Morgunblaðið - 05.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.08.1961, Blaðsíða 8
8 M O R c. 17 7V R T A Ð 1 Ð taiip'ni'rTacrur 5. agúst 1961 Lmferðarsífta Morgunblaftsins Aídrifaríkt augnablik! Ökutæki, sem ekið er á eftir öðru ökutæki, skal vera í svo mikilli fjarlægð frá því, að eigi sé hætta á árekstri, þótt, ökutækið, sem á undan er, stöðvist eða dregið sé úr hraða þess. Þar sem sett hefur verið biðskyldumerki, skal sá, sem kemur af hliðarvegi, skilyrðislaust víkja fyrir umferð þess vegar, sem hann ekur inn á eða yfir, hvort sem um aðalbraut er að ræða eða ekki Þegar tveir ökumenn stefna svo, að leiðir þeirra skerast, skal sá víkja, sem hefur hinn á vinstri hönd. Sá, sem kemur frá vinstri, skal þó gæta fyllstu varúðar. ÍSLENDINGAR HAFA eignazt ný umferðarlög, skýr og skil- merkileg. Það er skylda þjóð- félagsins að láta kenna ungum og öldnum lög þessi. Það er ennfrem ur skylda laganna varða, að gæta þess að lögunum sé hlýtt. Ef sérhver vegfarandi færi að lögum í þessum efnum, yrði sjald an eða aldrei umferðarslys. Megingreinar umferðarlaganna eru þessar: Vegfarendum er skylt að sýna varúð í umferð, gæta þess að trufla ekki né tefja að óþörfu aðra vegfarendur og valda eigi þeim eða öðrum, sem búa eða staddir eru við umferðar- leið, hættu eða óþægindum. Sérhvert ökutæki skal svo gert og við haldið, að ofnotkun þess Ieiði hvorki óþarfa hættu né ó- þægindi, þar með talin hávaði, reykur eða óþefur eða hætta á skemmdum vegi. UM VERZLUNAR- MANNAHELGINA verða fleiri ökutæki á vegum úti en venju lega. Við það eykst slysahætta. Morgun- blaðið beinir þeirri eindregnu ósk til allra vegfarenda að þeir beiti Varúð og um- burðarlyndi í önn um ferðarinnar. Að beiðni Morgun- blaðsins hefur Jón Oddgeir Jónsson val- ið myndir á umferðar síðuna, ásamt viðeig- andi texta úr umferð- arlögunum. — Mætti þetta verða til þess að vekja athygli öku- manna á varúðar- skvldum þeirra — og fækka slysunum. Ökuhraða skal ávallt miða við gerð og ástand ökutækis, staðhætti, færð, veður og umferð og haga þannig, að akst- urinn valdi ekki hættu eða óþægindum fyrir aðra veg- farendur. Skylt er að gefa merki um breytta akstursstefnu, þegar þörf er á, til leiðbeiningar fyrir aðra umferð. Merki þessi skal einkum gefa, þegar breytt er um akstursstefnu á vegi eða vegamótum eða ekið er af stað frá brún akbrautar. Sá, sem fram fyrir hefur ekið, má ekki aka að vinstri brún akbrautar, fyrr en hann er kominn svo langt, að hinu öku- tækinu geti ekki stafað hætta eða veruleg óþægindi af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.