Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 7. marz 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Alþingi Framh. af bls. 8 fremur að semja hverju sinni um rétt okkar, en með því látum við andstæðinginn velja hverju sinni hvort hann kjósi heldur að beita valdi eða leita til Alþjóðadóm- stólsins. Það er okkur í hag, að helzti andstæðingur okkar verði að fara að lögum og rétti og sé bundinn skv. samningi að hlíta alþjóðalögum. Þegar hér var komið kallaði Karl Kristjánsson (F) fram í og spurði, hvort við hefðum fengið 12 mílurnar, ef við hefðum orðið að hlíta alþjóðalögum. Dómsmála ráðherra spurði á móti, hvort Karl efaðist um að 12 mílurnar ---------;----------- Hesmsírœg kvikmyrsda- Elisabet Taylor cfís berst við dauilann London, 6. mars. (Reuter). BANDARÍSKA, kvikmynda- stjarnan Elisabeth Taylor berst við dauðann í sjúkra- húsi í Lundúnum. Eiginmað- ur hennar, dægurlagasöngv- arinn Eddie Fisher vék ekki frá sjúkrabeði hennar í nærri tvo sólarhringa. Það var loks í dag, sem blaðamenn sáu hann koma út til að anda að sér fersku lofti. Hann var mjög þreytu- legur og mælti m.a. við hlaða mennina: —• Á laugardagtnn sögðu Iæknar að Liz ætti eftir skammt ólifað, — þeir gáfu henni þá varla meira en eina klst. En hún þraukaði og nú virðist hún heldur vera kom- in á bataveg. — Hitinn hefur lækkað okkuð og lungun virð ast vera að hreinsast. Eddie sagðist nú vona allt hið bezta. Skæður sjúkdómur Leikkonan hefur verið mjög þungt haldin af lungnabólgu. Stafar bólgan af stafylokokkum, sérstakri tegund sýkla, sem valda ígerðum og eru mjög harð gerðir og erfitt að ráða niður- lögum þeirra með meðulum. Elisabeth fékk inflúenzu í byrj- un síðustu viku, er hún var ný- komin til Lundúna til að taka þátt í upptöku á kvikmyndinni Kleopatra. Sóttin elnaði henni og var hún flutt í sjúkrahúsið á laugardagsmorgun. Síðan hafa fjórir frægustu læknar Bretlands setið yfir henni, þeirra á meðal Evans lávarður, líflæknir Elísa- betar drottningar. f gervilunga Síðan hún kom á sjúkrahúsið hefur hún legið með svonefnt rafeindalunga, sem verkar með líkum hætti og stállunga og þar sem hún hefur ekki getáð neytt matar hefur hún orðið að fá næringarsprautur gegnum æð á ökklanum. Edie Fisher segir, að Elisabeth sé með rænu, en hún geti lítið sem ekkert talað við þá sem hjá henni eru. Feiðafélagið heldur Þórs- merkurkvöld ÞÓRSMEHKURKVÖLD á veg- um Ferðafélags íslands verður í Sjálfstæðishúsinu næstkom- andi fimmtudagskvöld 9. marz. í fyrravetur var haldið slíkt Þórsmerkurkvöld, og þótti það takast mjög vel. Komust færri að en vildu, og hafa borizt margar áskoranir um endurtekn ingu. Þórsmörkin er ííka svo heillandi staður, að þangað verð ur aldrei of oft komið eða of oft rifjað upp hvað þar er að sjá. Jóhannes skáld úr Kötlum flyt ur hugleiðingar um Þórsmörk. Hann er búinn að dvelja þar mörg sumur á Þórsmörk) sem skálavörður í Skagafjörðsskála, og er því orðinn flestum kunn_ ugri á Mörkinni. Hákon Bjarna son, skógræktarstjóri, talar um starfsemi Skógræktarinnar á Þórsmörk. Sigurjón Jónsson, úrsmiður, sýnir og skýrir lit- skuggamyndir frá Þórsmörk. Þá verður myndagetraun og loks dansað til kl. 12 á miðnætti. Auk þess mun dr. Sigurður Þór. arinsson, jarðfræðingur, stjórna Þórsmerkursöng, en eins og allir vita hafa hin léttu söngijóð hans hrifið landsmenn undan farin ár. Það er rétt að undirstrika, að húsið verður opnað kl. 8 og kvöldvakan hefst kl. 8.30 stund- víslega. stæðust fyrir alþjóðadómi. Þing- manninum vafðist tunga um tönn, og kom fyrir ekki, þótt ráðherra bæði hann skýrra svara; ákveðið svar fékkst ekki, en hins vegar var helzt að skilja á seinasta kalli þingmannsins að hann teldi engin alþjóðalög vera til. THAMES TRADER ■X Ford Thames Trader- vörubílarnir eru fáan- legir með hárri eða lágri grind ~K Fáanlegir, sem frysti- og kælibílar -K Fáanlegir, sem krana- bílar með gálga og spili ~K Fáanlegir, sem langferða- bílar Fáanlegir með drifi á öllum hjólum ~K Fáanlegir, sem tankbílar, fyrir m. a. mjólk, vatn, olíu, benzín K Munið, að borið saman við verð flestra annarra vörubifreiða á markaðn- um sparið þér við kaup á Ford Thames Trader, sem svarar til andvirðis eins bíls af hverjum þrem. ~K Biðjið um verð- og myndiista. FORD-umboðið KR KRISTJÁNSSON hf. Suðurlandsbraut 2, Rvík Sími: 35-300 200 þús. kr. í Reykjavík 1 GÆR var dregið í 3. flokkj Vöruhappdrættis S.Í.B.S. um . 800 vinninga að fjárhæð alls kr. 920 þús. Hæstu vinningarnir féllu á eft irfarndi númer: Kr. 200 þús nr. 9990, umboð Austurstræti 9. Kr. 100 þús. nr. 13365, umboð Akureyri. Kr. 50 þús. nr. 27225, umboð Eskjfjörður. Kr. 10 þús. nr. 3854, 22445, 23347, 28736, 42723, 46248, 48815, 49935, 52015 og 62324. Eftirfarandi númer hlutu kr. 5 þús.: 1910, 4003, 16455, 16671, 22869, 23793, 25376, 27198, 35165, 36671, 36802 og 46091. (Birt án ábyrgðar). Bílaverlistæði í fullum gangi út á landi til sölu. — Upplýsingar í síma 16876, eftir kl. 5 e.h. 6 herbergja hæð tilbúin undir tréverk, er til sölu við Hvassaleiti. Ibúðin er á efri hæð í tveggja hæða húsi og hefur sér inngang og sérhitalögn. — Nánari upplösingar gefur M ÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOF A Vagns E. Jónssonar Austurstræti 9 — Sími 14400 og 16766 LflDÓ-sextettinn ásamt ásamt STEFÁNI JÓNSSYNI Það er aldrei dauður punkt- ur í Storknum. Þar er líf og fjörið mest. Sími 22643. Skrifstofuhusnæði 75 ferm. hæð ásamt rúmgóðum geymslum á lofti og i kjallara, rétt við Miðbæinn til leigu. Hentugt fyrir heildverzlun. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Heildverzlun — 1640“. Sendisveinn óskast nú þegar. — Þarf helzt að hafa hjól GlersEípun og Speglagerð Klapparstíg 16 K Ý K O M I N N Rafsuðukapall einnig fyrirliggjandi RAFSUÐUVÍR RAFSUÐUKLÆR RAFSUÐUHANZKAR RAFSUÐUHJÁLMAR RAFSUÐUKLÖPPUR G. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótargötu 7 — Sími 24250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.