Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORGV1SBLAÐ1Ð Fimmtudagur 16. marz 1961 • • virðist byggingin í fljótu bragði vera mestmegnis úr gleri — enda eru 55% af öllu ytra borði hennar (þar með talið þakið) af gleri gerð. Að öðru leyti eru bygg- ingarefnin að mestu stein- steypa og stál. Innréttingar eru úr hinum margvísleg- ustu efnum, sem yfirleitt eru látin halda sinni eiginlegu áferð en málning er mjög lítið notuð. • Umferðin fimmfaldast Blaðamenn, sem skoðað hafa byggginguna, telja yfir- leitt, að hér sé um fagurt mannvirki að .ræða og vel búið að flestu leyti, þar sem ekkert virðist til sparað, að flugfarþegum geti liðið sem bezt, er þeir staldra þar við, og að afgreiðsla öll geti geng ið sem greiðast. — Það fer ekki milli mála, ef athugað- ar eru skýrslur um umferð um Orly-flugvöll á undan- förnum árum, að full þörf hefir verið á því að reisa þar nýja og fullkomna flug- Stöðvarbyggingu. Frá árinu 1949 (en það ár var flug- völlurinn fyrst starfræktur af fullum krafti) og til 1960 hefir lendingum og flugtök- um á vellinum fjölgað úr 56.000 upp í 126.000 á ári. Og árið 1949 fóru „aðeins“ 720.000 flugfarþegar um völl- inn, á móti 3.638.000 sl. ár — þ. e. a. s. umferðin héfir fimmfaldazt, og þó vel það. Það verður ekki aðeins gífurleg umferð um sjálfan Orly-flugvöllinn, eftir að nýja flug- stöðvarbyggingin er tekin til starfa af fullum krafti, — heldur einnig undir bygginguna og flugbrautirnar. Þar liggur nefnilega aðaiþjóðvegurinn frá París suður til Rivierastraxxclarinn- ar. — Á þessari mynd sést meginhiuti hinnar nýju flugstöðvarbyggingar. • Átta milljónir manna Þegar nýja flugstöðin er fullgerð að öllu leyti, á far- þegaumferð um Orly-flugvöll að geta tvöfaldazt frá því sem var sl. ár —• a. m. k. — þannig að allt að því 8 milljónir manpa geti farið þar um árlega. Þarna eiga að verða nánast hvers konar þægindi, sem hugurinn kann að gifnast — allt miðað við að gera hinum vandfýsnustu til hæfis. gömlum kennileitum, en ýms ar minningar rifjuðust þó upp fyrir gömlu hjónunum við heimsókn þessa, og skemmtu þau sér hið bezta. • Mikið af gleri Flugstöðvarbyggingin ber þess ýmis merki, að hún er reist á þotuöldinni — t.d. eru heljarmikil skýli eða þil úr málmi við þá hlið bygging- arinnar, sem þoturnar koma að til fermkigar og afferm- ingar. — Utan frá að sjá, þar sem allt miðast við að gera þeim vandíýsnustu til hæfis hins vegar virtar samtals á 38 milljarða franka. Gömlu hjónunum var sérstaklega boðið til vígsluhátíðar nýju flugstöðvarbyggingarinnar, og var þeim fylgt um fyrrver- andi landareign þeirra. Þar er nú eðlilega fátt eftir af strætið Avenue de l’Opera í París, frá óperuhúsinu til Louvre-safnsins. inn er nú, áttu hjón að nafni Marais gamlan búgarð á sín- um tíma og 120 hektara af frjósömu landi. Þetta land seldu þau undir flugvöllinn — fyrir 85 milljónir franka. Þær byggingar, sem nú standa á þessu svæði, eru • Bújörð — milljónamann- virki Þar sem Orly-flugvöllur- íarais-hjónin, sem eitt sinn áttu búgarð þar sem Orly-flugvöllur er nú, voru sérstaklega loðin tii vígsluhátíðarinnar í febrúar. Þarna er nú öll sveitasæla úr sögunni, og gömlu hjón- n þekktu sig varla á fornum slóðum — en gaman höfðu þau að heimsókninni eigi að síður. - Myndin sýnir hjónin, ásamt sérstökum fyigdarmanni þeirra, er sýndi þeim flugvöllinn og byggingar þar hátt og iágt. (pHafnarbió: BLEIKI KAFBÁTURINN Laxfiskaeldi við GtíSLI INDRIÐASON, skrifstofu fstarfræktar Stjóri, kvaddi fréttamenn á fund siim í gær og skýrði frá því, að i undirbúningi værl stofnun hlutafélags, sem reka ætti fisk eldisstöð í og við Búðaós á Snci íellsnesi. Gísli hefur undanfarin ár kynnt sér aðferðir við eldi lax- fiska, aðallega sjóbirtings og sjó bleikju. Er það hugmynd hans að ala laxfisk í sjó að loknu eðli legu ferekvatnseldi. Tilraunir, sem gerðar hafa verið í Noregi frá 1955, hafa borið góðan árang ur. Hafa laxar verið veiddir úr sjó með ádrætti, þeir settir í sjóeldistjarnir og hrogn og svil tekið íir þeim á haustin til klaks. Þessar tilraunir hafa m.a. sýnt þetta, að sögn Öísla: 1. Hængurinn getur svilað fjór um sinnum a.m.k. en ekki að- eins einu sinni, eins og áður var álitið. 2. Þroski laxins og vöxtur er svipaður í sjóeldi og í frjálsu lífi. Nú eru um 60 sjóeldisstöðvar í Noregi, og álíka í undirbúningi. Skv. margar eru skoðun Gísla á ekki síður að vera hægt að reka slíkar stöðvar með góðum árangri hér á landi, en erfiðlega hefur gengið að afla fjár til starfseminnar. Heiintaug tók af rafmagnið f GÆR var í blaðinu sagt frá rafmagnsbilun í nokkrum hverf um í Reykjavík. Bilunin var á háispennulínunni, svonefndri Lögbergslínu. En það kom í ljós að rafmagnsleysið í Hvassaleit- ishverfinu og á Sogamýrarbletti stafaði frá bilun á heimtaug. Urðu viðgerðarmenn að fara fótgangandi og leita að bilunar. staðnum, sem setti spennistöð- ina út, og tók það nokkurn tíma. En það stóð sem sagt ekki í sambandi við biiunina á Lög- bergslínunni. Hafnarstarfsmenn stofna félag STARFSMENN Reykjavíkurhafn ar hafa nýlega stofnað með sér félag, en skömmu eftir áramótin var kosin nefnd manna til að undirbúa félagsstofnunina. Á stofnfundinum voru yfir 20 starfs menn hafnarinnar. Var þar m. a. kosin stjórn fyrir félagið sem heitir Starfsmannafélag Reykja- víkurhafnar, og eiga í henni sæti Jóhann Magnússon hafnsögumað- ur, sem er formaður, Vilhelm Kristinsson vatnsafgreiðslumað- ur og Richard Theódórs full- trúi. Þá eru sjálfkjörnir tveir meðstjórnendur, sem sæti eiga í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkurbæjar, en það eru þeir Gunnar Magnússon bókari og Sverrir Axelsson vélstjóri. Nú eru fastir starfsmenn Reykjavíkurhafnar um 90 að tölu og er það hlutverk þessa félags þeirra að vinna alhliða að hags- munamálum félagsmanna sinna. Þetta er amerísk gamanmynd, er gerist í heimsstyrjöldinni síð ari. Bandaríski kafbáturinn „Sea 'Tiger“ er bundinn við bryggju til viðgerðar á einni af Fillipps- eyjjunum. En þá gera japanskar flugvélar árás og leika kafbát- inn svo illa, að ekkert sést af honum ofansjávar nema lítið eitt af turninum. Sherman (Cary Grant) skipstjóri hefur mikinn hug á því að fá gert við kafbátinn svo að hann verði sjófær og fær hann til þess samþykki yfirboðara sinna með því skilyrði að hann sjái sjálf- ur um efni og birgðir til skips- ins. Sherman gengur að þessu. Þetta er að vísu vonlítið vex-k, en þá berst honum óvænt hjálp þar sem er Nick Holden (Tony Curtis) liðsforingi. Hann hefur öðlazt liðsforingjatign í sjóhern- um, en hefur reyndar aldrei um borð í skip komið. En honum er margt annað ágætlega til lista lagt, enda hefur hann í fátækrahverfinu í bernsku sinni orðið að bjarga sér sjálfur og ýmislegt af því lært. Holden gerist „birgðavörður“ um borð í „Sea Tiger“ og gerast nú þau undur að allt efni sem þarf til viðgerðar kafbátsins fer að ber- ast að í stríðum straumum. Sher man spyr ekki um hvernig þetta er fengið en grunar margt. Hold en leikur við hvern sinn fing- ur, enda tekst honum að birgja skipið með eldsneyti og matvæl. um og öðrum þörfum þess. Og skipið leggur úr höfn. Ýmislegt hefur Sherman við Holden a8 athuga, því að þessi ungi maður er ærslafullur í meira lagi og fer lítt að heraga. Sherman læt- ur það þó kyrrt liggja, en þegar Holden fer í land á eyju einni og kemur aftur með fimm kven menn, —. herhjúrunarkonur, —- er Sherman orðlaus. Hann sættir sig þó við það sem orðið er og sögulokin sýna að þetta var ekki eins afleitt og honum hafði fund izt í fyrstu. Mynd þessi er fjörug og skemmtileg, enda leika þeir báð- ir ágætlega Cary Grant og Tony Curtis og reyndar einnig flestir aðrir leikendur, sem þarna fara með veruleg hlutverk. Gís/i Einarsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sirod 19631. MALFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson y Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson t Aðalstræti 6, III. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.