Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. marz 1961 Einar Runólfsson trésm.meist Kveðja í DAG er gerð útför Einars Runólfssonar, trésmíðameistaxa. Hann lézt að Elli- og hjúkrunar heimilinu Grund hinn 10. þ. m. Einar fæddist 17. september 1884 að Syðri-Hömrum í Holtúm. Foreldrar hans voru Runólfur Einarsson, steinsmiður, og kona hans, Guðrún Þórðardóttir. Ein- ar var næstelztur 9 systkina. Þrjú dóu ung, en þau, sem upp komust auk Einars voru: Maríus, Runólfur, Guðjón, Þórarna og Sigurjóna. Af þeim eru nú aðeins tvö á lífi, Runólfur og Guðjón. Einar ólst að mestu upp hjá föðursystur sinni, Guðnýju Ein arsdóttur, og manni hennar, Hákoni Tómassyni, útvegsbónda í Nýlendu. Á unglingsárunum stundaði Einar sjóróðra fram til 18 ára aldurs, en hóf nám í tré- smíði í Reykjavík hjá Guðmundi Brynjólfssyni, snikkara. Einar var mesti snillingur í höndunum, bæði á tré og járn, eins og fjöl- margir smíðisgripir hans bera vitni um. Árið 1906 kvæntist Einar Kristínu Traustadóttur, smiðs í Breiðuvík. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík, en fluttust til Vest- mannaeyja um 1910. Þar vann Einar fyrst við trésmíði og jafn- framt sjómennsku á vetrarver- tíð. Síðar hóf hann útgerð og stundaði um tíma umfangsmik- inn atvinnurekstur fram til árs- ins 1930. Á þeim árum hljóp ríkisvaldið ekki undir bagga með mönnum, þótt lítið aflaðist og útgerðin bæri sig illa. Eins og margir aðrir fékk Einar að kenna á því og missti allar eigur sínar. Fluttust Einar og Kristín aftur til Reykjavíkur árið 1930 og áttu þar heima síðan. Var Einar starf- andi við trésmíðar fram til ársins 1953, er hann veiktist snögglega og var óvinnufær upp frá því. Síðustu fjögur árin var hann rúmliggjandi. Einar og Kristín eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi: Trausta, prófessor, Hákon, gkipa- smið, Guðrúnu, húsfrú og Þór- hall, lögfræðing. Kristín andað- ist fyrir rúmu ári. Sambúð þeirra hjóna var með miklum ágætum, svo að hvergi ber skugga á. Á heimili þeirra ríkti ávallt ástríki og gagnkvæm umhyggja. Einar var einstakur heimilisfaðir og hafði sérstakt yndi af börnum, enda hændust þau að honum, hvar sem hann fór. Einar var ágætum gáfum gædd- ur og næmur í bezta lagi. Hygg ég, að stærðfræðileg og eðlis- fræðileg verkefni hafi legið sér- lega vel fyri rhonum. Hann var mjög fróðleiksfús og las mikið, einkum um náttúrufræðileg efni. Það var eftirtektarvert, að Ein- ar eyddi aldrei tíma sínum við fánýtan lestur, og þær bækur, sem hann átti, voru allar vand- aðar að efni. Hann bar mikla virðingu fyrir allri menntun, og vildi ekki láta börn sín fara á mis við það, sem hann hafði sjálfur þráð mest í æsku en aldrei getað sökum fátæktar: að ganga menntaveginn. Af litlum efnum brauzt hann i að kosta þrjú börn sín á menntaskóla. Minnist ég þess, að Einar lét einhvern tímann þau orð falla, að menntun yrði aldrei frá mönnum tekin. Einar var þéttur á velli og karlmannlegur. Hæglátur var hann og prúður í allri framkomu, hýr í viðmóti og tillitssamur við aðra. Oft brá hann fyrir sig léttri gamansemi, sem komið gat öllum í gott skap. f hópi ástvina og kunningja var hann skemmt- inn og kunni vel að segja frá. En þeir eiginleikar í fari Ein- ars, sem mér verða ávallt minn- isstæðastir, eru heiðarleiki hans og skyldurækni. Ekkert held ég, að hefði verið fjær honurr. en beita aðra prettum eða hagnast á óheiðarlegan hátt. Á öllum hégómaskap hafði hann megna fyrirlitningu. Hann var heill til orðs og æðis. Um leið og ég lýk þessum fátæklegu kveðjuorðum, vil ég þakka Einari fyrir allt, sem hann hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína, og allar ánægjustundirnar, sem við áttum saman á liðnum ár- um. Við munum ávallt minnast hans með ástúð og virðingu. — U. St. Hjólbarðar 800x14 750x14 640x15 590x15 560x15 640x13 590x13 520x13 Verzlun Friðriks Bertelsen Tryggvagötu 10. KÆLISKÁPAR f fcgail R 1 t l § I 1 i: 5 || 1 m 1 §§5 o ÖJD CD Westinghouse ™-'|. KÆLISKAPARNIR eru rumgoðir, öruggir og heimilispryöi HAGKVÆMIR GREIDSLUSKILMÁLAR Sölustaöir: DRATTARVÉLAR H.F. HAFNARSTRÆTI 23 - SÍMI 18395 KAUPFÉLÖGIN Vélbátar til sölu 7 lesta frambyggður opinn að aftan, nýr með Simradmæli. 10 Iestir smíðaár 1958. 10 lestir frá 1957. 12 lestir með nýrri vél og nýjum dýptarmæli. 20 lestir með nýrri vél og nýjum dýptarmæli. 28 lestir væg útborgvm, góðir skilmálar. 33 lestir með góðum tækjum. 50 lesta með nýrri vél. Höfum marga góða vélbáta til sölu og afhendingar eftir vertíð nýlegir eða með nýlegum og góðum útbúnaði. Hafið samband við skrifstofu okkar. Austurstræti 10, 5. hæð símar 24850’og 13428 eftir kl. 7 sími 33983. Slankbelti eða brjóstahaldari er undir- fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með fyllstu nákvæmni. Spyrji um hinar vel þekktu KANTER’S lífstykkjavörur, sem eingöngu eru framleiddar út beztu efnum, í nýjustu sniðum. Þér getið ávalt verið öruggar um að fá einmitt það sem yður hentar bezt frá K/xntöf'S Þeim fjölgar stöðugt sem nota netteygju- buxur, vegna þess hversu þægilegar þær eru að vera í. Myndin er af KANTER’S teg. 3277, valið snið úr vönduðum efnum, með lausum sokkaböndum. Töfrandi skáldsaga frá SUÐUR-AFRÍKU Alan Paton: Of seint, óðinshani. ísafold 1960. , Andrés Björnsson þýddi. „Alan Paton varð heimsfræg- ur fyrir skáldsögu sína, Cry the Beloved Country. Nú hefur ísafold gefið út aðra skáldsögu Patons: To Late • the Phalarope. Að ýmsu leyti tekur þessi saga hinni fyrri fram. Frá» sagnarlist höfundar er nú á- kveðnari og stílhreinni. Báð ar sögurnar fjalla að efni till um kynþáttavandamál Suður- Afríku á þann hátt, að þær öðlast almenna mannlega skír skotun langt út fyrir hin upp runalegu takmörk sögusviða ins. Uppistaða þess harmleiks, sem sagan greinir frá, er ein föld: maður af evrópiskum upprima tekur sér negrastúlku að ástmey og brýtur þannig ósveigjanlegt siðaboðorð hins tvískipta þjóðfélags. Drama sögunnar speglast í frásögn föðursystur þessa manns, hún sér voðann fyrir, en fær ekki við ráðið.“ Kristján Karlsson í Mbl. Þessi stórbrotna skáldsaga a erindi til allra, og þrátt fyrir harm sinn er hún ljúfur lest ur og skilur við lesandann bjartsýnni en áður. Svo miklir eru töfrar höfundarins, að það er eins og lesandinn hafi feng ið að deila harminum með hollvini sínum og hughrifin verða eins og segir í stefi ágæts, íslenzks höfundar: Deilir þú með hollvin harml —■ harmurinn er undarlegur hjaftað sem þér berst í barmi bljúgt er þá af áist og þökk. Ég get ekki betur séð en þýð ing Andrésar Björnssonar sé afbrigðagóð, og hefur hún þó verið mikið vandaverk, svo viðkvæm og brothætt sem sag an er. Þetta er vafalítið bezta þýdda skáldsagan sem út hef- ur komið fyrir þessi jól óg hollur jólalestur er hún.“ AK í Tímanum. m Bókaverzíun Isafoldar DS6LE6A RACNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaúmsýsla Vonarstr. 4 VR-húsinu. S. 17752 Cóltslípunin Barmahlíð 33. — Sími 13657.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.