Morgunblaðið - 29.06.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. júni 1961 MORCUNBLAÐIÐ 5 Þeir skjóta okkur ref fyrir rass! RUNE Ásblom ásamt fjöl- sltyldu sinni og einni græn- lenzkri konu, sjö manns, eru stödd hér í Reykjavík. Var Ásblom ásamt f jölskyldu sinni á sumarmóti Hvítasunnu- manna í Vestmannaeyjum í fyrri viku, og nú er hann á förum heim til Svíþjóðar til hvíldar, eftir erfitt starf, sem hann hefur haft undanfarinn tíma. Það eru 8 ár, segir Ásblom síðan ég fór fyrst til Græn- lands. Nú höfum við lokið við að byggja íbúðarhús, sem kostaði kr. 70.000 danskar. Síð an erum við langt komin með að byggja barnaheimili, en fyr ir það er hin brýnasta þörf í Grænlandi. Það er ekki minna en 42% allra barna, sem fæð- ast í Grænlandi, sem eru óskil getin. Mörg þessara barna eru meira eða minna veik frá fæðingu, og njóta lítillar um- hirðu í uppvexti. Við sáum því, að það var hin brýnasta þörf að byggja barnaheimili, og leggja þessum mörgu mun- aðarleysingjum lið á þennan hátt. Nú erum við langt komin með það að byggja þetta barnaheimili. Eigum þó eftír að innrétta það að miklu leyti. En við kvíðum engu með það, því að Hvítasunnumenn bæði í Svíþjóð, Danmörku og fs- landi hafa lagt okkur mikið lið og munu gera það áfram- haldandi. Við spyrjum Asblom, hvern hann hafi nú fyrir sig í starf- inu, meðan hann fer heim til hvíldar. Þessar kringumstæður ræddi ég á sumarmótinu í Vest- mannaeyjum við vini mína þar, og þeir brugðust svo vel við, að það er útlit fyrir að starfsmaður frá íslandi fari strax í næsta mánuði til Grænlands, til þess að taka að sér starfið meðan við erum í burtu, ég og fjölskylda mín. Hvar er aðsetursstaður þilin á Grænlandi? Það er Nanortalik, og þar höfum við byggt barnaheim- ilið. Það hefur kostað okkur um kr. 100.000 danskar og það sem vantar til, vonum við að komi inn gegnum frjálsar gjaf ir þeirra, sem skilja þessa miklu neyð hinna munaðar- lausu barna í Grænlandi. Ég hugsa mér að ferðast um í Danmörku til þess að safna pcningum til barnaheimilisins. Frá íslandi liöfum við fengið mikla hjálp og vaxandi. Á sumarmótinu í Vestmanna- ' eyjum söfnuðust inn margar þúsundir vegna barnaheimil- isins. í kvöld tala ég nokkuð um starfið á Grænlandi á sam- komu, sem verður í Fíladelfíu kl. 8,30. Og verðið þið þá klædd öll, eins og Grænlendingar? Ætli það ekki, segir Rune Ásblom, um leið og hann bros- ir sínu góða brosi, en þá mýk- ist og mildast hans markaða andlit, sem ber þess vitni að starfið í Grænlandi hefur ekki verið leikur einn. ■ Barnaheimilið í Nanortalik ámiðri myndinni. 1 ‘ — Já, ég lieyri til þín, elskan. — f Sviss er bergmálið svo ná- kvæmt ,að það tekur nákvæm- lega 5 mínútur frá því maður kall »r og þar til maður heyrir berg- jnálið. — Hvað er það. Þegar ég var vestur í Arizona vorum við van- ir að fara út á kvöldin kl. 11 cg kalla: „Nú fövum við á fæt- ur.“ Og á slaginu 8 morguninn eftir vakti bergmálið okkur. — Vísindamenn hafa reiknað út, að sólin verði útdauð eftir 70 milljón ár. — Hve mörg ár sögðuð þér? — 70 milljón. — Ó, hamingjunni sé lof. Mér heyrðist þér nefnilega segja 40 milljón. I»að er svo margt í þokunni býr, ég þori ei einn að ríða, misjöfn dýr mörg um skóginn skríða. Völt er veraldar blíða, vorin köld að sjá, sumartíðin sólfögur sefur kul þá. Hýr gleður hug minn hásumartíð, skæran lofi skapara sinn öll skepnan blíð; * skín yfir oss hans miskunnin. — Hýr gleður hug minn. Hvað er fegra en sólar sýn, þá sveimar hún yfir stjörnu rann? Hún vermir, hún skín og hýrt gleður mann. (Úr ýmsum kvæðum). Stríðið eyðileggur ekki afallt vondu mennina, en ævinlega þá góðu. — Sofokles. Komdu öllu í lag hið innra, og hið ytra kemur af sjálfu sér. — Haweis. Lind sorgar og gleði sprettur upp hið innra með oss. — Hamsun. Lífið er bernska ódauðleikans. — Goethe. Sölufurn sem má staðsetja hvar sem er til sölu. Upplýsingar gefur Verzlunin Reykjafoss Sími 21 — Hveragerði Afgreiðslustörf Viljum ráða stúlku til afgreiðslustarfa, einnig tvo karlmenn, helzt vana kjötafgreiðslu.. — Upplýsing- ar í SUNNUBÚÐIN Laugateigi 24 — Sími 34666 T œkifœriskaup Nýuppgerður 19 tonna eikarbátur til sölu og af- hendingar nú þegar. Tilbúinn til dragnóta- og hand- færaveiða. Einnig hafsíldarhringnót, stærð 190x52, % nælon, ásamt góðum stálhringnótabát. Ofangreint selst með tækifærisverði ef um verulega útborgun er að ræða. — Upplýsingar næstu daga á herbergi nr. 12, Hótel Vík og í símum 24772 og 22532. Til sölu Mjög skemmtilegt raðhús við Hvassaleiti, 7 herb. eldhús og bílskúr. Húsið selst fokhelt með hcirðviðar- gluggum. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6. Símar 1-2002, 1-320$ og 13602. Síldarsölfunarstúlkur vantar til Siglufjarðar og Raufarhafnar Upplýsingar í síma 34580. Gunnar Halldórsson Bílasalinn er fljótur að breyta bílum í peninga og peningum í bíla. — Simi 12-500 og 24088. BRflSSO — FÆGILÖGURINN — — á allan kopar o. fl. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.