Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 2
M 2 M ORGZJ y BL AÐlb Þriðjudagur 7. marz 1961 4 Tillaga um uppsögn fiskveibisamnings TORSHAVN 6. marz (Frá fréttaritara Mbl.) ÞJóðveldisflokkurinn færeyski hefur lagt fram tillögu á Lög- þinginu um að dönsku ríkis- stjórninni verði tilkynnt að Fær eyingar krefjist þess, að dansk- enska sáttmálanum frá 27. apríl 1959 verði sagt upp ekki síðar en 27. apríl 1962 svo hann falli úr gildi 27. apríl 1963. Það fylgir einnig með í tillög- Bændur meirn vit d lond- helginni SEYÐISFIRÐI, 6. marz. — Kommúnjstar og framsóknar- menn boðuðu til mótmæla- fundar hér vegna samkomu- lags við Breta um landhelgis málið. Slangur af fólki kom { á fundinn, sennilega hafa ver ið 40—50 manns eftir að bíó- sýningu lauk. Einar bóndj Björnsson í Mý nesi mætti og tók til máls. Hann sagði að bændur hefðu miklu meira vit á landhelgis- 1 málinu en fólk vjð sjávarsíð una. Bændur væru svo vanir að ver ja túnin síðan þau hefðu verið lítið stærri en þokkaleg ar svuntur. Þá þýddi ekki að láta rollwmar ganga í tún jnu. Auk þess Ias hann grein arkorn, sem hann hafði ein- hvern tíma skrifað í Tímann. í fundarlok var samþykkt / tillaga um mótmæli gegn J samningum með meiri hluta l atkvæða. Sveinn. I Veikur skipstjóri SEYÐISFIRÐI, 6. marz. Hingað kom í dag brezki togairinn ,,Dinas“ frá Fleetwood. Skipstjór inn var veikur og mun togarinn bíða hér þar til annar skipstjóri kemur í stað þess sjúka, sem ligg ur hér á spítala. —Sveinn unni, að lögþingið krefjist þess að óskert tólf mílna fiskveiði- landhelgi skuli gilda allt í kring um Færeyjar frá og með 27. apríl 1963. ★ Þá hefur Þjóðveldisflokkur- inn einnig lagt fram fyrirspurn til lögmanns, sem er svohljóð- andi: „Hvað er hæft í þeim fréttum sem birzt hafa í erlend- um blöðum að danska stjórnin sé búin að skuldbinda sig til að færeyska fiskveiðilandhelgin skuli fylgja þeirri norsku, þann- ig að hún sé 12 sjómílur, en Bretar eigi að hafa rétt til að veiða upp að sex mílna mörkun- um næstu 10 ár.“ ★ Fyrirspum þessi mun visa til ummæla í blaðinu Norges Hand- els og Sjöfartstidning 20. febrúar sl. Þar sem greint er frá því að danska stjórnin hafi tilkynnt brezku stjórninni með orðsend- ingu, að þær þjóðir sem eiga söguleg réttindi til fiskveiða við Færeyjar og Grænland skuli fá að veiða næstu tíu ár upp að sex mílna markinu við þessi lönd. Málfundur Heimdallar í KVÖLD verður í Valhöll v/Suðurgötu haldinn málfundur á vegum Heimdallar, F.U.S. Um- ræðuefnið verður: Vandamál Afríku. Á s.l. hausti efndi félagið til námskeiðs um alþjóðamál, þar sem haldnir voru níu fyrirlestrar. Síðan var ákveðið að efna til mál funda félagsmanna um mál þessi. Var fyrsti fundurinn haldinn í janúar s.l. og fjallaði um barátt- una gegn kommúnismanum. Eins og fyrr segir verður í kvöld fundur í þessum flokki og verða þar tekin til umræðu þau vandamál, er nú steðja að Afríku þjóðunum. Frummælendur á fundinum, sem hefst kl. 8,30 verða þeir Þór Whitehead, nemi og Guðni Gíslason, stud. jur. Kabarettsýningar Fóst- bræðra um næstu helgi 1 GÆR kvöddu forráðamennkostnaðarsöm, enda er skemmtun Karlakórsins Fóstbræður blaða- menn á sinn á fund og skýrðu frá því að kórinn hefði í hyggju að gefa bæjarbúum kost á kvöld skemmtun á næstunni í Austur- bæjarbíói. Hin fyrsta þeirra verð- ur haldin á föstudagskvöldið og hefst kl. 11,15 og stendur í rúma eina og hálfa klukkustund. Vinsælar skemmtanir í fyrravetur hélt kórinn skemmtanir með svipuðu sniði. Voru þær alls 9 talsins og vel sótt ar. Að þessu sinni eru ráðgerðar 3 skemmtanir. Kórinn mun syngj a undir stjórn Ragnars Björnssonar. En þar að auki verða eftirtalin skemmtiatriði, sem Jón Sigurbjörnsson stýrir: Einsöngur Jóns Sigurbjörns- sonar, gamanþáttur sem þær flytja Áróra Halldórsdóttir og Emelía Jónasdóttir, skemmti- þáttur, sem þeir fara með Gestur Þorgrímsson og Jan Moravek, danssýning Jóns Valgeirs og Eddu Scheving, kvartettar og blandað- ir kórar, sem flytja m. a. lög úr Oklahoma með aðstoð einsöngv- aranna Eyglóar Viktorsdóttur, Erlings Vigfússonar og Kristins Hallssonar. Hljómsveit Carls Billich aðstoðar. Sungið verður auk þess mikið af vinsælum lög- um. Síðastliðið vor fór kórinn i söngför til Noregs og var hún þéssi haldin í fjáröflunarskyni fyrir starfsemi kórsins. Afmælishljómleikar Á þessu ári er Karlakórinn Fóstbræður 45 ára og efnir hann að því tilefni til afmælishljóm- leika um miðjan aprílmánuð. Hét kórin,n Karlakór K.F.U.M. þar til 1936 að hann fékk núverandi nafn Fóstbræður er nú sá kór sem lengst hefir starfað samfleytt hér á landi. Stýrimaðurinn var mjög óánægður ÍSAFIRÐI, 6. marz: Hingað kom í morgun, vegna vélabilunar brezki Hull-togarinn Loch Oskaig. í kvöld fór ég út í skipið og hugðist ná tali af skipstjóranum. Hann var ekki við, sagði stýri- maðurinn. Eg spurði stýrimann inn hvað hann segði um horfurn ar á lausn fiskveiðideilunnar milli Breta og íslendinga. Stýri maðurinn hafði ekki 'mörg orð um það. Hann taldí þetta sam- komulag mikinn ósigur fyrÍT Breta og kvast vera reiður út í brezku stjórnina fyrir frammi stöðu hennar í máli þessu. — Guðión í /* HA /5 hnútar YS* SV S0 hmltor X SnjUomo • úst TJ Skúrír K Þrumur N ^■555 II 1 l&Uqh 1 !(í>fe * 'jiSíb" -IMi Mjög skörp skil voru yfir landinu í gær. Um hádegið 8 —10 vindstig af norðaustri á Vestfjörðum og annesjum norðan lands. Mikil fannkoma fylgdi með og 2ja til 5 stiga frost. Sunnan lands var vind ur aftur á móti hægur á sunn an. Þar voru smáskúrir víða og hiti 4—6 stig. Enn hlýrra var í Vestur- Evrópu, t.d. 10—14 stiga hiti viða á Bretlandseyjum og 15 stiga hiti í París. Þessa dagana er vorlegt víða í Evrópu. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land og miðin: Vaxandi SA-átt í nótt, hvassviðri á • morgun, rigning. S Faxaflói, Breiðafjörður og \ miðin: Vaxandi austan og SA S átt, víða allhvasst á morgun, \ rigning öðru hverju. i Vestfirðir, Vestfjarðarmið j og norðurmið: Allhvass NA, ) snjókoma. s Norðurland til Austfjarða, • NA-mið og Austfj.mið. SA- i kaldi og síðar stinningskaldi, S úrkomulitið. ) SA-Iand og miðin: SA stinn ^ ingskaldi í nótt, hvasst á morg j un, rigning og þokusúld. S Aldrei fleira œskufólk samankomið í kirkjunum Á SUNNUDAGINN 5. marz var sennilega fleira æskufólk komið saman í sóknarkirkjum landsins, heldur en nokkru sinni áður. Æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunn- ar, séra Ólafur Skúlason, skýrði Mbl. frá þessu í gær. Hann kvaðst í samtölum við presta víðs vegar um land ætíð hafa fengið lík svör: „Þetta var eins og á að- fangsdagskvöld, hvert sæti skip- að“. Messuformið sem sérstaklega hafði verið samið fyrir æskulýðs guðsþjónusturnar, reyndist yfir- leitt hafa mjög góð áhrif til að auka almenna safnaðarþátttöku í messugjörðinni. Víða tóku skátar þátt í messunum og stóðu heiðursvörð í kór með íslenzka fánann. Gagnfræðaskólanemar gengu sums staðar fylktu liði með skólastjórum ok kennurum til kirkju, og sérstakir ung- mennakórar aðstoðuðu með söng í ýmsum kirkjum. Samkoman í Dómkirkjunni í Reykjavík að kvöldi Æskulýðs- dags var „hrein helgistund", Ellert Schram skip stjóri látinn LÁTINN ER elzti skipstjóri lands ins, Ellert K. Schram, er lauk stýrimannsprófi árið 1889. Varð Ellert, sem var þjóðkunnur mað ur, 96 ára að aldri. Ellert hélt ótrúlegum andleg um og líkamlegum kröftum allt fram á siðasta haust. Mátti jafn an sjá hann á götum bæjarins keikan og höfðinglegan, því áldrei fékk hann sér bíl. Hann veiktist í desembermánuði og lagðist inn á sjúkradeildina í Hrafnistu. Þar lézt Ellert Schram í svefni í fyrrinótt. Kona hans Magðalena Árna- dóttir er látin fyrir nökkurm ár- um. Varð þeim fimm barna auð ið og eru þau öll á lífi. eins og einn kirkjugestur komst að orði, og lagðist þar á eitt bæði tónlist og talað mál. Æskulýðs- dagurinn hefur sennilega verið haldinn hátíðlegur í 80% af prestaköllum landsins og er allt af að festast betur og verða vin- sælli. Þá lásu ungmenni í flestum kirkjum pistil og guðspjall. Seld voru merki til ágóða fyrir sum- arbúðastarfsemi Þjóðkirkjimnar. Er ekki komið endanlegt upp- gjör en allt bendir til, að salan sé töluvert meiri en í fyrra. Æsku lýðsblaðið seldist upp. Píanótónleikar Ross Pratt KANADÍSKI píanóleikarinn Ross Pratt hélt hér píanótónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins dagana 27. og 28. febrú- ar í Austurbæjarbíói. Ross Pratt, sem lék hér fyrir tveim árum á vegum Ríkisút- varpsins, er mikill kunnáttumað- ur og mjög mikilhæfur píanó- feikari. Hann hóf leik sinn með F-dúr sónötu Haydn’s og naut hún sín prýðilega í meðferð píanó leikarans var stílhreint og elsku lega leikin. Þar næst komu svo Sinfónisku tilforigðin op. 13 eftir Schumann. Þetta verk ber einna hæst, ásamt „C-dúr fanta- síunni“ og „Kreisleriana“ af róm antískum verkum Schumanns. Pratt lék verkið á sinn hátt af- burðavel, en mér virðist þó, sem hinn rómantíski töfraheimur opnist honum ekki á gátt. Verk Ohopins: „Barkarolla" op. 60, „Noktuma" 1 cis-moll og ,Scherzo‘ í E-dúr tvö verk eftir Debusy og tvö verk eftir Ravel öll snilldarlega leikin og var sem listmaðurinn færðist sífellt í aukana er á leið tón- leikana. Hann býr yfir sérstæð- um persónuleika, og var leikur hans allur borinn uppi af mikl- um sjálfsaga, en það er aðals- merki góðra listamanna. Hlastendur fylltu næstum sal- inn og gerðu góða róm að leik listamannsins, og varð hann að spila aukalög. P. í. Farsæl lausn ÍSAFIRÐI, 6. marz. Einn hinna kunnari skipstjóra og útgerðar- manna á Vestfjörðum, Páll Pól.3 son á ísafirði, hefur í samtali við fréttaritara Mbl. þar, skýrt frá áliti sínu á samkomulaginu um lausn fiskveiðideilunnar. Páll sagði m.a.: Ég hefi aldrei farið dult með þá skoðun mína að við ættum að semja við Breta. Tel ég þetta hagstæðasta samning, sem ég get hugsað mér og farsæla lausn á þessu mikla hagsmuna- máli. — Guðjón. Samþykktir Eskfirðinga í landhelgismálinu Á FÖSTUDAGINN var haldinn fundur í hreppsnefnd Eskifjarð ar. Þar mynduðu kommúnistar meirihluta með núverandi skoð anasystrum sínum, fulltrúum Framsóknar, og fengu samþ. mót mæli gegn lausn deilunnar um fiskveiðitakmörkin. Mótmælin, sem voru samin og send í sím- skeytisformi voru sarnþ. með 4 atkv. kommúnista og Framsókn armanna gegn 3 atkv. Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokksmanna. Minni hlutinn gerði grein fyrir atkvæði sínu. Meirihlutasamiþykktin var svo hljóðandi: „Hreppsnefnd Eskifjarðar- hrepps samþykkir að senda Al- þingi svohljóðandi símskeyti: — Hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps visar til fyrri mótmæla sinna gegn undanlátssemi í deilunni við Breta um fiskveiðilögsögu íslands. Því skorar hreppsnefnd in á Alþingi að fella framkomna tillögu ríkisstjórnarinnar í mál- inu, ella skjóta því undir dóm þjóðarinnar. Telur hreppsnefnd- in eigi annað sýnt en að heimaút gerð frá Austfjörðum leggist nið ur, nái tillagan samþykki". Tillagan var flutt af Jóhanni Stjórn Iðju þakkar STJÓRN IÐJTJ, félags verksmiöjufólks í Reykjavík, pákk- ar félagsmönnum þaö mikla traust, sem þeir hafa sýnt stjórn félagsins í nýafstaöinni stjórnarkosningu. Hin nýkjörna stjórn Iöju mun leitast viö af fremsta megni aö gœta hagsmuna félagsmanna í hvívetna og vinna af álefli aö bœttum kjörum iðnverkafólks % Reykjavík. Klausen, Guðjóni E. Jónssyni, Hallgrími Jónassyni, Kristjánj Guðmundssyni og samþykkt af þeim. Við undirritaðir gerum svo- fellda grein fyrir atkvæði okkar í máli þessu: — Við fögnum þvi að endir verður bundinn á fisk veiðideilu íslendinga og Breta, sem nú hefur staðið nær áratug. Það er öllum íslendingum fagn aðarefni, að fengin skuli vera viðurkenning Breta á 12 sjó- mílna fiskveiðilögsögu íslands, ekki sízt þar sem viðurkenndar eru grunnlínur, sem eru lands- mönnum mjög hagstæðar. Síðan 19. marz 1952 hefur fisk veiðilandhelgi íslands stækkað úr 24530 ferkm. í 74874 ferkm., þegar með er talið það svæði, sem nú bætist við vegna rétting ar grunnlína og nemur 5065 fer- km. Þennan glæsilega árangur ber að þakka ötulu, samfelldu starfi íslendinga á sviði stjórn- mála, náttúruvísindum og þjóð réttar Þá ber að fagna því, að tekizt hefur samkomulag um að stefna hugsanlegum deilum um frekari útfærslu landhelginnar til alþjóðadómsstólsins í Haag, en það hefur ætið verið stefna ís- lendinga að vinna málum sinum framgang á grundvelli laga og réttar. Að vísu kunna nokkur ó- þægindi og aflarýrnun að leiða af því, að Bretum verði heim- ilaðar veiðar að 6 sjómílna mörk unum á vissum svæðum fyrir Austurlandi og Suðausturlandi I 3 ár. En þegar litið er á út- færslu fiskveiðilandhelginnar sunnan Langaness, hin friðlýstu svæði við Hornafjörð og Ingólfs höfða, og að ekki eru nema tæp Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.