Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 20
Framsóknarmenn sálu hjá á Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐI, 15. marz. — Á fundi í bæjarstjóm Ólafsfjarðar, sem haldinn var í .gær, var samþykkt með 5 samhljóða atkvæð- um svohljóðandi tillaga, varðandi lausn fiskveiðideilunnar við Þessi mynd er tekin niðri við höfn nú fyrir skemmstu og er vélskipið Hrafnkell NK að búast á net. Menn voru önnum kafnir við að láta nýju netin um borð, sníða niður skilrúmsf jalir og snyrta allt og fága. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Breta: Bæjarstjóm Ólafsfjarðar fagnar samkomulagi því sem hefur náðst í fiskveiðideilunni við Breta. Telur bæjarstjóm það m. a. mikinn ávinning, að náðst hefur samkomulag um útfærslu grunn- lína, sem hefur í för með sér mikla stækkun fiskveiðilögsögu- svæðanna. Það vakti athygli að báðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokks- lns sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. — Jakob. . niður í 3—4 lestir. Afli hefur yf- irleitt verið tregur i netin. Ein- staka bátur hefur þó fengið sæmi legan afla í einum og einum róðri og var einnig misjafn afli hjá netabátunum í gær. Eftir að verk failinu lauk byrjuðu margir bát- ar með net og fleiri og fleiri bæt- ast i hópinn. dveúur ham:ar veiö- um við Eyjar í nótt gerði siæmt veður og netabátarnir komust ekki út fyrr en undir hádegi í dag. Og nú er hann rokinn upp aftur. Þetta er | sem sagt sífellt óveður. Mikið er komið af vertíðarfólki hingað. Virðist vera framboð af ! karlmönnum. Sumar vinns’u- Istöðvarnar vantar enn eitthvað af stúlkum, þó sumar hafi feng- ið r.ægilega margar. — Bj. Guðm. Mikfar framkvæmdir á vecjum háskólans: Nýtt húsnæði fyrSr kennslu, félagslíf stúdenta, bóksölu, orðabók og INiáttúru grípasafn REKTOR Háskóla íslands, prófessor Ármann Snævarr, átti tal við fréttamenn í gær og sýndi þeim og skýrði ýmsar helztu fram- kvæmdir á vegum háskólans sl. þrjú ár, bæði innan veggja sjálfrar háskólabygg- ingarinnar og utan hennar. Með framkvæmdum þessum hefur stórlega verið bætt úr þörfum náttúrugripasafns, þörfum háskólans á rann- sónar- og kennslustofum og þörfum háskólastúdenta á félagshúsnæði. Frambvæmd. ir allar hafa verið kostaðar af fé Happdrættis Háskóla íslands, en það happdrættl þarf eitt að greiða 20% einkaleyfisgjald. Rektor gat þess og, að T raun. inni væri allt enn hér á byrj« unaratigi. Margar deildir vant« aði við skólann, sem sjálfsagð- ar væru taldar við erlenda há- skóla, og enn væri jafnvel illa búið að deildum, sem starfað hefðu frá upphafi skólans 1911. Næsta stórátak háskólan* verður bygging læknadeildar- húss, sem mjög verður vandaS Framh. á bls. 19. Tveir íslendingar / norskri dómnefnd EINS og kunnugt er, er ein- hver 'mesta virðingarstaða í norrænum fræðum prófessors embættið í norrænni mál- fræði og bókmenntum við Oslóarháskóla. Fjölmargir merkir vísindamenn hafa set- ið í því embætti, og nægir að minna á nöfn eins og dr. Sophus Bugge og dr. Magnus Olsen í því sambandi. Nú um áramótin lét dr. Anne Holtsmark af þessu embætti. Embættið hefur ver- ið auglýst til umsóknar og þriggja manna dómnefnd skipuð, sem meta á hæfni um sækjenda. Það má til tíðinda teljast, að tveir íslendingar eiga sæti i dómnefndinni. þeir prófessor dr. Einar Ólafur Sveinsson og Jón Helgason i Kaupmannahöfn. Þriðji nefnd. armaðurinn er dr. Karl- Gustav Ljunggren, prófessor við háskólann í Lundi. j Einu sinni áður mun fslend- ingur hafa verið skipaður í dómnefnd við háskólann í Osló. Það var rétt fyrir sið. ustu heimsstyrjöld, þegar prófessorsembætti í réttarw sögu losnaði. Þá var Ólafur heitinn Lárusson, prófessor, skipaður í dómnefndina, en’ vegna þess að stríðið skall á skömmu seinna gat hann ekki tekið þátt í störfum hennar. Brezki sjó maðurinn getur ekki greitt sekt í FYRRADAG var kveðinn upp dómur yfir brezka sjó- manninum, Henry Haig, sem brauzt inn í útsölu áfengis- verzlunarinnar á Seyðisfirði fyrir nokkru og stal þar 45 flöskum af whisky, en mikið af því fór í sjóinn, er bátur inm sökk undir honum á leið til skips. Var Henry Haig dæmdur skilorðisbundið til 4 mánaða fangelsisvistar, og til að greiða allan málskostnað og Áfengisverzlun ríkisins á Seyðisfirði kr. 7,380,00 fyrir það áfengi er fór í sjóinn o.fl. Sjómaðurinn hafði þó ekki tök á að greiða sektina, hafði ekki fé sjálfur og útgerðin tekur ekki á sig slíkan kostn að. Hann situr því enn inni í hegningarhúsinu í Reykja- / vík. Vestmannaeyjum, 15. marz SÍÐAN verkfallinu lauk 2. marz og vertíð hófst, hefur verið nær samfelldur óveðurskafli og erf- itt að sækja sjó. Hefur varla kom ið góður dagur. Aflahorfur virðast yfirleitt góð j ar, ef veður leyfði veiðar. Þegar hægí er að sækja á djúpmið, er afli góður á línu. Loðna er komin að Eyjum og hefur fengizt nokk- urt magn í beitu, en þó ekki nægi egt. Fiskast vel á hana. 'k. fc Afli 3 upp í 28 lestir Afli er þó ákaflega misjafn hjá línubátunum. í gær komu sum- ir með geysimikinn afla, allt upp í 28 lestir. en aðrir höfðu lítið, Samstaða IMorðurlanúa Stokkhólmur, 15. marz (NTB) LOKIÐ er fundi utanríkisráð- herra Norðurlanda. Mestpart var rætt um samstöðu Norðurlanda í ýmsum málum á vettvangi SÞ. Meðal viðfangsefnanna voru af- vopnunarmálin, Kongó-vanda- málið, aðstoð við vanþróuð ríki. í lokatilkynningu af fundinum er m. a. sagt, að Norðurlöndin harmi það hve lítið hefur miðað áfram í áttina til afvopnunar en látin í ljós von um að stórveldin geri nú allt sem þau geta til að kom- ast að samkomulagi. Varðandi Kongó-vandamálið var tekið fram, áð það væri skoðun Norðurlanda, að aðgerðir SÞ ættu fyrst og fremst að mið- ast að því að gera innfæddum mönnum sjálfum kleift að ráða málum sínum án allra utanað- komandi afskipta Sérstaklega ber SÞ skylda til að reyna að koipa Skálhoítsorgeíið og giuggateikning- arnar á sýningu í Cha rlottenborg í GÆR var opnuð á Charl- ottenborg hin árlega lista- verkasýning. Og jafnframt var opnuð þar sýning á hinu nýja orgeli, sem Danir gefa í Skálholtskirkju, og teikn- ingunum að kirkjugluggun- um eftir Gerðd Helgadóttur, sem tveir danskir menn hafa gefið í kirkjuna. — Ætluðu dönsku konungshjónin að vera viðstödd opnunina. Kirkjugluggana gáfu þeir Ed- ward Storr og Louis Foght, sem kunnugt er. En ýmsir Danir, und- ir forystu Múllerz málafærslu-' manns, gefa hið glæsilega orgel. Er ætlunin að senda það hingað til lands í sumar og hafa það hér í geymslu, þar til hægt verður að koma því fyrir í kirkjunni. Orgelið var fyrir skömmu sýnt áhugamönnum í Danmörku, en nú hefur sem sagt verið opnuð á því og uppdráttunum að kirkju gluggunum opinber sýning. í veg fyrir að utanaðkomandi öfl komi af stað og færi sér í nyt ólgu í Kongó. Það kom í ljós á fundi þessum, að ráðherrar Norðurlandanna hafa lík sjónarmið á mestöllu sviði utanríkismála. , Hinsvegar voru undirtektir ráð herrafundarins ekki mjög jákvæð ar undir þá tillögu Norðurlanda- ráðs, að norrænu ríkin taki upp samstarf á sviði utanríkisþjón- ustunnar. Telja ráðherrarnir ekkj hægt að gefa almennar reglur urti þetta, kanna þyrfti gaumgæfi* lega hvert einstakt tilfelli, þar sem samruni utanríkisþjónustunn ar er hugsanlegur. Á það er bent um leið að hagsmunaárekstur á ýmsum sviðum verzlunarvið- skipta geri slíkan samruna örð- ugan í mörgum tiifellum. Þar sem samstarf er framkvæmanlegt hefur það oft komizt á af sjálfu sér t. d. er bent á það, að starfs- menn sænsku utanríkisþjónust- unnar hafi oft aðstoðað Norð- menn í Kongó. Næsti utanríkisráðherrafund- ur verður haldinn í Kaupmanna- höfn komandi haust. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.