Morgunblaðið - 29.06.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1961, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 29. júní 1961 MORCVNBLAÐIÐ 19 Kennedy og Krúsjift: ífreka skoðanir sínar á Berlínarmálinu Washington, Moskvu, Berlín, S8. júní — (Reuter-NTB) — H I N I K tveir valdamestu menn heimsins, John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, og Nikita Krúsjeff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, hafa báðir látið til sín heyra í dag og ítrekað skoðanir sín- ar á Berlínarmálinu og af- vopnunarmálinu, auk ann- arra málefna er þeir drápu á. Lýstu þeir ábyrgð hvor á annars hendur, ef deila þeirra um Berlín eigi eftir að valda friðslitum svo og fyrir hina hægu framvindu í afvopnunarmálinu. • Kennedy ræddi við frétta- menn Kennedy átti fund með frétta- mönnum í WashingtOn í dag og sagði þar, að Sovétríkin bæru beina ábyrgð á því, ef þeim friði, sem nú ríkti í Þýzkalandi og Berl ín yrði raskað. Hann sagði, að Rússar tækju afar skakkan pól í hæðina, ef þeir teldu, að með ógnunum og nýjum árásaraðgerð um gætu þeir grafið undan sam- Stöðu Vesturveldanna í Berlínar- ínálinu. Kennedy ræddi um þá uppá- stungu Rússa að gera Berlín að fríríki og kvað slíka lausn óhæfu. Þar með yrði smátt og smátt eytt öllum réttindum Berlínarbúa og væri enginn í vafa um, hversu alvarleg ógnun það væri. Er Kennedy var spurður hvort hann áliti heppilegt, að hann ætti fund með Macmillan, forsætisráð herra Breta og de Gaulle, Frakk- landsforseta, sagðist hann ekki í neinum vafa um, að þeir ættu eftir að skiptast á skoðunum og væntanlega hittast þegar tími BERLÍN, 28. júní (NTB — Reiuter) — Hin opinberlega fréttastofa Austur-Þýzkalands ADN, segir frá því í dag, að 1 austur-þýzka stjórnin hafi í dag sent skeyti til rikisstjórn ar V-Þýzkalands og sambands- þingsins í Bonn, þar sem þess er farið á leit, að þegar í stað verði hafnar viðræður um friðarsamninga og sameiningu Þýzkalands. Alsir Framh. af bls. 1 útlagastjómina, myndu Frakkar taka það til bragðs að skipta Alsír. Michel Debré, forsætisráðherra skýrði franska þinginu svo frá í dag, að ýmislegt benti til þess að hagsmuna alsírskra sem evrópskra íbúa Alsír yrði vart gætt nema með skiptingu lands ins ef fram færi sem horfir. Hann sagði slíka skiptingu ekk- ert einsdæmi — mörg fordæmi slíks væri að finna á þessari öld. Debré endurtók tilkynningu de Gaulle um, að fækkað yrði herafla Frakka í Alsír, einkum vegna þess, að ástandið í Evrópu kynni að fara versnandi. Frakk- ar væru fyrst og fremst Ev- rópuríki og yrðu því að vera vel á verði um varnir Evrópu. Ræða Debrés á þingi í dag þykir að nokkru hafa lyft þeirri hulu, sem verið hefur yfir samningaviðræðunum í Evian. Hann skýrði frá því, að útlagastjómin fallist ekki á hugmyndina um nána sam- vinnu milli evrópskra og al- sírskra aðila í landinu. Enn fremur krefðust þeir, að Sa- hara yrði hluti af alsírsku landi og neitúðu að linna á hernaðarráðstöfunum upp- reisnarmanna fyrr en eftir að kosningar hefðu farið fram. Ennfremur skyldi þá fyrst gefin heit um að tryggja rétt hvítra manna — en það sagði forsætisráðherrann, að jafn- gilti því, að réttur þeirra yrði ekki tryggður. Debré sagði að Sahara væri vandamál út af fyrir sig, sem fremur mætti líkja við deilur um yfirráðarétt yfir úthafinu en landskika. Hann sagði, að Sa- hara væri fyrst og fremst eyði- mörk, sem enginn réði yfir og enginn kærði sig um — en Erakkar hefðu þar fyrstirmanna fundið verðmæti í jörðu. Frakk- ar væru reiðubúnir að ræða um samvinnu um Sahara við Serki, en um framtíðarstöðu eyðimerk- arinnar yrði ekki fjallað við talsmenn FLN eina. væri til komlnn. Aðspurður sagði forsetinn ennfremur, að ekki hefði verið lögð fyrir hann nein áætlun um að fjölga hermönnum Bandaríkjamanna í Evrópu vegna ástandsins í Berlín. Kvað hann nú í athugun hverjar að- gerðir væru nauðsynlegar til að uppfylla skyldur Vesturveldanna í Berlín. Forsetinn sagði, að nú hefðu bandarískir vísindamenn fengið það verkefni, að komast að því hvort sovézkir visindamenn gerðu með leynd tilraunir með kjarnorkuvopn. Hann kvaðst ekki vita til þess, að svo væri, en mótþrói Rússa í umræðum um bann við slíkum tilraunum væri mjög alvarlegur og gæti haft hinar örlagaríkustu afleið- ingar. Sagði forsetinn takmörk fyrir því, hvað Bandaríkin teldu sér lengi fært\ð gera ekki slík- ar tilraunir, ef enginn árangur næðist. • Krúsjeff talar í Kreml Krúsjeff, forsætisráðherra lýsti því yfir I ræðu í Kreml í dag, að Sovétríkin myndu ekki gefast upp fyrir ógnunum Vesturveld- anna — friðarsamningur yrði undirritaður við Austur-Þýzka- land eins og fyrr hefði verið á- kveðið. Krúsjeff kvað Rússa ætíð reiðubúna til samninga, en þeir kærðu sig ekki um að láta leiða sig út í langdregnar viðræður, sem engan árangur bæru. Hinsvegar sagði Krúsjeff, að samgöngur yrðu ekki stöðvaðar við Vestur-Berlín — en um þær yrði að semja við austur-þýzk yfirvöld. Forsætisráðherrann drap á Laos-málið og sagði, að aldrei hefði orðið neitt Laos-mál, hefðu Bandaríkin og bandamenn þeirra í SEATO ekki blandað sér í inn- anríkismdl landsins. Ennfremur sagði Krúsjeff, að Sovétstjórnin væri algerlega mót fallin kjarnorkuvopnum, en um- ræður um bann við tilraunum með slík vopn hefðu með öllu strandað á mótþróa Bandaríkja- manna, enda hefðu Vesturveldin neitað að hugsa nokkuð um til- lögur Rússa. — Ef hinsvegar andstæðingar okkar auka herstyrk sinn, sagði Krúsjeff, koma þeir ekki að tóm um kofanum hérna megin — við munum gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að styrkja varnarmátt okkar. Pósfverzlun í Reykjavík Póstverzlun má heita alger nýj ung hérlendis, en erlendis færist hún sífellt I vöxt. Áður fyrr munu íslendingar hafa haft nokk ur viðskipti við erlendar póst- verzlanir og þá helzt á Norður- löndum, og þótzt gera þar hag- kvæmustu kaup en með inn- flutnings- og gjaldeyrishömlum lögðust þau viðskipti að sjálf- sögðu niður, og hafa landsmenn ekki átt þess kost að njóta þeirra hentugu verzlunarhátta síðan. Nú hefur verið stofnað slíkt fyrirtæki hér á landi, póstverzl- unin ,,HAGKAUP“ við Miklatorg í Reykjavík. Fyrirtæki þetta hef ur sinn eigin vörulager og hyggst hafa flestar algengustu vöruteg- undir á boðstólum, við lægra verði en almennt tíðkast, eins og sjá má af nýútkomnum vörulista, sem nú fæst á flestum blaða- og bókaútsölustöðum um land allt, en tveir slíkir listar verða gefnir út árlega. Meðal vörutegunda þessara má nefna kvenfatnað allskonar, bæði innri og ytri, barna- og ungl ingafatnað, karlmannafatnað, vinnuföt, hlífðarfatnað, úlpur, kápur og frakka og prjónafatnað allskonar, kventöskur, ritvélar, sportvörur, svefnpoka, tjöld og annan ferðaútbúnað, húsgögn allskonar, gólfteppi og margt fleira — jafnvel sælgæti og frí- merki og mun sá vörulisti, sem út kemur seinna á þessu ári, þó Unnið í Sements- verksmiðjunni Akranesi, 28. júní VINNSLA hófst aftur í sements- verksmiðjunni kl. 8 í kvöld og er allt komið í fullan gang þar. Kaupsamningarnir voru undir- ritaðir í dag. Samningarnir eru grundvallaðir á 11% kauphækk- uninni. — Oddur. verða enn fjölskrúðugri. Þessar vörur sendir fyrirtækið væntan- legum viðskiptvinum sínum svo hvert á land sem er, burðargjalds frítt, sé pantað fyrir meira en þúsund krónur í einu, en aðeins gegn staðgreiðslu. Innan fárra daga verður opnuð verzlun í sambandi við lager fyr- irtækisins og þar seldar vörur sem í listanum eru og á sarna verði, beint af lagernum. — Froskmennirnir Framh. af bls. 3. unni, sem hér er haldin. Yngri froskmaðurinn greip tækifærið í fyrrnefndu kokteil boði í franska sendiráðinu að leggja fyrir hann spurningu: — Það hafa myndast alls konar sagnir um dr. Charcot, næstum helgisagnir, sagði hann. Segið mér, Monsieur Massouin, var hann eins stór- kostlegur og af er látið? — Já, hann var stórkostleg- ur. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur ungur maður hafi getað umgengizt hann og far- ið með honum í leiðangur, án þess að verða gagntekinn af þessum mikla persónuleika, var svarið. >vHELGflSON/ a .___________________ SÓOflRVOG so /»./ R /\ I>| IT _SIMI 3617? 1 ' legsttíinaK og Síldarstúlkur síldin komin á austursvæðið. — Söltun hófst á Rauf- arhöfn í gær. — Getum enn ráðið nokkrar síldar- stúlkur. — Upplýsingar á skrifstofunni. SVEENN BENEDIKTSSON Hafnarstræti 5 — Símar 14725 og 11779. Móðursystir mín R Ö S A dóttir séra Odds Gíslasonar, andaðist i Árborg, Kanada 25. maí. Eva Ölafsdóttir Hér með tilkynnist að kona mín og móðir okkar MARGRÉT MAGNÚSDÖTTIR Laufásvegi 50 lézt að Landakotsspítala 27. júní 1961. Kristinn Steinar Jónsson, Trausti Kristinsson, Magnúsína Jónsdóttir Systir okkar SIGRlÐUR SCHJÖLER lézt í Kaupmannahöfn 25. júní Guðríður Jónsdóttir, Haraldur Jónsson SVANFRÖJUR BJARNADÓTTIR frá, Skógum, sem lézt að heimili sínu, Ingólfsstræti 22 hion 25. júní verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. júlí kl. 3 e.h. — Húskveðja verður í Guðspekifélagshús- inu kl. 1,30. Börnln Jarðarför móður okkar KRISTlNAR HANSDÓTTUR sem andaðist 25. júní fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1. júlí kl. 1,30. Sigurbjöm Jósefsson og systkini Litli drengurinn okkar ÓLI SIGURJÓN BARÐDAL Rauðalæk 59 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. júní kl. 3 e.h. — Blóm eru afþökkuð, þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á Barnaspítala- sjóð Hringsins. Sesselja Guðnadóttir, ÓIi' Barðdal og systkini hins látna Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa GUÐLAUGS BJARNASONAR Skipasundi 4 fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. júní kl. 1,30 þeim, sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Elín Guðlaugsdóttir, Guðjón Bj. Guðlaugsson, Ingibjörg E. Waage, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Pálsson, Magnús Guðlaugsson, Dagný Jónsdóttir, og barnabörn. Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar ARNA ARNASONAR fyrrum Dómkirkjuvarðar Börnin Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar litlu dóttur okkar Unnur Einarsdóttir, Gunnar A. Jónsson Hugheilar þakkir til allra sem vottuðu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðsu-för mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa KJARTANS SÆMUNDSSONAR frá Stapakoti Herdís Þórðardóttir, Guðný Kjartansdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðbjartur Kjartansson, Valgerður Ólafsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.