Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. januar 1961 M ORGU TS BLAÐIÐ u Hásetarnir á Guðmundi Þórðarsyni taka til óspilltra málanna. (Ljósm.: Sv. Þ.) og er byrjuð aftur inni á Kirkjusandi. Ljósmynd: Sveinn Þormáðsson. „... Þá hefði engin vinna verið hér" ÞEGAR sildarhrotan byrjaði alveg óvænt nú í vikunni, voru margar söltiunarstöðvarn ar hættar. Nú er allt í fullum grang'l & Akranesl og saltend-_ unum í Reykjavík fjölgar aft- ur. f gær kepptust síldarstúlk urnar við að salta hjá Síldar- útvegsnefnd vestur í Bæjarút- 1 gerðarhúsunum hjá Júpiter og Marz innl á Kirkjusandi, hjá ' Fálma Pálmasyni ái Gelgju- tanga við Elliðaárvog, tuttugu manns byrjaði að saita hjá fs- birninum ki. 8 í gærkvöldi og ætlaði að salta i alla nótt og einnig stóð til að byrjað yrði hjá Sveinbimi Einarssyni. \ Fréttamaður blaðsins leit I gær inn 1 söltunarsalinn á Kirkjusandi, og hafði næstum 1 steypzt ofan í tunnuna, sem verið var að aka frá einni 6Íldarstúlkunni, um leið og kvittunarmerkinu var stungið í stígvélið hennar. — Við gef- um okkur ekki tíma til að telja, sagði hún, þegar hún var innt eftir því hve margar tunnur hún væri búin með. Þó gizkaði hún á að í félagi við aðra hefði l>:n saltað í 25 tunnur frá því þessi hrota byrjaði. Fyrir söltun á milli- ííld ,eins og þarna var, fá stúlkurnar rúmar 40 kr. á tunnuna. f 28 manng unnu við söltun þarna á Kirkjusandi og sagði j Verkstjórinn Bragi Björnsson, að búið væri að salta í 400 j tunnur. Væri síldin ekki alveg eins feit og daginn áður. f í öðrum sal unnu 70 manns að l frystingu á síld — og voru að j ljúka við að ganga frá þeim j 1250 tunnum, sem keyptar voru inn daginn áðnr. Stóð til að taka aðrar 1000 tuimur í gærkvöldi. — Ef síldin hefði ekki komið, ja, þá hefði eng- in vinna verið hér sagði Mark ús Einarsson, verkstjóri. f FRYSTIHÚSUNUM var líf og fjör, unnið fram á nótt. Allir í síld. — Einar Bergmann, verkstjóri í Sænska frystihúsinu, hef- ur ekki fengið svefnfrið. Hann er með annan fótinn á bryggjunni og hinn uppi í húsi. Einar hefur lengi fylgzt með síldinni í Faxa flóa og segir, að þetta sé sérstæð veiði, einsdæmi. ★ ★ ★ 1 — Það hefur verið þannig að undanförnu með Suður. landssíldina, að hún hefur leit að upp á Jökulgrunn frá apríl fram í aeptember, sjálfsagt að leita að hrygningarstað. Og finni hún svo réttu skil- yrðin, næga átu og hæfilegt hitastig, heldur síldin kyrru fyrir — og fitar sig. En svo kemur önnur ganga á sömu slóðír á?ur en hin fyrri er far- in, Þetta er e.t.v. grindlhoruð síld og blandast þá allt saman og við segjum, að síldin sé „misjöfn'*. — Mikið af þessari síld, sem þeir eru að veiða núna er sjálf sagt haustgotsíld, sem er seint á ferðinni, eða vorgotssíld, sem kemur óvenjusnemma. Eg hef athugað þessa sild og af því, sem við höfum fengið nálgast 30—40% að vera svip að Norðurlandssíldinni. ★ ★ ★ — Síldin þarna undan Garð skaga er mjög blönduð, það sést bezt á því, að sumar eru komnar að því að hrygna, aðr ar nýbúnar að hrygna og enn annar flokkurinn hefur hrygnt fyrir nokkru' — og er farinn að safna fitu á ný. Ég hef ver- ið að athuga þetta að gamni mínu, eins og ég geri alltaf. Mér virðast hlutföllin jafnvel misjöfn eftir förmum. ★ ★ ★ — Þetta er vafalaust bezta síldin á haustinu, enda þótt hún sé misjöfn. En hvað þetta getur gengið lengi, því getur víst enginn spáð. Hins vegar er þessi síld alveg tóm, þ.e.a.s. í henni er engin áta svo að ekki virðist hún hafa of mikið æti. Það gæti bent til þess að hún yrði ekki lengi. Hún er styggari og heldur ekki lengi kyrru fyrir að jafn aði. En auðvitað fer þetta líka eftir hitastiginu í sjón- um og fleiru. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar, að við getum e.t.v. átt von á nokkrum slíkum göngum, tveimur eða þremur, sem koma skyndilega og hverfa svo. ★ ★ Einar fer inn í síldina. Ljósmynd: Sveinn Þormóðsson. Háfuðu utan við nótina MIKIÐ var um að vera í höfninni í gær. Síldar- skipin komu eitt af öðru með góðan afla, sum sökkhlaðin úr' annarri veiðiförinni sama sólar- hringinn. Mikill mann- fjöldi hópaðist niður á togarahryggju þar sem síldinni var skipað upp. Eftirvænting og ánægja speglaðist í hverju andliti: „Loksins“, sögðu menn hver við annan. „Vonandi verður eitthvað framhald á þessu“. Auðunn var að Iosa í Þor. móð goða, þegar Guðm. Þórð, arson skreið að bryggjunni og síðan fylgdu Heiðrún og Rifsnes í kjölfarið. Hásetarnir stóðu flestir frammi á hval- bak meðan lagzt var upp að byrggjunni og bundið. Síðan stikluðu þeir á plönkum aftur eftir — yfir síldarbynginn. Allir bátarnir voru borð- stokkafullir og hásetarnir eft- ir því ánægðir. Þeir hafa ekki sofið nema 2—3 tíma síðustu tvo sólar- hringana. En hvað gerir það til. Hlutur þeirra á Guðmundi Þórðarsyni er orðinn 100 þús- und á haustvertíðinni — og áfram verður haldið, dag og nótt, því 100 þúsund krónur er ekkert endanlegt takmark hjá sjómönnum, þegar „vit. laus" síld er annars vegar. Haraldur Ágústsson, skip- stjóri á Guðmundi, giskaði á 1500 tunnur. Klukkan 8 í fyrrakvöld kom hann með 1400 tunnur fór aftur þegar búið var að losa og kom strax í síldarhnappinn — og eftir þrjá tíma var Guðmundur Þórðar- son enn á leið til hafnar. — Þetta Virðist vera einn kökkur, frá yfirborði og niður í botn — á 50—60 faðma dýpi. Mér virðist hún á takmörk- uðu svæði — a.m.k. voru 20 -—30 bátar svo að segja á sama blettinum, þegar við fórum. En þetta er mikil síld, þó misjöfn að fitu og stærð. ★ ★ ★ Vart voru liðnar fimm mín. útur frá því að Guðmundur lagðist að bryggju þar til far- ið var að skipa upp. Hásetarn ir röðuðu sér í kring um máL in og rösklega var unnið. Það gat oltið á klukkutíma hvort þeir næðu i meiri síld fyrir bræluna, sem veðurstofan spáði síðdegis í gær. þetta voru einbeittir piltar og óð- um grynnkaði á þilfarinu. Heiðrún lagðist fyrir aftan Guðmund. Þar er skipstjóri Benedikt bróðir Haraldar. Benedikt gizkaði á 100 tunnur og matsveinninn hljóp við fót í land til að draga björg í bú. „Nei, við étum sko ekki síld“, sagði hann. „En við vorum heppnir að sprengja ekki nótina í gær. Síldin var svo mikil í henni að nótin sökk og það flæddi yfir korkinn. En við vorum svo heppnir að hún óð beint á bátinn og við háfuðum bara upp úr sjónum — utan við nótina. Svo kom korkurinn aftur upp, þegar minnkaði í nótinni. Engin áta í síldinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.