Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 10
IC MORGl’NBLAÐIÐ Föstudagur 20. Janúar 1961 Þeir eru að fá hana við bæjardyrnar SÍLÐ! Strax á þriðjudags- kvöld flaug Fiskisagan um Faxaflóaverstöðvarnar, að skammt úti í flóanum væri ógrynni síldar, og það væri meira að segja góð síld. Síðan hafa bát- arnir streymt þangað út, komið á miðin eftir nokk- urra tíma siglingu, fyllt sig, haldið inn tíl Reykja- víkur, Hafnarf jarðar eða Keflavíkur og Akraness, og sumir fyllt sig tvisvar á sólarhring. Síldin er vel uppi og veður allan sólar- hringinn. í landi er saltað, fryst, verkað í vélum og flutt yfir í togara til út- flutnings. , Það var líflegt á miðunum út af Garðskaga um miðjan dag í gær. Upp undir 30 bát- ar voru þar að moka upp síld- inni í bezta veðri. Fréttamað- ur blaðsins og ljósmyndari ffugu þangað út með Birai Pálssyni um þrjú leytið. ,Ut af Keflavík komum við auga á fyrstu bátana, þrjá í röð á hraðri leið inn til Hafn- arfjarðar eða Reykjavíkur, hlaðnir svo flaut um lista. Skammt frá þeim lónaði línu- bátur. Skipverjar í gulum stökkum veifuðu á þilfarinu. Það var ekkert um að vera hjá þeim. Andartaki síðar komu tvær þotur samsíða þjótandi út af Keflavíkurflug- velli, rétt aftan og neðan við okkar flugvél, og stirndi á þær í sólskininu. — Þarna eru þeir! Flugfar- þegarnir hálf risu upp úr sæt- um sínum í ákafanum. Allir byrjuðu að telja og þóttust sjá upp undir 30 skip, sem þó hafa sennilega ekki allt verið síldveiðibátar. 15—17 mílur NA af Garð- skaga var skipahópur í hnapp 8 síldveiðibátar, einn togari og einn línubátur og svo bæði skápin, sem leiðbeina við síld- veiðarnar, Ægir og Fanney. Léttabátur var á leiðinni milli Ægis og eins síldarbáts- ins, sennilega með Jakob Jakobsson fiskifræðing innan borðs, en hann tók í gær síld og merkti. Er það í fyrsta sinn sem síld er merkt hér við land á þessum tíma árs. Þeir voru að fá hana. Ut frá hverjum síldarbát lá nótin í hring og einn sat eins og í oddinum á heljarstóru hjarta, sem nótarkorkurinn dró út frá honum á sléttan hafflötinn. Drekkhlaðinn síldarbátur á leið inn Flóann i gær. Loftmynð frá síldarmiðunum í gær. Vöggur er að draga inn nótina og það kraumar í henni. Skipvefjar á síldarléitarskipinu Fanney fýlgjast með. • (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Þetta hjarta var dekkr-a en sjórinn í kring, sýnilega í því talsverð síldartorfa. Björn renndi flugvélinni niður að einum bátnum, Vögg, svo óflugvönum blaðamanni fannst að hann mundi bráð- lega geta greint hvort sjó- mennirnir í gulu stökkunum á þilfarinu væru að reykja Vice Roy eða Kamel sígarett- ur. En sjómennirnir litu ekk'i upp. Þeir voru önnum kafn- ir við að háfa og „þurrka" nótina, draga hana af kappi inn meðan aldan leyfði og halda svo við hana og bíða næsta átaks. Netið var komið æði nærri borðstokkn j;n og út flugvélinni sást hvernig síicin spriklaði netinu og uppi á þilfarinu. Fleiri en við höfðu komið auga á þessa fallegu silfurhrúgu, því múkk inn gargaði af fögnuði yfir staðnum. Björn stillti sig um að steypa sínum fugli líka i þessa iðandi kös og hækkaði flugið. Ekki þó fyrr en við höfðum skoðað ofurlítið nánar einn bát. Skipsmenn voru farn ir að draga saman nótina og þrengja að síldinni, svo sjór- inn innan í hringnum virtist dökkrauður af síld, séð þarna ofan úr loftinu. Við stefndum á Akranes. Ekki leið á löngu áður en við mættum tveimur bátum, tóm- um og háum á sjónum og sá þriðji kom út um hafnarmynn ið á Akranesi og stefndi á síld- armiðin. Þeir standa akki lengi við í landi, þegar síldin er annars vegar. Þegar við lentum á Reykja- víkurflugvelli um kl. fjögur var að kominn bakki á suð- austurhimininn. — Bara að hann fari nú ekki að , . . hugsuðu allir. En enginn sagði neitt. Hver vill vera með hrak spár, þegar langþráð veiði loks sýnir sig. Þessi er feitari „VIÐ erum ekki með nema 600 tunnur“, sagði háseti á einum síldarbát- anna. „En okkur fannst mikilvægara að koma strax inn með síldina en kasta aftur og reyna að ná í meira. Við fáum gott verð fyrir hana í salt og frystingu, en ef við geym- um hana og hún er ekki fyrsta flokks, þegar við löndum, fáum við ekkert að kalla. Þá fer allt í bræðslu“. ★ Þannig hugsa þeir, sjó- mennirnir, þegar þeir háfa upp úr nótinni utan við Garð skaga. Og höfuðáherzlan er lögð á að salta allt, sem hægt er að salta. En ef framhald verður á þessari stólpaveiði verður þess ekki langt að bíða að lokið verði að salta upp í gerða sölusamninga. Síldarútvegsnefnd gaf það upp í gær, að nú væri saltað fyrir Pólverja, Finna, Svía og A-Þjóðverja auk þess sem eittíhvað væri sérverkað fyrir Bandaríkjamenn og V-Þjóð- verja. Fitumagn síldarinnar, sem borizt hefur á land í gær og" í fyrradag hefur verið 10— 20%, þó mestmegnis 12—16%, Það er því ekki hægt að salta neitt upp í sölusamningana við Rússa og er það afleitt fyrir okkur. Rússar halda fast við það að lágmarksfitumagn síldarfnnar sé 18%. . ú Venjulega hefur aðalsíld- veiðitíminn við S-Vesturland verið á tímabilinu frá júlílokum til mánaðamóta okt.—nóv. að tveimur síðustu árum undanskildum. Á þvi tímabili hefur síldin verið mjög feit, 18—22%. Þegar kemur fram í desem- ber fer fitumagnið venjulega að minnka og í desember sL var síldin 13—20% feit. Á síð asta ári hrást algerlega hinn venjulegi söltunartími, sum- ar og haust, sem kunnugt er. Þegar síldveiðin hófst um mánaðamót október- nóvember var síldin óvenju- smá — og óvenjumögur mið- að við árstíma. Eftir ógæftirn ar í desember fór affur aS veiðast, þá undir Jökli. Sú síld var yfirleitt 10—16% að fitumagni, eða mun horaðrí en síldin, sem veiðist nú við Garðskaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.