Morgunblaðið - 29.06.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. júní 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 12 — !>að kemur að því, og lík- lega áður en langt um líður. Nú datt Júlíu gott ráð í hug. — Við skulum koma til brytans og vita, hvort við getum ekki fengið að skipta um káetur, svo að við get- um verið saman. Það glaðnaði yfir Joan. — I>að gæti verið heillaráð. Skrítið, að okkur skyldi ekki detta það í hug fyrr. — Nei, þér datt það ekki í hug, af því að þú varst svo dauf í dálkinn. Joan andvarpaði og hrollur fór um hana. Hún dáðist að því, hve Júlía barst vel af. Kannske ætti hún sjálf að reyna að taka sig svolítið saman. En hún var bara svo einmana og niðurdregin. Hún saknaði mannsins síns svo hræði- lega. Nú, en auðvitað væri ekki betur ástatt hjá Júlíu. — Við skulum klára úr glös- unum og koma þessu í kring, sagði Júlía. — Við skulum vona, að þessi bryti hafi einhverjar mannlegar tilfinningar. Bezt ef hann væri svo til nýgiftur sjálf- ur, því að þá getur hann betur skilið tilfinningar okkar. Það kom í ljós, að brytinn var miðaldra og ekkill, en engu að síður tók hann erindi þeirra með fullri samúð. Hann vissi vel, hvernig ástatt var fyrir þeim og vorkenndi þeim. — í hvaða káetum eruð þið núna? spurði hann. Þær sögðu honum númerin. Joan var þó betur farið en Júlíu, þar sem hún hafði ekki nema eina konu í káetunni hjá sér. Það var önnur kona að koma frá Ástralíu, og Joan var ekki farin að sjá hana enn. — Nú, þér eruð með frú Bra- sted, sagði hann við Joan. — Jú, svo mun vera. — Brasted? endurtók Júlía spyrjandi. — Hvað? Þekkirðu hana kann- ske? spurði Joan. — Nei. en systir mín vinnur í híbýlaverzlun hjá manni, sem heitir Clive Brasted. — Þessi heitir frú Clive Bra- sted, sagði brytinn. — Þá hlýtur það að vera kon- an hans, sagði Júlía. — Ég veit líka til þess, að hún hefur verið í Ástralíu undanfarið og var væntanleg heima innan skamms. — Hún á afskaplega fín föt, sagði Joan. — Ég sá þau í fata- skápnum. Mér þætti gaman að vita, hvort myndin, sem hún hef- ur á borðinu hjá rúminu sínu er af manninum hennar. Ef svo er, þá er hann mjög laglegur. Júlíu datt í hug, að þetta gæti vel verið Clive Brasted, sem hún hafði séð nokkrum sinnum, en einhvernveginn efaðist hún samt um það. Trúlegar var það ein- hver annar maður, nema þá Clive væri að blekkja Söndru systur hennar, því að henni hafði hann sagt, að hjónabandið þeirra væri því sem næst farið út um þúfur. Og svo ætlaði hann að koma í kring skilnaði, sagði hann, og þá væri þeim frjálst að giftast. Brytinn, sem hafði verið að athuga einhverja skrá á borðinu hjá sér, kom nú aftur og sagði þeim, að hann gæti líklega kom- ið þessu í kring og þær gætu verið í káetu saman. Þær urðu þessu mjög fegnar og þökkuðu honum innilega. — Okkur þótti þetta báðum svo leiðinlegt, sagði Joan. — Það er ekki von að þið séuð mjög kátar. Þetta er slæmt áfall fyrir ykkur....og svo allar hin- ar, sem eins er ástatt fyrir. — Við erum nú líklega þær allra nýjustu. Maðurinn hló við. — Jæja, það eru nú víst einar tvær í viðbót. — Það bætir nú lítið úr skák, svaraði Joan dauflega. Brytinn brosti til þeirra, hug- hreystandi. — Jæja, hver veit nema þið verðið bráðum aftur á útleið. Júlía kvaðst vona, að svo yrði. — Annars er nú þetta gott og þægilegt skip, og þið getið sjálf- sagt skemmt ykkur ágætlega, og engin ástæða til annars en að þið gerið það,' eins og hinir farþeg- arnir. — Við reynum það, sagði Júlía. Og þakka yður fyrir þessa greiðasemi yðar með káeturnar. Þær yfirgáfu síðan brytann, til þess að koma sér fyrir aftur. Nýja káetan þeirra var miklu stærri og skemmtilegri en þær höfðu áður séð. — Mér finnst þessi bryti alveg fyrirtak, sagði Joan, þegar þær voru að hengja upp fötin sín. — Já, hann var prýðilegur, sagði Júlía. — En heyrðu, Joan, sástu nokkuð af herbergisfélaga þínum, sem átti að verða? — Já, rétt fyrir skömmu, þegar ég var að flytja dótið mitt úr káetunni. Hún var há og Ijós- hærð, en mér kæmi ekki á óvart þó að hún væri talsvert skap- hörð. Joan benti Júlíu á konuna, þeg ar þær voru í setustofunni eftir kvöldverð, og Júlía horfði á hana hugsandi. Nei, hún vildi ekki vera í sporum systur sinnar, ef þessi kona yrði eitthvað óþæg þegar þau færu að tala um skiln- aðinn. — Mér sýnist hún einhvern- veginn þannig, að ég vildi heldur hafa hana með mér en móti, sagði Joan. — Ég segi sama. En það er nú ekki alltaf að marka útlitið. — Hvernig lítur maðurinn hennar út? — Hann er mjög snotur maður. Júlía hugsaði með sér, að það gæti ekki neitt skaðað þó hún segði Joan alla söguna. — Og Sandra systir mín er bálskotin í honum. — Hvað segirðu?! Ég er ekki frá því, að hún fái sig fullkeypta af því. — Sandra segir, að þau ætli að skilja. Joan hleypti brúnum. — Það efast ég nú um, að henni gangi að óskum. Ég er'búin að komast að því, að myndin, sem ég sagði þér frá, er af manninum hennar. „Frá þínum elskandi Clive“ var skrifað á hana. Eg stalst til að horfa á hana, þegar ég fór inn í káetuna. Finnst þér trúlegt, að hún væri að burðast með mynd- ina með sér, ef þau væri rétt að því komin að skilja? Júlía andvarpaði. — Veslings Sandra! — Jæja, við erum þó að minnsta kosti skotnar í okkar eigin mönnum, sagði Joan, íbygg in. — Já, sem betur fer! Joan skríkti. — Jæja, ég veit nú ekki hvernig það er, rétt sem stendur. En svo bætti hún við: — Jú, auðvitað erum við það. Hún kæfði niður geispa og leit á úrið sitt. Það er nú ekki fram- orðið enn en ég held nú samt, að ég fari að draga mig í bólið. Þetta hefur verið órólegur dagur hjá manni, vægast sagt. Júlía kvaðst líka gjarna vilja fara að hátta. — En ef við gengjum einn eða tvo hringi á þilfarinu, áður en við göngum til skrautíbúðar okk- ar? Jon stóð upp, snöggt. — Já, það skulum við gera. V. Þegar þær vöknuðu morgun- inn eftir, urðu þær að játa hvor fyrir annarri, að þeim hefði orð- ið lítt svefnsamt. Júlía reis upp við olnboga og horfði yfir til Joan. — Þetta dugar ekki. Við verð- um að taka sjálfar okkur taki. Hún fleygði af sér rúmfötun- um og sagðist ætla að fara að ganga úti á þilari. — Ég ætla að hafa nóg að gera í dag, svo að ég hafi engan tíma til að hengja höfuðið. — í þessum hita? — Já, í þessum hita. Ég ætla fyrst og fremst að fara í sund- pollinn. — Það er nú lítið hægt að hreyfa sig þar; hann er svo lítill. Júlía hafði sundpollinn ein, þar eð Jona nennti ekki að koma með henni. Hún synti fram og aftur, en fór síðan út að öðrum veggnum og lét sig fljóta, og hélt sér í kaðal. Hún horfði á mann, sem var nýkominn og ætlaði að fara að stinga sér, og þá sneri hún sér undan til þess að forðast sletturnar. — Afsakið, sagði hann við hana, þegar hann kom upp á yfir borðið — en það er bara svo r L ú á HOLD THE CANOV BAR UP HI&HER, BURT f AAeanwhile, AT THE AfAERICAN CONSER- VATION LEAOUE MARK TRAIL . IS IN THE WOODS SHOOTINO PICTURES OF HIS FRIENDS EATING CHERRY BIRCH BARS pEAfí PRES/&EHT: - 'TOU W/LL BE GLAP TO KNOM 7HAT THE GOÖPY-GOO CANDY COM- PANY HAS G/VEN US PEPMISSION TO PEMOVE ALL B/LLBOARPS /N YOL/P TEPP/TOPY.., •• Markús ea* úiti í skógunuim að taka myndir af vinum sínum borðandi Birkibita. — Haltu sælgætinu svolítið I hærra, Bjami! En á meðan, hjá Náttúruvernd i arfélaginu. — Kæri formaður: — Það mun gleðja yður að heyra að Goody-goo félagið hefur gefið okkur leyfi tiil að taka niður öll auglýsingaspjöddin á yðiair svæði þröngt um mann hérna. Hann synti síðan til hennar og síðan fóru þau upp úr og sátu svo í sólskininu og létu fæturna hanga niður i vatnið. — Þetta er bezti tíminn til að synda hér, sagði hann. — Seinna fyllist allt af fólki. — Það vissi ég ekki, enda kom ég ekki um borð fyrr en í gær. — Ég veit. Ég sá til yðar. Hún hafði ekkert tekið eftir honum — og reyndar heldur ekki neinum öðrum. En nú athugaði hún hann nánar og sá þá, að þetta var maður á að gizka um þrítugt, hár og vel vaxinn með dökkt frekar úfið hár, djúp blá augu og munn, sem sýndist vera með sífellda kippi í munnvikun- um, rétt eins og hann ætlaði allt- af að fara að brosa, og þætti gam an að lifa. — Það var leiðinlegt fyrir yður að þurfa að fara aftur svona strax, sagði hann. — Vitið þér það? — Já. Maður var búinn að frétta, að það ætti að senda allar konur og börn heim, eftir því sem rúmið leyfði. Voruð þér bú- in að vera þarna lengi? — Ég kom, þangað í gærmorg- un. — Ekki er það betra. Hún sá, að hann var að horfa á fingurna á henni. — Voruð þér að fara til mannsins yðar? ífltltvarpiö Fimmtudagur 29. júní. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veður* fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar).! 12:55 „A frívaktinni", sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. —16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Tón- leikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Smetanakvartettinn leikur strengjakvartett nr. 2 í d-moll eftir Smetana. 20:20 Erlend rödd: Ungversk-frakk- neski rithöfundurinn Francois Fetjeu talar um sósíalrealisma og safnaðarmennsku í Sovétríkj unum (Halldór Þorsteinsson bóka vörður). 20:45 Atriði úr óperunni: „Vald ör- laganna“ eftir Verdi. (Zinka Milanov, Jan Peerce, Leonard Warren, Robert Shaw-kórinn o. fl. syngja; RCA-Victor-hljóm- sveitin leikur; Renato Cellini stj.). 21:15 Frásöguþáttur: Frá Vancouver til Vestfjarðar (Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur). 21:35 Tónleikar: Sellósónata op. 40 eft ir Sjostakovitsj. (Daniyl Shafran leklur á selló og Nina Musinia á píanó). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur- inn“ eftir Antonio de Alarcón: X. lestur. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 Sinfóníutónleikar: Sinfónía nr. 4 1 d-moll op. 120 eftir Schumann. (Cleveland- hljómsveitin leikur; Georg Szell stjórnar). 23:00 Dagskrárlok. Föstudagur 30. júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veður- fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar).í 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna" : Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. -*• 15:05 Tónleikar. —16:00 Fréttlr og tilkynningar. — 16:05 Tón- leikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Islenzk tónlist: Fjögur lög fyri* fiðlu og píanó eftir Hallgríni Helgason (Börge Hilfred og höf, leika). 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlssoa og Björgvin Guðmundsson). 20:40 Tónleikar: „Sigurður Jór• salafari", svíta op. 56 eftir Grieg. (Covent Garden hljómsveitii% leikur; John Hollingsworth stj.). 20:55 Aandrés Björnsson fer með stölc ur eftir Einar Þórðarson fr4 Seljabrekku. 21:00 Islenzkir píanóleikar kynna són- ötur Mozarts XIV: Kristimi Gestsson leikur fantasíu og són- ötu nr. 14 í c-moll (K427). 21:30 Útvarpssagan: „Vítahringur" ef| ir Sigurd Hoel; XV. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur- inn“ eftir Antonio de Alarcón: XI. — sögulok. Eyvindur Erlends son). 22:30 Skemmtitónlist: Sígaunalög, leik in af Sígaunahljómsveitinni i Búdapest. 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.