Morgunblaðið - 21.07.1961, Page 19
Föstudagur 21. júlí 1961
M ORCUIVBL AÐ1Ð
19
— Um hvað
er deilt ?
Framh. aí bls. 6.
sérstöðu vegagerðarinnar. Það
sem aðeins kemur fyrir í und-
antekningartilfellum hjá öðrum
vinnuveitendum samkvæmt fæð
isákvæði Dagsbrúnarsamningsins
verður gildandi um 80% allrar
vinnu hjá vegagerðinni, ef geng
ið væri að kröfum ASÍ. Myndi
þctta þýða 9—10% kauphækk-
un hjá vegagerðarmönnum, um-
fram hina almennu hækkun, ef
miðað er við dagvinnu og ca
12%, miðað við venjulegan
vinnustundaf jölda. Þess má enn-
fremur geta að dagpeningar skv.
fyrstu kröfu ASÍ hefðu kostað
vegagerðina u. þ. b. 3 millj. kr.
á ári eða álíka upphæð og all-
ar liinar hækkanirnar saman-
lagt.
Simamenn
Um Landssímann er það að
segja, að allir meðlimir línu-
mannafélagsins munu vera fé-
lagar í Dagsbrún, hvar sem þeir
búa og langflestir þeirra eru
sendir út frá Reykjavík á vorin
og eru síðan við vinnu með
flokkunum hingað og þangað
■um land þar til vinnu lýkur á
haustin. Er því alls ekki hægt
með nokkurri sanngirni að telja
þessa vinnu hliðstæða vegavinn-
unni, þar sem forgangsréttur ein
stakra félaga gildir skilyrðis-
Jaust og vinnuflokkar eru stofn-
aðir á hverju einstöku félags-
svæði.
Það er því ekki hægt að segja,
að ósamræmi sé í því, þótt
póst- og símamálastjóra sé heim
ilað að semja um fæðispeninga
en ekki sé samið hjá vegagerð-
inni.
Loks er rétt að taka fram, að
enda þótt fyrirsvarsmenn vega-
gerðarinnar inntu fulltrúa ASl
eftir því, í hvaða formi og hve
mikla fæðispeninga þeir téldu
ihæfilega fyrir vegaverkamenn,
félst engin viðurkenning í því
á kröfunni. Að sjálfsögðu var
nauðsynlegt að vita sem gerzt
hverjar lágmarkskröfurnar væru.
Það að hlýða á kröfurnar var
ekki sama og að samþykkja þær.
TTmsögn vegamálastjóra.
í MbL sneri sér einnig tii Sig-
nrðar Jóhannssonar vegamála-
stjóra og bað um álit hans á
ofanritaðri greinagerð. Lýsti
hann sig í einu og öllu sammála
hcnni og væru skrif Þjóðviljans
og Tímans um, að hann hafi
nokkru sinni verið reiðubúinn
bð fallast á kröfur Alþýðusam-
bandsins um fæðispeningana, úr
lausu lofti gripnar. Hann hefði
Ihlýtt á kröfurnar, en í því fæl-
Ist vitaskuld engin viðurkenning
eða viljaafstaða um að fallast
á þær.
— Ensk
knattspyrna
Framh. af bls. 18.
land, sem hefur mikinn hug á að
fcomast aftur í fyrstu deild ætlar
að nota hann með George Herd
sem keyptur var frá Skotlandi
; íyrir 40 þús. pund og Harry
•Hooper sem keyptur var í fyrra
fyrir 20 þús. pund. Arsenal hefur
íiýlega keypt skotann Johnny
fcfcLoed frá Hibernianan fyrir
<40 þús. pund. McLoed hefur oft
leikið í skoska landsliðinu og álit-
inn mjög góður.
— Sumarbúðir
Framih. af bls. 18.
EÍðasta námskeiðinu og síðar
verður ef til vill efnt til sýning-
brferðar með hana og hún sýnd
í skóluim.
H Nú eru síðustu forvöð að saekja
Km aðgang að síðasta námskeið-
tnu og eru umsóknir afgreiddar
6 skrifstofu ÍSÍ Grundarstíg 2b
IRvk. simi 14959.
— Bizerta
Framlhald af bls. 1.
kvöld eftir að hlé hafði verið á
átökum miðhlutann úr deginum.
ÍC „Gefumst aldrei upp“.
Flestar verzlanir í Túnisborg
voru lokaðar í dag og atvinnulíf
lá að mestu niðri — og var þann
ig lýst stuðningi við Búrgíba.
Svipaða sögu er að segja frá Biz
erta-borg, þar sem um 20 þúsund
manns söfnuðust saman á götum
úti og æptu slagorð ein og: „Við
erum fús að deyja fyrir Bizerta"
Washington, 20. júlí
(NTB-AFP)
BANDARÍSKA utanríkisráðu-
neytið lét í dag í Ijós þá von,
að Frakkland og Túnis hætti
hið fyrsta átökunum út af
Bizerta-stöðinni og leysi deilu
málið með friðsemd. — Tals-
maður ráðuneytisins sagði, að
Bandaríkjastjórn vænti þess
einnig, að ríkin tvö sýni hóf-
semi við lausn þeirra vanda-
mála, er leitt hafa til þess?
ástands, sem nú ríkir. 7
Til svars við spurningul
fréttamanna, sagði formælandi
inn, að Bandaríkjastjórn hefði
þegar tjáð stjórnarvöldum
Frakklands og Túnis skoðun
sína á málunum, cftir dipló-
matískum leiðum.
—i „Lifi Búrgíba" — „Niður með
de Gaulle“. En forsetinn ávarp-
aði mannfjö.dann og sagði m.a.:
„Hvort sem átökin standa tíu
daga, mánuð eða tíu ár, munum
við aldrei gefast upp.“
Búrgíba tilkynnti á blaða-
mannafundi í dag,-að stjórn sín
hefði ákveðið að slíta stjórnmála
sambandi við Frakkland, enda
væri nú enginn grundvöllur fyr
ir neinum samskiptum. (Frá
Stokkhólmi hefir borizt sú frétt,
að sænska stjórnin hafi tjáð sig
fúsa til að gæta hagsmuna Túnis
í Frakklandi.) — Forsetinn var
mjög hvassyrtur í garð Frakka
á blaðamannafundinum og sak-
aði þá um árásarstríð. Hann full
yrti og, að franskar flugvélar
hefðu skotið úr vélbyssum — og
jafnvel skotið flugskeytum — á
óbreytta borgara. Einnig hefði
verið skotið á Rauða kross bif-
reið, sem var að flytja særða her
menn á brott.
4r „Nýjar aðgerðir" Frakka.
1 orðsendingu, sem franska
stjórnin séndi Túnisstjórn í dag
segir m.a. að hin síðarnefnda
skuli „enn einu sinni alvarlega
vöruð við“ að halda áfram aðgerð
um þeim, sem hún hafi hafið og
„beri ein alla ábyrgð á“. Franska
stjórnin sé reiðubúin að „gefa
nauðsynlegar fyrirskipanir, svo
að unnt verði að ræða um skil-
yrði fyrir tafarlausu vopnahléi"
— en jafnframt segir í orðsend-
ingunni, að ef árásunum á Biz-
erta verði haldið áfram, muni
Frakkar gripa til „nýrra að-
gerða“. Ekki er nánar tilgreint,
hverjar þær verði.
Milli 4 og 5 þúsund hermenn
voru I flotastöðinni við Bizerta
áður en átökin hófust þar. I gær
var fluttur þangað liðsauki um
800 fallhlífahermenn — og enn
kom nýr flokkur þangað síðdegis
í dag, að því er franska frétta-
stofan AFP segir. Þeir tóku þegar
aj „hreinsa til“ kringum flotastöð
ina, og blossuðu þá upp bardagar
á nýjan leik eins og fyrr segir.
Síðla kvölds viðurkenndi svo
útvarpið í Túnis, að 100—150 tún
iskir hermenn hefðu fallið í bar
dögunum — og ekkert væri enn
vitað um afdrif hinna 130 í stöð
þeirri fyrir utan Bizerta, sem
fyrr var getið um. — Útvarpið
sagði jafnframt, að ástandið
væri svo ákaflega óljóst, að ó-
gerningur væri að fá nokkra
heildarmynd af hinni hernaðar-
legu stöðu kringum Bizerta.
Túniska fréttastofan TAP sagði
frá því í kvöld, að herflokkur sá,
sem farið hefði inn í Sahara til
þess að setja upp flagg Túnis
við „stöð 233“ til þess að leggja
áherzlu á kröfuna til hluta Sa-
hara, hefði lent í bardaga við
franska hermenn við Saint-virk-
ið í grennd við landamæri Túnis.
4r Stuðningur Serkja o.fl.
Útlagastjórn Serkja í Alsír hef
ir lýst stuSningi við Túnis í á-
tökunum um Bizerta og heitið á
Alsírmenn í Túnis að gefa sig
fram sem sjálfboðaliða til bar-
áttunnar. Franskar stjórnarheim-
ildir telja, að um 15.000 hermenn
frá Alsír séu nú í búðum í Túnis.
— Nasser forseti Arabíska sam-
bandslýðveldisins, og Hassan,
Marokkokóngur, hafa lýst stuðn
ingi við Túnis. — Moskvuútvarp-
ið sagði í kvöld, að aðgerðir
Frakka væru „viðurstyggilegt af
brot".
ic Hvað ætlar Búrgíba sér?
Ýmsar skoðanir hafa komið
fram um það, hvers vegna Búr-
gíba hafi nú gripið til svo harðra
aðgerða til að hrekja Frakka
burt frá Bizerta. Á sú skoðun
talsverðu fylgi að fagna, að hann
hyggist með þessu knýja Frakka
til samninga um þann hluta Sa-
hara, sem Túnis hefir gert kröfu
til. Bent er á, að viðræður Serkja
og Frakka um framtíð Alsír eru
einmitt að hefjast á ný í dag —
en útlagastjórnin hefir krafizt
Öryggisráð-
íð í dag
New York, 20. júlí 1
FORMADUR öryggisráðsins
sagði í kvöld, að ráðið mundi
koma saman til fundar um
Bizertamálið á morgun. — í
ikæru sinni sakar Túnisstjórn
Frakka um árás, sem ógni
heimsfriðinum og fullveldi og
öryggi Túnis. — Er þess kraf-
izt, að gerðar verði ráðstafan-
ir til að stöðva þessar árásar-
aðgerðir — og að allir franskir
hermenn hverfi á brott frá
Túnis.
yfirráða yfir öllu Saharasvæðinu.
— Stjórnmálafréttaritara greinir
þó verulega á um það, hvað
raunverulega vaki fyrir Búrgíba,
en mörgum þykir augljóst, að
hann sjái sér nú leik á borði að
þjappa Arabaríkjunum um sig,
en hann keppir að því að verða
forustumaður rikjanna í Norð-
ur-Afríku, að talið er.
Agæt veiði Norð-
maniia við Island
Álasundi, 20. júlí (NTB)
NORSKU síldveiðiskipin við fs-
land hafa nú fiskað samtals 517
þús. hektólítra af síld í bræðslu
Stærsta skipið, „Steinhauk“
frá Hörðalandi, sem tekur um
6.500 hl. og er nú á heimleið með
fjórða farm sinn. Hefir skipið þá
alls aflað um 24.000 hl., en verð-
mæti þess afla mun nema um
800 þús. norskum krónum (yfir
4 millj. ísl. kr.).
— Katanga
Framlhald af bls. 1.
lagið væri miðað við Mobutu
einan og félli úr gildi, ef annar
tæki við yfirstjórn Kongóhers.
— Haft var eftir Mobutu í
gær, eftir að samningurinn var
undirritaður: — Nú eiga Sam-
einuðu þjóðimar við mig að
eiga í Katanga.
Við komu sína til Leopold-
ville í dag sagði Mobutu, að
nú væri Katangaher ekki leng-
ur til sem sjálfstætt lið — hann
sameinaðist nú þjóðher Kongó,
sem þá teldi samtals um 29 þús.
manns. Mobutu sagði, að hann
mundi nú ráða störfum 634
tæknisérfræðinga, sem undan-
farið hefðu verið í þjónustu
Katangahers — í eigin her hefði
hann hingað til aðeins haft 1S
slíka sérfræðinga.
Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu vina minna, er
minntust mín á 70 ára afmælisdaginn.
Sigurður Þórðarson, Laugabóli.
Móðir okkar
ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu Ásmúla í Rangárvallasýslu mið-
vikudaginn 19. júlí.
Börnin.
Hjartkær faðir okkar, fósturfaðir, afi og tengdafaðir
AXEL JÓNSSON
kaupmaður, Sandgerði,
er lézt í Keflavíkurspítala 12. þ.m. verður jarðsettur að
Hvalsneskirkju 22. þ.m. kl. 2 e.h. með húskveðju frá
heimili hins látna. Þeir sem vildu minnast hins látna,
vjnsamlega láti líknarstofnanir njóta þess.
Börn, fósturbörn, barnabörn og tengdabörn.
Áætlunarferð verður frá Bifreiðastöð Steindórs kl. 12,30.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðar
för mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa
GUÐJÓNS ÞÓRÓLFSSONAR
Efstasundi 63.
Guðlaug Pálsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför móður okkar
MARGRÉTAR GUDLEIFSDÓTTUR
Sérstaklega þökkum við hjúkrunarkonum Lands-
spítalans fyrir góða hjúkrun og hennar gömlu vinum,
Fyrir hönd systur, fóstursystur og tengdabarna.
Guðrún Guðmundsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför
karls alfreðs petterson
Aðstandendur.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
veittu mikla hjálp við andlát og útför
GRÓU GUÐLAU GSDÓTTUR
Sogni.
Sigurjón Ingvarsson, börn og tengdabörn.
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að elsku-
legi dóttursonur okkar,
ERLENDUR ODDGEIR ODDGEIRSSON CULP
andaðist af slysförum í Bandaríkjunum þann 4. júlí 1961.
Kristín Ásmundsdóttir, Gísli Sigurðsson.
Maðurinn minn
GÚSTAV a. jónasson
ráðuneytisstjóri
andaðist Kaupmannahöfn 13. júlí. — Bálför fór fram
þann 19. júlí. v
Steinunn Sigurðardóttir og börn