Morgunblaðið - 21.07.1961, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 21.07.1961, Qupperneq 5
Föstudagur 21. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 . n ''.u. íift. Á SUNNUDAGINN varð járn brautarslys við Weeton, ná- lægrt Blackpool í Eng-IandK. Árekstur varð á járnbrautar- teinunum og farþegalest, sem í var rúmlega 300 manns fór út af sporinu. 6 fórust, en af þeim 300, sem lífs komust af voru 118 særðir. Áreksturinn varð kl. 10:30 f.h. en þá sáu 40 járnbrautar- starfsmenn, sem voru að vinna við flutningalest, hina sex vagna farþegalest koma á fullri ferð fyrir beygju, beint á móti þeim, og lestarn- ar skullu saman. Fyrsti vagn farþegalestarinnar kastaðist fram hjá 9 flutningavögnum áður en hann rann 14 fet fram af upphleðslunni. Annar vagn inn fór einnig út af sporinu og varð þess valdandi, er hann stöðvaðist, að sá þriðji hófst á loft. Lestin, sem var á leið til Main eyjarinnar var fuU af fólki, sem ætlaði að njóta frídagsins þar og var það flest frá Lancashire/Eftir áreksturinn þyrptust farþeg- arnir út úr lestinni, en þeir, sem voru í þriðja vagninum, 30 feta hæð frá jörðu, máttu ekki hreyfa sig, því minnsta hreyfing gat orðið til þess, að vagninn tapaði jafnvæginu, urðu þau að bíða % klst. eftir björgun. Járnbrautarstarfs- menn mynduðu strax björg- unarsveitir og koimu fólkinu til hjálpar og einnig komu slökkviliðsmenn hið bráðasta á slysstaðinn. Mi'kið öngþveiti var meðal farþeganna og leit- uðu allir að ástvinum sínum og ferðafélögum, sem þeir höfðu orðið viðskila við, er áreksturinn varð. Vagnar lest- arinnar voru úr stóli og er tal- ið að það hafi bjargað mörg- um mannslífum, því að þeir beygluðust ekki. Farþegarnir komu frá mörg um borgum í Lancashire, meðal þeirra var Mr. Frank Sowerbutts. Hann ferðaðist einsamall, því að fjölskylda hans hafði farið með flugvél til Man eyjarinnar, en honum geðjaðist ekki að flugvélum. Hann sagði: Fyrst fann ég til nokkuð einkennilegs titr- ings, en síðan kom höggið. Vagninn hentist upp í loftið, óp kváðu við, en eftir nokkr- ar sekúndur var dauðaþögn. Eg var hátt uppi og gat séð eftir miðjunni á hinum opna vagni, vagninn, sem laskaðist mest 20 fetum fyrir neðan mig. Eg klifraði niður yfir brotin sætin og komst út ó- meiddur. í þriðja vagninum var með- al farþega 17 ára gamall pilt- ur Dan Donegan. Hann lýsti hinum hræðilega hálftíma þannig: — Við héldum að vagninn myndi kollsteypast, ég kast- aðist á gólfið og annar far- þegi og töskurnar mínar ofan á mig. Vagninn stöðvaðist og stefndi þá upp í loftið. Eg ætl- aði að reyna að rísa upp, en þá fór vagninn að hrisstast og hinir farþegarnir kölluðu. — „Vertu kyrr“. — Síðan þorði enginn að hreyfa sig hið minnsta, það var eins og við hefðum frosið öll í einni kös í öðrum enda vagnsins. Það var hræðilegt. Loks braut björgunarmaður upp dyrnar, sem vOru niðri við jörðina og okkur var bjarg að út einu og einu í senn. Að lokum vorum við öll örugg á jörðinni. Með Dan var bróðir hans Thimoty og þrír vinir þeirra, sem sluppu allir ómeiddir. Thimothy sagði: — Mér fannst ég deyja öft á meðan við biðum eftir björgun. Eg hélt að við myndum alls ekki sléppa lifandi. Af þeim sem særðust í slys- inu eru 18 enn í sjúkrahúsi. En margir hlutu aðeins smá- skrámur af völdum gierbrota. Hríslan og v/ð (Veizlusöngur Tcennara! Höfundur œtlast til, aö bragur þessi sé aðeins sunginn undir lagi Inga T. L.) „Gott áttu, hrísla, á grœnum bala glöðum að hlýöa lœkjarnið.,< Ekki er í tízku upp’ til dala andskotans bölvað landsprófiö. Þú, sem ert blávatns blíður granni, berö ekki skyn á stagl og nám. Garöurinn Eden, eini og sanni, er ekki vaxinn skilningstrjám. Þú ert sú hjartans hríslan eina handan viö dagsins fjas og mein. Án þinna Ijúfu, grœnu greina getur et fengizt hugró nein. Þá, sem t draumi dal þinn kanna, dæmir þú milt á balanum. Hvorki þinn lœk né leynda granna lœtur þú kenna á skalanum. B&gt áttu, litla birkihrísla, Bakkusar veig að þekkja ei hót. Ljúft mundi veröa viö að sýsla vökva þann sjúga upp meö rót. Þú mundir una i blœnum blíöa, blessunarlega hress og spræk, sjá gegnum dögg um veröld viöa, veitandi blíöu þínum lœk. „Gott áttu, hrisla, á grœnum bala,“ gleöi þú fœrir augunum. Bláktir þú edein upp’ til dala, enda evo sterk á taugunum. — Laufiö þitt visnar loks og fýkur, lendandi fjarri þinni rót. Fögnuöur samt ei frá þér víkur. Fari þaö eins um þetta mót! ö. S. í gær 20. júlí varð Jón Árna- son, bóndi, Lækjarbotnum í Landssveit 80 ára. 80 ára er í dag Guðmundur Jón Guðmundsson frá Hesteyri, Þrastargötu 7B. í dag verður hann staddur á Kársnesbraut 38 í Kópavogi. Á morgun, laugardaginn 22. júlí verða gefin saman í Odense, Danmörku ungfrú Ragnhildur Gunnarsdóttir, Ásabyggð 2, Akureyri og Ólafur Oddsson, vél stjóri, Vesturgötu 56. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Absalonsgade 13, Odense. Ef maður ætW að kynna sér óll lögin, ynnist aldrei tími til að brjóta þau. — Goethe. Þegar kveður £ vopnunum, hafa lögin hljótt um sig. — Cicero. Lögin eru flóknust, þegar rikið er spilltast. — Tacitus. Lögin eru ekki sett sakir hinna góðu þegna. — Sókrates. • Gengið • Sölugengi: 1 Sterlingspund ....... Kr. 106,13 1 Bandaríkjadollar ...... — 38,10 1 Kanadadollar .......... — 36,85 100 Danskar krónur ...... —- 549,80 100 Norskar krónur ........ — 531,50 100 Sænskar krónur ........ — 736,95 100 Finnsk mörk ........... — 11,86 100 Franskir frankar’...... — 776,60 100 Belgískir frankar ..... — 76,47 100 Svissneskir frankar .... — 882,90 100 Gyllini ............... — 1060,35 100 Tékkneskar krónur..... — 528,45 100 V.-þýzk mörk ......... — 957,35 1000 Lírur .............. __ 61,39 100 Austurrískir schillingar — 147,56 100 Pesetar .............. .. 63,50 Keflavík íbúð 3 herb. og eldhús til leigu. Uppl. Brekkubraut 1L Húsnæði Til leigu er 50—100 ferm. góður kjallari í nýju hverfi Hentugt fyrir fiskbúð eða iðnað. Uppl. í síma 33939 og 36250. Sjónvarpstæki til sölu. Uppl. í síma 17354 ki. 7—8 eh. 2 skellinöðrur til sölu (KK og NSU) — Uppl. Laugateig i6 eftir kl. 7. Takið eftir Útlend kona gntur tekið nokkra menn í fyrsta fl. fast fæði. (Mjólk fylgir máltíðum Grundarstíg 11 1. hæö. A T H U G I Ð að borið saman ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — MAX-FACTOR varalitír nýjustu tízkulitir. SNYRTIVÖKLUDEILDIN Eymundssonarhúsinu, Austurstræti 18. íbúð 'óskast 3—4 herbergja íbúð óskast til leigu í eitt ár. Þrennt fullorðið í heimili. Fyrirframgreiðsla eftir samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 10730 í dag eftir kl. 6 og næstu daga. IMokkrar litlar 2ja manna ibúðir til leigu nú þegar eða síðar, með húsgögnum, síma og öllum þægindum. Tilboð óskast send afgr. Morgunbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „Góður staður — 5477“. Bakarí Húsnæði fyrir bakarí vantar seint á þessu eða snemma á næsta ári. Tilboð merkt: „Bakarí — 5471“ sé skilað á afgr. Mbl. fyrir 30. þ.m. II. stýrimann vantar á nýjan togara eftir nokkra daga. Upplýsinffar í síma 16357. Kjörbúð Húsnæði fyrir kjörbúð óskast. Tilboð merkt: „Góður staður — 5472“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir mán- aðarmót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.