Morgunblaðið - 15.01.1961, Page 3

Morgunblaðið - 15.01.1961, Page 3
Sunnudagur 15. jan. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur; kirkjuna. Um kvöldið var brúðkaupsveizlan hátíðlega haldin í vissu fréttamenn ekki hvert brúðkaupsferðin höllinni að Skaugum. f gær yrði farin. SAGAN um prinsessuna, sem fékk að hlýða kalli hjarcans og giftist manninum, sem hún unni, endurtók sig í Asker kirkju skammt frá Ósló sl. fimmtudag. Þann dag vígði Arne Fjellbu, biskup, Ástríði Noregsprinsessu og Johan Martin Ferner, kaupsýstu- mann í heilagt hjónaband. Fréttamenn segja, að rödd prinsessunnar hafi titrað lítið eitt, er hún lofaði að giftast manninum, sem hjá henni *tóð og vera honum trú og auðsveip eiginkona í meðlæti og mótlæti lífsins. En já henn ar var skýrt svo kirkjugestir máttu gjörla heyra. lestina til Asker. Voru farnar nokkrar aukaferðir með áhorf endur til Asker þennan dag. Prúðkaupið bar fremur avlp fjölskylduhátíðar, en prinsessubrúðkaups. En Norð- menn fögnuðu með prinsess- unni á þessum hátíðisdegi hennar og blöktu fánar hvar- vetna við hún. >* Rétt fyrir klukkan fimm ók kóngafólkið frá höllinni í Skaugum eftir snævi þöktum veginum að kirkjunni. í fremsta vagninum voru Ást- xíður prinsessa og Ólafur kon ungur, faðir hennar. Þar næst komu aðrir gestir konungsætt ar, fyrst þrjár prinsessur, sem báru nafnið Margrét: rík- isarfi Dana Margrét prinsessa, af Svíþjóð og Margrét Eng- landsprinsessa. Af öðru kon- ungafólki má nefna Bertil Svíaprins og Axel og Georg Danaprinsa. Meðal þeirra 500 boðsgesta, sem biðu í kirkj- unni, voru Einar Gerhardsen, forsætisráðherra, og forseti hæstaréttarins, Terje Wold. Þúsundir manna höfðu tekið lestina til Asker til að ajá brúðhjónin og hina frægu gesti, sem boðnir voru til landsins í þessu tilefni. Til að koma í veg fyrir umferðaöng- þveiti hafði lögreglan beðið forvitna áhorfendur að skilja bíla sína eftir heima en taka Þegar allt stórmenni hafði tekið sér sæti í kirkjunni gekk Ástríður pirnsessa inn kirkju- gólfið við arm föður síns. Hún var klædd fögrum brúðarkjól úr knipplingum og hvítu tjulli. Kjóllinn var ekki með slóða, en yzta tjulllagið lá í fellingum svo það virtist vera slóði. Prinsessan hélt fögrum brúðarvendi í hönd sér úr hvít H e / m i / / ð ÞENNAN sunnudag minnist kirkjan heimilanna. Eitt guð- spjallanna segir frá því, er Kristur blessaði brúðkaupsgleði ungu hjónannaí í Kana, og ann að frá þeirri heill er heimili auð- uga tollheimtumannsins hlotnað ist af heimsókn hans. Textar þessa sunnudags minna á dyggð- ir, sem eru grundvöllur hins góða og farsæla heimilislífs. Ein meginlexían, sem Guð ætlar oss að læra af jarðvist. inni, er sú, að læra að lifa í samfélagi. Þess vegna lætur hann oss fæðast til samfélags, ekki sem einangraða einstakl- inga, heldur sem samfélagsver- ur. Enginn er svo einmana, að hann lifi ekki í samfélaginu til hinzta dags.. ©g er vér hverfum af þessum heimi, fæðumst vér inn í annað samfélag. Líknsam- ar hendur taka við oss, hjá ©ss vaka vinir, er vér ljúkum upp augum í annarri veröld. Vér er. um þá þegar orðnir borgarar í öðru samfélagi. Vér erum daglega að þiggja af samfélaginu, ausa af sameig. inlegum sjóði þess. Og samfélag ið er daglega að gera kröfur til vor, því að engin blekking er fráleitari en sú, að nokkur mað- ur geti lifað sjálfum sér einum. Vér lifum daglega af verðmæt- fyrir biskup. Hann flutti stutta ræðu og lagði út af lík- ingu Fjallræðunnar um hús byggt á fjalli og hús byggt á sandi. Tók vígsluathöfnin um, hálfa klukkustund. Prinsessan og kaup- sýslumaðurinn Eftir brúðkaupið var ek- ið til hallarinnar að Skaugum og haldin tvöhundruð manna veizla. Á leiðinni til hallar- innar stóðu menn meðfram veginum, með blys og létu hamingjuóskum rigna yfir brúðhjónin. Þótti þessi mikli fögnuður manna glöggt sýna gleði Norðmanna yfir hjóna- bandi prinsessunnar. um frezinum og gulum rósum m.m. Ólafur konungur var í viðhafnarbúningi hersins. Samkvæmt norskum sið tóku brúðurin og faðir henn- ar sér sæti vinstra megin í kórnum, en brúðguminn og faðir hans sátu hægra megin. Að baki konungs sátu Har- aldur krónprins, Ragnhildur prinsessa og maður hennar, Erling Lorentzen, útgerðar- maður. Áður en vígsluathöfnin hófst var sunginn sálmurinn, „Vor Guð er borg á bjargi traust, eftir Lúther. Því næst voru brúðhjónin leidd fram Brúðkaupsveizlunni var slitið klukkan 11 um kvöldið og fyrir klukkan eitt voru all- ir farnir úr höllinni. Brúðhjón in munu fara í brúðkaupsferð, en er síðast spurðist vissi eng- inn hvert þau mundu halda. Amerískir fréttamenn þótt- ust hafa spurt, að þau mundu halda til Bandaríkjanna, en enskir sögðu að þau myndu fara til Englands og dveljast hjá drottningarmóðurinni þar. Norskir fregnritarar héldu hins vegar fram þeirri skoðun, að brúðhjónin myndu fara í norska brúðkaupsferð — til afskekkts skíðakofa, fjarri heimsmenningunni, langt inn á milli hrikalegra, snævi þak- inna fjalla. Astnður JNoregsprinsessa og maffur hennar, Johan Martin Ferner, kaupsýslumaffur. Myndin er tekin þegar brúðhjónin leiddust úr Asker kirkju aff lokinni vígsluathöfn. um, sem aðrir hafa skapað. —• Hvernig gæti ég hugsað bessar hugsanir, klætt þær í orð og feat þær á blað, ef ég væri ekki a9 njóta arfleifðar, sem kynslóðar hafa veriS í árþúsundir að skapa og látið mér eftir? Hvernig lifum vér samfélagMI i heimilinu? Iðkum vér þar þá umgengni hvert við annað, sem alls staðar er nauðsynleg, e*i hvergi fremur, hvergi eins og þar? Heimilin hafa breyzt, og margs er að sakna frá gömltt heimilunum, og margs, sem raun ar hlaut að breytast með breytt. um þjóðfélagsaðstæðum. En heimilið er samfélag eins og þaS var og sömu meginlögmái ráða hamingju þess og hamingjuleysi. Vér íslenzkir menn teljum oss ættrækna og teljum það í«- lenzkan arf. Ættrækni Kínverja stendur þó miklu dýpri rótum. Þar stendur ættræknin á æva- fomum erfðagrunni. Með breytt- um þjóðfélagsaðstæðum þar eystra og auknum áhrifum kommúnismans kann þetta aS breytast, en ættarböndin hafá verið þar sterk. I hinni fögru bók um fávitann sinn, „barnið, sem þroskaðist aldrei“ segir Pearl Buck frá undrun kínverskra vina sinna er hún tjáði þeim, að hún yrði að fara til Banda ríkjanna til þess að finna þar f fávitahæli framtíðarheimili fá- vitanum sínum, áður en hann yrði of gamall. Að skilningi þeirra gat ekki komið til mála, að láta barnið út fyrir vébönd ættarinnar. Ættrækni Kínverja er árþús. unda gamall menningararfur þeirra. En þessi stolta, fagra sett rækni ein nægir ekki. Ef hin kristna samfélagshugsjón erekki leiðarljós heimilisfólksins, verð- ur heimilið ekki heimili, aðeins hús en ekki heimili. Kristur er grundvöllurinn. Já, sannarlega. En það er ekki æv- inlega svo, að „trúaðir" menn séu fyrirmyndar fjölskyldu- menn. Hún hafði reynt það litla stúlkan sem heyrðist biðja þess arar kveldbænar: Góði Guð, gerðu alla menn, og gerðu líka alla trúaða menn elskulega í við móti. Trúin og ljúflyndið fara ekki ævinlega saman í mannssálinni. En þá er hjarta mannsins, þrátt fyrir trúna, ekki kristið. Þar sem samfélagshugsjón Krists er lifandi afl í heimilislífinu, þar sem á ami hússins brennur l.ogi lotningarinnar fyrir honum. Þar sem hógværð hans er, hreinleik- ur hans og umburðarlyndi, og sú kristna samúð, sem nær ínn að hjörtum þeirra, sem vér er. um daglega samvistum við, — þar er sá grundvöllur fundinn, sem heimilishamingju er öruggt að reisa á. Yfir heimilislífinu þurfa vaf- urlogar eilífðarvissunnar að vaka. Sú sannfæring þarf aS móta viðhorf vor og trú ,að vér erum börn, send að heiman til náms og eigum aftur að hverfa heim með lærdómana af jarð- lifsreynslunni. Einn allra þýðing armesti þáttur þeirrar skóla- göngu er heimilið jarðneska. Hvergi bjóðast önnur eins tækifæri og þar til að leysa af hendi stærsta hlutverkið, sem Guð sendi oss inn í þennan heim til að rækja. Og hvergi ráðast örlög vor eins og þar. Húsbónda alheimsins eigum vér síðar að skila arði af öllu, sem hann gaf, og ekki sízt arði af þeim ótelj- andi tækifærum, sem hann læt. ur heimilið gefa oss. Leiðsögn Krists á þeim vand- farna vegi er dýrmætari en ann- að allt, sem vér getum til leið- sagnar valið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.