Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 7. apríl 1961 Hagsmunir þjóöarinnar við það tengdir aö uppbyggingín fái fram að ganga Ræða Ingólfs Jónssonar HERRA forseti! Góðir áheyrendur! Umræðum þessum er að verða lokið. Hafa hlustendur átt kost á að fylgjast með mál- flutningi manna. Hannibal Valdi marsson sagði hér áðan, að nú hafi slagbrandur verið sleginn fyrir þann möguleika, að land- helgin verði færð frekar út. Vitnar hann til sjávarjtvegs- málaráðherra Breta til stuðn- ings þessari fullyrðingu. Langt er gengið í rakaleysum og full- yrðingum lun landhelgismálið, eins og flest önnur. Sem betur fer hefur Island sigrað í þessu máli og mun halda útfærslu landhelginnar áfram að alþjóða- lögum. — Stjórnarandstæðingar hafa í fáu talað meira af sér en í sambandi við landhelgis- málið og alþjóðadómstólinn. Þeir ganga út frá því sem gefnu, að Bretar geti þar öllu ráðið, enda þótt reynslan sanni annað, t d. 1951, þegar dóm- stóllinn hafði forustuhlutverki að gegna og dæmdi á móti Bretum. Ólafur Jóhannesson lét að því liggja, að það hefði ver- ið samningsbrot, ef Hermann Jónasson hefði leitað til Al- þingis haustið 1958 í stað Al- þýðusambandsþings. Þetta eru eftirtektarverð ummæli. Var samið um það að sniðganga Al- þingi, þegar efnahagur þjóðar- innar var kominn á heljar- þröm? Hafa reynsluna af því að gefast upp Önnur merkileg ummæli Ólafs Jóhannessonar er ráð- leggingar til ríkisstjórnarinnar um það að gefast upp. Senni- lega af því, að aflaleysi og verðfall hefur skapað nokkra erfiðleika í bili. Framsóknar- menn hafa reynsluna af því að gefast upp, en var það til fyrir- myndar? Verða málin leyst, ef þeir, sem ábyrgðina bera gef- ast upp, þegar á móti blæs? Verður þjóðinni þjónað á þann hátt? Tvímælalaust hafa þessar. umræður verið ríkisstjóminni og stjómarstefnunni hagstæðar. Mikilverðast er, að þjóðin hef- ur átt þess kost, betur en nokkru sinni áður, að kynnast stefnuleysi og uppgjöf stjórnar- andstöðunnar. Fram hefur kom- ið á augljósari hátt en áður, að stjómarandstaðan hefur eng- in úrræði, enga raunhæfa stefnu, en hefur í þess stað tekið til þess ráðs að vera á móti öllu, sem stjórnin ber fram, hversu gott sem málefnið er. Segja má, að stjórnarand- staðan sé samhent, enda því líkast, að aðeins sé um einn andstöðuflokk að ræða. Þeir, sem fylgzt hafa með málflutn- ingi stjómarandstöðunnar, hafa heyrt þær fullyrðingar, að ástand þjóðmálanna og hagur atvinnuveganna hafi verið sér- staklega góður í árslok 1958, þegar vinstri stjómin fór frá. Má merkilegt heita, að slíkt skuli hafa verið borið á borð fyrir hlustendur. Frá yfirlýs- ingum fráfarandi forsætisráð- herra, Hermanns Jónassonar, og vitnisburði efnahagsmálasér- fræðings ríkisstjórnarinnar, hef- ur verið margsinnis sagt og skal ekki farið nánar út í það að þessu sinni, en aðeins á það minnt, að með áframhald- ándi vinstri stefnu hefði vísi- talan hækkað um a. m. k. 5 stig á mánuði. Var ekki að/ imdra, þótt Hermann Jónasson og efnahagsmálasérfræðingar hans gerðu sér grein fyrir af- leiðingum þessa. Vinstri stjórnin réð ekki við vandann Það er ekki rétt að dæma menn hart, þótt þeir gefizt upp við að leysa erfið verkefni. En það er lágmarkskrafa, að þeir sömu menn leggi ekki stein í götu þeirra, sem taka að sér að leysa það, sem hlaupið var frá. Ríkisstjómin hefur tekið að sér að leysa þann vanda, sem vinstri stjómin réð ekki við. í útvarpsumræðum þessum hefur stjórnarandstaðan talað um kjaraskerðingu. Fulltrúar Fram- sóknarflokksins hafa m. a. talað um, að kostur bænda hafi verið þrengdur. Jafnframt hafa þeir fullyrt, að ekki hefði síður ver- ið þrengt að öðrum stéttum og jafnvel enn þá meira. Sigurvin Einarsson fullyrti, að fleiri jarð- ir færu nú í eyði en fyrr. — Þarna fer þingmaðurinn rangt með. Nú eru færri jarðir aug- lýstar en áður. Sveitafólkið treystir þvi, að hlutur þess verði ekki lakari en annarra stétta. Þannig mun á málum haldið að ræktun aukist og sveitimar byggist. Mermimir, sem skildu eftir sig rústir einar í árslok 1958, tala nú um lömunarstefnu ríkis- stjórnarinnar og leyfa sér að fullyrða, að verið sé að níðast á öllum almenningi. Bændur, verkamenn, útvegsmenn, iðnað- armenn, verzlunarmenn, sjó- menn og aðrir landsmenn munu ekki taka slíkar fullyrðingar gildar. Menn munu heldur spyrja, hvemig hagur atvinnu- veganna og almennings í land- inu væri nú, ef stefna vinstri stjórnarinnar hefði verið ráð- andi lengur. Allir, sem hugsa um þjóðmál, vita, að sú stefna hefði leitt til stöðvunar alls atvinnureksturs í landinu. Það er augljóst, að af því hefði leitt atvinnuleysi og örbirgð. Verð- bólga sú, sem Hermann Jónas- son kallaði óða-verðbólgu, hefði leitt hrun yfir íslenzkt atvinnu- líf. Það mátti ekki seinna vera, að spymt yrði við fótum. Erfiðleikar í bili Aðgerðir þær, sem gerðar voru með efnahagsmálalöggjöf- inni fyrir rúmlega ári síðan hafa vitanlega leitt til þess, að ýmsir hafa fundið til nokkurra erfiðleika í bili. En eins og komið var, var aðeins um tvennt að velja, annað hvort láta hmnið koma og innleiða hér varanlega kjaraskerðingu og fátækt yfir þjóðina eða taka upp nýja stéfnu, sem leiddi tiL þess, er sumir kalla kjaraskerð- ingu, en verður, þegar frá líður, til þess að mögulegt reynist að byggja upp atvinnulífið og skapa almenningi varanlegar kjarabætur, ef íslendingar vilja haga sér skynsamlega, líkt og aðrar menningarþjóðir gera. — Reynslan hefur sýnt, að víxl- hækkanir og minnkandi verð- gildi krónunnar hefur í för með sér kjaraskerðingu fyrir þá, sem helzt skyldi hlífa og minnst hafa að missa. Síðan stríði lauk, hafa mörg verkföll verið háð hér í landi, verkalýðsforingj- arnir hafa hrósað sér af sigri eftir verkföllin. Rétt er það, að kaupgjald hefur hækkað í krónutölu, en vegna víxlhækk- ana á verðlagi og kaupgjaldi, hafa launþegar ekki, þrátt fyr- ir hækkað kaup, fengið kjara- bætur á þessum árum. Það er játað, að kaupmáttur launa er nú jafnvel minni en hann var fyrir 12—15 árum. Augljóst er, hvað þessu veldur. Hverjum manni ætti að vera ljóst, að til þess að launþegar geti fengið raunhæfar kjarabætur, verða atvinnuvegirnir að starfa á heil- Ingólfur Jónsson brigðum grundvelli og geta staðið undir þeim kostnaði, sem launahækkunin hefur í för með sér. Það er markmið stjórnarvaldanna að bæta kjör launþega og annarra lands- manna. Launþegar eiga að njóta aukins afraksturs og bættrar afkomu þjóðarbúsins, en sé hagur atvinnuveganna bágbor- inn, er útilokað að fá varan- legar kjarabætur með þvi að hækka kaupgjald í krónutölu. Láti atvinnuvegimir meira af hendi en afraksturinn leyfir, eru launabæturnar teknar aftur af launþegunum eins og reynsl- an sýnir áþreifanlega. Víxlhækkanir og verðbólga festi hér ekki rætur á ný Nauðsynlegt er, að þjóðin geri sér grein fyrir þessum ein- földu staðreyndum og fylki sér um að halda þá stefnu, sem miðar að því að bæta lífskjörin varanlega, með því að byggja upp fjölbreytt og traust atvinnu líf. Nauðsyn ber til að hefja ýmiss konar framkvæmdif í landinu, svo að tryggt verði, að allir, sem vilja vinna, hafi nægilega atvinnu. Atvinnulífið þarf að vera fjölbreyttara og af- rakstur þjóðarbúsins verður að aukast. En skilyrði til þess að vel megi takast í uppbyggingar- starfinu gr það, áð verðlagið megi, verða stöðugt, að þjóðin hafi traust á gjaldmiðlinum, að víxlhækkanir og verðbólga festi hér ekki rætur á ný. At- vinnuvegimir þurfa að standa á eigin fótum og vera þær stoðir í þjóðlífinu, sem ekki bila, þótt nokkuð blási á móti. Ástæða er til að ætla, að þjóðin hafi lært af reynslunni og skilið til fulln- ustu, á hvern hátt verði stefnt að raunhæfum kjarabótum og bættum lífskjörum. Þjóðin þarf að eiga trausta og fjölbreytta atvinnuvegi, sem skila arði í þjóðarbúið. Þannig verður þjóð- in efnalega sjálfstæð. Alhliða uppbygging og framfarir Til þess að vinna að þessu marki, mun ríkisstjórnin láta gera áætlun fram í tímann um alhliða uppbyggingu og framfarir í ýmsum greinum atvinnulífsins. Gerð verður heildaráætlun um vegamál og samgöngur á landi. Gerðar verða ráðstafanir til, að ýmsir aðalvegir, sem fjölfarnir eru, wrði gerðir úr varanlegu efni. Gerð hafa verið drög að alsherjaráætlun um sjálfvirkan síma um landið allt, sem veitir betri þjónustu og verður ódýrari í rekstri en er með gamla fyrir- komulaginu. Gerð verður athug- un á hafnarmálum og hafnarskil yrði bætt eftir því, sem nauðsyn ber til miðað við aukinn skipa- stól landsmanna. Gerð verður á- ætlun um aukna rækturf og fram- farir í landbúnaði, þannig að tryggt megi verða, að landbún- aðarframleiðslan aukizt í hlut- falli við þarfir þjóðarinnar og einnig athugað með útflutning á landbúnaðarvörum, svo sem kjöti og iðnaðarvörum úr landbúnað- arframleiðslunni. Leitast verður við að koma stoðum undir lána- sjóði landbúnaðarins og útvega þeim aukið fjármagn. Gerð verð- ur íramhaldsáætlun um rafvæð- ingu þeirra sveita, sem ekki eru á tíu ára áætluninni. Gera þarf ráð- stafanir til að auka sandgræðslu og skógrækt. Gera þarf ráðstaf- anir til að koma á fót kornrækt í landinu. Hafizt verður handa um ræktun fisks í ám og vötnum og gæti það áður en langur tími líður orðið til þess að auka tekj- ur þjóðarbúsins með útflutningi á lax og sjóbirtingi. Ráðstafanir verða gerðar, til að auka tekjur þjóðarinnar af erlendum ferða- mönnum með því að bæta aðstöð- una til þess að taka á móti þeim með auknum gistihúsakosti og I annarri fyrirgreiðslu, sem sjálf- sögð þykir í ferðamannalöndum. Gerð verður áthugun í sambandi við sjávarútveginn og nýtingu sjávaraflans, fiskirannsóknum og fiskiðnaði. Er enginn vafi á því, að þar er mikið verkefni óunnið, sem gæti aukið þjóðartekjurnar, ef rétt er á haldið. Athugun verð- ur látin fara fram um siglinga- og kaupskipastólinn, þannig að kaupskipaflotinn verði sem bezt nýttur og að því keppt, að íslend- ingar fullnægi ekki aðeins sínum eigin þörfum hvað siglingar snert ir, heldur taki að nokkru hætti frænda okkar, Norðmanna, og auki þj óðartekj urnar m'eð því að sigla fyrir aðrar þjóðir. Gerð verður athugun á flugmálum ís- lendinga og að því unnið að end- urnýja og auka flugvélakostinn. Gerð verður athugun á húsnæðis- málunum og að því keppt að gera húsbyggingar ódýrari en ver ið hefur með bættum vinnuað- ferðum, svo að almenningi gefizt kostur á að eignast eigin íbúðir á hagkvæmari hátt en verið hef- ur. Athugun verður gerð á því á hvern hátt jarðhitinn verður bezt hagnýttur. Virkjanir fallvatna Verkefnin eru mörg, sem vinna ber að og til þess að koma þeim í framkvæmd þarf mikið fjár- magn, sem afla verður með auk- inni framleiðslu eða á annan hátt. Stærstu framkvæmdirnar og jafn vel þær þýðingarmestu eru þó enn ótaldar. En það eru virkjanir fallvatna okkar og iðnaður, sem hagnýtir orkuna, eftir að fossarn- ir hafa verið beizlaðir. Það er rétt sem sagt var hér í kvöld, að virkjunarrannsóknir fallvatn- anna eru dýrar og hefði tekið a. m. k. 10 ár, ef ekki hefði ver- ið tekið á því öðru vísi en í tíð vinstri stjórnarinnar. En nú hafa ráðstafanir verið gerðar til þess að flýta undirbúningi, svo að áætlanir gætu legið fyrir, bæði með virkjanir og stóriðnað. Rík- isstjórnin mun vinna að því, aS ráðizt verði í stórvrkjanir fall* vatna óg komið á stofn stóriðju, sem notar afl hinna stóru virkj- ana. Um þessi mál hefur oft ver- ið talað á undanförnum árum, en úr framkvæmdum hefur lítið orS ið. Segja má, að nú sé tíminn kominn til þess að hefjast handa og láta ekki langur sitja við orð- 'in tóm. Þessi mál verður því aS taka með festu og vinna að fram- kvæmdum með þeim hraða, sem mögulegt er. Með því að not- færa sér afl fossanna og koma upp stóriðnaði til útflutnings, get ur þjóðin tryggt atvinnumögu. leika ört vaxandi þjóðfélags og| skapað skilyrði til efnalegs sjálf- stæðis og hagkvæms greiðslujafrt aðar við útlönd. Gjaldeyrisskort. ur og greiðsluhalli er algengt um- ræðuefni fjármála- og stjórnmála manna. Samkvæmt skýrslu Seðlabank. ans má segja, að nokkur bati sé sjáanlegur í þeim málum síðart núverandi stjórn markaði stefn- una í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Það er líkt öðru, sem framl kemur hjá stjórnarandstæðing. um við þessar umræður, að þeir, bera fram ýmsar villandi tölur, sem eiga að afsanna, að skýrsla seðlabankans um fjármál og gjald eyrismál sé rétt. Jafnvel Ólafur Jóhannesson, sem er í stjórn Seðlabankans virðist taka undir þetta. Þegar þessir sömu menn eru að því spurðir, hvort skýrsla Seðlabankans sé röng, hvort þar sé farið með rangar tölur, er reynt að komast hjá því að svara, Staðreyndirnar geta verið óþægi- legar og það hefur stjórnarand- staðan orðið að reyna að þessu sinni. Viðrelsnin fái fram að ganga Lúðvík Jósefsson talaði um það hér áðan, að fjárhagsörðug- leikar togara og bóta væru mikli ir. Vildi hann láta að því liggja, að aflaleysi togaranna værii stjórninni að kenna og verðfalL á lýsi og mjöli, en fjárhagsörð- ugleikar útgatrðarinnaar stafa fyrst og, frémst af þessu. Hér að framan hefur verið rætt um al- hliða uppbyggingu og fjölbreytnjl .í atvinnulífinu, sem ríkisstjórn- in áformar að koma í fram- kvæmd. Áform þessi verða þvi aðeins fljótlega að veruleika, að víxlhækkanirnar byrji ekki & nýjan leik. Hagsmunir þjóðar- innar eru við það tengdir, að upp byggingin og viðreisnarstefnam nái fram að ganga. Leiðin til bættra lífskjara verður því að- eins fær, að þjóðin láti ekki á- byrgðarlaus yfirboð stjórnarand stæðinga glepja sig. Leiðin verð ur greið, ef allir, sem geta unn. ið, gera skyldu sína, og gera ekki hærri kröfur hverju sinnil en hægt er á heilbrigðan hátt að verða við. Enginn má láta upp- gjafarboðskap stjórnarandstöð- unnar draga úr sér kjark og starfsþrek. íslenzka þjóðin hef- Framhald á bls. 7. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.