Morgunblaðið - 15.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1961, Blaðsíða 11
Fímmtudagur 15. júní 1961 MORGinSBLAÐlÐ 11 Skroppið Séð' heim að hinu glæsilega býli í Syðra-Langholti i Hrunamannahreppi. BLAÐAMENN Morgunblaðs- ins brugðu sér austur fyrir Fjall laust fyrir síðustu hclgi til þess að leita sér frétta og almenns blaðaefnis. Þeir hittu að máli bændur og búalið, iðnaðarmenn og ýmsa fleiri. i Annir voru miklar hvar sem komið var. Víða mátti sjá hvar unnið var að áburðardreifingu og jarð- rækt. Blöstu við stór svæði af landi, sem verið var að brjóta, svo og kílómetra langir vélgrafnir skurðir. t Ekki verður því neitað að mikill munur var á að sjá allar þessar athafnir borið saman við verkfallsdrung- ann, sem yfir öllu ríkir vestan Fjalls. , Þennan dag voru bændur I Hrunamannahreppi í alls- herjargrenjaleit, en refurinn hefur gert þar mikinn usla að undanförnu sem víða annars staðar. Þykir sá vá- gestur fara fremur vaxandi og er kennt um því að mun minna er nú farið um af- réttarlöndin en áður var, og heiðarbýli hafa lagzt í eyði. Hér kemur véltækn- in ekki til hjálpar eins og á flestum eða öllum öðrum sviðum búskaparins. Enn hefur ekki verið fundin upp vél til þess að leita skolla uppi. Einasta ráðið er því að allir sem vettlingi geta vald- ið fari og leiti grenja en síð- an eru grenjaskyttur sendar á vettvang til þess að vinna dýrin, Um allt þetta og margt fleira ræddu blaðamenn við búendur austan Fjalls og fara samtölin hér á eftir: Það var rétt stytt upp mynd- arlega rigningarskúr er við renndum í hlaðið í Skollagróf. Við hittum Jón bónda Sigurðs- 6on þar sem hann var að vinna með húskörlum sínum að bygg- ingu nýs íbúðarhúss. Timbur- staflar og malarhaugar voru í kringum grunninn, sem þeir voru að grafa, en dráttarvélina notuðu þeir til þess að aka burt uppgreftrinum. Ódýrara en í kaupfélaginu Jón gaf sér tíma til þess að rabba við okkur ofurlitla stund þótt mikíð væri að gera. Þegar'staðið er í húsbyggingum eru fáar stundir aflögu fyrir bóndann til að setjast niður og rabba við ferðamenn. Jón kveðst nota þessa daga milli sauðburðar og sláttar í húsið. Efnið í húsið hefur hann sótt suður til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. — Ég fæ það ódýrara þar en í kaupfélaginu okkar. Nú virð- ist ekki eins ríkjandi hið gamla sjónarmið hjá kaupfélögunum. Við spyrjum Jón hvort ekki sé erfitt að standa í byggingar- framkvæmdum nú. Hann svarar því játandi. Vissulega hafi hækkanirnar að undanförnu haft í för með sér aukinn kostnað við byggingar- framkvæmdir. í móti komi þó að á sama tíma hafi óaftur- kræft framlag til íbúðabygg- inga hækkað svo og lán með hagstæðum kjörum. Sparifjármynðun — Hitt gleymist þeim þó, segir Jón, sem mest tala um hækkanirnar og þó einkum vaxtahækkanir, að það verður ekkert framkvæmt og í engar fjárfestingar ráðist nema í móti komi sparifjármyndun. Það er vart von að menn safni fé ef þeir hafa enga trú á gjaldmiðlinum. Og trú á hon- um fá engir, sem fyrir sífelldri skerðingu verða vegna gengis- fellinga, hvort sem þær eru beinar eða óbeinar. Og hafi þeir ekki eðlilega vexti af fé sínu þá leggja þeir það ekki fyrir. — Hvað segirðu þá um kaup- hækkanirnar og verkföllin nú? —• Við getum tekið undir það að æskilegt er að bæta kjörin. En við óttumst að ef um miklar kauphækkan- ir verði að ræða, leiði þær af sér nýja verðbólgu, sem étur ágóðann upp á samri stundu. Menn óttast að í kjöl- far nýrrar verðbólgu komi ný gengisfelling, því öðruvísi er ekki hægt að mæta henni. Ef ekki koma til alveg nýjar þjóð- artekjur verður þetta ekki leið- ’ rétt nema með því að þynna út krónuna. Gengisfelling betri en verðuppbætur Þótt gengisfelling sé auðvitað alltaf neyðarúrræði er það mín skoðun að hún sé betri en upp- bótarkerfið, sem slæm reynsla er af. Menn sáu glöggt bæði þegar vinstri stjórnin gafst upp og hrökklaðist frá og eins er nú- verandi stjórn var mynduð að eitthvað varð að gera efnahags- lífinu til lækningar og jafn- framt að það mundi kosta fórn- ir. — — Er það skoðun manna hér um slóðir að þetta hafi ætlað að takast hjá núverandi stjórn? — Já. Það er enginn vafi á því. Stjórnarandstaðan hefur nú kastað sprengjunni vegna þess að hún hefur óttazt að viðreisn ríkisstjórnarinnar ætlaði að takast. Ég hef meira að segja heyrt gróna framsóknarmenn láta í ljós ugg um að stjórn- inni ætlaði að takast þetta. — Þessir menn virðast hugsa meira um flokkinn en þjóðarhag. Ekki hrifnir af samstarfi við kommúnista — En hvað segja menn um samstarf kommúnista og fram- sóknarmanna í verkfallsmálun- um? — Hér í sveitum er rótgróin andstaða gegn kommúnistum. Er þá sama í hvaða flokki menn eru og því eru menn áreiðan- lega ekki hrifnir af þessu sam- starfi. Er þessu stutta samtali var lokið héldum við út í hesthús Jóns og skoðuðum þar efnileg- an kynbótahest, sem er í eigu bróður Jóns, sem hjá honum dvelur um þessar mundir. Þeir bræður eru miklir hestamenn og hestaunnendur, enda eiga þeir margt fallegra gæðinga. En nú megum við ekki tefja Jón leng- { ur frá búverkunum og því höld um við af stað eftir að hafa not ið veitinga og gestrisni þeirra hjóna. MJALTIR stóðu yfir er við kom um að Seljatungu í Gaulverja- bæjarhreppi, og bændur í fjósi. Það hafði verið mikill annadag ur þá um daginn er lokið var að bera kjarna á túnin. Sagði Gunn ar Sigurðsson bóndi, að sprettan hafi verið hægt og eins og horfði nú myndi sláttur hefjast eitt- hvað seinna en í fyrra. Þá voru bændur hér í sveitinni almennt byrjaðir að slá tún sín um Jóns messu. Afkoma bænda aldrei betri — Afkoma bænda er allgóð? — Það er óhætt að fullyrða að afkoma bænda var betri síð astliðið ár en hin tvö næstu á undan og horfurnar voru góðar nú — en hvað verður? spurði Gunnar. — Og hann bætti við: Það fer ekki hjá því að uggur sé í bændum landsins, yfir hinni hörkulegu kröfupólitík stéttafé- laganna. Við bændur munum þó almennt vera þeirrar skoðun- ar, að keppa beri að því að bæta kjörin. En það tekur sinn tíma að finna raunhæfa lausn slíkra mála. Verður dýrtíðardraugurinn uppvakinn? Að setja nú af stað dýrtíðar- hjólið, mun sízt af öllu verða fagnað meðal bænda. Bændur eiga svo mikið undir því að verð Gunnar í Seljatungu lagið haldist stöðugt, allar búskap aráætlanir, segjum t. d. um bygg- ingu gripahúsa, hljóta að vera mjög undir því komnar að verð lagið sé stöðugt. Annars hitta allar stéttir sjálfa sig fyrir ef dýrtíðin fer af stað. Svo náinn er kunningsskapurinn orðinn milli fólks í þessu landi og verð bólgudraugsins, að óþarft er að skýra afleiðingar þess að vekja þann draug upp að nýju. Það fer því ekki hjá því, að mönnum standi stuggur af leiðum þeim er forkólfar Framsóknarflokksins hafa valið i kjaramálum og beita nú SÍS fyrir sig til lausnar í Reykjavík. Og hið nána samstarf sem forráðamönnum SÍS er nú fyrirskipað að hafa við kommún ista hljómar eiukennilega í eyr- um bænda. En kemur þetta nokkrum á óvart, því svo mjög hafa vinnubrögð framsóknarfor kólfanna einkennizt af pólitískri heift? Þeir sjá sem er, að stjórn inni virðist ætla að takast betur að fást við efnahagsmálin en þeir bjuggust við og því skal beitt kjafti og klóm ef vera mætti að þeim og kommúnistum tækist í sameiningu að rífa allt niður. Ábyrgð Framsóknarflokks ins er mikil. — Bændur í þeim flokki sjá eins og aðrir hvað á bak við liggur. En tal okkar barst að öðru skemmtilegra umræðuefni. Við fórum að tala um Mjólk. urbú Flóamanna. — Hinum breyttu lögum fram leiðsluráðs má eflaust þakka betri útkomu búsins á síðasta ári, sagði Gunnar. Þá hefur það ekki vakið minni athygli, hvern ig tekizt hefur fyrir forgöngu Ingólfs Jónssonar landbúnaðar- ráðherra ,að ráða framúr fjár- hagsvandræðum mjólkurbúsins með því að útvega viðbótarlán og fá samkomulag um lengingu lánstímans. Hefir þetta létt þungum bagga af bændum. Þrjú stórmál — Það er ekki langt síðan þið hélduð sýslufund hér? — í lok maímánaðar. Þar bar eðlilega margt á góma af mál- efnum er snertir okkur sýslubúa, svo sem sjúkrahúsmálið og svo þau þrjú mál er aðallega snerta athafnalífið hér á Suðvestur- iandi. Lagning Þrengslavegar, brú á Ölfusá við Óseyrarnes og svo hafnargerð í Þorlákshöfn. Menn ræða eðlilega mikið um hafnargerð í Þorlákshöfm, því góð og örugg höfn þar er ákaf- lega mikilvæg fyrir framtíð hinna miklu landbúnaðarhéraða hér. Um þessi þrjú mál gerði sýslunefndin ályktun, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að hlutast til um aðgerðir í málum þessum. — Eru bændur hér í sveitinni með ýmsar framkvæmdir á prjónunum — Menn byggja útihús og stækka tún sín, eins og vant er, og telst vart í frásögur færandi. — ★ — En það var ekki til setunnar boðið í Seljatungu. Það hefði líklega verið hægt að velja heppilegri tíma til þess að rabba við Seljatungubóndann, en ein- mitt mjaltatímann. Hlustað eftir Venus-skeytum JODRELL Bank í Englandi, 13. júní (Reuter). — Brezkir og rúss r.eskir vísindamenn hafa byrjað vísindalegt samstarf sem miðar að því að freista þess að ná radío- merkjum frá geimskeyti því sem Rússar skutu í áttina til Venusar í janúar s.l. Skeyti þetta sem hef- ur haldið áfram ferðinni mun nú vera komið í næsta nágrenni við Venus. Tilraunirnar hófust í dag með því að Rússar gáfu brezkum vís- indamönnum í Jodrell Bank at- hugunarstöðinni merki um það, að þeir hefðu sent ákveðið radíó- skeyti í áttina til Venus-skeytis- ins, sem var þannig, að það átti að setja af stað sjálfvirk útvarps- senditæki í skeytinu. Síðar munu Bretar beina hinum risavöxnu radíóhlustunartækjum sínum í áttina að Venus, ef ske kynni að senditækin í Venuseldflauginni væru í lagi, en þá væri þess að vænta að ýmsar mikilvægar upp lýsingar fengjust um eðli og ásig- komulag Venusar. Nokkrir rússneskir vísinda- menn dveljast í Jodrell Bank at- huganastöðinni til að vera Bret- unum til aðstoðar. Jón bóndi Sigurðsson i Skollagróf við húsgrunninn sinn. austur fyrir fjall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.