Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 1
28 siður (I og II) 18. árgangur 62. tbl. — Fimmtudagur 16. marz 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Suöur Afríka hrakin úr Samveldinu Andstyggð á kynþátta- stefnunni London, 15. marz. (Reuter) VERWOERD, forsætisráð- fcerra Suður-Afríku lýsti því yfir í kvöld á samveldisráð- stefnunni I London, að hann befði ákveðið að afturkalla timsókn Suður-Afríku-lýð- veldisins um inngöngu í Brezka samveldið. Ákvörðun þessa tók Ver- woerd mjög skyndilega eftir börðustu orðaskipti, sem nokkru sinni hafa orðið a ráðstefnum Brezka samveld- isins. Höfðu umræðurnar um kynþáttastefnu Suður-Afríku staðið í þrjá daga og mælti ekkert ríki bót aðgerðum Suður-Afríku-stjórnar. l»egar ráðstefnan hófst var vitað að deilur myndu verða um aðild Suður-Afríku að samveldinu. Flestir bjuggust þó við, að ekki kæmi til þess að landið yrði hrakið úr sam tökunum. Macmillan, for- sætisráðherra Breta, lýsti því m.a. yfir, að hann myndi fceita sér fyrir málamiðlun- arlausn. Hin nýju svertingjaríki í samveldinu veita harða mót- spyrnu gegn áframhaldandi þátttöku Suður-Afríku, sér- staklega Ghana. Andstyggð á svertingja- kúgun f morgun var þó enn talin von á samkomulagi og þá helzt Framhald á bls. 19. Segju skilið við Castró Haag, 15. marz (Reuter). SENDIHERRA Kúbu í Hol- landi og allt starfslið hans á- kvað í dag að beiðast lausnar og segja upp starfi til að mót- mæla stjórnarstefnu Fidel Castros. Sendiherrann heltir Ignacio Fiterre og hefur gegnt em- bætti nú í 18 mánuði. Hann var áður stuðningsmaður Castros. Hann segir, að hann sjálfur og allt starfslið hafi sent Castro skeyti með lausn- arbeiðni og lýst því yfir, að þau muni hefja baráttu fyrir nýrrl Kúbu, með réttlæti, frelsl og virðingu fyrir manns- ' andanum. Rússneskir njdsnarar fyrir Old Bailey réttinum London, 15. marz. (Reuter) FRÓÐLEG innsýn í leyni- starfsemi Rússa hefur nú gefizt við njósnaréttarhöld-, sem hafin eru fyrir Old Bailey-sakadóminum í Lund- únum. Fimm sakborningar eru leiddir fyrir réttinn sak- aðir um þátttöku í einum allra hættulegasta njósna- hring, sem komizt hefur upp um á síðustu árum. Sakborn- ingarnir hafa lýst yfir sak- leysi sínu og því kemst hinn opinberi ákærandi ekki hjá því að draga fram ýmis at- hyglisverð sönnunargögn í málinu, sem gefa góða hug- mynd um þá fullkomnu tækni, sem rússneska leyni- þjónustan beitir. • Njósnatækni Réttarhöldin hafa þegar staðið í þrjó daga og hafa eftirfarandi Vaníraustj iðfellt * ATKVÆÐAGREIÐSLA um vantrauststillögu stjórnarand- stæðinga á ríkisstjórnina fór fram á fundi sameinaðs þings í gærdag. Var viðhaft nafnakall um tillöguna. Féll hún með 32 at- kvæðum stjórrrarþingmanna gegn 27 atkvæðum stjórnar- andstæðinga. — Einn þing- manna, Guðmundur I. Guð- mundsson utanríkisráðherra, var fjarstaddur. Situr hann irú fund utanríkisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi. atriði m. a. komið fram í dags- Ijósið. jr Rússneskir njósnarar bera dul málslykla á mjög þunnum hvít um pappírssneplum, sem eru svo eldfimir, að þeir hverfa á einu augnabliki ef logandi eld spýta er borin að þeim. -Ar Þeir hafa tæki til að ljós- mynda handrit, síður úr bók- um og vélateikningar á 35 mm filmur. Síðan geta þeir mink- að filmuna niður í míkrómynd sem er ekki stærri en punktur í venjulegu lesmáli. Eins hafa þeir efni sem geta gert blettinn algerlega ósýni- legan og annað efni sem gerir hann sýnilegan og loks hafa þeir smásjá á stærð við síga- rettu sem gerir punktinn læsi legan. Þeir hafa sterka 150 watta sendistöð, sem getur dregið 3000 mílur, — en frá London til Moskvu eru 1700 mílur. — Stöðin er ekki stærri en svo Frh. á bls. 2 Rothöggið Þessi athyglisverða mynd sýnir lok hnefaleiksins milli Fattersons og Ingemars Johansens í Miami á mánu- daginm. Hún sýnir rothöggið sem Ingemar lilaut í sjöttu lotu. Auk hnefahöggs Pattersons sýnir myndin að hann hef- ur hlotið þungt högg í fall- inu, því að hann fellur með öllum kroppþunga (93,7 kg) beint á höfuðið. En ekki er þeim fisjað saman þessum ketfjöllum því að enn einu sinni gerði Ingemar örvæntingarfulla tilraun til að rísa á fætur. Aður en honum tækist það hafði dómarinn þó talið upp að 10. og lyft armi Patter- sons upp til merkis um sigur. Fyrsta skákin í bið Moskvu, 15. marz. — (NTB) í DAG hófst í Moskvu skák- einvígi um heimsmeistara- titilinn milli Mikhails Tal og Mikhails Botvinniks. Fyrstu skák þeirra var frestað eftir 41 leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.