Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 1
24 síður ULL Lagadeild Háskólans staðfestir þann aug- Ijósa skilning, að Bret- ar viðurkenna 12 mílur I ÞINGRÆÐU í gærkvöldi vék Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra að deilum þeim, sem — þótt ótrúlegt megi virðast — hafa sprott- ið um skilning á því ákvæði samkomulagsins við Breta, þar sem þeir viðurkenna 12 mílurnar. Gat ráðherrann þess, að hann hefði af þessu tilefni óskað umsagnar laga- deildar Háskólans um skiln- ings þessa ákvæðis. Las hann síðan svarhréf deildarinnar, en niðurstaða þess er alveg ótvíræð. Þar segir „að fram- angreint orðalag feli efnis- lega I sér viðurkenningu brezku ríkisstjórnarinnar á 12 mílna fiskveiðilögsögu um hverfis ísland, ef fiskveiði- deilan verður leyst með þess um hætti“. Hér fer á eftir bréf lagadeildarinnar í heild: HASKÖLI ISLANDS Laga- og viðskiptadeild Reykjavík, 6. marz 1961. Með bréfi, dags. í dag, hafið þér, hæstvirtur dómsmálaráð- herra, óskað álits lagadeildar á því, „hvort brezka ríkisstjómin viðurkennj 12 mílna fiskveiðilög- sögu umhverfis tslands, ef hún fellst á þá lausn fiskveiðideil- unnar, sem ráðgerð er í tillögu til þingsályktunar um það efni á þskj. 428 . . . .“ Prófessor Ólaf- ur Jóhannesson óskaði ekki að taka þátt í meðferð málsins í deildinni, með því að hann á sæti á Alþingi, og prófessorar Danir fúsir Kaupmannahöfn, 6. marz (Frá fréttaritara Mbl.). — BLAÐIÐ Aalborg Stiftstid- ende í Álaborg birti á laugar- daginn stutta ritstjórnargrein um handritamálið. Blaðiff segir, aff sú skoffun breiffist út í Danmörku upp á síðkastið, aff Danir geti ekki veriff þekktir fyrir annaff en að afhenda íslendingum hin fomu handrit. Þar skipti engu máli lagalegur réttur. Þá segist blaffiff vona, aff ís- lendingar endumýi formlega óskir sínar um aff fá handritin heim, — þá muni Danir verffa viff þeim óskum, — þaff sé eina hugsanlega lausnin á þessari löngu og leiffinlegu deilu. £ viðskiptafræðum hafa heldur fjallað um það. 1 upphafi þykir rétt að taka fram, að deildin hefir einskorðað athugun sína við 1. tölulið 1. málsgreinar í orðsendingu utan- ríkisráðherra íslands til utan- ríkisráðherra Bretlands, en þar segir svo: „Ríkisstjóm Bretlands falli frá mótmælum sínum gegn tólf mílna fiskveiðilögsögu umhverf- Framh. á bls. 23 Hin nýkjörna stjórn IÐJU, félags verksmiffjufólks í Reykjavík. Frá vinstri: Ingibjörg Árna- dóttir, gjaldkeri, Guffmundur Jónsson, meffstjórnandi, Þorvaldur Á. Eiriksson, varaformaður, Guffjón Sv. Sigurffsson, formaffur, Ingimundur Erlendsson, ritari, og Jóna Magnúsdóttir, meff- stjórnandi. — Á myndina vantar Stein I. Jóhannsson, meðstjórnenda. Lýðræðissinnar unnu stórsigur í löju Bandalag kommúnista og Framsókn- ar fór mikla hrakför Svar verksmiðjufólksins við verkfalla- stefnu kommúnista ÚRSLIT stjórnarkosninganna í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík urðu stórkostlegur sigur lýðræðissinna í félag- inu. Þeir juku fylgi sitt um 20% og hlutu 819 atkvæði. Bandalag kommúnista og Framsóknarmanna undir forystu Moskvakommúnistans Björns Bjarnasonar fór hins vegar mikla hrakför í kosningunni. Enda þótt flokksvélum komm- únistaflokksins og Framsóknarflokksins væri beitt til hins ýtrasta um langan tíma til þess að ná fylgi Iðjufélaga, urðu eftirtekjurnar rýrar, Hinn sameiginlegi listi þeirra hlaut 594 atkvæði. Fimm atkvæðaseðlar voru auðir og ógildir. Svar verksmiffjufólksins Þessi úrslit kosninganna í Iðju eru ótvírætt svar verk- smiðjufólksins í Reykjavík við verkfallsstefnu kommúnista og Framsóknarmanna. Fólkið er andvígt hinum pólitísku verk- föllum og kýs raunverulegar kjarabætur án verkfalla. Stjórn lýðræðissinna í Iðju hefur á undanförnum árum komið fram ýmsum mikilsvérðum hagsbótum til handa verksmiðjufólkinu ón verkfalla. Hún lýsti því yfir í kosningabaráttunni að hún myndi halda þeirri stefnu á- fram. Það er sú stefna, sem verksmiðjufólkið hefur nú vott- að traust sitt á glæsilegan hátt. Kosningaúrslitin sl. haust og nú Sl. haust, þegar Iðja kaus full trúa á þing Alþýðusambands íslands hlaut listi lýðræðissinna, B-listinn 682 atkvæði. 1 stjórnar- kosningunum um síðustu helgi vegar 819 atkvæði. Lýðræðissinn ar bættu þannig við sig 137 at- kvæðum frá sl. hausti. Bandalag kommúnista og Framsóknar, A-listinn, hlaut hins vegar 559 atkvæði sl. haust, en 594 atkvæði í stjórn- arkosningunni nú. Bandalagið bætti því aðeins við sig 35 atkv. Úrslit þessarar stjórnarkosn ingar í Iffju eru tvímælalaust einn glæsilegasti sigur, sem lýffræffissinnar hafa unnið í þessu stærsta félagi iðnverka fólks í landinu. Vonbrigffi niffurrifsbandalagsins Kommúnistar og Framsókn lögðu höfuðáherzlu á kosning- una í Iðju, þar sem þeir ætl- uðust til að hún sýndi andúð verksmiðjufólksins og almenn- ings í Reykjavík á efnahagsmála stefnu ríkisstjómarinar og við- leitni hennar til þess að leysa fiskveiðideiluna við Breta. En hlaut listi lýðræðissinna hinsniðurrifsbandalagið hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum. Kosn- ingaúrslitin sýna vaxandi traust fólksins á rikisstjórninni og við- reisnarstefnu hennar, og eindreg inn skilning á hinni hagkvæmu lausn fiskveiðideilunnar, sem ríksstjórnin hefur beitt sér fyrir. I ritstjórnargreinum blaffsins i dag er annars rætt um lærdóm þann, sem draga má af þessum kosningaúrslitum. Stjórn Iffju Hin nýja stjórn Iðju er þann ig skipuff: Formaffur Guffjón Sv. Sigurffs- son, varaformaður Þorvarður Áki Eiríksson, ritari Ingimund- ur Erlendsson, gjaldkeri Ingi- björg Arnórsdóttir og meffstjóm endur Jóna Magnúsdóttir, Steinn Ingi Jóhannesson og Guðmund- ur Jónsson. Varastjórn Þorvaldur Ólafs- son, Klara Georgsdóttir, Ingólf- ur Jónasson. Endurskoðendur voru kjörnir Eyjólfur Davíffsson og Sigurffur Valdimarsson. Varaendurskoff- andi var kjörinn Halldór Christ ensen. Málbnf STJÓRNARANDSTÆÐING- AR héldu uppi miklu málþófi allt frá því að þingfundur hófst eftir hádegi í gærdag. Var fundi ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun kl. 2 í nótt, og var búizt við, að þing fundur stæði langt fram eftir nóttu. Framsögum. meiri hluta ut anríkismálanefndar Jóhann Hafstein, fylgdi áliti meiri hlutans úr hlaði við upphaf þingfundar í gærdag, og er efni ræðu hans rakið á bls. 8. Þá flutti Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra stutta ræðu í gærkvöldi, og er þeirr ar ræðu sömuleiðis getið á bls. 8. Engir aðrir stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar höfðu kvatt sér hljóðs, en hins vegar þuldu stjórnarand stæðingar hverja ræðuna af annarri, án þess að nokkuð nýtt kæmi fram í máli þeirra. Þakka rík- isstjórninni Á SÉDASTA fundi hreppsnefnd ar Njarövíkurhrepps, var gerff á lyktun varðandi lausn fiskveiffi deilunnar við Breta svo hljóff- andi. Hreppsnefnd Njarðvíkur- hrepps fagnar sigri í landhelgis máli íslendinga og þakkar rikis stjórn Islands fyrir örugga og ötula baráttu er leiddi til hina glæsilega sigurs". r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.