Morgunblaðið - 15.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmíudagur 15. júní 1961 Frú Kennedy lendir í milliríkjadeilu AÞENA, 12. júní. — (Reuter) — Jacqueline Kennedy, for- setafrú Bandaríkjanna, er nú á skemmtiferð í Grikklandi. Hún var heldur óheppinn í dag, því að með einni setn- ingu, sem hún mælti af vör- um fram að óhugsuðu máli, lenti hún inni í millíríkja- deilu Breta og Grikkja um afhendingu merkilegra grískra fornminja. Þannig stóð á þessu að frúin var að skoða háborg Aþenu, Akropolis og hið mikla hof, Parþenon, sem þar ber hæst. Leiðsögumaður sagði henni að á gaflstykki hofsins hefði áður verið merkileg lágmynd úr marmara, sem brezkir forn- leifafræðingar hefðu haft á brott með sér fyrir 150 ár- um og lægju þær nú í Brit- ish Museum í London. Jacqueline sagði brosandi: — Mikið vildi ég að lág- myndin væri komin aftur á sinn stað. —. Auðvitað var umsögn frúarinnar slegið upp í grísku blöðunum en Bretar eru ekki eins hrifnir, því að hér er um að ræða deilumál milli þjóðanna, sem stundum hefur orðið allheitt. Þó ber þess að geta að lokum, að brezkur þingmað- ur lagði fyrir nokkru fram tillögu í Neðri málstofunni um að Bretar skiluðu Grikkj um þessari frægu lágmynd. — Macmillan varð þá fyrir svörum og kvaðst mundi íhuga málið. Vantar salt í grautinn G'JÖGRI, 13. júní. — Við sjóðum nú fiskinn i sjó og höfum ekkert salt í grautinn. Verkfallið hefur stoðvað saltflutningana hingað og ekki virðist vera nein hreyf- ing á þeim Kaupfélagsmönnum, enda þótt SÍS sé búið að semja. Veiðin hér er allgóð, menn hafa verið að nota úrgangssalt til þess að reyna að nýta aflann eitthvað, en nú er það líka á þrotum. Tveir ungir menn keyptu bát fyrir 40 þúsund krónur til þess að róa héðan í vor. En þeir verða líka að sjóða sinn fisk í sjó. — Regína. Svefnsófar Svefnstólar — Sófasett Stakir stólar. 20% afsláttur gegn stað- greiðslu. — Klæðum og ger- um við gömul húsgögn. — Vönduð vinna. Husgagnasfotan Ó. L. Kristjánsson Skipasundi 77. Sími 33935. Þangvinnslan haf- in á Sfokkseyri t FYRRADAG hófst aftur þangvinnsla úr fjörunni milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, með því að 8 menn fóru út í skerin á f jöru og hömuðust við að skera þang í 5—6 klst., eða þar til flæddi. Úr þanginu er síðan unn- ið þangmjöl í beinaverksmiðj- unni á Stokkseyri, sem notuð er til fiskvinnslu yfir vertíðina. í fyrra voru unnar 220 lestir af þangmjöli í verksmiðjunni, en þá var hætt í ágústlok. Þang- vinnslan er árstíðarbundin, veð- ursjíilyrði og birta hafa þar áhrif á, auk þess sem verksmiðjan er notuð aðeins til þangvinnslu á þeim tíma sem fiskvinnsla er þar ekki. Er ætlunin að vinna þang- ið árlega frá júníbyrjun og fram til áramóta. Notað í fóðurbæti — Það er auðséð að við verð- um að skera meira núna en í fyrra, sagði Óskar Sveinbjörns- son, framkvæmdastjóri, er blað- ið leitaði frétta af þessu hjá hon- um í gær. Salan á þangmjölinu þetta fyrsta ár hefur gengið nokkuð vel, birgðirnar mikið til seldar. Þangmjölið fer á innlend an markað, í fóðurbæti. Mjólkur félag Reykjavíkur hefur notað það í hænsnafóður og bæði Fóð- urblandan h.f. og KEA hafa not- að það í fóðurbæti handa kúm. Við höfum fengið verðtilboð er- lendis frá, en það er ekki hag- kvæmt, einkum verður flutning- ur of dýr. Þangmjölið á að hafa örvandi áhrif á frjósemi dýra, m. a. auka joðinnihald eggja Og fitumagnið í mjólk, auk þess sem það inni- heldur mikið af líffræðilega nauð synlegum efnum. Er það gefið í mjög smáum skömmtum. Áður en farið var af stað með reglu- lega framleiðslu á því í fyrra, var búið að framleiða nokkur tonn á ári í 2—3 ár til reynslu og láta bændur hafa það. Var reynslan sú að óhætt þótti að hefja fram- leiðslu á því í stórum stíl. Þangið er skörið ofan í neta- poka á fjöru, en síðan er pok- unum fleytt í land á flóðinu, trossan dregin af báti. Þaðan er það svo flutt í beinamjölsverk- smiðjuna, og unnið í vélum henn ar. Svo sem kunnugt er, bar bandaríska liðið af Kefla- víkurflugvelli sigur úr být- um í sjóveiðimótinu í Vest- manneyjum um sl. helgi. Bandaríkjamennirnir urðu að fara frá Eyjum áður en verðlaunaafhending fór fram á sunnudagskvöldið, en í fyrrakvöld var liðinu af- hentur bikar sá, sem Flug- félag íslands hefur gefið, og er þetta annað árið í röð, sem Bandaríkjamenn vinna hann. Myndin var tekin við þetta tækifæri. Talið frá vinstri: Halldór Snorrason, form. Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, H. C. Fuller, Stan Roff, Jóhann Sigurðs- son umboðsmaður F. í. í í London, Mr. Woolums og W. W Dewey. (Ljósm. Heimir Stígsson). Grænienzkur öldungur bjargaöi barni en dó síöan af áreynslunni GÓÐVON í Grænlandi. — Græn | nokkrum dögum að bjarga fimm lenzkum öldungi tókst fyrir ADRETT - ADRETT AD-ÆTT ADRITT ALLIR ÞEKKJA ADRETT HÁRKREMIÐ ý< NÚ FÆST EINNIG: ADRETT SHAMPOO HÁRIÐ ELSKAR ADRETT! H e ildsö I u birgðir: ísl. erlenda verzlunarfélagið Tjarnargötu 18 Sími: 15333 ADRETT ára barnabarni sínu frá drukkn- un en sjálfum varð honum svo n þetta, að hann andaðist skömmu seinna af áreynslunni. AFINN HORFÐI Á Slysið varð í grænlenzkri verstöð við Diskó-flóann. Nokk- ur grænlenzk börn voru þar úti á bryggju og klettum að veiða á færi. Þar í hópnum var fimm ára stúlkubarn, en það er ekk- ert óvenjulegt í Grænlandi að svo ung börn séu farin að sýna veiðiáhugann í verki. Afi stúlkunnar, hinn 77 ára Boye Reimer, stóð álengdar og fylgdist með börnunum. Allt í einu sá hann að litla stúlkan féll niður af bakkanum og í sjóinn. MIKILL VEIÐIMAÐUR A YNGRI ÁRUM Gamli maðurinn hljóp til og ætlaði að reyna að ná taki á stúlkunni, en féll þá sjálfur í sjóinn. Hann gat þá synt með barnið að öðrum stað, þar sem betra var að komast á land. Þegar þau voru komin á land féll Boye Reimer meðvitundar- laus niður af áreynslunni. Hann komst síðan aðeins snöggvast til meðvitundar og það fyrsta sem hann spurði um var hvernig barninu liði. Var honum svarað að hún væri heil á húfi. Brosti gamli maðurinn við það, missti síðan rænuna. Hann var fluttur heim, en andaðist nokkru síðar. Boye Reimer var á yngri ár« um mikill veiðimaður og þekkt- ur víða í Grænlandi fyrir dugn- að og áræði. Hlutlaus nefnd rann- sakar mál Red Crusaders LONDON, 12. júní. — (NTB) — Brezka stjórnin er sammála þeirri dönsku ,að rétt sé að láta nefnd hlutlausra manna rannsaka mál skozka togarans Red Crusader, sem danska eftir- litsskipið Niels Ebbesen stóð að veiðum í færeyskri landhelgi 30. maí. Heath aðstoðarutanríkisráð- herra skýrði brezka þinginu frá þepsu í dag. Þingmaður Aber- denn-kjördæmis bar fram fyr- irspum um hvort skipstjóra og eigendum togarans yrðu greidd- ar skaðabætur. Heath vék sér undan að svara þessu, sagði að málið væri enn óljóst, en heppilegt væri að fá greitt úr því með rannsókn hlutlausra manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.