Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 10
10
MORGVHBLAÐ1B
Fimmtudagur 16. marz 1961'
Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
STJORNARANDSTAÐAN STYDUR
MESTU „AUDVALDSSTEFNU"
VERALDAR
CTJÖRKMALIN á íslandi
^ eru óneitanlega orðin
töluvert einkennileg, þegar
kommúnistar og bandamenn
þeirra í Framsóknarflokkn-
um lýsa yfir stuðningi við
stjórnarstefnu þess ríkis ver-
aldar, sem „kapitaliskast" er.
En í útvarpsumræðunum
henti það, að bæði Hannibal
Valdimarsson, forseti Alþýðu
sambands íslands, og Þórar-
inn Þórarinsson, ritstjóri Tím
ans, lýstu yfir _ sérstöku
trausti sínu á stefnu Banda-
ríkjastjórnar í efnahagsmál-
um.
Af þessu tilefni rifjast líka
upp ummæli þau, sem Einari
Olgeirssyni eru hvað kærust,
að launakjör á íslandi hafi
í styrjaldarlok verið svipuð
og í Bandaríkjunum, en nú
hafi íslenzkir launþegar mun
lægri laun en þeir, sem verst
eru launaðir þar vestur frá.
Á þann hátt hefur Einar lýst
trausti sínu á stjórnarhátt-
um í Bandaríkjunum og sann
að rækilega, að „vinstri stefn
an“, sem hér hefur ríkt í
mismunandi víðtækum mæli
síðasta hálfan annan áratug-
inn, hafi hindrað eðlilegar
kjarabætur á íslandi.
Og þegar Einar Olgeirsson
hefur þannig gefið línuna,
þá er ekki að furða, þótt
fóstbræður hans taki undir
og lýsi því yfir að þeir vilji
fyrir hvern mun fara sömu
leiðir í efnahagsmálum og
stjórn Kennedys forseta
Bandaríkjanna. Eftir þessu
að dæma ætti ekkert að vera
að vanbúnaði að hefja hér
þjóðstjórnarsamvinnu um
það að koma á mestu „auð-
valdsstjórn“ heimsins við
hlið Bandaríkjastjórnar, að-
eins ef stjórnarflokkarnir eru
tilbúnir til að ganga svo
langt.
Hannibal Valdimarsson
gæti þó að sínu leyti undir-
búið jarðveginn með því að
fara þær leiðir, sem bróðir
Bandaríkjaforseta er þekkt-
astur fyrir að hafa unnið að
í sínu heimalandi, að upp-
ræta hvers kyns ofbeldis- og
klíkustarfsemi í verkalýðs-
félögum og Þórarinn Þórar-
insson gæti stuðlað að því að
sérréttindi og einokunarað-
staða samvinnufélaga væri
afnumin og komið á jafn-
rétti í viðskiptamálum.
Mætti síðan taka upp um-
ræður við stjórnarflokkana
um að afnema þjóðnýtingu,
bæjarrekstur, verðákvörðun-
arnefndir o. s. frv., samhliða
því sem sett yrðu skattalög,
sem gerðu einkafyrirtækjum
kleift að safna verulegum
sjóðum. Allt þetta getum við
rætt ef stjórnarandstæðing-
ar leggja á það áherzlu.
EÐVALD
HINRIKSSON
T¥IÐ kommúnistiska „réttar-
far“ er nú að teygja
loppu sína hingað til íslands.
Þjóðviljinn birti í fyrradag
mestu persónuárás, sem gerð
hefur verið á mann hérlend-
is, er þeir höfðu það eftir
rússneskum heimildum, að
íslenzkur jríkisborgari væri
fjöldamorðingi.
Eins og kunnugt er leggja
Rússar á það megináherzlu
að uppræta með öllu þjóð-
erni Eystrasaltslandanna og
hundelta þá borgara, sem
flúið hafa land. „Réttarrann-
sókn“, yfir fjarstöddum
„glæpamönnum“ er ekkert
nýtt í Ráðstjórnárríkjunum.
Slíkt hefur alla tíð átt sér
stað með samsafni Ijúgvitna.
Morgunblaðið getur hvorki
sýknað né sakfellt mánn
þann, sem Þjóðviljinn ræðst
að, en hitt getur blaðið sagt,
að það tekur ekkert mark á
þeim sýningum, sem haldn-
ar eru austur í Rússlandi og
eru kallaðar réttarhöld. Og
hinar heiftarlegu árásir á
þennan mann benda vissU-
lega til þess, að hann hafi
verið meðal beztu föðurlands
vina í heimalandi sínu. Ann-
ars væri varla talin ástæða
til að hundelta hann að 20
árum liðnum, þegar hann er
seztur að í öðru landi.
Við höfum kynnzt því, að
þeir eru ekki fáir, sem Þjóð-
viljinn kallar fasista og kipp
ir enginn sér upp við slíkt
orðbragð úr þeim herbúðum.
Hitt er alvarlegra, að Tím-
inn skuli birta úrdrátt úr ár-
ásagrein Þjóðviljans í gær,
án þess að gera tilraun til
þess að leyfa þeim, sem bor-
inn er hinum þyngstu sök-
George de Cuevas markgreifi í(
Konan fjarri, aldrei
þessu vant
Kona de Cuevas, Margaret,'
Framh. á bls. 13. (
ur hans mikið lof fyrir sýn-
inguna.
J
f
f
|
1
l
|
c
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Faðir" de Cue-
vas-ballettsins
látinn
HINN 22. febr. s.l. lézt í Cann-
es í Frakklandi einn af fræg-
ustu mönnum ballettlistarinn-
ar á síðustu áratugum, George
de Cuevas markgreifi, sem var
„faðir“ og stjórnandi hins
fræga de Cuevas-ballettfiokks,
sem kynnti m a. fyrst svo
fra^jfa listdansara sem Kosella
Hightower, Serge Golovine og
George Skibine, en hinn síðast
nefndi er nú ballett-meistari
við Parisaróperuna.
jt Gleðitárin hrundu
George de Cuevas
75
ára, er hann lézt. Hann hafði
verið mjög sjúkur maður um
eins árs skeið. Læknar leyfðu
honum þó að verá viðstaddur
frumsýndur með mikilli við-
verki balletttflokks hans,
„Þyrnirós“, en ballettinn var
frumsýndur mðe rnikilli við-
höfn í Theatre des Champs-Él
ysées í París 28. október sl. —•
Náfölur og sárþjáður var hann
borinn inn á leiksviðið að sýn
ingu lokinni og veitti viðtöku
þakklæti áhorfenda en fagnað
arlátunum ætlaði aldrei að
linna. Og gleðitárin hrundu
•.. niður bleikar kinnar gamla
* , , .. , . . , mannsins. Hann gat vart ósk-
um, að bera hond fyrir hof-j ag gér hugðnæmari loka á líís
uð sér, eins og bæði Alþýðu-j^ starfi sínu. Og einnig hjá gagn
blaðið og MorgunblaðiðJ rýnendum hlaut hann og flokk
gera. Hefur sýnilega ekki átt|
að styggja kommúnista íj
þessu máli frekar en öðrum.
Árásir, eins og þær, sem
gerðar eru á Eðvald Hinriks-
son má auðvitað hafa uppi á
hendur hverjum sem er, ef
menn tileinka sér slíkar bar-
áttuaðferð. Og sannast
sagna væri ástæða til að
rannsaka þátt sumra ís-
lenzkra kommúnista, sem
unnu með Þjóðverjum í Dan
mörku, fyrst eftir innrás
þeirra þangað, að boði Stal-
íns.
VILDU KAUP-
BINDINGU 1957
I ÚTVARPSUMRÆÐUNUM
var það upplýst, að Fram
sóknarmenn hefðu í vinstri
stjórninni undirbúið frum-
varp til laga um nýja vinnu-
löggjöf. Samkvæmt henni
lögðu þeir til að allt kaup
yrði árið 1957 bundið í tvö
ár. ,
Þessar upplýsingar eru at-
hyglisverðar með tilliti til
hinnar. fullkomnu samstöðu
Framsóknarmanna m e ð
kommúnistum nú, er þeir
krefjast pólitískra verkfalla
til þess að reyna að koll-
varpa heilbrigðu efnahagslífi.
En hitt var ekki síður at-
hyglisvert, að forseti Alþýðu
sambands íslands skyldi nú
marglýsa því yfir, að hann
berðist ekki fyrir verkföll-
um. Þetta taka menn að sjálf
sögðu ekki of trúanlegt, en
hitt er ljóst af þessum orð-
um, að kommúnistar eru
farnir að óttast stefnu hinna
pólitísku verkfalla og finna
að hún nýtur ekki fylgis með
al almennings.
„Eldinginy/ flýgur með
tvöföldum hljóðhraoa
HÉR er mynd af spán-
nýrri orrustuþotu, sem
brezki flugherinn fékk til
afnota á dögunum. Þota
þessi nefnist „Lightning“
(Elding) — og má segja,
að hún beri nafn með
rentu, því að hún getur
flogið með tvöföldum
hljóðhraða og er afar
snör í öllum snúingum, ef
svo mætti segja.
jc FULLKOMNl) ST
Flugherinn brezki er mjög
stoltur af hinn nýju þotu, sem
margir telja eitthvert öflug-
asta vopn, er Bretar hafa nú
yfir að ráða — og að líkindum
nýtízkulegustu og fullkomn-
ustu orrustuþotu, sem fyrir
finnst í dag, hvort heldur leit-
að er vestan eða austan járn-
tialdsins.
★ BÚIN FLUGSKEYTUM
Tveir afar öflugir þrýstilofts
hreyflar, sem liggja hvor upp
af öðrum inni í skrokk þot-
unnar, geta knúið hana áfram
með tvöföldum hraða hljóðs-
ins, eins og fyrr greinir — og
allt upp í 20 km hæð, eða jafn-
vel meira. — Undir hinum
breiðu, en stuttu, þríhyrndu
vængjum þotunnar er komið
fyrir tveim litlum flugskeyt-
um af gerðinni „Firestreak",
sem eru þeirrar „náttúru", að
þau geta elt uppi það skot-
mark, sem þeim er ætlað að
hitta. Eitt slíkt skeyti getur
grandað hverri þeirri flugvél,
sem til er í dag. — Auk þess
er „Eldingin“ búin fjórum 30
mm fallbyssum.
★
Hernaðarsérfræðingar eru
sammála um, að þessi nýja
orrustuþota Breta sé eitt hið
öflugasta vopn, sem vestræn-
um vörnum hefir bætzt á síð-
ustu mánuðum.