Morgunblaðið - 21.07.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.07.1961, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐIb Fostudagur 21. júlí 1961 SXJÓRN VARÐBERGS á fyrsta fundi sínum — daginn eftir stofnfund félagsins: Björgvin Vil- mundarson, 2. varaformaður, Björn Jóhannsson, dr. Gunnar G. Schram, Bjarni Beinteinsson, Guðmundur H. Garðarsson, formaður, Jón Rafn Guðmundsson, 1. varaformaður, Einar Birnir, Jóhannes Söivason, ritari og Stefnir Helgason, gjalSkeri. — Ýmis mál eru þegar í undirbún- ingi hjá hinni nýkjömu stjórn. .(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) A Hrappstöðum í Laxárdal ríkir framkvæmdahugur Heimsókn til Elísar G. Þorsteinssonar formanns F. U. S. i Dalasýslu HRAPPSSTAÐIR — í Laxárdal í Dalasýslu standa norðan Laxár, eigi langt frá Búðardal. Þar er sögufrægur staður, eins og víða í Dalasýslu. Þar bjó Víga-Hrappur Sumarliðason, hinn mesti ójafn- aðarmaður, jafnt lifandi sem lát- inn. — Á Hrappsstöðum býr nú Elías G. Þorsteinsson, formaður Félags ungra Sjálfstæðismanna í Dalasýslu og tiðindamaður sið- urrnar hittj hann að máli fyrir skemmstu, er hann var á ferð í Dölunum. * * * Laxdæla er aðalheimildin um atburði þá, er gerðust á Hrapps- stöðum í eina tíð og sögur spunn ust út af, og þær heimildir vild um við kynna okkur áður en við heimsóttum hinn sögufræga stað. Hrappsstaðir hafa verið vildis- jörð til forna og lýsir Laxdæla henni svo: „Víðar lendur og fagr ar og mjög gagnauðgar. Miklar laxveiðar og selveiðar fylgdu þar. Voru þar og skógar miklir." Þrátt fyrir slíka landkosti mun jörðin hafa farið í eyði og var þar aðallega um að kenna aftur göngu Víga-Hrapps. Þegar leið að andláti Hrapps mælti hann svo fyrir, að hann skyldi grafinn standandi í eld- húsdyrum. „Má ég þá enn vendi- legar sjá yfir híbýli mín“, er haft eftir Hrappi Og enn segir Laxdæla: ,,En svo illur sem hann var viðureignar, þá er hann lifði, þá jók nú miklu við, er hann var dauður, því að hann gekk mjög aftur. Eyddist bærinn.“ Ólafur pái fékk landið með góðum kjörum og reisti bú í Hjarðarholti, sem nú er næsti bær fyrir innan Hrappsstaði. Laxdæla getur þess að nautafjós Ólafs hafi verið brott í skógi, eigi alllangt frá bænum í Hjarð- arholtj og þá sennilega þar sem nú er bærinn Fjós, ofan við Búð- ardal. í fjósdyrunum lenti þeim saman Ólafi pá og Hrappi og segir um þá viðureign í Laxdælu: „Ólafur gengur þá að durun- um og leggur spjótinu til hans. Hrappur tekur höndum báðum um fal spjótsins, og snarar út af, svo að þegar brotnar skaftið. Ólafur vill þá renna á Hrapp, en Hrappur fer þar niður, sem hann er kominn. Skilur þar með þeim. Hafði Ólafur skaft, en Hrappur spjótið. — Um morguninn eftir fer Ólafux heiman og þar til, er Hrappur hafði dysjaður verið og tekur þar til grafa. Hrappur var þá enn ófúinn. Þá finnur Ólafur spjót sitt. Síðan lætur hann gera bál. Er Hrappur brenndur á bálí og er aska hans flutt á sjó út. Héðan frá verður engum manni mein að aftur- göngu Hrapps." Er sagan af Víga-Hrappi ein rammasta draugasaga fornsagn- anna. * * * Er við ókum heim að Hrapps- stöðum eitt góðviðriskvöld fyrir skemmstu til að hitta bóndann þar Elís G. Þorsteinsson mátti sjá, að framkvæmdahugur ríkti þar á bænum. Nýbyggð hlaða og fjárhús og sundurgrafinn fló inu niður að Laxá sýndi að þar var ekki setið auðum höndum. Er við höfðum setzt inn í stofu hófum við að spyrja Elís og fyrst lítið eitt um hann sjálfan. — Ég er fæddur að Þrándar- hæli í Laxárdal, en sá bær er nú í eyði. Ég vann alllengi í Búðardal, ýmsa algenga vinnu, þar til fyrir tveirnur árum að ég fluttist hingað að Hrappsstöð um ásamt konu minni Emilíu L. Aðalsteinsdóttur frá Brautarholti í Haukadalshreppi. Við eigum nú jörðina. Sá sem hér bjó á und-l Gísli G. Þorsteinsson an mér var Sigtryggur Jónsson, er var hreppsstjóri í Laxárdal um langt skeið. Hann er nú flutt ur til Reykjavíkur, en við hrepps stjórastarfinu tók Egill Benedikts son bóndi að Sauðhúsum. — Þú hefur greinilega ekki setið auðum höndum hér þessi tvö ár? — Búið er nú ekki ýkja stórt enn bá, en hér hefur verið reist fjárhús, sem hýst getur 240 fjár svo og hlaða. Svo hef ég nýlega látið ræsa fram 20—30 hektara hér í flóanum, sem vonandi geta gefið af sér eftir 4—5 ár. Svo hef ég ræktað um 7 hektara, af þurru landi hér ofan við bæ- inn. Stofnun bús kostar mikið fé og ég hef reynt að drýgja tekjur mínar með því að stjórna veghefli á sumrin. Búreksturinn mæðir þá meir á konu minni og svo höfum við vinnumann í sum ar. — Menn reka aðallega fjárbú VARÐBERG, féiag ungra áhugamanna um vesiræna samvinnu Fjölmennur og öflugur stofnfundur FJÖLMENNUR fundur ungra manna úr þremur stjórnmála flokkum stofnaði sl. þriðjudagskvöld ný samtök, Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Þessi fjölmenni og öflugi fundur sýndi einhug hins unga fólks £ að berjast fyrir lýðræðishugsjónum vestrænna menning- arþjóða. Á fundi þessum sameinuðust menn, sem annars eru úr ólíkum stjórnmálaflokkum, til baráttu gegn þeira öfgastefnum og flokkum, sem nú eru við lýði á landi hér. Nafn félagsins, VARÐBERG, ber vott þeim einbeitta ásetn- ingi félagsmanna að standa vörð um lýðræðislega stjórn-j arhætti í samstarfi við þær menningarþjóðir, sem okkur eru skyldástar. Aðalmarkmið félagsins eru: að efla skilning meðal ungs fólks á íslandi á gildi lýð- ræðislegra stjórnarhátta. að skapa aukinn skilning á mikilvægi samstarfs lýðræðis- þjóðanna til verndar friðin- um. að vinna gegn öfgastefnum og öfgaöflum, að mennta og þjálfa unga áhugamenn í stjórnmálastarf- semi, með því að afla glöggra upplýsinga um samstarf og hér í Laxárdal, er það ekki? — Jú, hér eru yfirleitt góðar fjárjarðir. Hins vegar hefur ver- ið erfitt um vik með kúabú hér, því að mjólkursala héðan hefur engin verið nema á sumrin og þá alla leið í Borgarnes. Nú er hins vegar á döfinni bygging mjólkurbús hér í Búðardal, og er það að sjálfsögðu mikið hags- munamál fyrir héraðið. — Laxdæla lýsir Hrappstaða- landi, sem mikilli hlunninda- jörð. Sennilega eru öll þau hlunn indi nú ekki lengur fyrir hendi. — Nei, það lætur að líkum. Jörðin hefur verið miklu stærri til forna. Hrappsstaðir eru senni lega fyrsti bærinn hérna meg- inn í dalnum, Laxveiði hefur sennilega verið góð hér í ánni, enda er hér oft enn góð veiði. Laxá er nú leigð stangaveiðifé- lagi í Reykjavík. Hins vegar á ég erfitt með að trúa því að hér hafi verið mikil selveiði, a. m. k. miðað við núverandi lands- hætti, því að hér vantar alveg sker. Annars er Hvammsfjörð- ur alveg fisklaus. Hinar mörgu eyjar loka næstum því firðinum í mynni hans og eru harðir straumar á milli eyjanna. Hins vegar gæti ég trúað að Hvamms- fjörður væri tilvalin uppeldis- stöð, ef fiskræktun verður eitt- hvað stunduð hér á íslandi i oáinni fra'mtíð. — Þú hefur verið formaður Félags ungra Sjááfstæðismanna í Dalasýslu alllengi, ekki rétt? — Félagið verður 10 ára á þessu hausti og hef ég verið formaður þess frá upphafi. Að sjálfsögðu hafa skipzt á skin og skúrir í félagslífinu, en alltaf hefur þó verið reynt að halda strikinu. Skemmtanir hafa verið haldnar, t. d. hafa tvær samkora- ur verið haldnar það sem af er þessu sumri. Ferðalög hafa verið fastur liður í félagsstarfinu und- anfarin sumur og hefur þátttaka í þeim verið góð. Þeirri starf- semi mun haldið áfram. Húsnæð isleysi háir allri félagsstarfsemi hér. Ekkert samkomuhús er hér nema í Nesodda í Miðdölum. Þar Frh. á bls. 13. menningu vestrænna þjóða, um markmið og starf Atlants hafsbandalagsins svo og að aðstoða í þessum efnum sam- tök og stjórnmálafélög ungs fólks, er starfa á grundvelli lýðræðisreglna. Fundurinn á þriðjudag Fundurinn var haldinn í Tjarn- arcafé og hófst kl. 8,30. Guðmund ur H. Garðarsson, viðskiptafræð- ingur, 'setti fundinn, en fundar- stjóri var kjörinn Jón Rafn Guð- mundsson, skrifstofustjóri. Fund- arritari var Hrafnkell Ásgeirsson, stud. jur., Sigurður Guðmunds- son framkv.stj. las fundargerðir undirbúningsnefndar, en Guð- mundur H. Garðarsson lýsti að- draganda að stofnun félagsins. Stjórnarkjör Er samtökunum höfðu verið sett lög, fór fram stjórnarkjör og voru eftirtaldir menn einróma kjörnir í stjórn: Björgvin Vil- mundarson, viðskiptafræðingur, Björn Jóhannsson, blaðamaður, Stefnir Helgason, verzlunarmað- ur, Jón Rafn Guðmundsson, skrif stofustjóri, Einar Birnir, skrif- stofumaður, Jóhannes Sölvason, stjórnarráðsfulltrúi, Bjarni Bein- teinsson, lögfræðingur, dr. Gunn ar G. Schram, ritstj. og Guðm. G. Garðarsson viðskiptafræðingur. í varastjórn voru eftirtaldir menn kjörnir: Sigurður Guð- mundsson, framkvæmdastjóri, Hrafnkell Ásgeirsson, stud. jur., Heimir Hannesson, stud. jur., Jón Arnþórsson, sölustjóri, Birgir ísl. Gunnarsson, lögfræðingur og Þór Whitehead, nemi. Endurskoð andi var kjörinn Björn Helgason, lögfræðingur. Að stjórnarkjöri loknu fóru fram umræður um framtíðarstarf samtakanna og tóku eftirtaldir menn til máls: Sigurður Helga- son, lögfræðingur, Jón Skaftason, alþingism., dr. Gunnar Schram, ritstjóri, Lárus Jónsson búfræð- ingur, Jón Rafn Guðmundsson, skrifstofustjóri og Unnar Stef- ánsson, viðskiptafræðingur. Kveðja frá NATO Óttar Þorgilsson, fulltrúi í upp- lýsingadeild NATO, flutti hinum nýstofnuðu samtökum kveðjur og árnaðaróskir Dirk V. Stikker, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins. Ræður manna svo og fundur- inn allur bar vott um staðfastan vilja fundarmanna til að berjast dyggilega fyrir hugsjónum félagsins. Frjálshuga og lýðræð- sinnaðir ungir menn fagna stofn- un samtaka þessara og vill Sam- band ungra Sjálfstæðismanna árna VARÐBERGI allra heilla. Megi störf félagsins verða sem árangursríkust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.