Morgunblaðið - 29.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 29. júni 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 I A SÍÐARI árum hefur áliugl vísindamanna á loftsteinum aukizt mjög, og þarf engan að furða á því. Loftsteinarnir eru fyrstu gestirnir utan úr geimnum, sem komið hafa fyr ir augu mannkynsins. EinS og að líkum lætur hafa þeir orðið mörgum að umhugsun- arefni, allt frá fyrstu tíð, oft ast nær hafa þeir verið tald ir af guðlegum uppruna. Næg ir að minna á, að stjörnu- hröp hafa verið á.litin hoða mannslát, stór sviartur loft- steinn er homsteinn aðalhofs múhameðstrúarmanna í Mekka, og einn, sem var í hofi móðurgyðjunnar í Litlu Asíu var sagður marka miðju heimsins. Fyrir tíu árum var mönn- um orðið ljóst, að loftsteinar eru all ólíkir að innri gerð, sumir eru úr járni og nikk el, aðrir úr járnsteini, marg- ir úr kísilsöltum í örfáum eru kolefnasambönd. Hafa aðeins Ljósmynd af krystalsgerð kísilssalts i loftsteini með kolefnasamböndum. Myndin var fengin með þvi að beina straumi af rafeindum að örlitlum krystal, stækka síðan dreifinguna og láta þær falla á ljósmyndafilmu, til vinstri: rafeindastraumurinn fellur hornrétt á krystals- þynnuna, til hægri er straumurinn samhliða þynnunni. Lagskiptingin sést vel. Ljósu depl- arnir svara til einstakra frumeinda. Fyístu gestirnir Verða loftsteinar til jbess að varpa Ijósi á uppruna lifsins? utan úr geimnum 20 slíkir steinar fundizt. . Stórstígar framfarir urðu í ' loftsteinarannsóknum þegar kjarnoTkufræðingurinn Urey í Chicago tók að dunda við þær í frístundum sínum. Mæl Íingar á geislavirkni steinanna leiddu í ljós að aldur þeirra er 4500—5000 milljónir ára. Hinsvegar munu aðeins vera liðin 2—200 milljón ár síðan > þeir losnuðu úr stærri reiki stjörnum. Aldur þeirra er tal inn vera hinn sami og aldur sólkerfisins, og almennt er á- litið, að þeir séu upprunnir ’ í smástirnabelti þvi, sem ligg ur milli Mars og Júpiters. Smástirnin hafa ef til vill myndazt við sprengingu heill ar reikistjörnu á þessum slóð uf. I>að var ekki fyrr en fyrir tveimur árum, að menn fóru að gera sér ljóst, að loftstein- arnir gátu skýrt fleira en ald ur sólkerfisins. Og nú tóku menn fyrir alvöru að athuga hina sjaldgæfu loftsteina, þá sem hafa kolefnasambönd. Kolefnasamböndin í þess- _______________________________ um loftsteinum eru ekki ó svipuð jarðbiki, og árið 1953 kom í Ijós, að þessi efni mátti leysa upp í lífrænum vökvum einkanlega vínanda og benz óli. Það var þó fyrst í fyrra að þessi uppgötvun vakti at- hygli. Síðan hafa verið uppi ýms ar tilgátur um uppruna loft steina. Sumir töldu, að allir loftsteinar hefðu í upphafi haft kolefnasambönd, sem síð an hefðu breytzt við hita, en Urey sýndi fram á að þeir gætu varla hafa hitnað mikið yfir 100 gráður. Áðrir töldu þá hafa myndazt við áhrif geimgeisla á „ryk“-hjúp þann sem hafi verið umhverfis sól ina í upphafi, og seinni tíma samþjöppun. Eins og kunnugt er getur kolefnið eitt myndað langar keðjur og marghyrn- inga, sem eru undirstaða allra lifandi vera, og geimgeislarn ir gætu lagt til orku, sem er nauðsynleg fyrir myndun slíkra sambanda. Menn búazt við, að á yfirborði tunglsins megi finna nægilegt hráefni til að rannsaka þessar breyt ingar stig af stigi. En fyrir mánuði kom þruma úr heiðskíru lofti. Þrír bandarískir visinda- menn, Nagy, Hennessy og Meinschein eimuðu örlítið brot af kolefnasamböndum úr frönskum loftsteini og rann- sökuðu það svo með aðferð um, sem notaðar eru í olíu- iðnaðinum. Þeir fundu kol- efnismarghyrninga með 15 til 24 • frumeindum. Efni þessi voru mjög lík ýmsum lífræn um efnasamböndum, sem finnast í jarðvegi og afurðum lifandi vera. Efnið, sem þeir rannsökuðu til samanburðar, var smjör. Þeir ályktuðu, að efnin úr loftsiteimiinum væru svo flík efnum sem eingöngu finnast í lifandi verum, að lífrænar efnabreytirrgar og lifandi ver ur hlytu að finnast víðar en á jörðinni. Eigi að síður eru ýmsir hin ir færustu sérfræðingar í vafa, Efni þessi eru þrátt fyr- ir allt svo ólík hinum jarð nesku lífrænu efnum, að þær Hfverur, sem ef til vill fram leiddu þau hljóta að veim mjög ólíkar lífverum hér á jörð hvað efnaskipti snertir. Einnig er bent á, að úti í smástirnabeltinu er svo kalt, að fráleitt má teljast að líf- verur geti þrifizt. Við kuld- ann sem þar ríkir, stöðvast nefnilega nálega allar efna- breytingar. Ekki geta loft- steinarnir heldur verið upp- runnir nær sólu en jarðbraut in er því að þar eru áhrif só| arinnar of sterk til að efniif í þeim geti varðveitzt til lengd ar. Og varla er hugsanlegt að þeir hafi getað kastazt frá jörðinni endur fyrir löngu og séu komnir heim aftur eftir miljónir ára; þar að auki finn ast þær bergtegundir, sem í steinunum eru, ekki á jörð- inni. Mjög er og ósennilegt, að þeir séu komnir frá öðrum sólkerfum. —★— Ganga má að því vísu, að kolefnaloftsteinamir verði rannsakaðir af miklu kappi í náinni framtíð. Með fíngerð- ari aðferðum má fá betri sam anburð við lífræn efni, og ef til vill má fá samskonar efni fram með aðstoð kjarnorku- ofnanna. Ef þessar nýju álykt anir reynast réttar er öruggt að einhverjar lifandi verur finnast á öðrum hnöttum. Einnig geta þessar rannsóknir orðið til að varpa nýju Ijósi á uppruna lífsins á jörðinni. ^♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦$m$m$»«$>! Bridge —♦— . ♦. .♦. .♦. .♦. .♦. .♦. .♦. .♦.. "♦" "♦" " —0— — EINS OG áður hefir verið skýrt frá mun fara fram á vegum Bridgesambands íslands einvígi um þátttökurétt á næsta Evrópu móti, sem haldið verður í Eng- landi í septembermánuði n.k. Á- kveðið hefir verið, að einvígi þetta hefjist n.k. föstudagskvöld kl. 8 og fari fram í Breiðfirð ingabúð. Önnur umferð mun sið an fara fram n.k. máuudagskvóld og sú þriðja föstudaginn 7. júlí n. k. í karlaflokki munu sveitir Stefáns J. Guðjohnsen og Halis Símonarsonar keppa, en í sveit Stefáns eru auk hans Sveinn Ingvarsson, Jóhann Jónsson og Eggert Benónýsson. í sveit Halls eru auk hans: Jón Arason, Þor- geir Sigurðsson og Símon Sím- onarson. í kvennaflokki munu sveitir Eggrúnar Arnórsdóttur og Laufeyjar Þorgeirsdóttur eigast við, en sveitirnar eru þannig skip aðar: Eggrún Arnórsdóttir, Guð- ríður Guðmundsdóttir, ósk Krist jánsd. og Magnea Kjartansdótt- ir. Auk Laufeyjar eru í sveit I hennar: Margrét Jensdóttir, Vig dís Guðjónsdóttir, og Hugborg Hjartardóttir. Alls verða spiluð 120 spil í hvoru einvígi, þ.e. 40 spil hvert kvöld og verða spilin sýnd í hinum svanefnda „Bridge ramma“, sem Hjalti Elíass. stjórn ar. Hefir tæki þetta vakið mikia athygli og eru bridgeunnendur hvattir til að koma og sjá spenn andi keppni. Sveitir þær, sem sigra í' einvígi þessu, munu fara á Evrópumótið, en auk þess mun stjórn Bridgesambandsins velja tvo spilara í" hvora sveit í sam- ráði við fyrirliðana. Keppnis- stjóri verður Gunnar Vagnsson. Aðgangur að keppninni kostar kr. 20.00. Bridgesamband fslands hefur hoðið hinum kunna enska bridge spilara Terence Reese ásamt fjór um öðrum enskum spilurum, að koma til íslands á næsta keppnis tímabili. Nánar mun verða skýrt frá boði þessu síðar. Þeir skemmta í Lídó Hljómsveitin hér að neðan er að koma til að skemmta gestum Lido. Hún nefnist „The wanted five“ og er ekki danshljómsveit heldur leikur til skemmtunar gestum. Félagarnir fimm koma frá London, skemmta hér um tíma og halda síðan til Monte Carlo. Sveitin byrjar að leika í Lido á föstudagskvöldið. Loranstöðin trufl- ar útvarpið á Sandi SÍÐAN loranstöðin á Snæfells- nesi tók tiil starfa hafa íbúar á Hellissandi og í næsta nágrenni við stöðina mjög kvartað undan truflunum í útvarpstækjum sín um, sem stafa muni frá stöðinni. Eru sífelldar truflianir, svo ekki er hægt að haía fu’llt gagn af dagskránjni. Munu útvarpshlust endur þar haía neitað að borga efnotagjald af tækjum sínum, fyrr en einhverjar raunhæfar ráðstafanir verði gerðar til að eyða truflununium. Nú mun Landssíminn, sem rek ur Loranstöðina, einn verk- fræðinga sinna Karl Eiríksson, vestur til að reyna að komast fyrir um af hverju truflanir þess •r stafa, ef koma mætti í veg fyrir að þær eyðileggi dagskrána Stór flugvél tefst 1 Keflavík Keflavíkurflugvelli, 27. júní STÓR flugvél, háloftafar af gerð inni Bristol Britannia, tafðist hér á flugvellinum í dag, vegna bil- unnar. Flugvélin sem heitir Empress Of Tokyo og er frá kanadiska flugfélaginu Canadian Pacific, var með 113 farþega á leið frá Vancouver í Kanada til Prest- víkur í Skotlandi. Við lendingu flugvélarinnar hér kom í ljós smávægileg bilun á hjólaútbún- aði hennar. Flugvirkjar hér og vélamenn háloftfarsins unnu að því þar til kl. 6 í kvöld að gera við flugvélina, en þá gat hún haldið förinni áfram til Prestvík- ur. — Bogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.