Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 20. janúar 1961 iMORGUNBLAÐIÐ 23 Sáttanefnd SÞ vill hitta Lumumba Vaxandi hœtfa aárdsum á hvíta menn 'Leopoldville, 19. jan. (Reuter) SÁTTANEFND SÞ í Kongó- málinu, sem komin er til Leopoldville, hefur ákvörð- un um það, að fyrsta hlut- verk hennar skuli vera að reyna að ná tali af Patrice Lumnmba, fyrrverandi for- Eætisráðherra landsins. ! i Slíkt getur orðið erfitt, því að Lumumba er nú fangi skæðasta fjandmanns síns, Moise Tsjombes, einhvers- staðar í Katanga. Flugufregnir herma, að Lumuba sé geymdur í aðal- fangelsi Katanga-héraðs í bænum Jadotville um 100 km frá Elisabethville. BABSMfÐ I FLUGVÉL, Talsmaður gæzluliðs SÞ í Kat önga, sem var viðstaddur komu Lumumfoas til Elisafoetfoville hef Ur staðfest að Lumumba hafi verið mjög iila leikinn. Hefðu verið sýnileg merki á andliti foans um illa meðferð, áverka og foólgur. Talsmaðuirinn álítur, af verksumimerkjunum, að Lum- umba foafi verið barinn í fanga- flugvélinni á leið til Elisabeth- ville. Hinsvegar segir hann það ranghermi, að til barsmíða hafi komið á flugvellinum í Elisa- foethviile. Hann ber það og til foaka, að annar af meðföngum Lumumlbas hafi látið lífið í flug- vélinni. FULLTRÚAR AFRÍKU OG ASÍU ' 1 sáttanefnd SÞ sem nú er komin til Kongó sitja ellefu full- trúar frá eftirtöldum ríkjum í 'Asíu og Afríku: Nígeríu, Gfoana, Líberíu, Bþíóipiu, Senegal, Súd- »n, Túnis, Marokko, Indlandi, Pakistan og Malaja. i ■ Formaður nefndarinnar Waoh- uku frá Nigeríu segir, að nefnd- in muni fyrst fljúga til Elisa- foethviile og fara þess á leit við héraðsstjórn Katanga, að fá að tala við hinn fræga fanga. Síðan foyggst foún fljúga til Stanley- ville, Luluabourg og Bakwanga ©g er ætlim hennar að ræða við cem flesta stjómmálaleiðtoga Kongó til að þreifa fyrir um sættir I foinum hörmulegu inn- anlandsdeilum sem riðið hafa yfir þetta nýstofnaða ríki. Áætl- að er að för nefndarinnar taki eina viku. — Sildin Framh. af bls. 24. coru það þessir bátar: Böðvar 600, Höfrungur 1600, Reynir og Sigurfari sprengdu nætur sínar. Hingað til Reykjavíkur var von é Ársæli Sigurðssyni laust fyrir miðnætti með síldarfarm. Á veiði svæðinu var kominn kaldi og laust fyrir miðnætti gátu bátarn- ir ekki kastað. Þessir bátar lönduðu milli kl. 7 á fimmtudag til klukkan 7 í gærkvöldi, — föstudag: Álftanes 400, Ársæll Sigurðs- son 1900 (2 landanir), Auðunn 1000, Auður 600, Böðvar 700, Eld foorg 2400 (2 landanir), Eldey > 1000, Faxaborg 1100, Guðmundur : Þórðarson 1500, Heiðrún 1000, [ Hafrún 200, Huginn 800, Höfrung Ur 2100 (2 landanir), Jón Garðar 800, Keilir 500, Reynir 1100, Rifs nes 1330, Sigurður, Sigluf. 400, : Sigurður Ak 1000, Sigurvon 650, \ Sveinn Guðmundsson 1500 (2 landanir), Steinunn gamla 700, Stuðlaberg 1100, Sæljón 650, Sæ- íari 450, Víðir II. 3000 (2 landan- Sr), Vöggur 1300 (2 landanir), Bergvík 500, Ásgeir 450, ÁmA Geir 1000, Gjafar 1500. _ ^ VAXANDI HÆTTA Herstjórn Sí> í Kongó segir, að fangaflutningurinn hafi ýft sár- in og hættan foafi vaxið á árás- urn á fovita menn í landinu. Hún tilkynnir, að herlið SÞ í Stanley- ville foafi verið beðið að vera við öllu búið, enda virðast æs- ingar meðal svertingjanna í þessu höfuðvirki Lumumibas. Lausafregnir frá héraðinu Kivu í Mið-Kbngó herma að upp lausn sé í liði Lumumba-manna á þeim slóðum. Hafi herforingj- ar misst stjórn yfir óbreyttum hermönnum, em fari um með ránum og ofbeldiverkum. ^ Viscount-vélar stöðvaðar NÝJÁ-DELHI 19. jan. (Reuter). — Ríkisflugfélag Indlands hefur ákveðið að stöðva eða „gránda“ eins og það er kallað á flug- mannamáli tíu Viscount flúgvél- ar sem það á, eftir að þrjár ör- smáar sprungur fundust á einni þeirra. Talsmaður félagsins segir, að sprungur þessar séu srvo örlitlar, að þær sjáist alls ekki með ber- um augum og jafnvel sjáist þær ekki með röntgentækjum. Þær fundust með sérstökum hljóð- bylgjutækjum, sem sérfræðing- ar Vickers Armstrong flugvéla- vertksmiðjanna nota til að leita að málmsteypugöllum. Allar flugvélarnar tíu verða ýtarlega rannsakaðar áður en þær fá að halda áfram flugi. - Örfáir Framh. af bls. 3 Talið er að Kennedy muni taka upp nafnið „Shangri-La“ á ný. Menn úr landgöngusveitum flotans gæta bústaðarins og mun kostnaður við það eitt að gæta þess, að óviðkomandi ó- náði ekki forsetafjölskylduna, nema um 50 þús. dölum. Kostn aður við vernd fjölskyldunn- ar nemur alls um 1.1 millj. dala árlega. Gjafir allskonar, sem for- setanum eru sendar hvaðan- æva-að eru hið mesta vanda- mál. Kennedy hefur sagt, að foann muni hafna flestum gjöf um. En það kann að verða varasamt, því.að hafni stjórn- málamaður gjöf frá kjósenda kann sá hinn sami að snúast öndverður. • Trygg framtíð Þegar forsetinn lætur af embætti heldur hann áfram nokkrum hlunnindum. I lög- um frá 1958 er kveðið svo á, að sérhver fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna skuli svo lengi sem hann lifir fá 25 þús. dali árlega. I lögum þessum er einnig gert ráð fyrir, að hann hafi ókeypis skrifstofuhús- næði og starfsfólk. Eftir lát fyrrverandi forseta skal ekkju hans veitt 10 þús. dala eftir- laun árlega. Blaðafulltrúi Kennedys Pierre Salinger, skýrði frá því fyrir skömmu að Kennedy hefði selt öll hlutabréf er hann átti í einkafyrirtækjum en keypt í þeirra stað skuldabréf í fyrirtækjum sambands- stjórnarinnar, einstakra ríkja og bæja. Tilgangur foans með þessu er að koma í veg fyrir að eig- inhagsmunir hans geti haft nokkur áhrif á gerðir hans sem forseta Bandaríkjanna. Fafþeginn í sæti 1-D. í fyrsta sinn með farþegn- lEugvél FLUGVÉL nr. 612 frá Eastern Airlines var að lenda á Idlewild flugvellinum í New York. í sæti 1-D í flugvélinni sat að þessu sinni ungur maður, útitekinn mjög Og hraustlegur. Hann hefði getað verið hvaða ungur kaup- sýslumaður sem var, á leið heim frá Florida eftir velheppnaða viðskipta- og skemmtiferð. En sá sægur lögreglumanna, sem beið vélarinnar og þyrptist að, þegar þessi ungi maður klöngraðist nið ur úr henni, færði mönnum heim sanninn um að svo væri ekki. Enda var þar' kominn John F. Kennedy, hinn kjörni forseti Bandaríkjanna. Er þetta í fyrsta sinn, sem forseti eða kjörinn for- seti ferðast með venjulegri far- þegavél. Og ástæðan var sú, að þeir Frank Sinatra og Peter Law ford, mágur Kennedys, voru að nota einkaflugvél hans, Convair- flugvélina Caroline. r II • r f • r Ai Hjolm snu- ast aftur Rriissel, 19. jan (Reuter). HJÓLIN í verksmiðjum Belgíu fóru að snúast að nýju í dag, eft- ir 30 daga verkfall. Talsmaður belgísku stjórn|arinnar sagði í dag, að vinna væri nú almennt hafin í Belgíu. öfgamenn í verka lýðsfélögunum, aðallega í bæjun- um Charleroi, Liege og La Lou- viere reynt að treina verkföll- in. En verkalýðsfélögin í Charle- roi gáfu þó í dag út tilkynningu um að verkföllum skyldi aflétt. Voru námumenn að hverfa þar til vinnu sinnar. Vinna liggur hinsvegar enn niðri í stærstu verksmiðjum í Liege. En lausa- fregnir herma, að verkföllum ljúki þar um helgina. Belgisku járnbrautirnar fylgdu í dag venjulegum áætlunum. Ferðir þeirra trufluðust mjög í verkföllunum og kom oft til harðra átaka um ferðir þeirra milli starfsmanna úr sitt hvoru verkalýðssambandi þar sem aðr- ir voru í verkfalli, en hinir ekki. I óeirðum sem upp hafa komið vegna verkfalls þessa hafa nú 4 menn látið lífið og margir tugir hafa slasazt. Það er nú talið að kaþólski flokkurinn og jafnaðar- menn, þessir höfuðandstöðu- flokkar i undanförnum deilum foafi byrjað viðræður sín á milli, hvernig semja megi frið innan- lands og yfirhöfuð draga úr spennunni, Eldur í Eiffel- turni PARlS 19. jan. (Reuter) — 1 nótt kom upp eldur í Eiffel- turninum. Logaði hann í tvær klUkkustundir áður en slökkvi- liðar fengu kæft hann. Elkki var eldurinn magnaður. Hann kom upp í „stillösum", sem reistir höfðu verið fyrir málara, sem vioru að mála turngrindina. Tal- ið er að eldurinn foafi kviknað við rafmagns-skammihlaup. — Hann komst m. a. í málningar- kruíkkur. Þótti mönnum til- breyting að þessu, en engin hætta virtist því samfara. — Armstrong Frh. af bls. 1 starfa undir stjóm Pauj Reilly, framkvæmdastjórá listiðnaðarráðsins, og fær hann fremur lítið skrif- stofuherbergi á annarri hæð húss ráðsins. Hann er ráðinn til reynslu, eins og kallað er og fær fyrst um sinn engin Iaun. Margrét prinsessa, kona hans, hef- ur 15 þúsund sterlings- punda framlag frá ríkinu árlega. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsinu. S. 17752 Lögfræðistörf og eignaumsýsla Vantar íbúð 3 herb. íbúð með nýtízku þægindum óskast, sem fyrst. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt; „FO — 1280“. Vélbátur til sölu Höfum til sölu 17 lesta eikarbát í ágætu standi með nýja 160 ha G M dieselvél og nýjan dýptarmæli. Báturinn er búinn dragnótaspili og línuspili og er að öllu leyti mjög vel útbúin. Veiðarfæri geta fylgt. Höfum ennfremur til sölu vélbáta af ýmsum stærðum Austurstræti 10, 5. hæð símar 13428 og 24850. Byggíngarsamvinnufélag starfsmanna Reykjavíkurbt. J i Tilkynning Frestur til að sækja um lán hj,á, félaginu fyrir árið 1961 er til 15. febrúar n.k., ber því félagsmönnum að skila umsóknum sínum til*stjórnar félagsins fyrir þann tíma. Athugið, að eldri umsóknir bera að endurnýja. ! Stjóm B.F.S.R. Skrifstofur vorar verða lokaðar á morgun laugardag, vegna jarðarfarar Egils Thorarensen kaupfélags- stjóra. Samband ísl. Samvinnufélaga Móðir okkar og tengdamóðir INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR andaðist að Landakotsspítala 19. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Jóhann V. Jónsson, Kristrún Kristjánsdóttir Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir ÞÓRHALLUR VILHJÁLMSSON sem andaðist í Landsspítalanum þann 15. þ.m. verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, laugard. 21. þ.m. kl. 2 e.h. Sigríður Jónsdóttir, Birgir Þórhallsson, Anna S. Snorradóttir, Guðbjörg Þórhallsdóttir, Vilhjálmur Þórhallsson, Sigríður Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.