Morgunblaðið - 05.08.1961, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.08.1961, Qupperneq 19
taugardagur 5. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 V Stuttar og langar ferðir um verzlunarmannahelgina FERBASKRIFSTOFAN hefur í sumar rekið gistihús í heima- vist Menntaskólans á Akureyri Og getur því veitt þar ódýra gist ingu. Jafnframt hefur hún sam- ið við Flugfélag fslands og Norð- urleiðir um sórstök fargjöld. Ferðir þessar hefjast nú um helgina og verður farið með bif- reið aðra leiðina en flugvél hina. Ferðir nú um Verzlunarmanna- helgina, með tveggja nátta gist- ingu á Akureyri, kosta kl.615,00 —665,00. — Austur-þýzka Frh. af bls. 1 *etja sig hjá sérstakri skrif- Stofu í A-B*rlín. Er sagt að það sé gert 1 samræmi við atvinnu- löggjöf frá 14. jan. 1953, sem til þessa hefur verið haldið lítt á lofti. j Talsmaður vestur-þýzku stjórn arinnar hefur lýst þessar ráð- stafanir hinnar austur-þýzku hreint brot á fjórveldasamningn um um Vestur-Berlín og kvað hann ekki annað sýnna en ætl- tinin með þeim væri að auka enn spennuna í Berlín. f Þá sagði yfirmaður flótta- mannabúðanna í V-Berlín í dag, að síðustu daga hefði þeim fjölgað í hópi flóttamanna, sem hafa vinnu í V-Berlín og hafa getað farið ferða sinna yfir mörkin. Voru þeir í gær fimmti hluti flóttamanna. 1 Austur-Berlín er nú farin herferð á hendur fólki, einkum þó ungu fólki, til þess að telja það á að fá sér starfa í Austur- Þýzkalandi og hvetja foreldra til þess að lát* böm sín ganga f skóla f A-Þýzkalandi. Er tal- ið, að stjórn landsins hafi grip- ið til þessa til þess að reyna að spyrna gegn hinum sívaxandi skorti vinnuafls. — Afsiaða ASI Framh. af bLs. 2 lækkun. Miðstjórnin mótmælir því harðlega, að rétturinn til að skrá gengið sé tekinn úr hönd- um Alþingis íslendinga með bráðabirgðalögum og raunveru- lega færður f Jiendur ríkis- stjórnarinnar sjálfrar. Miðstjórnin krefst þess, að þetta seinasta gerræðisfulla til- itæki ríkisstjórnarinnar í viðbót við kauplækkun með lögum, nefskatta, gengislækkun, dýrtíð- arflóð, árásir á verkfallsréttinn og skerðingu íslenzkrar land- helgi — verði tafarlaust lagt undir dóm þjóðarinnar með þingrofi og kosningum. ' Ályktar miðstjórnin að gera beri ráðstafanir, sem dugi, til að halda óskertum kaupmætti þeirra launa, er um samdist í þeim stórátökum, sem nýlega er lokið. i Verkalýðshreyfingin mun ekki viðurkenna, að ríkisstjóm íslands eigi að ákvarða kaup- gjaldið í landinu. — Það eiga eamtök verkalýðsins og at- vinnurekenda að gera í frjálsum 6amningum. Þess vegna skorar miðstjórn Alþýðusambandsins nú á ríkis- 6tjómina, að standa við þær margendurteknu yfirlýsingar eínar, er hún tók við völdum, að hún hafi ekki afskipti af kaupgjaldsmálurn, heldur verði atvinnurekendur að vera ábyrg- ir fyrk þeim kaupgjaldsskuld- bindingum, sem þeir taki á sig £ samningum við verkalýðssam- tökin“. _________ -- Frá Akureyri gefst kostur á ferðum til Mývatns og víðar um négrennið. Ferðaskrifstofan hefur eim- fremur rekið sumargistihús í heimavist Menntaskólans á Laug arvatni og getur því boðið þar vistleg herbergi svo og svefn- pokagistingu. í samfoandi við þennan rekstur hefur hún efnt til fjölmargra ferðalaga á hestum fyrir innlenda og erlenda ferða- menn, og er möguleiki á að ta'ka Iþátt í slíkum ferðum nú um Verzl unarmannaihelgina. Heiðmörk og Kaldársel Þá hefur Ferðaskrifstofan á- kveðið að efna til styttri ferða, þ.e. um næsta nágrenni Reykja- víkur, í Heiðmörk og Kaldársel. Á gönguferð um Heiðmörk, á Helgafell og nágrenni Kaldársels nýtur maður náttúrufegurðar og víðsýnis. í þessu sambandi má minna á, að óþarfi er að fara langan veg inn í óbyggðir fs- lands til þess að njóta ósnertrar náttúru og öræfakyrrðar, hún er hér við bæjarvegginn. Farið verður í Heiðmörk á sunudag og mánudag kl. 10:00, 11:00 og 13:00, til baka kl. 16:00, 18:30 og 20:00. Farið verður í Kaldársel á sunnudag og mánudag kl. 10:00 og 13:00 frá Reykjavík og frá Kaldárseli kl. 16:00 Og 18:30. " Nánari upplýsingar um ferðir þessar eru gefnar hjá Ferðaskrif stofu ríkisins, sími 11540. Brynjóliur Jóhannesson 65 ára PATREKSFIRÐI, 4. ágúst — f gærkvöldi var sýndur hér gam- anleikurinn Taugastríð tengda- mömmu í annað sinn. Var það 10. sýningin á Vestfjörðúm, en alls hefur leikurinn nú verið sýndur 40 sinnum. Svo vildi til að Brynjólfur Jóhannesson leikari átti 65 ána afmæli í gær, og ávarpaði Jón Sigurbjörnsson leikari hann í Vegur og radíóstöð í Hvanneyrarskál Árar vel i sildarbænum SIGLUFIRÐI, 3. ágúst. — Tækn in hefur lagt leið sína í hina sögufrægu Hvanneyrarskál. Símamálastjórnin hyggst reisa þar í sumar radíostöð með til- heyrandi loftnetsútbúnaði til að fjölga talrásum milli Siglufjarð ar og Reykjavíkur og bæta tal- símaþjónustuna á staðnum. Þá er fyrirhugað að leggja í þessu sambandi akfæran veg upp í Hvanneyrarskál, til að koma þangað byggingarefni. Þetta þýð ir jafnframt það að fólksfjöld- inn, sem lagt hefur fótgangandi á brattann til að njóta sumars og sólar í Hvanneyrarskál getur á næstu árum ekið þángað. Þá eykur þessi vegarlagning líkurn ar fyrir því að sá gamli draum ur rætist að byggja í Hvanneyr- — Penicillinið Framhald af bls. 1. Þau penicillin-lyf, sem áður eru fundin hafa aðeins reynzt virk gegn þeim bakteríum, sem eru hnöttóttar að lögun eða hin um svonefndu „kokkum“ — streptococci, staphylococci og pneumococci, en flestar staflaga bakteríur voru ónæmar fyrir þeim. Og fyrri penicillin-lyf hafa einnig haft tvo mikla ó- kosti —• magasýrur eyða þeim mjög fljótt, svo að gefa verður þau inn í sprautum og ennfrem- ur þann, að enzymið penicillin- ase, sem ónæmir staphylococci framleiða, eyðileggja þau. Penbritin er á hinn bóginn laust við þessa ókosti, auk þess sem það hefur,, að því er virð- ist, engar aukaverkanir og síð- ast en ekki sízt drepur það al- gerlega ýmsa sýkla, sem fyrri penicillín-lyf gátu aðeins stemmt stigu við, með því að hindra æxlun þeirra. Á tilraunastigi reyndist Pen- britin banvænt mörgum sýkl- um — til dæmis var það reynt með mjög góðum árangri á nokkrum sjúklingum, sem um langt skeið höfðu þjáðst af þrá- látum bólgum í þvagfærum. — Hinsvegar eiga enn eftir að fara fram miklar tilraunir, áður en unnt verður að segja til um með vissu hvort lyfið reynist virkt gegn taugaveiki. arskál lítið sumarhótel, sem gæti verið skíðahótel á vetrum, en Hvanneyrarskál kefur lengi ver ið hugsuð sem framtíðarskíða- land bæjarbúa, í herbúðum í- þróttamanna hér. — • Merkasta síldarvinnsluár síðan 1938 Hér á Siglufirði hafa nú bor izt á land samtals um 310 þúsund mál bræðslusíldar og verið salt- að í tæpar 140 þús. tunnur. Sam- tals hefur því borizt til Siglu- fjarðar um 450 þús. tunnur og mál síldar og er langt síðan svo vel hefur árað í síldarbænum. Heildarbræðslusíldarafinn hjá verksmiðjum SR hér Norðanlands og Rauðku mun vera yfir 380 þús mál og heildarsöltun Norð- urlandssíldar 333.600 tunnur. Er sennilegt að líðandi sumar sé mesta söltunarár í sögu íslenzkr- ar síldarvinnslu, síðan 1938. Hér eru nú 3 sildarbræðslur, sem bræða dag og nótt og nóg þróar rými er og góð skilyrði til síld- armóttöku. — Stefán. — Ekkerf nýtt Framfoald af bls. 1. um það enn sem komið er. Þó sagði talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, Lincoln White, í dag, að í því væri ekkert nýtt. 1 kvöld flutti Harold Macmillan ávarp í brezka útvarpið og ítrek- aði að Vesturveldin myndu standa fast á rétti sínum í Vestur- Berlín, hvað sem liði aðgerðum Rússa. Vesturveldin mættu aldrei gleyma þeim milljónum Berlínarbúa, sem ættu líf sitt Og hag undir samstöðu Vesturvald- anna. Macmillan kvaðst hafa verið mjög bjartsýnn er hann kom heim frá Moskvu fyrir tveim ár- um síðan, eftir að hafa rætt við Krúsjeff forsætisráðherra. Síðan hefði bjartsýni hans þorrið mjög og fyrir nokkru hefði hann sann- færzt um að erfiðir tímar færu í hönd. Hefði það reynzt rétt og væri nú mikilsverðast að ríkin innan Atlantshafsbandalagsins treystu böndin sín á milli. leikslok fyrir hönd leikaranna, árnaði afmælisbarninu allra heilla og færði blómvönd. Ari Kristinsson sýslumaður ávarp- aði Brynjólf fyrir hönd leikhús- gesta, og tóku leikhúsgestir und- ir árnaðarorð sýslumanns með ferföldu húrrahrópi. Brynjólfur þakkaði svo hlý orð og árnaðar- óskir. Að leiknum Ioknum var Brynj ólfi haldið samsæti að heimili frú Þórunnar Sigurðardóttur símstöðvárstj., og stóð það til kl. 4 um nóttina við mikinn fögnuð. í morgun hélt flokkurinn áleiðis til Króksfjarðarness, þar sem hann heldur sýningu í kvöld. — Trausti. —Helgi Flóvenfsson Framhald af bls. 1. mjög greiðlega að ná mönnun- um upp úr bátnum. Var haldið rakleiðis til Raufarhafnar, en þegar þangað kom um kl. 9 var mikill mannsöfnuður saman kominn á bryggjunni til þess að taka á móti skipbrotsmönnun- um. Skipverjar á Helga Flóvents- syni fóru til Húsavíkur í gær- kvöldi, og munu sjópróf hefjast þar í dag. Helgi Flóventsson var nýr bát ur, smíðaður í Noregi í fyrra, 109 lestir brúttó. Var hann tal- inn mjög traustbyggður. Eig- andi er Svanur hf. á Húsavík. Báturinn hefur verið á síldveið- um í sumar og mun hafa feng- ið um 9.000 mál og tunnur. — Skipstjórinn, Hreiðar Bjamason, er alþekktur dugnaðarmaður. Síldar- vísur Frá Siglufirði er skrifað: N SÍLDARBÆIRNXR Siglufjörður og Raufarhöfn hafa undanfarið kveðist á — að gömlum sið — í Mbl. — Fyrrverandi síldarséní, á frívakt í höfuðborginni, hljóp undir bagga með Raufarhöfn með nokkrum skemmtilegum og liprum stökum, og kallaði að sjálfsögðu yfir sig spurningu — að gömlum sið — „Hver er maðurinn og hvaðan ber hann að garði?“ Nú hefur sá, sem guðaði á okkar kveðskápar- glugga, bundið nafn sitt í stöku (Mbl. 28. 7. sl.), þar sem látið er að því liggja, að hann heiti fuglsnafni, og sem verður okk- ur höfuðverkur að ráða fram úr, meðan nafn hans „líður um loftin blá“. En hér er ein tM- gáta: Leið hann fyrr um loftin sán, löngu niður fallinn. Gæti heitið Gaggarín, gamli síldarkallinn. Sá hagyrðingurinn hér, sem einkum hefur kveðizt á við nefndan sunnanmann, sendir honum þessar stökur til íhugun- ar: Ekki í sátt við annað svið, aðra háttu við að glíma. Eiga fátt að una við, auka máttinn fyrri tíma. Gengið hafa göngu stranga, gæfan löngu snúið baki. Þeir sem öngu eftir fanga, una þröngu vængjataki. Þá sendir hann og nafn sitt bundið í þessari stöku: Prelátar þó pex’um völd, píslarvotts er arfi. Helzt ég teldi Hammarskjöld, hefði mig að starfi. Þá hefur og borizt þessi vísa frá gömlum vm þessa þáttar, sem heitið gæti síld og svínarí: Þegar síldin veiðist vel, og vor fær sólu kyssta, er viðurstyggð að vita um hel- vítis kommúnista. Elisabethville, 4. ágúst. — (NTB). HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum, að Thsombe forseti í Katanga hafi sent Adoula, hin- um nýja forsætisráðherra Kongó boð cg óskað eftir viðræðum við hann. Fregninni fylgir, að Thsombe hafi einnig átt samtal við aðalfulltrúa Sameinuðu þjóð- anna í Elisabethville og beðið hann koma boðu*^» sú’M^n til Adoula. Innilega þakka ég öllum sem glöddu mig með vinar- kveðjum og gjöfum á 85 ára afmælinu. Valgerður Jónsdóttir, Hvassaleiti 22. . Hjartans þakkir sendi ég öllum, sem glöddu mig með kveðjum eða á annan hátt á níræðisafmæli mínu 26. júlí sl. Guð blessi ykkur. Guðmundur Árnason, Gilsárstekk. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra ættingja og vina, er með gjöfum, blómum, heimsóknum og heillaóskum glöddu mig á afmælisdaginn. Sér í lagi þakka ég vinnu- félögum mínum hjá Vegagerð ríkisins fyrir þeirra stóru gjafir, sem þeir sendu mér. Karl N. Jónsson, Landakotsspítala. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andláf og jarðarför GDÐMIINDAR BJARNASONAR bakarameistara. Guðrún M. J. Bjarnason, Jóhann P. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.