Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 16. marz 1961' MORCViynr/AÐIÐ 19 Málfunda- og stjórnmálanám- skeið Týs NÁMSKEIÐIÐ heldur áfram í Melgerði 1 í kvöld, fimmtudags- bvöld 16. marz kl. 20,30. Högni Torfason, fréttamaður, ræðir um: „Áhrif blaffamennsku í nútímaþjóðfélagi". (Þeas ber að geta, að þetta efni var á dagskrá fundar fyrir þrem vikum, en sá fundur féll niffur af óviffráffanleg um orsökum). 1 framhaldi af er indi Högna verffur MÁLFUND- UR. Félagar eru elndregið hvattir til aff mæta stundvíslega. Eldri Sjálfstæffismenn í Kópavogi eru einnig hvattir til að koma á fundi félagsins og affstoða viff starfsemi þess. — Suður Afríka Framh. af bls. 1 rætt um þá leið að aðild Suður 'Afríku yrði heimiluð með fund- ersamþykkt, en við hana bætt annarri ályktun þess efnis að öll Jiin Samveldisrrkin lýstu yfir andstyggð á kynþáttastefnu Buður Afríku. Enn er ekki fullkomlega Ijóst eða opinbert hvað gerðist á fund inum í kvöld, en lausafregnir Jierma, að Nkrumah forseti Ghana hafi sagt að slík lausn iværi aðeins innantóm orð og sætti hann sig ekki við neitt annað en Suður Afríka breytti um stefnu í kynþáttamálunum. Aðrar fjegnir herma hins vegar, að það hafi fyrst og fremst verið Verwoerd, sem kvað upp úr meff það, að Suður Afrika gæti ekki sætt sig við, að Sam- veldið í heild lýsti yfir. and- styggð á stjórnarstefnu hans . Hvort sem verið hefur, þá jafn gilda þessir atburðir því, að Suð ur Afríka sé hrakin úr brezka samveldinu vegna svertingjaof- sókna ríkisstjórnarinnar. Suður Afríka hefur að vísu verið aðili eð Samveldinu, en þar sem þær Ibreytingar hafa verið gerðar á stjórnarskrá hennar, að Iandið verður lýðveldi í stað konungs- dæmis áður var formlega nauð- synlegt, að hið nýja lýðveldi sækti um inngöngu í Samveldið að nýju. Lýðveldisstjórnarskráin gengur í gildi 31. maí, — þangað til verður landið aðili að Sam- veldinu, en fellur þá niður úr þvi, samkvæmt þessum síðustu atburðum. Fregnir herma, að umræður á fundinum í dag hafi verið mjög æstar. Meðal þeirra sem réðust á kynþáttastefnu Suður Afríku var Diefenbaker f orsætisráð- herra Kanada, sem hefur verið iþví hlynntur að samin verði sérstök mannréttindayfirlýsing Brezka Samveldisins. Verwoerd varði stefnu stjórnar sinnar af miklum móð og þunga. I>ó er sagt, að hann hafi verið mjög rólegur, en þó fölur í andliti er hann reis upp í fundarlok og lýsti því yfir að inngöngubeiðn- in væri afturkölluð. Hann hafði aldrei fyrr í þessum umræðum haft í frammi hótanir um aftur- köllun umsóknarinnar. Sagt er því að sumum fulltrúanna hafi hnykkt við. Þetta er í fyrsta skipti sem nokkurt ríki gengur úr Samveld inu. Mörgum Bretum mun finn- ast þetta sárt því að þeir hafa litið á Samveldið sem inni- lega samtengda fjölskyldu, og þó einn fjölskyldumeðlimurinn hafi verið breyskur mun mörg- um finnast það of langt gengið að reka hann úr föðurhúsum út á guð og gaddinn. Ýmis fleiri mál voru rædd á Bamveldisráðstefnunni fyrr 1 dag, m. a. Kongómálið og var þar samþykkt tillaga frá Home lávarði um að Samveldisríkin gtyddu eindregið aðgerðir SÞ í Kongó. Makarios erkibiskup og forseti Kýpurlýðveldisins tók í dag sæti á ráðstefnunni, en Kýpur fékk inngöngu í Sam- veldið í gær. — Háskólínn Frh. af bls. 20. til, og er þegar farið að gera frumteikningar að því. Þess má geta, að læknadeildin hefur nú heila álmu skólahússins til um- ráða. Hér á eftir verður skýrt frá framkvæmdum í sambandi við eðlisfræði, efnafræði, lífefna- fræði og lyfjafræffi lyfsala, en síðar verður skýrt frá hinu nýja húsnæði Náttúrugripasafns á Laugavegi 105, nýju húsnæði Orðabókar háskólans, Kaffi- stofu stúdenta, Bóksölu stúd- enta og húsnæði deildarfélaga stúdenta. Húsnæði fyrir kennslu í eðlis- og efnafræði Sumarið 1958 var byrjað á að byggja hæð ofan á austurálmu Iþróttahúss háskólans, og er þetta húsnæði ætlað fyrir kennslu í eðlis- og efnafræði. Húsnæðið var tekið í notkun á árinu 1960, og er það útbúið með verklega kennslu fyrir augum. Efnafræðikennslan er aðallega fyrir læknanema, en auk þess njóta kennslunnar tannlæknanemar, verkfræðinem- ar og þeir, er valið hafa efna- fræði sem námsgrein til B.A.- prófs. Eðlisfræðikennslan er fyrst og fremst fyrir verkfræði- nema, en auk þess einnig fyrir þá, sem leggja stund á eðlis- fræði til B.A.-prófs. Með þessu nýja húsnæði er bætt úr brýnni þörf. Fór verkleg kennsla í efnafræði áður fram í Atvinnu- deild háskólans, en í eðlisfræði í suðurkjallara háskólans, og var þar um gersamlega ófull- nægjandi húsnæði að ræða. Auk kennsluaðstöðu, sem sköp- uð er með hinu nýja húsnæði, eru í húsnæðinu vinnustofur kennara í þessum greinum. Rannsóknarstofnun í norðurkjallara háskólans, þar sem húsmæðrakennaraskól- inn var áður til húsa, hefur ver- ið búið út húsnæði fyrir rann- sóknarstofnun í lífefnafræði og rannsóknar- og kennslustofnun í lyfjafræði lyfsala. Rannsóknarstofnun í lífefna- fræði hefur til umráða þrjú her bergi. Er eitt þeirra ætlað til verklegrar kennslu 1 lífefna- og lífeðlisfræði fyrir lækna- nema, og geta 15 læknanemar sótt námskeið í senn. Önnur stofa er rannsóknarstofa í líf- efnafræði, en hin þriðja er skrifstofa og bókaherbergi. Búnaði þessarar rannsóknar- stofu ef svo háttað, að unnt er Jið flytja hana í nýtt húsnæði, en fyrirhugað er, að þessi rann- sóknarstofnun verði flutt í læknadeildarhúsið, þegar það verður reist. Rannsóknar- og kennslu- stofnun í lyfjafræði lyfsala hef- ur tvær stofur til umráða. Með háskólalögum nr. 60/1957 var svo fyrir mælt, að stofna skyldi til kennslu við háskólann í lyfjafræði lyfsala. Jafnframt skyldi Lyfjafræðingaskóli ís- lands hætta starfsemi sinni, en hann tók til starfa haustið 1940. Samfara þessari skipulagsbreyt- ingu var náminu talsvert breytt og var þá nauðsynlegt að skapa sérstaka aðstöðu til ýmissa verk legra námskeiða fyrir lyfja- fræðistúdenta. Er það gert með þessari nýju kennslustofnun, sem tekin var i notkun þegar haustið 1958, þótt ýmislegt hafi verið unnið að henni síðan. í þessari stofnun fer einnig fram nokkur kennsla fyrir lækna- nema í lyfjagerðarfræði. Flugvélin flaug fram hjá í FYRRINÓTT spáðu veðurfræð- ingar því, að Reykjavíkurflug- völlur mundi „lokast“ í gærmorg un. Þessi spá stóðst ekki, en af- leiðingin varð sú, að 35 farþegar, sem biðu eftir Loftleiðaflugvél þá um morguninn, fengu þær frétt- ir, að flugvélin hefði farið fram- hjá fslandi, þrátt fyrir sæmilegt veður í Reykjavík. —- Loftleiðir urðu síðan að senda leiguvél, Skymaster, frá Noregi til að sækja fólkið. Kom flugvélin hing að í gærkvöldi og fór eftir skamma viðdvöl. — Ástæðan til þess, að Loftleiðavélin lenti hér ekki þrátt fyrir „góðviðrið" var sú, að flugstjórinn fékk boð um óveðrið þegar hann lagði af stað frá Ameríku. Flaug hann þar af leiðandi langt suður af fslandi — til Prestvíkur. Til leigu 4ra herbergja íbúð strax eða frá 1. apríl á hitaveitusvæði. Tilb. merkt: „Melarnir“ — 89 sendist til Mbl. fyrir lok þessarar viku. Skrifstofum vorum er lokað í dag vegna útfarar Einars Pjeturssonar, stórkaupmannsh. Ólafur Gíslason & Co. h.f. Lokað i dag frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar Einars Pjeturssonar stórkaupmanns. ÁLAFOSS H.F. Þingholtsstræti 4. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA Ólafs Pjeturssonar og Kristjáns Friðsteinssonar Lokað í dag vegna jarðarfarar frá kl. 1—4 e.h. Verzlunin EDINBORG Ásgeir Sigurðsson h.f. H. Ólafsson & Bernhöft. Lokað í dag vegna jarðarfarar. Vélsmiðjan Járn h.f. Súðavogi 26. Ég þakka innilega öllum sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum A 75 ára afmælisdaginn minn 5. marz 1961. Sigríður Ólafsdótiir, Selfossi. Þakka innilega öllum sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu með heillaóskum, heimsóknum og gjöfum. % Oddný A. Methúsalemsdóttir. Þökkum öllum ættingjum, vinum og kunningjum, sem heiðruðu okkur með gjöfum, blómum, skeytum og hlýj- um handtökum á silfurbrúðkaupsdegi okkar 7. marz. Sérstaklega þökkum við Hesteyringum fyrir þeirra höfð- inglegu og kærkomnu gjöf. — Lifið öll heil og sæl. Svanhild og Bjarni Guðmundsson, Reynimel 43. Jarðarför SlRA FRIÐRIKS FRIÐIÍIKSSONAR dr. theol, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 18. þ.m. og hefst með húskveðju í húsi K.F.U.M. og K. kl. 9,45 f.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. K.F.U.M. — K.F.U.K. Jarðarför UNU GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá heimili hennar í Stykkishólmi, laugardag- inn 18. marz kl. 13,30. Vandamenn Maðurinn minn, ARNI GUÐMUNDSSON frá Vestmannaeyjum verður jarðsunginn frá, Fossvogskirkju föstudaginn 17. þ.m. kl. 1,30 e.h. — Blóm afbeðin, en þeir sem vildu minn- ast hans, vinsamlegast láti SÍBS njóta þess. Ása Torfadóttir Innilegar þakkir tii allra, er sýndu vináttu og samúð við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, ELLERTS K. SCHRAM skipstjóra Börn og tengdabörn Hugheilar þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa INGIMUNDAR EINARSSONAR Jóhanna Egilsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.