Morgunblaðið - 21.07.1961, Side 20

Morgunblaðið - 21.07.1961, Side 20
Eistland Sjá bls. 11. IÞRÓTTIR Sjá bls. 18. 161. tbl. — Föstudagur 21. júlí 1961 Þrír dæmdir, dómsátt viö fimmtán Dómur i gjalteyrismáíinu á Inn- flutningsskrifsiofunni HINN 13. júlí 1959 lögðu forstjór- ar InnfiutningáSkrifstofunnar hér í bæ fram kæru í sakadómi Reykjavíkur á hendi Reyni Þor- grímssyni, þá starfsmanni á Inn- flutningsskrifstofunni út af mis- ferli í starfi. Misferli þetta hafði komizt upp á meðan Reynir var ytra í maímálnuði sama ár, en þá hafði annar verið fenginn til að gegna starfi hans á meðan. Reyn- ir hafði haft það starf með hönd- um á Innflutningsskrifstofunni frá því á miðju sumri árið 1956, að annast undirbúning og hafa umsjón með öllum leyfisveiting- um fyrir námskostnaði og færa spjaldskrá yfir slik leyfi. • 115 manns í málinu Dómsrannsóknin í máli þessu varð all-umfangsmikil og koma 115 manns við sögu í því. Rann- sóknarskjölin eru 300 vélritaðar síður. Brot Reynis reyndust í því fólgin, að hann hafði aflað sér námsmannagjaldeyris með því að falsa skjöl og beita marg- háttuðum blekkingum. Einnig hafði han* útvegað nokkrum Fyrsti eiginlegi þurrkadagurinn HÚSAVÍK, 20. júlí — Hér var á- gætis sólskinsþurrkur í gær Þetta er fyrsti eiginlegi þurrka dagur í sumar. Var hann óspart notaður af bændum, sem áttu orð ið mikið úti af gamalli og nýsleg inni töðu. Náðust víða inn mikil hey í súgþurrkun, en hún er mjög almenn hér, enda var unnið fram á nótt af kappi við að bjarga heyjunum, sem víða voru farin að skemmast eftir langvarandi ó- þurrka. Greiddi það nokkuð fyrir hirðingunni, að hér var þurrkur framan af degi í fyrra- dag, þótt síðdegisskúri gerði til skemmda. — Nú munu allir vera byrjaðir að slá. Er mikið undir því komið fyrir heyskapinn, að framhald verði á þessum þurrki, en nú er unnt að afla mikilla hv.yja á ótrúlega skömmum tíma við góð skilyrði. — Grasspretta er nú orðin góð, þar sem tún eru óskemmd af kali, en taðan er orð in tilfinnanlega úr sér sprottin. Fréttaritari. kunningjum sinum námsmanna- gjaldeyri með framanskráðum hætti, þótt þeir ættu ekki rétt á því. í ljós kom við rann- sóknina, að ákærði hafði hafíð brot sín þegar á árinu 1956, skömmu eftir að hann tók við framangreindu starfi og haldið þeim áfram, unz hann fór utan í maí 1959, eins og áður greinir. Gjaldeyri þann, sem ákærða á- skotnaðist, ýmist seldi hann á svörtum markaði, notaði til að flytja inn, út á sjómannaleyfi svokölluð, sem hann hafði keypt, bifreiðar, sem hann síðar seldi, eða þá að hann notaði gjaldeyr- inn til ferðalaga. • Samstarfsmenn. Akærði Reynir hafði ýmsa sam starfsmenn til að koma í kring brotum sínum. Voru tveir þeirra, sem tekið höfðu þátt í allmörgum brotum hans og uppvísir höfðu orðið að skjalafalsi, ákærðir á- samt honum í máli þessu. Mál- um hinna heimilaði dómsmála- ráðuneytið að ljúka með dóm- sátt. Alls voru sektaðir með dóm sátt 15 menn og námu sektirnar Frh. á bls. 2 M. '/*/■.* vrs r-vÁ«-AvM'Avt‘>A Íaw /í.v saym/, v.. i Skemmliierð Heimdallor Á MORGUN laugardag, verð- ur ferð á vegum Heimdallar, FUS, í Kerlingarfjöll. Lagt verður af stað frá Valhöll við Suðurgötu kl. 2 e.h. Þá verður ekið í Kerlingarf jöll. Á sunnu ’ dagsmorgun mun verða geng- ið á Snækoll, en þaðan mun vera víðsýnast af öllu landinu. Komið verður til Reykjavíkur aftur á sunnudagskvöld. Þátttakendur hafi með sér nesti og tjöld, ef mögulegt er, en heitt kaffi verður veitt á tjaldstað. Allar nánari upplýs- ingar eru veittar á skrifstofu Heimdallar í Valhöll (sími 17102) og Æskilegast að fólk hafi skráð sig til þátttöku og tekið farmiða fyrir kvöldið. Utför Jóns Þorleifssonnr ÚTFÖR Jón Þorleifssonar list- málara var gerð frá Neskirkju í gær. Séra Sigurður Einars- son í Holti talaði yfir moldum hins ágæta listamanns og komst m.a. þannig að orði, að ættjörð vor og íslenzk nátt- úra hefðu með Jóni Þorleifs- syni misst einn af sínum traust ustu unnendum og snjöllustu túlkendum. Fulltrúar Banda- lags ísl. listamanna báru kist- / una í kirkju, en málarar úr J íirkju. Hvalur 6 kom í gœrkvöldi SÍÐDEGIS í gær kom hingað annar tveggja hinna nýju hval- veiðibáta, sem Hvalur h.f. hefir keypt hingað til lands frá Noregi. Er það Hvalur 6 en Hvalur 7 er væntanlegur í næsta mánuði. Eru þeir keyptir hingað í staðinn fyr- ir tvo gamla hvalveiðibáta, sem nú hefir verið hætt að nota og lagt upp í Hvalfirði. • Fullkomið skip Þessi nýi bátur er allmikið frábrugðinn hinum eldri, og má þar einkum til nefna stærð og vélarafl. Gömlu bátarnir eru nú orðnir yfir 30 ára gamlir en hin- ir nýju smíðaðir um 1949. Þá eru öll siglingatæki miklu fullkomn- ari í nýju „Hvölunum“, og þar er asdic-tæki, sem hægt er að fylgjast með hvölunum neðan- sjávar. Hvalur 6 er um 450 smá- lesta skip, vélin 1800 hestafla og ganghraði 16—18 sjómílur á klst. Er að því hagræði mikið, bví að miðin, sem hvalveiðibátarnir verða nú að sækja á, eru orðin um 200 mílur frá Hvalfirði. í gærkvöldi hitti Mbl. nokkra skipsmenn um borð í Hval 6, þar sem hann lá við Ægisgarð, og spurði lítillega um Hvalina nýju. Voru þeir á einu máli um það að skip þessi væru hin traust- ustu, og ekki væri hægt að gera annan samanburð á þeim og hin- um gömlu en þann, sem gerður tV hefði verið á gömlu togurunum okkar og hinum nýju. — Kváðu þeir Norðmenn noía báta sem þessa, og þeir hafi veitt á sama konar bát og Hval 6 þrjú hundr- uð hvali á síðustu vertíð. Gagarin til íslands SÍÐDEGIS á sunnudag er rússneski geimfarinn Juri Gagarín væntanlegur á Kefla víkurflugvöll og mun hann hafa þar um hálfs annars tíma viðdvöl. Hann hefur hér viðkomu á leið frá Moskvu til Kúbu, en þangað fer hann í boði Castros. Flugvélin, sem flytur Gag- arín á þessu ferðalagi, er af gerðinni Iljusin 18 og er áætl Verkfallið fór út um þúfur Megn óánægja á Þróttarfundi með samkomulagið SAMNINGANEFNDIR Vöru bílstjórafél. Þróttar og vinnu veitenda komust að samkomu lagi um nýjan kjarasamning laust fyrir hádegi í gærdag. Hafði sáttafundur þá staðið sleitulaust *frá því kl. 20.30 í fyrrakvöld. Félagsfundir beggja aðila staðfestu sam- komulagið í gær, og var verk fallinu þar með aflýst. Lyktir deilunnar urðu þær, að Þróttur féll frá öllum helztu kröfum sínum, m. a. kröfunum um vinnuskiptingu og takmörk- un á tekjueign vinnuveitenda, og m. a. s. voru nú felldar nið- ur flestar takmarkanir á tækja- eign, sem voru í fyrri samningi. Þá lækka taxtar allra stærri vörubifreiða, en taxtar minni bíla hækka lítillega, sem nem- ur kauphækkun bifreiðastjórans sjálfs í samræmi við Dagsbrún- artaxta. Morgunblaðið fór fram á það við formann Þróttar í gær að mega senda blaðamann til þess að fylgajst með fundi Þróttar um samningana í gær, en þeirri beiðni var hafnað. En samkv. upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, kom það greinilega fram á fundinum, að félagsmenn telja hina nýju samninga mun óhagstæðari en hina eldri. M. a. lýsti Einar Ögmundsson, formað ur Þróttar, því yfir, að hann skyldi verða manna fyrstur til að viðurkenna, að félagið hefði ekki fengið neinni þeirri kröfu framgengt, sem mest áherzla hef ur verið lögð á. Vinnuveitendur urðu við kröfu Þróttar um 1% greiðslu í styrkt arsjóð félagsins, og verður stjórn hans skipuð tveim mönn- um frá Þrótti og tveim frá vinnuveitendum. Þá fá Þróttar- bílstjórar einn bíl á móti hverj- um einum bíl vinnuveitanda við uppskipun úr erlendum skipum, sem umboðsmenn þeir-ra hér skipa upp úr. Hér mun einkum vera um að ræða vinnu við upp skipun úr skipum, er flytja varning til varnarliðsins. aður komutími hennar 15.35 á sunnudag. Skv. upplýsing- um Reketov, blaðafulltrúa rússneska sendiráðsins hér, munu sendiráðsmenn taka á móti honum og einnig er rciknað með að blaðamönn- um gefist kostur á að hitta hann. Flugvélin hcldur á- fram ferðinni kl. 17. Viðræður við bæ j arstar f smenFi hafnar Morgunblaðið aflaði sér i gær hjá frú Auði Auðuns for seta bæjarstj., upplýsinga um samningaviðræður fulltrúa Reykjavikurbæjar og Starfs- mannafélags Reykjavíkurbæj ar. Sagði frú Auður, sem bæj- arráð hefur kosið til viðræðn- anna ásamt Magnúsi Ástmars syni, að samningaviðræður væru hafnar fyrir nokkru, en enn sem komið værl, hefði lít ið gerzt annað en það, að fuD trúar Starfsmannafélagsins hefðu skýrt kröfur bæjarstarfs manna. Sumarferð Varðar um nœstu helgi Í»AÐ er nú orðið Ijóst, að sumarferð Varðar n. k. sunnudag verður mjög fjölmenn. Síðustu forvöð eru að kaupa miða í dag, og verða þeir seldir til kl. 10 í Sjálfstæðishúsinu (uppi). Verð farmiða er kr. 225, og er þar innifalinn hádegisverður og kvöldverður ásamt öli og gosdrykkjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.