilid, Tjaldið! Frammi í kaffi- stofunni hékk nákvæmur listi um það, í hvaða röð og hýern ig menn ættu að koma fram til að taka við fagnaðarlátum áhorfenda. — É.Pá. MALFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 13603. Kennedy og Eisenhower hittast til að ræða um stjórnarskiptin. Fundur þeirra stóð tvo tíma og voru ymsir raðherrar tilkvaddir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.