Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLÁÐIÐ Þriðjudagur 7. marz 196Í Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. VELJA VINNUFRIÐINN <$> í KOSNINGUM í launþega- félögum að undanförnu hafa kommúnistar hvarvetna farið hrakfarir, en lýðræðis- sinnar bætt við sig atkvæð- um. Eina undantekningin frá þessu er Dagsbrún, þar sem kommúnistar bættu við sig fleiri atkvæðum en lýðræðis- sinnar, en báðir juku þó nokkuð fylgi sitt. Fram að þessu hefur ef til vill mátt deila um það, hvað þessi þróun táknaði, en eftir úrslitin í Iðju, félagi verk- smiðjufólks verð^r ekki um það deilt, að launþegar hafa kosið kjarabótastefnu and- stætt verkfallastefnu komm- únista. Kosningarnar í launþega- samtökunum og einkum þó Iðju voru háðar undir kjör- orðinu, sem Morgunblaðið tók upp í haust: Kjarabætur án verkfalla, en ekki verkföll án kjarabóta. Launþegasam- tökin hafa svarað þannig, að ekki verður misskilið. Laun- þegar vilja ekki pólitísk verk föll, þeir vilja ekki brjóta niður heilbrigt efnahagslíf, en þeir krefjast þeirra kjara- bóta, sem bættur efnahagur fyrirtækja getur borið. SVAR VINNU- VEITENDA N þegar launþegar hafa tal að, eiga vinnuveitendur að láta til sín heyra. Launþegar hafa varpað fyrir borð aftur- haldsstefnu kommúnista, stefnu pólitískra verkfalla, sem ekki gátu leitt til kjara- bóta. Þeir hafa boðið vinnu- veitendum heiðarlegt sam- starf í þágu alþjóðar. Með hliðsjón af þessari staðreynd verða vinnuveitendur líka að taka upp nýja stefnu. Þegar í stað á að hefja við- ræður við þá að>ila í laun- þegasamtökunum, sem vilja heilbrigðar kjarabætur án verkfalla. Hitt skiptir ekki miklu máli að sitja á fund- um með þeim, sem hafa það eitt markmið að eyðileggja efnahag landsins og rýra kjör launþega og atvinnufyrir- tækja. Með heilbrigðu sam- starfi launþega og vinnuveit- enda er hægt að koma við margvíslegri vinnuhagræð- ingu, aukningu framleiðsl- unnar með meira ákvæðis- vinnufyrirkomulagi. Það á að rannsaka, hvort ekki sé heppi legt að hækka dagvinnukaup gegn því að lækka nokkuð yfirvinnukaup, athuga um vaktavinnufyrirkomulag o. s. frv. Samstarfsnefndir eiga að vinna að þessum málefnum og ber vinnuveitendum sið- ferðileg skylda eftir úrslit þessara kosninga til að leggja fram nægilegt fjármagn til þessara , rannsóknarstarfa. Vinnufriðurinn tryggir þeim aukinn afrakstur og í honum eiga launþegar réttmæta hlut deild, þegar þeir sýna fulla ábyrgð. Vitað er að atvinnufyrir- tæki eru illa stæð eftir lang- varandi óstjórn vinstri stefn- unnar. En einnig er vitað, að hagur þeirra mun skjótt batna í þjóðfélagi heilbrigðra efnahagsmála. 2—3% ár- leg aukning þjóðartekna er talin eðlileg, þar sem vel er á málum haldið og það er held ur ekki svo lítið, þegar hlið- sjón er af því höfð að kjara- bætur hafa raunverulega eng ar orðið hér í 15 ár. Af reynslunni ættu allir að vita, að 10 eða 15% launa- hækkanir mundu ekki þýða kjarabætur heldur raunveru- lega kjaraskerðingu, vegna þess samdráttar eða þá geng- isfellingar, ' sem í kjölfar fylgdi. En senn verður hægt að bæta kjörin jafnt og þétt eins og annars staðar er gert og á þeim kjarabótum á verkalýðurinn fullan rétt. SÆTTIR l/ÍÐA um heim eru alvar- T leg átök. Mest ber þar á styrjöldinni í Alsír og ógnun- um í Kongó. í báðum þessum Afríkuríkjum hillir þó loks undir sættir. Allir góðir menn hljóta að fagna því mjög, ef stjórnvizka de Gaulle leiðir nú loks til þess, að átökunum í Alsír Ijúki. Á sama hátt hljóta heiðarlegir menn að styðja viðleitni Sam einuðu þjóðanna og Hammar skjölds til þess að koma á friði og reglu í Kongó, en einnig þar benda nú ákveðn- ar líkur til þess að það muni loks takast. En á sama tíma og þess er krafizt hér upp á íslandi, að þessar alvarlegu deilur verði leystar, þá heyrast raddir um það, að við eigum að standa í hálfgildings styrjaldarátök- UIAN UR HEIMI Þjóöaratkvæði í Danmörku um kosningaaldurinn HINN 30. maí nk. ganga danskir kjósendur að kjör- borðinu í annað sinn á fá- um mánuðum — að þessu sinni til þess að skera úr um það, í hve ríkum mæli unga fólkið skuli hafa áhrif á stjórn landsins. Þjóðarat- kvæðagreiðslan, sem fram fer 30. maí, fjallar sem sé um það, hvort aldurstakmark ið til atkvæðisréttar við al- mennar kosningar skuli fært niður í 21 ár. • Fremur lítill áhugi Þetta mál hefir lengi verið til athugunar hjá ríkisstjórninni, en fyrir nokkru var ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það. — Það hefir vakið nokkra óánægju í sambandi við þessar fyrirhuguðu kosningar, að atkvæðisrétturinn er bundinn við núgildandi aldurstakmark við almennar þingkosningar, 23 ár — þ. e. hinir „ungu“ fá ekki að leggja sitt lóð á metaskálarn- ar. Hefir þetta nokkuð slævt á- huga fólks á kosningunum, svo að ekki er búizt við mjög al- mennri kjörsókn. — Stjómmála- félög æskufólks hafa að vonum barizt fyrir því að fá kosninga- aldurinn lækkaðan, og þau munu gera sitt til að vekja al- um við nágrannaþjóð okkar. Lausn landhelgisdeilunnar er okkur svo hagkvæm, að við þurfum þar engu að fórna en höfum allt að vinBa. Um leið og við krefjumst þess þess af öðrum, að allir fórni einhverju til þess að samkomulag geti náðst, eru til íslendingar, sem vilja ekki sættast á þá lausn, Sem færir okkur fullan sigur. í þessu sambandi er at- hyglisvert, að þeir sem stöð- ugt eru með friðarorð á vör- um og þykjast allra manna andsnúnastir ofbeldi og beit- ingu hervalds, ganga nú fram fyrir skjöldu og heimta ófrið- inn. Fremstar í flokki eru hinar „friðelskandi“ konur í samtökum sem nefna sig „Menningar- og frið>arsamtök kvenna“. í kjölfar þeirra fylgja svo samtök, sem kalla sig „Samtök hernámsandstæð inga“. Báðum þessum samtökum er auðvitað fjarstýrt frá Moskvu, en þó hélt maður að svo mikil hlyti sómatilfinn- ing þeirra að vera, eða þá skynsemi, ef menn vilja hafa það þannig, að þau opinber- uðu ekki ófrið>arvilja sinn jafn freklega og gert hefur verið í þessu máli. En gott er það að héðan í frá ætti enginn íslendingur að verða blekktur af friðarhjalinu. mennan áhuga á þjóðaratkvæða- greiðslunni í maí, hvernig sem það tekst. • Flestir flokkar fylgjandi Yfirleitt er gert ráð fyrir, að allmikill meirihluti kjósenda tjái sig fylgjandi því að kosninga- aldurinn verði færður niður í 21 ár, a. m. k. virðast stjórn- málaflokkarnir flestir, eSa þing- menn þeirra, vera því meðmælt- I I ! Spurt er, hvort j I lækka eigi kosn- | jingaaldurinn niður | I í 21 cár — en hinir | I „ungu“ íá ekki að | | greiða atkvæði. — | í Búizt við, að frum- j varpið verði samþykkt i ir. Þegar málið fyrst var rætt í þjóðþinginu, var því af flestum tekið vel, og við athugun og umræður, sem síðan hafa farið fram í nefndum, hefir komið í eftirtektarvert, einkum vegna þess, að eftir breytingu laganna, eru í þeim sérstök ákvæði, sem auðvelda skulu ríkisstjórninni að fá mikilvæg mál borin undir þjóðaratkvæði. En í framkvæmd hefir það sem sagt orðið þannig, að menn hafa veigrað sér við að notfæra sér þessi ákvæði lag- anna. — Hins vegar segir svo i grundvallarlögunum, þar sem rasðir um kosningafyrirkomulag og atkvæðisrétt, að konungur geti því aðeins staðfest laga- breytingar varðandi kosningaald urinn, að frumvarp þar að lút- andi hafi verið borið undir þjóð aratkvæði. í slíkum málum veit- ir stjórnarskráin sem sé enga undanþágu frá því að leita álits þjóðarinnar við almenna at- kvæðagreiðslu. • Sennilega samþykkt Nú eru lagaákvæði í þessu efni á þann veg, að til felling- ar viðkomandi frumvarps þarf einfaldur meirihluti þeirra, er þátt taka í þjóðaratkvæðagreiðsl unni, að greiða atkvæði gegn því. Þó verður sá meirihluti —. til þess að teljast gildur — að nema a. m. k. 30% allra at- kvæðisbærra manna, þeirra sem á kjörskrá eru. — Nú er það skoðun flestra, þar sem ekki er búizt við mjög mikilli þátttöku í atkvæðagreiðslunni í maí, og með tilliti til þess, hve frum- varpið um breytingu kosninga- aldursins virðist eiga miklu meirihlutafylgi að fagna innan pólitísku flokkanna á þingi, að öruggt megi telja að kosninga- aldur í Danmörku verði færður Gengið frá kjörklefunum fyrir kosningar. — Hinn 30. maí ganga Danir að kjörborðinu, í anhað sinn á nokkrum mán- uðum. Ijós, eð einungis Óháðir standa nokkurn veginn sem einn mað- ur gegn breytingu á kosninga- aldrinum. Jafnaðarmenn, Radi- kalar, íhaldsmenn og flokkur Aksels Larsen eru allir fylgj- andi því, að atkvæðisrétturinn verði framvegis bundinn við 21 árs aldur, En Vinstri eru ekki á eitt sáttir í málinu. — O — Ef kosningaaldrinum í Dan- mörku verður nú breytt, er það engan veginn í fyrsta skipti. — Samkvæmt grundvallarlögunum frá 1915 skyldi kosningaréttur til landsþingsins svonefnda (sem síðar var afnumið) miðast við 35 ára aldur, en 25 ára og eldri máttu kjósa til þjóðþingsins. Eft- ir samþykkt nýju stjómarskrár- laganna, árið 1953, var sam- þykkt, að almennur kosningarétt ur skyldi bundinn við 23 ára aldur. • Engin undanþága Atkvæðagreiðslan í lok maí nk. er fyrsta allsherjar-þjóðar- atkvæðagreiðslan, sem fram fer í Danmörku eftir gildistöku nýju stjórnskipulaganna. Það er all- niður í 21 ár, þrátt fyrir það, að hinir „ungu“ fá ekki að segja sitt álit. Hundroð hundrit Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn 4. marz ) BERLINGSKE Tidende minni )ir lesendur sína á, að Norð_( )menn muni krefjast i*ess að \fá, að minnsta kosti 100 hand/ fritum skilað úr Árnasafni, /ef íslendingum verða af-1 /hent sín handrit Norsku hand( )ritin eru einkum skjöl og laga( )handrit, sem eru Dönum ekkl( \ýkja mikilvaag. Ilinsvegar, (hefur Jörgen Jörgensen,) ' menntamáilajiðherra áður' /hafnað óformlegum ósk u m( ) Norðmanna um afhendingu :ssara handrita, þar sem( Khún hefði hreyft of snemma, (við islenzka handritamálinu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.