Morgunblaðið - 21.07.1961, Page 11
Föstudagur 21. júlí 1961
MORGVISBLAÐIÐ
11
istland
r Flóttamerm í Svíþjóð frá
Eystrasaltslöndunum, — Lett-
•flandi, Litháen og Eistlandi —
Siafa um margra ára skeið reynt
anjög til þess að fá aldraða ætt-
fingja sína til Svíþjóðar, en þær
(tilraunir hafa yfirleitt alltaf
Btrandað á synjunum valdhaf-
anna í Moskvu. — Þar til nú,
að eitthvað virðist hafa slakn-
að á þessum höftum, því að af
og til ber það við, að aldrað fólk,
sem ekki á lengur neina fjöl-
iskyldu eða náin skyldmenni
(heima fyrir, fær að flytjast úr
Jandi.
/■ En ekki er sopið kálið þótt í
ausuna sé komið — þessu fylgja
mörg vandkvæði. Beiðni um að
rílytja hið aldraða fólk verður
)að koma upphaflega frá ætt-
ílingjum í viðkomandi landj og
; fylgir því margvísleg skrif-
, tfinnska. Getur tekið allt að tveim
árum að fá þetta leyfi og meðal-
feostnaður, sem ættingjar þurfa
að greiða til rússnesku valdhaf-
anna fyrir leyfið eitt er 210 sterl-
ingspund.
'í Þrátt fyrlr þessa annmarkalog
Ihafa nokkrir tugir karla og
Ikvenna komið til Svíþjóðar hin
allra seinustu árin og þegar frá-
aagnir fólksins eru tengdar sam-
an og bornar saman má af þeim
greina ýmislegt um hag manna
og ástand í þessum löndum.
Eistland er nú í miklu eftirlæti
Ihjá hinni nýju miðstétt Rúss-
ilands, sem hefur að undanförnu
látið I ljósi sívaxandi áhuga á
jþví að fá að litast um í heim-
inum utan síns heimalands. Ekki
þykir þó þorandi að hleypa fóik-
inu til Vesturlanda — en til að
sýna lit á vilja til að mæta ósk-
um fólksins er því leyft að ferð-
ast til Eistlands, sem er með
meiri vestrænum blæ en önnur
Icommúnísk ríki.
í Eistlandi er auðveldara að
nú í ýmsar munaðarvörur en
annarsstaðar austur þar — vör-
lur eru vandaðri og vöruverð
lægra.
Kússar tala sín á milli um Tall-
in sem borgina, „þar sem hægt
er að kaupa allt“ — meira að
segja efsta sæti á lista yfir bif-
reiðakaupendur, sem bíða af-
greiðslu. Og síðast enn ekki sízt
er þar að finna hina beztu klæð-
skera austan tjalds.
' Á tímum keisaraveldisins voru
eistneskir klæðskerar viður-
Ikenndir fyrir hæfni sína og dugn
að í þessari grein. Enn eimir
verulega eftir af þeirri hæfni,
Iþví að þeir sauma klæðnað
eftir auglýsingamyndum, sem
þeir sjá í blöðum og tímaritum.
Velmegandi Rússar, sem marg
ir meta mikils vestræna fata-
tízku, kunna vel að notfæra sér
þetta enda eru klæðskerameist-
ararnir í Tallin mikils metnir —
þeir hafa nóg að gera og efnast
vel.
Rússar gera sér upp erindi til
Tallin hvenær sem þeir fá því
viðkomið. Nú er talið að af 400
þúsund íbúum Tallin séu um 150
þús. Rússar, — sem flestir hafa
flutzt þangað eftir stríð. Rúss-
nesk börn sækja sérstaka skóla
og hafa yfirleitt ekkert sam-
neyti við eistnesk börn.
Burt séð frá stjórnmálaskoð-
unum Eistlendinga finna þeir
sérlega til þess, hversu smekkur
Rússa sé yfirleitt lítt þroskaður
og þeim þykir einkum lítt til
koma eiginkvenna margra hátt-
settra herforingja Rauða hersins,
sem berast mikið á í klæðaburði
og hafa tilgerðarlega framkomu.
Eistland er miðstöð víðtækrar
skipulegrar svartamarkaðs-
Eistlendingum skipað af Rússum í lestir til Siberíu. Það var
tilraun til útrýmingar þjóðarinnar.
— einkum agúrkur, sem örugg-
ur markaður er fyrir í Rússlandi.
Einnig er algengt, að rússnesk
ir menn ferðist til Tallin, tötrum
klæddir með gamla strigapoka,
úttroðna af drasli. Er til borg-
arinnar kemur fleygja þeir
megninu af draslinu en fylla pok
ana af allskyns vörum, — úrum,
skartgripum, borðbúnaði, klukk
um og klæðnaði, sem þeir síð-
an selja á okurverði í Moskvu
eða Leningrad.
íbúar Rússlands virðast ekki
hafa mikla trú á sparnaði og
vilja heldur nota það litla sem
afgangs kann að verða frá brýn-
ustu þörfum til kaupa á ýms-
um „munaðarvörum.“
Þeir sem einna helzt hafa fé
til eyðslu eru ýmsir háttsettir
menn í flokknum og hernum, en
þeir geta lítið gert við eyðslufé
heima fyrir. Því er það mjög í
tízku í þeim hópi að fara í
skemmtiferðir til Eistlands,
skemmta sér þar á veitingahús-
um og eyða peningum rétt eins
og í gamla daga er rússneskir
aðalsmenn fóru til Monte Carlo
til þess að eyða fjármunum sín-
um.
OBSERVER — öll réttindi áskilin
Miðstöð svartamarkaðs-
verzlunar við Rússland
verzlunar við Rússland. Bifreiða
stjórum á vöruflutningabifreið-
um í þjónustu ríkisins er iðulega
mútað til flutninga fyrir einstakl
ínga og er þá oft beitt fölsuð-
um skjölum til að sanna, að
flutningarnir fari fram sam-
kvæmt skipunum æðstu yfir-
valda. Stimpluð skjöl renna oft-
ast athugasemdalaust gegnum
hendur opinberra starfsmanna í
Sovétríkjunum, án þess þeir
kynni sér efni þeirra gaumgæfi
lega.
Eftirspurn eftir byggingarefni
er gífurleg einkum tjörupappa
og timburflekum. Rússar eru
orðnir áfjáðir í að byggja sér
sín eigin einbýlishús en bygging-
arefni er ófáanlegt eftir eðlileg-
um leiðum. Algengt er, að svarta
markaðsbraskarar komi því svo
fyrir, að byggingarefni sé flutt
úr vöruhúsum í Tallin til Hvíta
Rússlands og Úkrainu með farar
tækjum ríkisins. Hagnaður af
þessum viðskiptum er gífurleg-
ur; allar greiðslur staðgreiðslur,
og greitt með hinni gömlu keis-
eftir nýjustu tízku Vesturlanda aramynt — tíu rúblna gullpen-
ingum (jafngildir einu ensku
pundi) sem er hinn viðurkenndi,
stöðugi gjaldmiðill svartamark-
aðsins.
Á árunum milli heimsstyrjald
anna safnaðist fyrir atbeina fram
takssamra eistneskra kaupmanna,
mikið af þessari gullmynt í land
inu. Vitneskjan um þetta hefur
síazt út meðal Rússa, sem reyna
nú eftir mætti að breyta sparifé
sínu eða ólöglegum hagnað) af
viðskiptum í gull. Orðrómur
’hefur verið á lofti um væntan-
lega gengisbreytingu hins opin-
bera gjaldmiðils og hefur það
hækkað gullrúbluna í verði.
Venjulegt verð tíu rúblna gull-
penings er 150 nýrúblur en ótt-
inn við gengisbreytingu hefur
komið því upp í 500 nýrúblur
(Um 200 sterlingspund samkv.
f erðamannagengi).
Af öðrum viðskiptum sem gefa
góðan arð má nefna flutning
matvæla til Leningrad frá Eist-
landi. íbúar Leningrad borgar
eru farnir að óska dálítillar til-
breytningar 1 mataræðj en lítið
sem ekkert er gert til þess að
bæta úr því, svo að hagsýnir
spekúlantar sjá sér leik á borði
að hagnýta sér þennan markað
fyrir ferska ávexti og grænmeti.
Til borgarinnar eru fluttar afurð
ir frá samyrkjubúum og einnig
grænmeti, sem bændur rækta á
smáskikum í frístundum sínum
Þjóforinn stal lykl
inuni á innkrots-
stað
AÐFARAN ÓTT þriðjudagsins
var brotizt inn í biðskýlið á Kópa
vogshálsi. Hafði þjófurinn skrið-
ið inn um sölulúgu sem snýr út
að Reykjanesbrautinni, en farið
út um bakdyrnar og tekið með
sér lykilinn. Ekki var fengur-
inn þó svo míkill, að hann gæfi
tilefni til að hann kæmi aftur.
Hann náði í 50 kr. í skiptimynt
og nökkra vindlakveikjara af
Himalayagerð.
Kiljanskvöld" úti um land
N.K. LAUGARDAG leggur
upp frá Reykjavík 4 manna
leikflokkur, sem á næstunni
mun ferðast um Norður-,
Vestur- og Austurland, og
sýna þar á 25—30 stöðum leik
þætti, sem Lárus Pálsson hef-
ur búið til sviðsflutnings eft-
ir 5 skáldsögum Halldórs
Kiljan Laxness. Nefnir flokk-
urinn sýningu sína „Kiljans-
kvöld", en þau verk Kiljans,
sem kaflar verða fluttir úr,
eru Paradísarheimt, Heims-
Ijós, Brekkukotsannáll, fs-
landsklukkan og Salka Valka.
Leikararnir eru Helga Valtýs-
dóttir, Lárus Pálsson, Harald-
ur Björnsson og Rúrik Har-
aldsson, en auk þeirra verð-
ur með í förinni Björn Thors,
sem verður leiksviðsstjóri.
Blaðamenn hittu fjórmenn-
ingana nokkra stund í gær og
létu spurningarnar dynja á
þeim:
— Ferðaáætlunin?
.— Við leggjum upp á laug-
ardag, en fyrsta sýningin verð
ur þá um kvöldið í Ólafsvík.
Næstu sýningar verða svo á
Breiðabliki á Snæfellsnesi,
Logalandi í Reykholtsdal og
Stykkishólmi. Þaðan verður
haldið norður á Sauðárkrók og
Akureyri, síðan austur á land
með viðkomu á Hvamm-
stanga, þar sem þegar hafa
verið keyptar upp 3 sýningar,
er verða á vegum kvenfélags-
ins þar. Til Reykjavíkur verð-
um við svo að vera komin um
20. ágúst, en um það leyti hefj
ast æfingar hjá Þjóðleikhús-
inu að nýju, en þó verður
væntanlega sýning hér í bæn-
um í sambandi við 175 ára af-
mæli Reykjavíkur í ágúst.
— Og sýningin sjálf?
— Það má segja, að hér sé
um að ræða tilraun til þess að
kynna á þennan hátt, verk,
sem annars er erfitt að sýna á
leiksviði. Tilgangurinn er ekki
sá að gefa heildaryfirlit yfir
efni hverrar skáldsögu, heldur
gefa týpiskar svipmyndir, sem
ná blæ verksins og gefa hug-
mynd um aðalpersónur þess.
Sennilega eru verk Kiljans
betur til slíks flutnings fallin
en verk nokkurs annars ís-
lenzkt rithöfundar, þar sem
langir kaflar þeirra eru oft í
samtalsformi. Þó eru t.d. marg
smásögur Einars H. Kvar-
an sambærilegar að þessu
leyti. Með þessu móti verða
áhorfendur að beita eigin hug-
myndaflugi meira en við
venjulegan leikritaflutning.
— Hvað stendur hver sýn-
ing lengi yfir?
— Um það bil 2 klukku-
stundir.
— Sviðsútbúnaður?
— Ja, í raun og veru not-
Rúrik Haraldsson, Haraldur Björnsson, Helga Valtýsdóttir og
Lárus Pálsson.
um við ekki eiginleg leik-
tjöld, heldur einungis „drapp-
eringar“ og auk þess eru ljós-
in mjög þýðingarmikið atriði,
svo að við verðum að hafa
okkar eigin ljósaútbúnað.
— Hlutverkaskipting?
— Hvert okkar fer með 4
hlutverk, en alls eru þættirn-
ir, sem við sýnum, þrír.
— Og þið ykkar, sem eruð
ríkisstarfsmenn, hugsið ykkur
náttúrlega að bæta það upp?
•— Haraldur: Við vonum auð
vitað að fá sæmilegt mánaðar-
kaup, en fyrst og fremst ger-
um við þetta í þágu listarinn-
ar!
— Lárus: öl) leikhús eru
rekin sem gróðrafyrirtæki, þó
að útkoman verði hins vegar
ævinlega sú, að þau eru rek-
in með tapi! Hvað heldurðu
Haraldur, að Shakespere segði
um það, að leikhús sé ekki
rekið sem fjárgróðrafyrir-
tæki?!
— Haraldur: Já, jæja, merg-
urinn málsins er sá, að við
eigum Nóbelsskáld, sem skrif-
ar bækurnar sínar þannig, að
við getum leikið þær!
— Með þetta urðu blaða-
mennirnir að fara, enda fæst
það víst ekki upplýst fyrr en
eftir leikförina, hvort um
gróðrafyrirtæki verður að
ræða(