Morgunblaðið - 05.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.08.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. ágúst 1961 MORCUNBLAÐIÐ 5 Háskólabyggingin i LeopoWvilIe, en J»ar er samastaðiur þingsins. Fyrir utan bygginguna eru her- rnenu úr gæzluliði Sameinuðu þjóðanna á verði. Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Al- greiðum með litlum fyrir- vara. Smnrbrauðstofa Vesturbæiar Hjarðarhaga 47 Sími 16311 Silungsveiði í Selfjöm Veiðileyfi seld hjá Ishúsi Reykdals, Hafnarfirði. sími 50205 og Innri-Njarðvík (Hraðfrystihúsinu). ByggingaféSag verkamanna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarcafé miðvikud 9. þ.m. kl. 20,30 e.h. D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Onnur mál. STJÓRNIN. Rauðamöl Seljum mjög góða rauða- möl. Ennfremur vikurgjall, gróft og fínt. Sími 50447. og 50519. MFNN 06 4 = MAŒFNI= „KONGÓ má ekki verða víg- völlur kalda stríðsins“. Með þessum orðUim skýrði Cyrille Adoula, hinn nýkjörni forsæt- isráðherra Kongó, stuttlega þjóðernisstefnu sína. I landi ofsafullra ræðu- manna hefur Adoula vakið á sér athygli fyrir að vera hæg- látur, hnittinn og rökfastur. „Við mumum aldrei vilja hlíta erlendri vernd hvorki stjórn- málalegri, né efnahagslegri“, sagði hann fyrir skömmu. „Yfirvöldin verða að njóta virðingar og tii þess að það megi verða verður stjórnin að vera ákveðin, öflug og eining að ríkja innan hennar“. Adoula, sem er 39 ára, er heimavanari í Leopoldvilie, en þar hcfur hann unnið sem bankastarfsmaður, en margir samtíðarmenn hans í stjórn- málum, hafa hugsað meira um kynþætti þá, er þeir eru upprunnir af. 1956 tók Adcula virkan þátt í störfum Verkmannasam- bands Kongó og tveimur árum síðar átti hann þátt í stofnun fyrsta stjórnmálaflokksins í Kongó, Þjóðernissinnaflokks- ins, ásamt Patrice Lumumba. Áður en Kongó fékk sjálf- stæði 30. júní 1960, þótti Ado- ula vera í flokki liægfara þjóð qrnissinna. Hann sagði skilið við Lumumba 1959 og í sept- ember sl. þegar Lumnmha kallaði saman þingið til að mótmæla því, að Kasavubu forseti viki honum úr embætti forsætisráðherra, sat Adoula aðgerðarlaus. Adoula tókst að hefja sig upp yfir alla flokkadrætti og ávann sér traust bæði andstæð inga og fylgismanna Lum- umba. Hann var sá, sem Kasa vubu forseti vildi að yrði for- sætisrá'ðherra. Adoula er and-kommúnisti og er litið á hann sem helzta manninn til að eyða sundur- þykkjunni, sem varð útaf vinstri stefnu Lumumba. Hann er feiminn og þegj- andalegur og byggir mest á rökfestu. Hinn öri Lumumba byggði aftur á móti helzt á ræðum, sem líktust flugeldum. Adoula var þingmaður fyr- ir fæðingahérað sitt Equator. ^Þegar Joseph Ileo lók við em- bætti forsætisráðherra af Lum umba var Adoula gerður að innanríkisráðherra, og þegar Gyrille Aoula, hinn nýi for- sætisráðherra Kongó Moise Tshombe, forseti Kat- anga héraðs, neitaði stöðu varnarmálaráðherra, tók Ado- ula einnig við henni. Hann stendur fast við stefn una um sameimað Kongó og hefur það veitt honum áíit meðal fyrrv. Lumumbasinna, sem hafa fylkst undir merki Antoine Gizenga, hins vinstri sinnaða foringja, sem hefur komið á laggirnar stjórn í Stanleyville, sem er andstæð stjórninni í Leopoldville. Adoula skýrði frá því að stjórn hans hyggðist koma með áætlun um mikla vinmi á vegum hins opinbera og reyna að berjast fyrir því að komið verði á fót nýjum fyrirlækj- um. Hinn nýi forsætisráðherra Iifir kyrrlátu lífi í nýtízku- legu húsi í Leopoldville með seinni konu sinni eg finim börnum. Hann reykir án af- láts granna vindla og ræðir tímunum saman við nána vini lun framtíð þjóðar sinnar. > ÁTTl Jobbi eTcki kollgátuna einsog fyrridaginn. Ekki var pálmar hjálmár skáld fyrr kom- inn noröur í nóttleysuna og fyrrverandi síldarleysuna en oppnaöist fyrir allar stíbblaöar flóögáttir inntellígensíunnar og listaverkin streymdu úr djúpum hins dulúðga skáldanda einsog égveitekkikvaö. Ekki veit ég, hvaö skáldiö bardúsar um daga, en ncetur og morgunsár notar þaö til andlegrar framleiöslu og keppvr i framleiöslugetu viö síldar- og gúanófabrikkur ríkisins. Mætti segja mér, aö ekki heföi veriö hœrra risiö ú skáldskap hans í París eöa á Nellunni í Kaupihhöfn. Mér, sérlegum menningarfrömuði og úngskáldavernd- ara, barst bréf frá honum í gærdag. Þaö er skrifað nokkru fyrir sólarupprás og inniheldur þau listaverk, aö ekki munu betri kveöin hafa verið í samanlögöum síldarbransanum. Og hér höfum viö eitt þeirra: kryddkvæöi no. 0013 jakobsensplaniö gamla bíddú góöi anaöu ékki sona fram astralplaniö baö geta veriö fúaspýtur sem leyna á sér ílla negld borö sem sporöreisast og þú dettur já góöi festína lente á la monsieur de la Villon sem ég sá í nœturlestinni frá Hof Sós biddú góöi það geta veriö skemmdir í astralplaninu Hestamenn Til sölu er mósóttur hestur, 6 vetra, bróðir Guls á Laugarvatni. Mósi er lítið taminn, en hefur háan höfuðburð og að flestu leyti glæsilega reiðhesta- byggingu. Hesturinn þykir líklegur til að veita fljót- ustu hestum landsins harða keppni, ef hann verður til þess æfður. Nánari upplýsingar gefur Eiríkur Brynjólfsson, Kristneshæli, sími 1292 um Akureyri. Bílstjóri Þekkt heildverzlun óskar að ráða vanan vörubíl- stjóra, til að dreyfa vörum um bæinn. Reglusemi áskilin. Tilboð merkt: „Vandaður — 136“ sendist afgr. Morgunbl. fyrir 10. ágúst. Atvinna Nokkrar vanar saumakonur geta fengið atvinnu nú þegar. Upplýsingar eftir kl. 1 í dag í síma 22180. AFMÆLISRIT DR. VALDIMARS J. EYLANDS Arfur og Ævintýr kemur út í september. Væntanlegir áskrifendur snúi sér til Biskupsskrifstofunnar fyrir 20. ágúst. CtgAfunefndin. The Wanted Five Sími 35936 skemmta í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.