Morgunblaðið - 15.01.1961, Side 23
Sunnudagur 15. jan. 1961
23
— Minningarorð
— Ekið yfir
Framh. af bls. 6.
áhuga með frú Ragnhildi í hús-
mæðrafræðslunni. Ég man, hvað
ég dáðist að dugnaði hennar og
stórhug, þegar hún, svo að segja
upp á sitt eindæmi, festi kaup á
húseigninni Sólvallagötu 12, sem
nú er Húsmæðraskóli Reykjavík
ur. Því að frú Ragnhildur voldi
það ekki vansalaust, að í höfuð-
stað landsins væri enginn hús-
mæðraskóli. En margir siíkir
skólar höfðu þá verið stofnaðir
víðsvegar um landið. Ég hygg,
að þær myndu ekki vera margar
íslenzkar konur, sem sýndu slíkt
framtak, þótt þær hefðu efni til
Iþess. Frá stofnun Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur hefur hann
alltaf verið hennar óskabam.
Ekki get ég fullþakkað frú
Ragnhildi hinar mörgu og ágætu
heimsóknir 1 Húsmæðrakennara
skóla íslands.
Hún hafði þann sið, þegar nýtt
kennslutímabil hófst að koma til
mín fyrri hluta vetrar og hélt þá
jafnan uppörvandi hvatningar-
ræðu yfir nemendunum um að
stunda námið af samvizkusemi
meðan þær dveldu í skólanum.
Brýndi hún fyrir þeim hin þýð-
ingarmiklu verkefni, sem fram-
undan væru að námi loknu.
( Vitnuðu nemendur oft í heim-
sóknir frú Ragnhildar, því að
persónuleiki hennar hlaut að
verða ógleymanlegur, þeim sem
kynntust henni, ekki sízt, þegar
hún ræddi áhugamál sín.
f í upphafi orða m,inna minntist
ég á heimsóknir frú Ragnhildar
á heimili foreldra minna. Þær
umræður báru þann ávöxt, að
árið 1930 sameinuðust flest kven
félög landsins um stofnun Kven-
(élagasambands íslands, en frú
Ragnhildur var fyrsti forseti
þess og gegndi því starfi með
miklum sóma til ársins 1947, en
þá baðst hún eindregið undan
• endurkosningu.
f Fyrstu árin voru fjárráð sam-
bandsins lítil, en þó var skipu-
lögð og framkvæmd fræðsla fyr-
i ir húsmæður landsins. Ég hygg,
að öll sú fræðsla hafi að mestu
j verið skipulögð af frú Ragnhildi
I og framkvæmd í samráði við for
I menn kvenfélaganna. Því að allt
af var hún, þrátt fyrir annir á
stóru heimilí, reiðubúin að gefa
sér tíma til að ræða við konur
landsins um framtíðarstarf hvers
(élags, og margar konur þekki
ég, sem jafnan minnast ógleym-
anlegra stunda á heimili frú
Ragnhildar.
Fáar íslenzkar konur munu
hafa unnið húsmæðrafræðslu
landsins jafn mikið gagn og frú
Ragnhildur Pétursdóttir. Hún
var mikil hugsjónakona, sem
raunverulega sá langt fram í tím
ann. Fyrir 30—40 árum taldi hún
ajálfsagt, að samtök kvenna og
hænda störfuðu saman að
fræðslu húsmæðra, enda er nú
■vo komið, að unnið er að því, að
Kvenfélagasamband íslands og
Búaðarfélags íslands hafi sameig
inlega sem víðtækasta fræðslu-
■tarfsemi með höndum.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa átt frú Ragnhildi að vini og
ráSgjafa um langt árabil. Ég hef
fcomið að Háteigi, þegar mér
i þóttu vandamálin meiri en svo
•8 ég fengi ein við ráðið.
Ég fór æfinlega þaðan með því
hugarfari, að vandinn væri
leystur í það skiptið. Heimiliö í
Háteigi er rammíslenzkt, þar rík-
tr þjóðlegur menningarbragur.
t>au hjónin áttu því láni að fagna
•8 eignast þrjár mannvænlegar
dætur, sem allar eru á lífi. Ég
hef einkum kynnst yngstu dótt-
urinn, Guðnýju. Var hún nem
•ndi minn í Húsmæðrakennara-
■kóla fslands og lauk prófi þaðan
árið 1946.
p Nú að lokum vil ég færa frú
Ragnhildi mínar innilegustu
-þakkir fyrir margvíslegan stuðn-
ing og hvatningarorð í starfi
i tnínu og fyrir hin margvíslegu
i etörf 1 þágu húsmæðrafræðslu
j iandsins.
[ Bið ég henni og íjölskyldu
hennar blessunar guðs.
Helga Sigurðardóttir.
Framh. af bls. 15.
mörkinni, og hafa orðið slys af.
Margrét og félagar hennar fóru
því með ferju niður eftir Níl, frá
Juba í Suður-Súdan til Kosti, og
ætluðu að taka lest næsta spöl-
inn. En þá hafði gleymst að bóka
flutning á bilnum með lestinni,
og þar sem þetta var Súdanmönn
um sjálfum að kenna, gáfu þeir
ferðafólkinu leyfi til að aka sól-
arhringsferð yfir eyðimörkina.
— Það var ljóta ferðalagið, seg
ir Margrét. Þessi fíngerði sandur
smaug alls staðar inn og settist
á allt. Það var ekki hægt að sjá
nokkurn mun á okkur og svert-
ingjunum, er við stigum út úr
bílnum, þakin svörtum sandi.
Það er aðeins tvennt sem ég vildi
ekki þurfa að endurtaka úr öllu
ferðalaginu, að aka yfir eyði-
mörkina í Súdan og fara með bát
niður eftir Níl. Hitinn og mosk
itoflugan ætluðu alveg að drepa
okkur. Við miðjarðarbauginn var
ekki nærri svona heitt, enda fór-
um við yfir hann á hásléttunni í
Ugaryja. En fallegt er meðfram
Níl, allir bakkamir þaktir ynd-
islegum hyasintum 1 bláum og
bleikum litum. Seinasta spölinn
gegnum Súdan tókum við annan
Nílarbát að landamærum Egypta
lands.
— Ég hefði ekki trúað að til
væri eins frumstætt fólk og :
Súdan. Það eru regluleg náttúru
börn, heldur Margrét áfram.
Fólk gengur allsnakið, með
perlufestar einar um hálsinn,
nema í stærstu bæjunum. Það er
alveg bannað að taka myndir
landinu, því stjórnin vill ekki að
umheimurinn fái að sjá hve stutt
þjóðin er á veg komin. Jafnvel
smástrákar vita að það má ekki
taka mynd af þeim og hefja skít-
kast, ef það er reynt. Krakkam-
ir eru uppþembdir og belgmiklir
af vannæringu, og einu sinni sá-
um við krakka í leik, sem voru
að kíkja undir vömbina hvert
á öðru til að sjá hvort þau væru
að leika sér við stelpu eða strák
Súdanbúar eru mjög háir vexti,
hæsta fólk sem ég hefi séð. Þeir
eru ákaflega gestrisnir. Raka:
inn í einu þorpinu bauð okkur
heim, þar sem við vorum öll sett
að matarborðinu. Allir fengu
brauðbita og difu þeim svo ofan
í sömu skálar með ýmsum rétt
um. Hann fór líka með okkur til
vinkonu sinnar, sem bjó í strá-
kofa í einu smáþorpinu. Sú átti
eitt borð og eitt glas, og var okk
ur boðið upp á heimabrugg úr
því. Þarna var hátíð og dönsuðu
allir og hoppuðu um með logandi
vendi — við auðvitað líka. Mátti
ekki á milli sjá hvort við hlóg-
um meira að þeim eða þeir að
okkur.
— Og þaðan hafið þið komið
inn í arabamenninguna úr svert
ingj alöndunum?
— Já, og þar er miklu meiri
skítur og sóðaskapur en hjá
svertingjunum, sem að vlsu lifa
frumstæðu lífi svo að segja
jörðinni, en eru hreinlegir á sinn
hátt. Þó verð ég að segja, að mér
fannst munur að komast þangað
sem menn kunna að nota salerni,
Á lestarferðinni í Súdan gengu
menn örna sinna út fyrir lestina,
í hvert skipti sem stanzað var,
jafnvel þó salerni væri í lestinni
Kipptu þeir bara upp síðu skikk]
unum sínum og settust niður
röðum, notuðu hendurnar í stað-
inn fyrir bréf og skoluðu svo af
þeim í vatnskrukkum, sem þeir
höfðu meðferðis. Já, það er ekki
von að fólk trúi mér, þegar ég
segi frá þessu, en satt er það.
Áróður í Egyptalandi
f Egyptalandi skoðaði ferða-
fólkið grafhýsin frægu í Luxor,
og dvaldist í Kairo í 10 daga,
meðan beðið var eftir endurnýj-
un á leyfinu fyrir bílinn. Heppi-
legast þótti að taka skip frá Alex
andríu til Lebanon, því ekki mun
vera auðvelt að fá leyfi til að
koma til ísrael frá Arabalandi.
Sama er að segja hvað Egypta-
snertir, þeir eru ekkert hrifmr
af að fá ferðafólk, sem verið hef
ur í ísrael og vilja alls ekki Gyð-
inga. Einn af Suður-Afríkubúun-
um, sem hafði ætlað að koma
með þeim félögum í ferðina, varð
að hætta við það, vegna þess að
hann var af Gyðingaættum og
var neitað um vegabréfsáritun til
Egyptalands. í Kairo hitti ferða-
fólkið líka verzlunarmann, sem
bað fyrir skilaboð til Englands.
Hann hafði fengið skeyti frá ein-
hverjum viðskiptavini þar, sem
hljóðaði eitthvað á þessa leið:
Hvernig eru viðskiptin við ísra-
el“. Þessu skeyti hafði hann
aldrei þorað að svara og aldrei
skrifað þessum viðskiptavini aft-
ur, af ótta við_ að vera álitinn
njósnari fyrir ísrael. Bað hann
nú ferðalangana að útskýra mál-
ið fyrir þessum manni. í Egypta
landi rekur stjórnin ákafan
áróður, segir Margrét. Enda eru
heimamenn farnir að halda að
þeir standi öðrum þjóðum fram-
ar. T.d. sáum við í einum bækl-
ingi, sem dreift var, að Egyptar
væru mesta iðnaðarþjóð í heimi.
Ferðalangarnir sigldu svo frá
Alexandríu til Lebanon, með við
komu á Kýpur. Þau syntu í Mið-
jarðarhafinu og sváfu á strönd
inni í Lebanon, þar sem ríkir
miklu meira hreinlæti en í öðr-
um Arabaríkjum. En þar urðu
þau vitni að ljótum leik, fiski-
menn voru að veiða fisk með
dinamitsprengjum. Enda segir
Margrét að varla sé lengur nokk
um fisk að sjá nálægt strönd-
inni.
Við verðum nú að fara fljótt
yfir sögu. Ferðin yfir Tyrkland
og Evrópulöndin gekk ágætlega
og komið var til London eftir
mánaða ferð. . »
betri en þeir alsvörtu og þar sem
þeir fá ekki að umgangast hvíta
fólkið, halda þeir sig sér. Múlatt
arnir tala flestir Búamálið og eru
afkomendur Svertingja og Búa.
Telja sumir skýringuna á því hve
Búarnir eru ákveðnir í að halda
hvítum og svörtum aðskildum,
vera þá að þeir óttist að þeir
verði sjálfir fyrstir til að bland-
ast svertingjunum. Af hvítum
mönnum eru 60% Búar í Suður-
Afríku og 40% afkomendur Eng
lendinga. Búarnir hafa þar af
leiðandi völdin. Svertingjarnir
koma ekki til greina, því þeir eru
réttindalausir. Þetta er meira
Dagskrá Alþingis
Á MORGUN verSur fundur í Sam-
einuðu Alþingi, er hefst kl. 1,30. —
Fimm mál eru á dagskrá:
1. Byggingarsamvinnufélög. þáltill.
— Frh. einnar umr. — 2. Jarðhitaleit
og jarðhitaframkvæmdir, þáltill. — Ein
umr. — 3. Hiutdelld atvinnugreina 1
þjóðarframleiðslunni, þáltill. — Ein
umr. — 4. Niðursuðuiðnaður síldar,
þáltill. — Ein umr. — 5. Virkjun Jök-
ulsár á Fjöllum, þáltill. — Ein umr.
Aðskilnaður hvítra og svartra
Að lokum spurði ég Margréti
svo ofurlítið um veru hennar í
Suður-Afríku. Hún kvaðst lengst
hafa verið einkahjúkrúnarkona á
spítölum eða í heimahúsum í Jó
hannesarborg og Höfðaborg, þar
sem mest sé upp úr því að hafa.
Þar er gott að vera, sífellt sólskin
sagði hún, en auðvitað er ég
mótfallin aðskilnaði hvítra og
svartra, eins og hann er lögboð-
inn af stjórninni. Samt held ég
að svertingjarnir hafi betra kaup
og séu yfirleitt menntaðri í Suð-
ur-Afríku en annars staðar í
Afríkuríkjunum. Þeir hafa sína
skóla. En aðskilnaðarlögin loka
öllum leiðum fyrir þeim.
— Hvernig er það t.d. á sjúkra
húsunum?
— Annað hvort eru sér sjúkra
hús •fyrir svarta eða sérstakar
deildif á almennu sjúkrahúsun
um. Hvít kona getur þó hjúkrað
svertingja, en enginn hvítur
maður mundi láta svarta hjúkr-
unarkonu stunda sig.
— Svo þú hefur lítið kynnst
svertingjunum?
— Ég hitti auðvitað marga, og
talaði við þá, eins og t.d. konuna
sem gerði hreint hjá mér. Það er
leyfilegt að tala við svertngja á
götu, en ekki umgangast þá
náið. Hefði ég gert það,
ég hefði umgengist svertingjana,
þá hefði ég verið dregin fyrir
rétt og fengið dóm. Þessi aðskiln
aðarstefna skapar alls konar
vandamál. Þa ðeru líka hömlur
á að Kínverjar og Indverjar
megi umgangast hvíta. Ein kín-
versk kunningjakona mín frá
hjúkrunarkvennaskólanum í Eng
landi, gat t.d. ekki stundað hjúkr
un í Suður-Afríku. Hún fékk
ekki að hjúkra hvítum og vildi
ekki vinna á svertingjaspítala
Þá kemur það, allir þykjast betri
en einhver. Múlattarnir, sem mik
ið er af í Höfðaborg, telja sig
EGGERT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögm en.i>.
Þórshamri við Templarasund.
vandamál, en svo að hægt sé aS
afgreiða það með nokkrum orð-
um.
Þegar ég fer að búa mig til
ferðar og spyr Margréti hvort
hún eigi ekki myndir úr þessu
mikla ferðalagi, segist hún
hafa tekið kvikmynd á 12 film-
ur og fjölda af ljósmyndum, en .
það sé allt í framköllun í Eng-
landi. Myndirnar af fílunum,
ljónunum, litlu beru Súdanbörn-
unum, fjallinu Kilimanjaro og
öllu hinu sem fyrir augu bar á
þessu æfintýralega ferða1' gi
Margrétar, förum við því á mis
við. — E. Pá. i .
Þeim, sem heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum
sínum, heillaskeytum og gjöfum á áttræðis afmæli mínu^
bið ég innilega guðs blessunar og styrktar, er þeim
mest á ríður.
Hjallavegi 68, Einar Bogason frá Hringsdal
Vinum mínum og vandamönnum, sem heiðruðu mig
áttræðan 12. janúar, færi ég mínar alúðarfyllstu þakkir.
Kærar kveðjur.
Þórður Einarsson
Þakka hjartanlega frændfólki og vinum góðar gjafir og
hlýjar kveðjur á sextugsafmæli mínu 21. des. sl.
Sömuleiðis Búnaðarfélagi íslands fyrir höfðinglega
gjöf. — Með beztu kveðjum.
Rannveig Sigurðardóttir, Brunngötu 21, Isafirðl
Elskuleg móðursystir mín
GUÐRÚN L. BLÖNDAL
fyrrum kennslukona
andaðist í Landakotsspítala í fyrrinótt.
Fyrir hönd aðstandenda.
Elín Jóhannesdóttir
Utför mannsins míns,
PÁLS ÞORLEIFSSONAR,
bókara,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 18. janúar
kl. 13,30. — Þeim, sem vildu minnast hans^ er bent á
Minningarsjóð félags ísl. leikara, — minningarspjöld af-
greidd í Baðstofu Ferðaskrifstofu ríkisins — eða líknar-
stofnanir.
Anna Guðmundsdóttir, Hagamel 29
Okkar hjartkæri faðir, tengdafaðir og afi
BENEDIKT TÓMASSON
skipstjóri, Skuld Akranesi,
verður jarðsunginn þriðjudaginn 17. þ.m. og hefst með
bæn að Sunnubraut 18, kl. 130 síðd. — Blóm vinsamleg-
ast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hans er vinsam-
legast bent á líknarstofnanir.
Karl Benediktsson, Pálína Sigurðardóttir,
Guðmundur Benediktsson, Björgheiður Jónsdóttir,
Valtýr Benediktsson, Bára Pálsdóttir
Hákon Benediktsson, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir.
Garðar Benediktsson, Ásta Guðjónsdóttir,
Sveinn Benediktsson, Guðrún Jónsdóttir,
Lilja Benediktsdóttir, Gísli Guðjónsson,
Gunnhildur Benediktsdóttir, Lárus Engilbertsson
og barnabörn.'
Maðurinn minn og faðir,
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
tónskáld
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
18. janúar kl. 1,30 e.h.
Hólmfríður Guðmundsson, Margrét Björgvinsdóttir
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför eiginmanns, föður og tengdaföður okkar,
PÁLS B. MELSTED
stórkaupmanns.
Elín Melsted,
Bogi Th. Melsted, Ingibjörg Melsted,
Inga Melsted Borg, Ragnar Borg.
Hjartanlegustu þakkir færum við öllum þeim, sem
veittu okkur vinsemd og samúð við andlát og útför móður
okkar og fósturmóður
JÓHÖNNU Ó. JÓNSDÓTTUR
frá Laxárholti
Ólöf Sigurbjörnsdóttir, Margrét Sigurbjörnsdóttir^
Sigurjón Sigurbjömsson, Guðný Sigurðardóttir