Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 20. Janúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 — Kennedy Framh. af bls. 8 Hún varð til þess að hann hélt óvæntar og eftirminnilegar ræð- ur í öldungardeildinni um Indó- Kína og Alsír. I Hugsanlegt er að Kennedy sé að eðlisfari laus við tilfinninga semi. En það væri fjarstæða að ihalda að hann hafi ekki verið íknúinn áfram af einhverju innra afli. Hann ákvað það fyrir löngu að bjóða sig fram til forseta-kjörs og hefur síðan keppt að því marki með ótrúlegum krafti og viljaorku. , , » . i r Að aðstoð þeirri undanskil- lnni, sem hann hefur hlotið frá hinni glæstu Kennedy-ætt — þrem systrum og tveim bræðr- um, ásamt eiginmönnum þeirra og eiginkonum — hefur ekkert óvenjulegt verið við baráttuað- ferðir hans. Og hvað sem, hver og einn þeirra hefur gert, hefur herra Kennedy gert tíu sinnum meira sjálfur. McCarthy Það eru dökkir blettir í sögu Kennedys, enginn þó dekkri en frá árinu 1954, þegar honum auðnaðist ekki að sameinast meirihluta nefndar bandarísku öldungardeildarinnar um að víta McCarthy þingmann. Kennedy var þá í sjúkrahúsi, en jafnvel frjálslyndir menn í Bandarikjun um hafa fáir fengizt til að við- urkenna það sem næga afsökun. Síðan hefur hann' veitt vítunum takmarkaðan stuðning. í) Þeir, sem telja að enginn hafi getað verið McCarthy hollur og itrúr, ættu að lesa frásögn Ric- hards Riveres, þar sem hann seg ir m.a.: „Það voru til menn róm- versk-kaþólskrar trúar, einkum af írskum uppruna, sem sáu í þessum herskáa íra eldheitan hefnara eigin lítillækkunar þeirra og gátu ekki trúað því að gagnrýnin, sem hann vakti, byggðist á öðru en kirkju hans og nafni. Þessum og mörgum fleirum, var hann tákn og í- mynd uppreisnar“. Óskipt vald forseta Erfitt er að trúa því að þetta hafi nokkurntíma verið skoðun Kennedys. En hann hlýtur að hafa vitað að þetta var álit margra vina hans á McCarthy. Og eins og hann sjálfur orðaði það einu sinni, hvernig gat hann „hrópaði" gegn manni, sem fáðir hans hafði stutt og bróðir hans tinnið með? Það heldur samt á- fram að vera illskiljanleg stað- reynd, að Kennedy hefur ekki látið það, sem margir töldu þjóð- nrmein, hræða sig til að varpa frá sér hollustuhöftunum. i Kennedy ætlar sér vissulega að verða húsbóndinn, þegar í for- fetastólinn kemur. „Forsetinn get tir ekki skipt valdi sínu, getur ekki falið öðrum það. Hann einn er stjórnandi ríkisins", hefur hann sagt. Sumum kann að virð- *ist sem þessi skoðun hans komd herlega fram í ráðherravali Kennedys og sérstaklega er hann hafnaði Adlai Stevenson sem ráð h.erra. I.eiðréttingar heima fyrir Flestir vænta þess að hið nýja kjörtímabil verði upphaf lagfær- lnga og leiðréttinga heima fyrir. Þar verði reynt að draga úr þjóð- félagsvandamálum eins og kyn- þáttaofsöknum og lélegum lífs- fkilyrðum íbúa ákveðinna svæða. „Ef okkur skortir meðaumkvun og vorkunnsemi gagnvart þeim, fem sjúkir eru og gamlir hér heima“, hefur Kennedy sagt, „þá getum við ekki sýnt sannfærandi meðaumkvun og vorkunnsemi í öðrum löndum. Ef ekki sérhver íbúi Bandaríkjanna nýtur mann- legrar virðingar og mannlegs féttar, munu menn í öðrum lönd um og af öðrum kynþáttum taka xnálsvörn okkar fyrir lýðræðinu xneð tortryggni og afskiptaleysi. Annað af fyrstu verkefnum nýja forsetans verður að efla hernað- arstyrk Bandaríkjanna og kjarn- orkuvopn, þannig að „óskynsam- legt“ verði fyrir Sovétríkin að láta sér stríð til hugar koma. I nokkrum stjórnmálalegum atriðum — eins og til dæmis hverja eigi að styðja í Alsír og Suður-Afríku og hvernig eigi að snúast í Kongó-málinu — verða Bandaríkin endanlega að ákveðá hvorn kostinn þau eigi að velja; þann, sem brýtur í bága við hags- muni voldugra ríkja Vestur- Evrópu, eða hinn, sem er and- stæður stefnu öflugra Afríku og Asíuríkja. í Öðrum málum — eins og því hvort vestur þýzki herinn skuli fá kjarnorkuvopn — er annars vegar um að velja hags munamál Vestur-Evrópu og hins- vegar möguleika á sovét-banda- rískum afvopnunarsáttmála. •f Vonin getiur rætzt 1 “ ’ Enn sem komið er hefur Kenne dy ekkert látið uppi um það hvernig hann hyggst leysa þessi vandamál og væri það hvatvísi að spá nokkru þar um. Margir áhrifamiklir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum, sem studdu sir Anthony Eden í Suezdeilunni, telja hervæðingarstefnu Eisen- howers hafa verið mjög ranga vegna þess eins að hún hafi ver. ið of veik. Álíta þessir menn að viðurkenning á úrskurðum Sam- einuðu þjóðanna sé eftirgjöf á ábyrgð. Ýmislegt á eftir að koma fram varðandi Kennedy sem stjórn- málamann og sem mann. Það, að hann getur á margan hátt kom- ið mönnum að óvörum, ætti hvorki að færa honum til lofs né lasts. En hver og einn hlýtur að bera þá von í brjósti að Kennedy muni reynast jafn vitur maður og hann hefur nú þegar reynzt vera ötull og framtakssamur — og sú von getur rætzt. í I t t (Observer). Jí ’ i-S SÖU8FJB LABOR IPilÍPlSir ^®gf| ■uL , Jm ■KÉ ^ass dlLLON fii§3 STÁTB ' S TRKASURY Ragnhildur Péturs- dóttir — Minning RAGNHILDUR Pétursdóttir á Háteigi, vinkona mín, er látin. Ragnhildur, sem reyndist mér sannur vinur sem ég bæði virti og elskaði, þau 11 ár, sem ég átti heima hjá þeim ágætu hjónum, Halldóri skipstjóra og Ragnhildi. — Ævinlega var mér fylgt úr hlaði á mínum mörgu ferða- Ragnhíldur Pétursdóttir í æsku. reisum með blessunaróskum og blíðu brosi, og viðtökurnar þeg- ar heim kom, voru þær sömu. Það brást aldrei. Það er orðið langt síðan við Ragnhildur kynntumst fyrst. — Arið 1905 kom hún til Noregs til húsmæðraskólanáms. — Eg var þá kennari við barnaskóla Moss- bæjar á Austfold, þar var Ragn- íhildur hjá okkur mæðgum með- an hún beið eftir skólavist. Eftir fráfall móður minnar, 1924, og til ársins 1935, að ég fór til veturvistar til skiptis í fjórðungunum, átti ég heimili á Háteigi, sem þá var talið uppi í sveit, svo að segja, nú komið inn í miðjan bæ. — Heimilið var glaðvært. frjálslegt og skemmti- iegt. Blessaðar dæturnar þrjár urðu virktavinir og góðir félag- ■sr. Þetta var líka sveitaheimili að sönnu: Stórt tún og 10 kýr í fjósi. — Húsfreyjan lét fáa daga hjá líða að koma í fjósið, fylgdist með öllu, mjólkaði líka oft með fjósamanninum. Einhverntíma var líka bezta mjólkurkýr lands- ins í fjósi Ragnhildar. — Og inni var unnið: Spunnið, saumað, ofið og litað. Bæði skildu þau merku og góðu hjón það, hve mikils virði heimilisiðnaðurinn er fyrir land og þjóð. Búa að sínu er landi og þjóð til nytsemdar. — Þar var og guðsorð og góðir siðir, bæn og þakkargerð í heiðri haft. Háteigur stendur hátt, útsýnið, vítt til hafsins og jökulsins, var yndisfagurt. Engeyjan fagra blasir víð, iðgræn sem smaragð- ur, í bláum feldi. — Hún blasti við úr vesturgluggunum, og þangað býzt ég við að Ragnhild- ur hafi horft á morgni hverjum og heilsað eyjunni sinni, þar sem hún ólst upp við mikið ástríki og mikil og fjölbreytt störf á landi og legi. — Að þeim áhrifum hef- ur hún búið alla ævi, þjóðlegum, hollum og blessunarríkum. — Einnig m;nnist hún oft umferða- kennslu sinnar á Suðurlandi eftir veru sína erlendis. — Sú kynning af sveitum og sveitalífi var henni mikils virði og ógleym- anieg. Þá var hún og, eftir umferða- kennsluna hjá Búnaðarfélaginu starfandi kennari við húsmæðra- deild Kvennaskólans í Reykja- vík. Eftir að þau Háteigshjón keyptu ,,Húsið“ á Eyrarbakka, hófst ný starfsemi og miklar framkvæmdir: Endurbætur og garðyrkja, jafnvel vefnaður. Þegar ég fluttist burt frá Há- teigi, var svo umsamið hjá okkur vinkonunum, að ég kæmi í heim- sókn og dveldi mánaðartíma ár hvert. — Þessari reglu höfum við fylgt þessi 25 ár, og mér jafnan tekið þar opnum örmum. Gestrisni var framúrskarandi hjá þeim Háteigshjónum. Þannig kynntust þau fjölda fólks um land allt, og urðu fróð um hagi almennings. — Ragnhildur á vini um land allt, enda ferðakona, reiðkona mikil framan af æyi. —• Hún las mikið og fylgdist þannig með hag lands og þjóðar. Var og vel minnug. Ragmhildur lét sér ekki nægja að vinna að búskap og heimilis- iðnaði. Hún starfaði mikið að félagsmálum: Atti mestan og beztan þátt í stofnun og starf- rækslu Húsmæðraskóla Reykja- víkur, og í stjórn skólans, ein'nig að stofnun Kvenfélagasambands Islands, og var formaður þess sambands um fjölda ára. — Þá var hún gjaldkeri og gestgjafi Sambands íslenzkra heimilisfé- laga öll árin sem það starfaði. Og nú síðast varð sú hugmynd hennar að veruleika, að ofin var mynd af Ingólfi Arnarsyni, land- námsmanni. — Myndin á að prýða Ráðhús Reykjavíkur, þeg- ar það rís af grunni. Fyrir at- beina og áhuga Ragnhildar, sam einast reykvísk lcvenfélög um þessa veglegu gj úl'. Oft var hent gaman að öllu mínu ferðastússi. — Varð þá Ragnhildi eitt sinn að orði: Dóa lætur sig ekki muna um það að koma suður til að sjá sýninguna hennar frú Engelstad, hinar norsku. — En þar brást þér boga listin, vinkona. Dóa kom ekki, enda nýkomin flugleiðis að sunn an. En nú er hún komin að fylgja þér síðasta spölinn, elskan mín, hverjum er það líka skyldara. Og enn er ég sezt að á Háteign. um okkar gamla góða, þar sem ekkert vantar nema 'heimilis. prýðina, höfuðprýðina. En nú ert þú farin, laus við kröm og kvöl. Fagnað af Guði þínum og gömlum Engeyingum, ástvinum þínum. Til eyjarinnar fögru varð þér löngum litið, og hjá ástvinunum góðu dvaldi hugur þinn löng. um. . Við samfögnum' þér. ' Halldóra Bjarnadóttir. Fjölmenn jarðarför STYKKISHÓLMI, 18. jan. — f dag fór fram í Stykkishólmi jarð arför Péturs ívarssonar frá Ökr- um, en hann andaðist hinn 12. þ.m. rúmlega 75 ára að aldri, fæddur 18. maí 1884 að Ási við Stykkishólm. Hér dvaldist hann mestan aldur sinn. Hann var starfssamur maður, kom sér alls staðar vel, drenglyndur og fá- skiptinn um annarra hagi. Kvænt ur var hann Jóhönnu Jóhanns- dóttur Jónassonar bónda í Öxn- ey. Lifir hún mann sinn. Fjölmenni var við jarðarför- ina. --- Fréttaritari. Eigenáaskipti á Stykkishólms- bíói STYKKISHÓLMI, 18. jan. — Stykkishólmsbíó hefur nú skipt um eigendur. Magnús Sigurðsson og Sigurður Sigurgeirsson, sem hafa rekið það und'anfarin 14 ár, hafa nú látið af störfum og selt Haraldi Jónassyni og Ágúst Sig- urðssyni bíóið, og tóku þeir við rekstri þess 7. þ.m. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.